Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Vinnslustöðin hefur slitið viðræðum um sameiningu við isfélagið, Ósland og Krossanes
Hagsmunum best
borgið með áfram-
haldandi rekstri
VINNSLUSTOÐIN hf. í Vest-
mannaeyjum hefur slitið viðræðum
um sameiningu fjögurra sjávarút-
vegsfyrirtækja, sem orðið hefði eitt
stærsta fyrirtæki í sjávarútvegi hér
á landi. Geir Magnússon, formaður
stjórnar Vinnslustöðvarinnar, segir
að meðal þess sem áhrif hafi haft á
þessa ákvörðun séu slæmar horfur
í loðnuveiðum, en hið sameinaða
fyrh-tæki, sem orðið hefði mjög
einsleitt í uppsjávarveiðum, hefði
farið illa út úr því til að byrja með.
„Það hefði þá einfaldlega þýtt
taprekstur og skuldauppsöfnun.
Við teljum að miðað við þær að-
gerðir sem við höfum gripið til ætti
Vinnslustöðin að geta framleitt
peninga til að standa undir lánum
og vel það,“ sagði Geir.
Ráðstafanir skilað árangri og
styrkt stöðuna
Verðbréfaþingi Islands barst í
gærmorgun tilkynning um að
stjóm Vinnslustöðvarinnar hf.
hefði ákveðið að slíta viðræðum um
sameiningu Vinnslustöðvarinnar,
ísfélags Vestmannaeyja hf., Kross-
aness hf. á Akureyri og Óslands
ehf. á Höfn í Hornafirði. Viðræður
um sameiningu fyrirtækjanna fjög-
urra hófust síðastliðið sumai' og í
lok ágúst var undirrituð viljayfir-
lýsing um að stefnt skyldi að því að
ganga frá formlegri áætlun um
samruna fyrir miðjan október síð-
astliðinn.
f tilkynningunni til VÞÍ segir að
stjóm Vinnslustöðvarinnar hafi
fjallað ítarlega um málið undan-
farnar vikur og komist að þeirri
niðurstöðu að hagsmunum félags-
ins og hluthafa þess sé best borgið
með því að reka fyrirtækið áfram.
Þessa ákvörðun beri ekki síst að
skoða í ljósi þess að stjórn og
stjómendur Vinnslustöðvarinnar
gerðu umfangsmiklar ráðstafanir
fyrr á þessu ári til að bregðast við
gríðarmiklu rekstrartapi og sumar
þeirra hafi verið afar erfiðar og sár-
saukafullar fyrir starfsmenn fyrir-
tækisins. Þessar ráðstafanir hafi
tvímælalaust skilað árangri og
styrkt stöðu fyrirtækisins.
851 milljónar króna tap varð af
rekstri Vinnslustöðvarinnar hf. í
Vestmannaeyjum á síðastliðnu
rekstrarári félagsins, sem var frá 1.
september 1998 til 31. ágúst 1999.
Þar af var tap af reglulegri starf-
semi fyrir skatta 610 milljónir
króna. Vergur hagnaður fór úr 433
milljónum króna í fyrra í 105 mil-
ljónir króna í ár. Þegar stjóm og
stjómendur Vinnslustöðvarinnar
sáu á fyrri hluta rekstrarársins að
stefndi í um 600 milljóna króna tap-
rekstur var gripið til þess að loka
þeim deildum félagsins sem mestur
taprekstur var á og leggja áherslu
á þá rekstrarþætti sem skilað höfðu
góðri afkomu. Þannig var land-
frysting félagsins að mestu leyti
lögð af síðastliðið sumar.
Geir Magnússon sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að nettósk-
uldir hins sameinaða fyrirtækis
hefðu orðið um 5,8 milljarðar
króna, en þar af em nettóskuldir
Vinnslustöðvarinnar þrír milljarð-
ar.
„Við eram að vonast til að geta
minnkað efnahagsreikninginn, en
það eru komnar söluhorfur á
Guldrang sem við eigum í Færeyj-
um og það myndi létta stöðuna eitt-
hvað á þriðja hundrað milljónir
króna. Þá verða seld hlutabréf og
ýmsar eignir sem ekki era nauð-
synlegar til rekstrarins, og það
verður stefnt að því að reyna að ná
fram arðbæram rekstri og borga
niður skuldir á næstu árum. Þetta
var okkar niðurstaða, en hvort ein-
hver hefur áhuga á að taka þetta
mál upp aftur af hálfu Vinnslu-
stöðvarinnar eða annarra, þá held
ég að það sé ekki tímabært og við
ákváðum að eiga ekki í slíkum við-
ræðum á næstunni. Við eram ekki í
viðræðum við neinn um sameiningu
og stjómin ákvað það sérstaklega
að vera það ekki,“ sagði Geir.
