Morgunblaðið - 14.10.1999, Síða 68
68 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Árbæjarkirlg'a.
Safnaðarstarf
Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald-
urshópa kl. 14-17. Biblíulestur í
safnaðarheimilinu kl. 20.30. Frætt
um upphaf kirkjunnar í ljósi post-
ulasögunnar. Ami Bergur Sigur-
björnsson.
Bústaðakirkja. Foreldramorgunn
kl. 10-12.
Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla
aldurshópa kl. 14-16 í safnaðar-
heimilinu.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn kl.
10-12. Allar mæður velkomnar
með lítil börn sín.
Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, íhugun. Léttur
málsverður í safnaðarheimili eftir
stundina.
Háteigskirlga. Ljós lífsins,
þagnaríhugun kl. 20. Taize-messa
kl. 21. Fyrirbæn með handaryfir-
lagningu og spuming. Tómas
Sveinsson.
Langholtskirkja. Foreldra- og
bamamorgunn kl. 10-12. Söng-
stund með Jóni Stefánssyni kl. 11.
Svala djákni les fyrir eldri böm.
Laugameskirlga. Morgunbænir kl.
6.45. Kyrrðarstund kl. 12.00. Að
stundinni lokinm er léttur málsverð-
ur í safnaðarheimihnu. Einfalt, fljót-
legt og innihaldsríkt í erli dagsins.
Samvera eldri borgara kl. 14 í umsjá
þjónustuhóps, sóknarprests og
kirkjuvarðar. Fróðleg og skemmti-
leg dagskrá, veitingar og spjall.
Seltjarnameskirkja. Starf fyrir
6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir
9- 10 ára börn kl. 17-18.15.
Árbæjarkirkja. TTT starf fyrir
10- 12 ára í Ártúnsskóla kl.
16.30-17.30.
Breiðholtskirkja. Mömmumorg-
unn á föstudögum kl. 10-12.
Digraneskirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdótt-
ur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15
leikfimi aldraðra. Kl. 18 bæna-
stund. Fyrirbænaefnum má koma
til prests eða kirkjuvarðar.
Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir
11- 12 ára drengi kl. 17-18. Æsku-
lýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20-22.
Grafarvogskirlga. Mömmumorgn-
ar kl. 10-12. Fræðandi og
skemmtilegar samverustundir,
heymm guðs orð og syngjum með
bömunum. Kaffisopi og spjall.
Alltaf djús og brauð íyrir bömin.
Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl.
20-22.
Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. St-
arf fyrir 7-9 ára kl. 16.30.
Kópavogskirkja. Samvera aldr-
aðra í safnaðarheimilinu Borgum
kl. 14-16. Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má
koma til prests eða kirkjuvarðar.
Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12
ára á vegum kirkjunnar og KFUM
kl. 17.30.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyr-
ir ung böm og foreldra þeirra kl.
10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi.
Opið hús fyrir 8-9 ára börn í Von-
arhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30.
Vídalínskirkja. Bæna og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bi-
blíulestur kl. 21.
Fríkirlgan í Hafnarfirði. Opið hús
íyrir 10-12 ára kl. 17-18.30.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar
kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára
böm kl. 17-18.30.
Keflavíkurkirkja. Fermingarund-
irbúningur kl. 13.30-15.40 í Kirkju-
lundi.
Landakirkja Vestmannaeyjum.
Kl. 14.30 helgiustund á Heilbrigðis-
stofnun Vestmannaeyja, dagstof-
unni 2. hæð. Heimsóknargestir vel-
komnir. Kl. 17.30 TTT. Núna verð-
ur allt vitlaust hjá 10-12 ára krökk-
um í kirkjunni. Guðmundur í hæln-
um mætir og splæsir, en splæsir
hgverju? Og hver er Guðmundur í
hælnum? Kl. 18 kyrrðarstund með
nýju sniði. Taize-söngvar og fyrir-
bæn. Héraðspresturinn, sr. Kristín
Þómnn Tómasdóttir, leiðir stund-
ina.
Hjálpræðisherinn. Kl. 20.30 sam-
koma í umsjón Hallelújakórsins.
Allir hjartanlega velkomnir.
Lágafellskirkja. Gönguhópur for-
eldramorguns „Fræknir foreldrar"
á fímmtudagskvöldum kl. 21 frá
safnaðarheimili.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund
kl. 18.30.
Hvammstangakirlga. Kapella
Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi-
og bænastund í dag kl. 17. Fyrir-
bænaefnum má koma tO sóknar-
prests.
Glæsilegur kvöld- og
samkvæmisfatnaður
Tískuverslun • Kringlunni 8-12 *Sími 5533300
í DAG
VELVAKAJMPI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Athugasemd
við kjötverð
ÉG er með athugasemd
vegna auglýsingar Bónuss
í Morgunblaðinu sl. fostu-
dag. I auglýsingunni segir:
„Lambakjötsbomba, sér-
valdar frosnar lærissneið-
ar á 499 kr. pakkinn og
sérvaldar frosnar kótilett-
ur á 479 kr. pakkinn".
