Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stuðningur Sovétríkjanna við Sósíalistaflokkinn og fyrirtæki á hans vegrnn Fimm mismunandi að- ferðir til fjárstuðnings STUÐNINGUR Kommúnista- flokks Sovétríkjanna við Sósíalistaflokkinn og Þjóðviljann gat tekið á sig flmm mismunandi form, að því er fram kemur í nýút- kominni bók Jóns Ólafssonar sem ber heitið Kæru félagar og fjallar um íslenska sósíalista og Sovét- ríkin á árunum 1920-1960. Ein aðferð var að kosta tiltekna starfsemi með föstum fjárfram- lögum sem aflient voru í sovéska sendiráðinu. Önnur aðferð var að kosta tiltekin verkefni með því að senda fjárframlag í gegnum send- iráðið eða með bankayfirfærslu. Priðja aðferðin var að beina við- skiptum til fyrirtækja sem tengd voru Sósíalistaflokknum og létu ágóða renna til flokksins að öllu leyti eða hluta til. Fjórða aðferðin var lánveitingar til flokkshollra fyrirtækja eða fyrirtækja sem sós- íalistar stjórnuðu, en slík lán voru stundum afskrifuð þegar fram liðu stundir eða aðeins greidd að hluta til og í fimmta lagi var um að ræða beinar peningasendingar til að bjarga málum þegar neyðarástand hafði skapast eða til sérverkefna, að því er fram kemur í bókinni. Pað voru aðeins MÍR, Menning- artengsl Islands og ráðstjórnar- ríkjanna, sem styrkt voru með föstum fjárframlögum frá Sovét- ríkjunum. Flokkurinn, Þjóðviljinn og aðrar stofnanir sósíalista fengu ekki fé nema sérstaklega væri beðið um það og eru rakin um það dæmi í bókinni. Fram kemur að á sjötta áratugnum hafi Mál og menning verið það fyrirtæki sós- íalista sem hafi verið í verstum kröggum og hafi ýmsum aðferðum verið beitt til þess að afla fjár frá Sovétríkjunum. Oftast hafi sú leið verið farin að gefa út rit sem Sov- étmenn hafi kostað að einhverju eða öllu leyti. Pá hafi fáeinar til- raunir verið gerðar til þess að taka lán í Sovétríkjunum til þess að greiða bankaskuldir vegna hús- byggingar forlagsins í miðbæ Reykjavíkur. Þá hafi flokkurinn fengið beina styrki á þessum tíma, sem kunni að hafa verið notaðir í þágu forlagsins, en flokkurinn hafi einnig fengið svona styrki í tví- gang undir lok sjöunda áratugar- ins, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Vildu einnar milljónar króna lán fyrir Mál og menningu Fram kemur til dæmis að Krist- inn E. Andrésson og Einar 01- geirsson fóru fram á að Mál og menning fengi einnar milljónar króna lán sumarið 1955. Niður- staðan varð sú að forlagið fékk 250 þúsund króna lán og var endur- greiðslu þess frestað í fimm ár. Þá er þess getið til að 20 þúsund doll- ara styrkur sem flokkurinn fékk úthlutað á þessum tíma hafi runn- ið til Máls og menningar. Að við- bættu fyrrgreindu láni hafl upp- hæðin samanlagt numið 580 þúsund krónum, sem jafngildi um 9 milljónum króna á verðlagi í dag. Láninu var síðan breytt í styrk fimm árum síðar að beiðni Einars, en það taldist þá vera rúmlega 500 þúsund íslenskar krónur. Jón segir einnig freistandi að tengja beiðni um styrk til Máls og menningar styrk sem Sósíalista- flokkurinn fékk undir lok áratug- arins að upphæð 30 þúsund dollar- ar samkvæmt skrám miðstjórnar sovéska kommúnistaflokksins, en upphæðin jafngildir sex milljónum króna á verðlagi í dag. Til viðbótar fékk flokkurinn, eins og komið hefur fram, 25 þúsund dollara 1963 og annað eins 1966. Þá sé einnig vitað til þess að Mál og menning hafi fengið beina styrki 1968 og 1970, hvorn að upphæð 20 þúsund dollarar. Varpar Jón fram þeirri tilgátu að allt þetta fé hafi runnið til forlagsins eða 140 þús- und dollarar frá árinu 1956 til 1970, en það jafngildi því að Mál og menning hafi fengið tæplega 45 milljónir króna í sinn hlut miðað við gengi í október í ár. Spenna í vetrarblíðunni ÍBÚAR höfiiðborgarsvæðisins hafa eflaust notið veðurblíðunnar í gær með ýmsu móti. Hægt var að taka sér margt skemmtilegt fyrir hend- ur í kyrru vetrarveðrinu, en meðal þeirra sem ákváðu að blanda smá- spennu við útivistina voru fjórir of- urhugar og félagar í fallhlífar- stökksklúbbi Reykjavíkur. Langt var síðan þeir höfðu feng- ið tækifæri til að stökkva úr fall- hlíf, fannst þeim það nokkur miður og því fengu þeir þyrlu til að fara með sig frá Reykjavíkurflugvelli upp í háloftin. Þeir stukku svo út hver af öðrum, svifu