Morgunblaðið - 31.10.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 31.10.1999, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1999 J-------------------------- MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM beriamó Vestmannaeyjum - Níu félagar í gönguklúbbnum „Doddarnir“ brugðu sér í berjamó 24. október sl. Enn er góð ber að finna víða í hrauninu vestur við Hamarinn þrátt fyrir að fyrsti vetrardagur sé liðinn. Eftir stutta stund voru garparnir búnir að fylla ílátin af j berjum. Þá var slegið upp hádeg- isberjaveislu til að kveðja sumar- ið, sem aldrei kom, og heilsa vetri. A myndinni eru þeir Gunn- laugur Ólafsson, stórútgerðar- maður og skipstjóri, Þórarinn Sigurðsson rafvirkjameistari, Jón Ólafsson, rafeindavirki og sjón- varpsstjóri, Torfi Haraldsson, fyrsti stjórnandi á Hafnarvog- inni, Hannes Haraldsson, skip- stjóri á Baldri, Stefán Sigurjóns- son, skósmiður og stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja, Bragi Ólafsson, umdæmisstjóri Flugfélags íslands í Vestmanna- eyjum, og Geir Sigurlásson, bólstrari og húsgagnasali. íistinn er á hálfvirði meðan birgðir endast = kr. 300,- stór listi Sími 555 2866 • bmag@simnet.is snyrtivörurnar laga og lækna þaö sem hægt er 4 Hæð 30 sm. Mismunandi gerðir. Nú kr. 1.900 Fullt verð kr. 2.900 Meðan birgðir endast. Pantið J-3000. Full búð af vörum Pöntunarsími 555 2866. Fax 565 2866. bmag@simnet.is Oheft hugmyndaflug ÍSLENSK hönnun ungs fólks verður til sýnis í Gall- eríi Geysi í Hinu húsinu í dag og eru það nemendur í hönnunardeild Iðnskólans í Reykjavík sem sjá um sýninguna sem er hluti af Unglist. Óheftu hug- myndaflugi þeirra var leyft að ráða ferðinni í hönn- un þess sem fyrir augu ber og mun því margt skrít- ið, skemmtilegt og sniðugt prýða galleríið. „Það verða um 25 manns sem sýna hönnun sína,“ segir Aslaug Þorgeirsdóttir sem hefur liaft veg og vanda af undir- búningi sýningar- innar. „Mikið af hönnunarnáminu í Iðnskólanum tengist teikningu. Við lærum undirstöðuatriði hönn- unar og þau felast mikið í því að læra að teikna, fara rétt með liti, læra fjarvídd og fríhendisteikn- ingu, svo eitthvað sé nefnt. Því eru verkin sem eru á sýningunni alls konar myndir; grafískar myndir og jafnvel ljósmyndir." Að sögn Áslaugar eru nemendur deildarinnar margir hverjir mjög listrænir og áhugasamir um myndlist og ber sýningin þess nokkur merki. Auk mynda af ýmsum stærðum og gerðum verður hægt að skoða hluti sem nemendur sjálfir hafa hannað og smíðað. „Við munum t.d. sýna nokkrar gerðir af stólum sem var verkefni í formhönnun í skólanum,“ segir Áslaug. „Einnig verða aðrir þrívíðir hlutir sem nemendur hafa verið að vinna að bæði í skólanum og utan hans á sýningunni." Hönnunarsýningin í Galleríi Geysi mun standa til 7. nóvember og er aðgangur ókeypis eins og á alla viðburði Unglistar. Morgunblaðið/Kristinn Sigríður Ásdis Jónsdóttir, Linda Heider Reynis- dóttir og Áslaug Þorgeirsdóttir báru hitann og þungann af undirbúningi hönnunarsýningarinnar. Hér eru þær að hengja upp teppi sem Berglind Tryggvadóttir hannaði. it was ön f everyone s tongue Fight Cl< tvrópufrumsynd 5. nóvember .www.tulerdDrden.rom Unglist á mánudagskvöldió Kanntu að meta djass? LISTAFÉLAG Menntaskólans við Hamrahlíð heldur reglulega listakvöld í Norðurkjallara þar sem ýmsar listgreinar fá að njóta sín. Á mánudagskvöld verður boðið upp á skemmtilega blöndu af djassi og ljóðaflutningi í nafni Unglistar, listahátíðar unga fólksins, sem haldin er um alla Reykjavík þessa dagana. Áð sögn Steinars Júlíussonar úr menningarsveit Hins hússins þótti viðeigandi að leiða djassinn og ljóðin saman í eina sæng, en mikil gróska er í báðum þessum listgreinum hjá ungu fólki. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og flytjendur verða Varð, Frost, Markús, Júlíanna, Eiríkur og Pétur sem ætlar að flytja ljóð. „Þetta verður ekta listakvöld að hætti MH,“ segir Steinar, „en hver sem er getur haft gaman af.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.