Þetta er kjöt sem er sér-
merkt fyrir danska neyt-
endur. Þegar ég fór að
reikna þetta út - en ég
keypti hvorn sinn pakk-
ann - kom í ljós að verðið
er 800 kr. á kg. Það eru 3
sneiðar í hvorum pakka og
þetta er útkoman. Get ég
ekki séð að þetta sé
„lambakjötsbomba" enda
sé ég í grein í Morgunblað-
inu í dag að þetta hefur
verið selt í Nýkaup á sama
verði.
Arnar Jdhannsson.
Forsetafrú
Bandaríkjanna
ÉG get ekki orða bundist
vegna fréttar á sunnudags-
kvöldið 10. október slv í
einum fjölmiðlinum. Ég
trúi varla ennþá því sem
ég sá og heyrði. Svívirð-
ingin, tal og framkoma við
hina virðulegu, gáfulegu
og fallegu frú Bandaríkj-
anna, sem heiðraði okkur
með heimsókn sinni, var
slík, að ég mun alltaf
skammast mín fyir að vera
Islendingur. Ég held að ég
láti heldur skrifa Eskimói í
vegabréfið mitt. Þeir eru
svo ekta og lausir við flott-
ræfilshátt, sem einkennir
sumar smáþjóðir.
Sigríður Johnsen.
Fyrirspurn
JÓN hafði samband við
Velvakanda og var hann
með fyrirspurn. Vildi hann
fá að vita hvers vegna ekki
væri hægt að ná beint í
græna línu bankaþjónust-
unnar 800 4444. Jón sagði,
að þegar hringt væri í
græna númerið, væri vísað
á gjaldnúmer 515 4444.
Lesblinda
ÁRNI Jón hafði samband
við Velvakanda og var
hann mjög sár. Hann er 31
árs gamall maður með
slæma lesblindu. Hann er
búinn að fara á milli bóka-
safna í leit að lesefni á
snældum. Borgarbókasafn
Reykjavíkur benti honum
á, að hann gæti fengið les-
efni hjá Blindrabókasafni
Kópavogs. Til þess að fá
lánað lesefni hjá þeim þarf
hann að koma með vottorð
frá taugasérfræðingi. Vott-
orð frá heimilislækni dugir
ekki. Honum finnst mjög
leitt að geta ekki fengið
neitt lesefni, þar sem hann
þráir heitt að fá efni um
sín áhugamál.
Hvar eru barna-
kortín, Halldór?
EITT af aðalkosningalof-
orðum Framsóknarflokks-
ins fyrir síðustu kosningar
var, að hvert barn fengi
skattfrjálsar þrjátíu þús-
und krónur. I stað þess
eru barnabætur skertar
um 320 milljónir á næsta
ári og hafa reyndar verið
skertar síðustu fjögur árin
um tæpan milljarð. Þannig
eru nú loforð Éramsóknar-
flokksins. Formaður
flokksins minntist marg-
sinnis á þetta loforð fyrir
síðustu kosningar og ætti
að segja af sér.
Kjösandi.
Tapað/fundið
Grá hettukápa
GRÁ rennd hettukápa
týndist á LA Café fóstudag-
inn 17. september sl. Upp-
lýsingar í símum 5550442
eða 697 3633 Guðný Bima.
Blár bakpoki
BLÁR Shortys-bakpoki
týndist aðfaranótt sunnu-
dagsins 10. október, annað
hvort á Spotlight eða á
Devitos við Hlemm. I bak-
pokanum voru alls konar
gögn, bæði persónuleg og
tilheyrandi vinnu og gagn-
ast engum nema eigandan-
um. Þessi bakpoki er eig-
andanum mjög mikilvæg-
ur. Ef einhver veit um
bakpokann, er sá hinn
sami vinsamlegast beðinn
um að skila honum á
næstu lögreglustöð. Skilvís
finnandi hafi samband við
Hrönn í síma 698 9801.
Svört læða týnd
DIMMALIMM hvarf
heiman að frá sér úr Há-
skólahverfinu í ágúst sl.
Hún var með silfurlitaða
hálsól og rautt merkis-
spjald. Dimmalimm hefur
tvisvar áður fundist á
Öskjuhlíðarsvæðinu. Ef
einhver hefur rekist á
hana vinsamlegast láti vita
í síma 551-5301 eða
698 0419.
Kisa er týnd
HREINBRÖNDÓTTUR
köttur, ljós á kvið og
brjósti, hvarf frá heimili
sínu að Bergstaðastræti
44, 19. september sl. Ef
einhver hefur orðið var
við kisa, er hann vinsam-
lega beðinn að hafa sam-
band við Ásgeir í síma
551-7202.
SKAK
IJm.vjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp á alþjóð-
legu móti í Bad Homburg í
Þýskalandi. Þjóðverjinn
Eric Lobron (2.540) hafði
hvítt og átti leik gegn Zhu
Chen (2.490) frá Kína sem
var að leika gróflega af
sér með 15. - Hc4-c5?