til jarðar og sáu yfir alla borgina þar sem bjart- ur himinninn speglaðist í fölinni sem lá yfir götum og húsum. Það var mál þeirra pilta að það geti fátt verið betra en þetta, að stökkva út úr kyrrstæðri þyrlu, hrapa niður með síauknum og loks bijálæðis- legum hraða þar til fallhlífin opn- ast og svifið er til jarðar, fijáls eins og fuglinn fljúgandi. Morgunblaðið Efnisþætt- ir mikið lesnir 69,5% aðspui'ðra í fjölmiðla- könnun sem gerð var í október lásu Fréttir frá höfuðborgar- svæðinu, sem var mest lesni einstaki efnisþáttur Moi’gun- blaðsins. Lesendur gáfu hon- um jafnframt hæstu meðalein- kunnina, 7,3. Efnisþættir Morgunblaðsins eru sex, þ.e. Fréttir af höfuðborgarsvæð- inu, Fréttir af landsbyggðinni, Matar- og vínumfjöllun, Heilsuumfjöllun, Menningar- og listaumfjöllun og Fólk í fréttum. 67,3% lásu Fréttir af lands- byggðinni og gáfu þessum efn- isþætti meðaleinkunnina 6,8 og 65% las Fólk í fréttum sem fékk meðaleinkunnina 6,7. Aðr- ir efnisþættir voru minna lesn- ir. 46,4% lásu Heilsuumfjöllun sem fékk meðaleinkunnina 7,1 og 43,5% lásu Menningar- og listaumfjöllun sem fékk meðal- einkunnina 7. 39,3% lásu Mat- ar- og vínumfjöllun sem fékk meðaleinkunnina 6,6. Flestir lesendur Frétta af höfuðboi'garsvæðinu voru í aldurshópnum 20-24 ára, eða 76,1% en flestix- sem lásu Fréttir af landsbyggðinni vonx í aldurshópnum 40-49 ára, eða 77,3%. Flestir lesendur Fólks í fréttum vox-u á aldrinum 20-24 ára, eða 78,6%. Lesendur Heilsuumíjöllunar voru flestir á aldrinum 40-49 ára, eða 55,6%, sem er sami aldurshóp- ur og er fjölmennastur í lestri Menningar- og listaefnis, eða 52,5%. Lesendm- Matar- og vínumfjöllunar voru áberandi flestii’ á aldrinum 35-39 ára, eða 60,6%, og þeir gáfu þessum efnisþætti jaftiframt bestu ein- kunnina, eða 7,2. Bflvelta í Giljareitum BIFREIÐ valt þegar hún fór út af veginum í Giljareitum á Öxnadals- heiði um klukkan níu í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Sauðárkróki var hálka á veginum og rann bifreiðin út af og tugi metra niður í gilið. Tveir menn voru í bílnum og slös- uðust þeir fremur lítið miðað við að- stæður. Annar komst upp á veg til að kalla á hjálp og aðstoðuðu veg- farendur þá þar til sjúkrabfll kom og flutti þá á Fjórðungssjúki-ahúsið á Akureyri. /ETUR 3RÐUR .rdarinnar HRff .T.ANfDf BÓKMENNTAVERK Bjami Bjamason hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir bók sína Borgin bak við orðin árið 1998. Næturvörður kyrrðarinnar er sjálfstætt framhald verðlauna- bókarinnar og segir frá ævintýralegum persónum í töfrandi umhverfi. Tillaga Samfylkingarinnar um málefni Fljótsdalsvirkjunar Fundir þingnefnda verði í heyranda hljóði ÞINGFLOKKUR Samfylkingar- innar hefur lagt til með tilvísan til 19. greinar þingskapa, að fund- ir iðnaðar- og umhverfisnefndar Alþingis um þingsályktunartil- lögu iðnaðarráðherra um Fljóts- dalsvirkjun, verði haldnir í heyr- anda hljóði. Þá hefur þingflokkurinn einnig lagt til að almenningi, hópum og samtökum verði gefinn kostur á að koma á fund nefndanna til að gera grein fyrir sjónarmiðum sín- um við þinglega meðferð málsins. „Mér finnst eðlilegt að með slík mál fari forsætisnefnd. Mér hugnast hugmyndin mjög vel en bendi hins vegar á að við höfum reynt að opna okkur svolítið fyrir almenningi með því áð hvetja til þess að fólk hafi samband við okkur í gegnum heimasíðuna og það stendur ekki á viðbrögðum þar, við fáum töluverð viðbrögð við því. Hugnast þessi hugmynd segir formaður iðnaðarnefndar Mér hugnast sem sagt hug- myndin um að opna fundi nefndar en ég tel að hvað það áhrærir eigi forsætisnefndin að taka prinsíp- ákvörðun. Það þarf auðvitað að vera stjórn á störfum þingsins og til þess er forsætisnefndin, að gæta samræmingar, og ég myndi ekki taka það upp að fara fram úr forsætisnefnd, það er, brjóta þessi prinsíp sem hafá verið hér liggur við öldum saman í störfum þingsins. Ég tek semsagt undir hugmyndina en vísa því að öðru leyti til forsætisnefndar," sagði Hjálmar Árnason, formaður iðn- aðarnefndar, um tillögu Samfylk- ingar. Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, kvaðst í gær ekki hafa séð tillögu Samfylkingarinnar og vildi því ekki tjá sig um hana að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.