Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 54
54 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
þjóðleikhúsið Sími 5511200
Sýnt á Stóra sóiði kl. 20.00
KRÍTARHRINGURINN í KÁKASUS eftir Bertolt Brecht.
3 sýn. í kvöld mið. 24/11 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 25/11 örfá sæti laus, 5. sýn.
fös. 26/11 örfá sæti laus, 6. sýn. mið. 1/12, örfá sæti laus, 7. sýn. fim. 2/12, örfá
sæti laus.
SJÁLFSTÆTT FÓLK eftir Halldór Kiljan Laxness
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
Fyrri sýning:
BJARTUR — Landnámsmaður íslands
Lau. 27/11 kl. 15.00 uppselt, langur leikhúsdagur. Síðasta sýning.
Síðari sýning:
ÁSTA SÓLLILJA - Lífsblómið
Lau. 27/11 uppselt, langur leikhúsdagur, siðasta sýning.
GLANNI GLÆPUR í LATABÆ
Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson.
Sun. 28/11 kl. 14.00 uppselt, kl. 17.00 uppselt, sun. 5/12 kl. 14.00 uppselt, kl. 17.00
uppselt, aukasýning lau. 4/12 kl. 13.00 uppselt, fim. 30/12 kl. 14.00 og kl. 17.00.
MEIRA FYRIR EYRAÐ — Þórarínn Eldjám og Jóhann G. Jóhannsson.
Sýning fyrir kortagesti sun. 28/11 kl. 21.00 uppselt.
Stftit á Litla sOiði kl. 20.00:
ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt
Sun. 28/11 kl. 15.00 uppselt, þri. 30/11 uppselt, sun. 12/12, mið. 15/12. Ath. ekki er hægt
að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst
Sýnt á SmiðaUerkstteði kt. 20.30:
FEDRA — Jean Racine
Sun. 28/11. Síðasta sýning.
MEIRA FYRIR EYRAÐ — Söng- og Ijóðadagskrá
Þórarinn Eldjárn og Jóhann G. Jóhannsson.
Þri. 30/11. Síðasta sýning.
Miðasalan er opin mánud.-þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.-sunnud. kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200.
www.leikhusid.is.______________nat@theatre.is.
Baneitrað samband
eftir Auði Haralds.
Sýn. mið. 24. nóv. kl. 20.00
sýn. fim. 25. nóv. kl. 20.00
sýn. fös. 26. nóv. kl. 20.00
Aðeins þessar sýningar.
Miðasala opin alla virka daga
kl. 13—17 og fram að sýningu
sýningardaga. Sími 462 1400.
_____www.leikfelag.is_______
Formaðurinn
dansar!
Á morgun kl. 20.00
John Adams: The Chairman Dances
Snorri Sigfús Birgisson: Coniunctio
Sergei Prokofiev: Píanókonsert nr. 3
Hljómsveitarstjóri: Anne Manson
Einleikari: Roger Woodward
IHáskólabíó v/Hagatorg
Sími 562 2255
Miöasala alla daga kl. 9-17
www.sinfonia.is SINFÓNÍAN
5 30 30 30
Mðasala er of«i Irá kL 12-18, máHau og
Ira kL 11 þegar er hádegisLhús.
_____jjmsvan acan súbíimiiioíiíl_
ÓSÓTTAB PftMTfllW SHJlflB DflfflfflÁ
FRANKIE & JOHNNY
Fim 25/11 kl. 20.30 nokkur sæti laus
Lau 27/11 kl. 20.30 örfá sæti iaus
LEITUM AÐ UNGRI STÚLKU
miö 24/11 kl. 12.00 f sölu núna!
ÞJÓNN í SÚPUNNI
mið 1/12 kl. 20 síðasta sýning
GLEYM MÉR El
OG UÓNI KÓNGSSON
lau 27/11 kl. 15.00
Bama- og fjölskykfuleikrít
TÓNLEIKARÖÐ IÐNÓ
mið 24/11 kl. 21.00
Margrét Eir og Hera Björk
LEIKHÚSSPORT
mán 29/11 kl. 20.30.
www.idno.is
iiiii rinii
ISLENSKA OPERAN
II!.....jíiii
La voix humaine
Mannsröddin
ópera eftir Francis Poulenc,
texti eftir Jean Cocteau
5. sýn. mið. 24/11 kl. 12.15
6. sýn. mið. 1/12 kl. 12.15
7. sýn. 8/12 kl. 12.15 lokasýning.