Hvítur lumar nú á
þekktu vinningsstefi:
16. Re6! - fxe6 (Eða 16.
- Bxe6 17. Bxc5 og
svarta d peðið er lepp-
ur) 17. Bxc5 - Dc7
(Engu betra var 17. -
dxcö 18. e5 og svartur
tapar manni) 18. Bd4 -
Hc8 19. g5 - Rh5 20.
Bxg7 - Kxg7 21. Re2 og
svartur hefur tapað
skiptamun bótalaust.
Hvítur vann í 42 leikjum.
Byrjunin var drekaafbrigðið
í Sikileyjarvöm og svartur
féll í þekkta gildru: 1. e4 - c5
2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4.
Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - g6 6.
Be3 - Bg7 7. f3 - Rc6 8. Dd2
- 0-0 9. Bc4 - Bd7 10. 0-0-0 -
Hc8 11. Bb3 - Re5 12. Kbl -
Rc4 13. Bxc4 - Hxc4 14. g4 -
b5 15. b3 - Hc5 og nú höfum
við stöðuna á stöðumyndinni.
Hvítur leikur og vinnur.
HÖGNI HREKKVÍSI
Add c&þxri/í/ji' afrt
Sar&rncjryi- "
'e/as c
Víkveiji skrifar...
GREINILEGT er á öllu að bfla-
sölum gengur vel að selja þjóð-
inni jeppa. Jeppaeign landsmanna
ber þess glöggt vitni. Engu að síður
sjá bifreiðaumboðin sig knúin til að
beita ýmsum brögðum til að fá þjóð-
ina til að kaupa jeppa. Víkverji tók
um daginn eftir sjónvarpsauglýs-
ingu þar sem settar voru fram full-
yrðingar um ágæti tiltekins jeppa
, jafnt á vegum sem utan vega“. Eins
og flestum er kunnugt er allur akst-
ur utan vega bannaður á Islandi og
því vekur það furðu að bifreiðaum-
boðið skuli hvetja til utanvegaakst-
urs með þessum hætti. Tæplega er
þessi bflasali þeirrar skoðunar að
kaupendur jeppans eigi ekki að nýta
sér möguleika hans utan vega fyrst
verið er að benda sérstaklega á þá.
xxx
A'* SÍÐUSTU vikum hafa verið
miklar umræður í Morgun-
blaðinu um réttindi samkyn-
hneigðra og hvort kirkjan eigi að
blessa sambúð þeirra. Þessi um-
ræða hófst með grein Ólafs Þ.
Stephensen, forstöðumanns upp-
lýsinga- og kynningarsviðs Lands-
símans, og svari séra Ragnars
Fjalars Lárussonar við henni. Vík-
verji þorir varla að lýsa skoðunum
sínum á þessu viðkvæma deilumáli,
en vill þó benda á að hann veit ekki
til þess að Kristur hafi sjálfur
nokkru sinni talað afdráttarlaust
gegn samkynhneigð. Það gerði
hins vegar Páll postuli og það er
gert með afgerandi hætti í Gamla
testamentinu. Þó Páll postuli hafi
verið ágætur kirkjunnar maður
hefur hann tæplega sömu vigt og
Jesú Kristur og Gamla testamentið
hefur auðvitað fyrst og fremst að
geyma gyðinglegan boðskap, sem
að mörgu leyti gengur þvert á anda
kristinnar trúar. Vonandi falla
kristnir menn ekki í sömu gryfju
og þeir sem fylgja Islam, að leggja
sömu áherslu á þá sem túlka orð
Múhameðs spámanns og orð Mú-
hameðs sjálfs. En Múhameð mun
aldrei hafa mælt fyrir um þá
grimmúðlegu meðferð á konum
sem margir þeir sem fylgja Islam
hafa um aldir beitt konur. Þeir sem
komu á eftir honum og túlka orð
hans gerðu það og í skjóli þeirra
hefur milljónum kvenna verið
meinað um grundvallar mannrétt-
indi.
xxx
VÍKVERJI verður engu að síður
að vara við því að kirkjan á ís-
landi taki mjög afdráttarlausa af-
stöðu í málefnum samkynhneigðra
af þeirri einföldu ástæðu að veruleg
hætta hlýtur að vera á því að þetta
mál leiði til alvarlegs klofnings inn-
an hennar. Það er augljóst að mjög
skiptar skoðanir eru innan kirkj-
unnar um málefni samkynhneigðra
og mjög margir eru ekki tilbúnir að
veita þeim þau réttindi sem þeir
fara fram á. Reynsla síðustu ára
sýnir að kirkjunnar menn eiga auð-
velt með að koma sjálfum sér í mik-
inn vanda með deilum um smæstu
mál, samanber deilur um tónlistar-
flutning í Langholtskirkju, sem ollu
miklum sárindum innan kirkjunnar.
Mál samkynhneigðra er miklu
stærra mál og hefur alla burði til að
valda grundvallarklofningi. Sem
betur fer virðist biskup Islands átta
sig á þessu og virðist ætla að bera
gæfu til að fara ekki lengra en hann
kemst með kirkjuna í þessu máli.