Sýn. hefst m/léttum málsverði kl. 11.30
Einsöngstónleikar
25. nóvember kl. 20.30
Helga Rós Indriðadóttir, sópran
Gerrit Schuil, píanó
Lau 27. nóv kl. 20 örfá sæti laus
Lau 4. des kl. 20 UPPSELT
Síðustu sýningar fyrir jól!
Símapantanir í síma 5511475 frá kl. 10
Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga
nema sunnudaga
Gamanleikrit I leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
fös. 26/11 kl. 20 UPPSELT
fim. 2/12 kl. 20 örfá sæti
3/12 kl. 20 UPPSELT
SÁLKA
óstarsaga
eftlr Halldór Laxness
Fös. 26/11 kl. 20.00 uppselt
Lau. 27/11 kl. 20.00 örfa sæti laus
Fös. 3/12 kl. 20.00
Fös. 10/12 kl. 20.00
Mið. 29/12 kl. 20.00
FÓLKí FRÉTTUM
Aflýsti tón-
leikunum
SÖNGKONAN Jewel hefur
aflýst tónleikum stnum á
gamlárskvöld á heimasidðum
sínum í Alaska. Aðeins eitt
þúsund miðar höfðu selst á
tdnleikana af 8000 og telja
kunnugir það líklegustu
ástæðuna fyrir afboðun tdn-
leikanna, en miðarnir voru
seldir á verðbilinu 4-7000
krdnur. Jewel gaf út fyrr í
mánuðinum plötuna „A Holi-
day Collection".
Lau. 27. nóv. kl. 19.00
Lau. 4. des. kl. 20.00
Miðasalan er opin kl. 16—23
og frá kl. 13 á sýningardag.
Sími 551 1384
OBÍÓLEIKHðilD
BÍÓBORGINNI VIÐ SNORRABRAUT
KaííiLeikbúsið
Vesturgötu 3
Óskalög landans
Söngtextar Jónasar Ámasonar
úr ástkærum leikritum.
fkvöld, mið. 24/11, kl. 21.
Ö-þessiþfóð'.
Ný revía eftir Karl Agúst Utfsson og
Hjálmar H. Ragnarsson í leikstjórn
Brynju Benediktsdóttur.
Fös. 26/11, uppselt, lau. 27/11 uppselt,
fös. 3/12 kl. 21, laus sæti,
lau. 4/12 kl. 21, laus sæti,
fös. 10/12 kl. 21, örfásæti.
Kvöldverður kl. 19.30
Ath.: Pantið tímanlega í kvöldverð
Starismannafélög/hópar athugið —
jólahlaðborð i desember.
cÆvintýrið um ástina
eftir Þorvald Þorsteinsson.
Sun. 28/11 kl. 15, síðasta sýn. fyrir jól.
MIÐAPANTANIR I S. 551 9055
ERLENDAR
ooooo
Skúli Helgason
skrifar um nýjustu plötu
Scritti Politti -
Anomie a nd Bonhomie.
★ ★★ 'Á
19.800 dagvinnu-
tímum síðar!
ÉG HEF stundum rifjað upp með
sjálfum mér spurninguna sem ég
fékk í andlitið frá vinkonu minni
sem kleif minn ætternisstapa um
árið og spurði mig hvað foreldrar
mínir gerðu. Ja, þau eru leikarar
sagði ég. Já, en hvað gera þau
sagði vinkonan þá og ég var kjaft-
stopp! Þetta færði mér heim sann-
inn um að staðfest væri ákveðin
gjá milli hins almenna launa-
manns með sitt daglaunastreð og
listamanna sem svæfu á dag-
vinnutíma en rifu úr sér hjartað á
kvöldin frammi fyrir alþjóð.
Green Gartside, holdgervingur
Scritti Politti, mun ekki gera neitt
til að brúa þessa gjá. Scritti Pol-
itti gaf síðast út plötu árið 1988,
fyrir heilum 11 árum síðan. Ég
skal játa það strax að ég hélt að
maðurinn væri búinn að fá sér
heiðarlega vinnu - en nei! 130
mánuðum síðar rumskar piltur
eins og eftir fyllerí aldarinnar og
lætur eins og ekkert hafi í skorist.
130 mánuðir - þetta eru 19.800
dagvinnutímar ef lögbundin frí
eru undanskilin. Hvern fjandann
hefur maðurinn verið að gera all-
an þennan tíma meðan við hin
strituðum? Sjáið þið þetta gerast
hjá einhverjum venjulegum
manni? Maður upplifír netta
slokknun í starfí, fær leyfí yfir-
mannsins til að fara heim upp úr
hádegi og mætir svo næst árið
2010. Engin skýring - bara:_ „Æ,
ég var bara ekki í formi.“ Ég er
svo hneykslaður að það er með
naumindum að ég geti spýtt út úr
mér orði um þessa plötu sem loks
er fædd eftir þennan úrkynjaða
meðgöngutíma.
En ég verð að skrifa eitthvað þó
ekki sé nema til að halda uppi
merki hins almenna launþega.
Þörf er á upprifjun, Scritti Politti
er bresk hljómsveit, stofnuð árið
1977 í Leeds á Englandi af Wales-
verjanum Green Gartside sem
merkilegt nokk var félagi í ung-
liðahreyfingu kommúnista í Bret-
landi. Nafnið Scritti Politti mun
vera sótt beint í smiðju ítalska
stjórnmálaspekingsins Antonio
Gramsci sem reit bók með þessu
nafni sem lenti á náttborði Gartsi-
de. Green hefur alla tíð verið
mjög pólitískur og jafnan hallað
sér til vinstri. Scritti Politti gaf út
Songs to Remember 1982 og sló í
gegn árið 1984 með lögum eins og
Wood Beez (Pray like Aretha
Franklin), The Word Girl og Per-
fect Way. Þau voru öll á annarri
plötu Scritti Politti, Cupid and
Psyche frá 1985, sem var með
skemmtilegri poppplötum þessa
tíma, tónlistin eins og bleikur van-
illubúðingur, borinn uppi af Vín-
ardrengjarödd Greens sem gaf
Scritti sérkenni sem ekki varð
flúið. Næsta plata, Provision frá
1988, var slök eftirlíking, fékk
slæmar viðtökur og var aðallega
eftirminnileg fyrir þá sök að Miles
Davis lék á henni. Green fór á
bömmer eftir þetta, sást kasta píl-
um á öldurhúsum og fór í göngu-
ferðir en ef undan eru skildar
tvær smáskífur með gömlum slög-
urum árið 1991 heyrðist hvorki
hósti né stuna frá okkar manni.
Ég er nú bara að fabúlera en
kannski fékk það svona á rauðlið-
ann Green að sjá Berlínarmúrinn
falla á alla spilaborg Evrópu-
kommúnismans.
Það tekur sig upp gömul glenna
við að heyra rödd Greens því hún
á engan sinn líka - hljómar eins
og kalkborinn geldingur í kvenna-
búri. Tónlistin hefur þróast nokk-
uð, áhrif frá rappi og hip hop-
tónlist eru áberandi og amerísku
rappararnir Mos’Def, Lee Majors
og Me’Shell Ndegeocello setja líf-
legan svip á plötuna. Fyrstu þrjú
lögin bera af að mínu mati.
Ummm er kraftmikið og fjöl-
skrúðugt lag, Tinseltown To The
Boogiedown er gott popplag og
svo er það First Goodbye. Það
verk jaðrar reyndar við refsilög-
gjöfina því meistaralegri stælingu
á Prefab Sprout hef ég ekki heyrt
fyrr. Mat á svona lagasmíð þarf
að skoðast í samhengi við þá sið-
ferðilegu spurningu hvort þýfí
geti verið aðdáunarvert í sjálfu
sér. Here Comes July er Bítl- og
pönkkássa sem virkar og nefna
mætti fleiri lög en heilt á litið er
platan mjög áheyrileg. Aðal-
smerki Scritti Politti eru smekk-
legar grípandi laglínur og tónlist-
in er áferðarfalleg.
Anomie and Bonhomie er vel-
komin viðbót í magurt safn Scritti
Politti-platna - hún er mun betri
en Provision en hins vegar engin
opinberun og auðvitað er engin sú
þróun á þessari plötu sem réttlæt-
ir 11 ára frí. Svona menn á auð-
vitað bara að setja á stimpilkort
og engar refjar! Þess skal getið að
ég hafði einsett mér að senda ekki
frá mér þessa umsögn fyrr en
síðla árs 2010 en samviskusamir
starfsmenn Morgunblaðsins báru
mig ofurliði.
Green Gartside, holdgervingur Scritti Politti, rankar við sér eftir
langt hlé.