Hann sagði að reynt hefði verið
að verja landvinnslu Vinnslu-
stöðvarinnar eftir fremsta megni,
en afkomutölurnar á síðasta ári
hefðu þýtt að ekki var um annað að
ræða en að leggja landfrystinguna
af. Þar með hefði starfsfólki
Vinnslustöðvarinnar fækkað um
50%, eða úr tæplega 300 í 150. Geir
sagði að þetta hefði verið erfiðasti
þátturinn í þeim aðgerðum sem
grípa þurfti tíl, og þótt af samein-
ingu fyrirtækjanna fjögurra hefði
orðið hefði það ekki skapað fleiri
störf.
Afkoma ísfélagsins ekki ástæða
þess að viðræðunum var slitið
Sigurður Einarsson, forstjóri Is-
félags Vestmannaeyja, sagði að
ákvörðun stjómar Vinnslustöðvar-
innar væri sér vonbrigði en stefnt
hefði í þetta upp á síðkastið. Hann
sagðist ekki vita hvað hefði breyst,
en sennilega hefði Vinnslustöðin
ekki lagt í sameininguna þegar til
hefði átt að taka. Hann sagði ekk-
ert liggja fyrir um það á þessari
stundu að Isfélagið færi í samein-
ingarviðræður við önnur fyrirtæki.
Ekki í viðræðum vlð neina aðra
Geir Magnússon sagði að af-
komutölur Isfélagsins fyrir síðasta
rekstrarár hefðu ekki haft áhrif á
ákvörðun stjórnar Vinnslustöðvar-
innar um að slíta sameiningarvið-
ræðunum, og Sigurður sagði að
þegar tölurnar hefðu legið fyrir
hefði það ekki breytt neinu um
áætlaðan eignarhlut í sameinuðu
fyrirtæki.
„Við vorum búnir að áætla hver
eignarprósentan yrði og þegar upp
var staðið reyndist hún vera svipuð.
Að vísu versnaði staðan hjá
Vinnslustöðinni en hún versnaði
líka hlutfallslega hjá okkur,“ sagði
Sigurður.
Verða að treysta því að aflaheim-
ildirnar fari ekki frá Eyjum
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri
í Vestmannaeyjum, sagði að það
hefði orðið mikill styrkur fyiir at-
vinnulífið í Vestmannaeyjum ef af
sameiningu fyrirtækjanna fjögurra
hefði orðið og hann hefði viljað sjá
eitt öflugt fyrirtæki.
„Ef hins vegar stjórn Vinnslu-
stöðvarinnar ætlar að halda sínu
striki og vera með vinnsluna hér í
Eyjum og ekkert af afiaheimildun-
um fer er það út af fyrir sig mjög
gott mál. Maður verður að trysta á
að svo verði því allt annað er mjög
dapurt fyrir eyjarnar," sagði Guð-
jón.
Skinnaiðnaður hf.
Úr ársreikningi 1. sept. 1998-31. ág. 1999
1/9/98-31/8/99 1/9/97-31/8/98
Rekstrarreikningur 98/99 97/98 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna 381,8 778,5 -51%
Rekstraraiöld 482.5 821.8 -41%
Rekstrartap -100,7 -43,3 +133%
Fjármagnsliðir -24,9 -25,0 ~
Tap af reqlul. starfsemi -125,7 -68,3 +84%
Reiknaðir skattar -2,2 17,8 -
Aðrar tekjur og gjöld -6,5 -99,0 -93%
Hagn. (tap) reikningsársins -134,4 -149,5 -10%
Efnahagsreikningur 30.08.'99 31.08/98 Breyting
1 Eignir: |
Fastafjármunir MWjípf/któnaa 190,8 202,6 -6%
Veltufjármunir 508,9 505,0 +1%
Eignir samtals 699,5 707,6 -1%
| Skuldir og eigið fé: i
Eigið fé 69,5 199,0
Skammtímaskuldir 260,7 111,7
Langtímaskuldir 369,5 396,9
Skuldir og eigið fé samtals 699,7 707,6
Kennitölur
Eiginfjárhlutfall 9,9% 28,1%
Veltufjárhlutfall 1,38 1,27
Veltufétil rekstrar Milljónir króna -97,4 -134,3 -27%
Morgunveröarfimdur á Hótel Sögu
■ Fimmtudaginn 25. nóvember 1999, kl. 8:00 - 9:30 í Sunnusal Hótels Sögu
SEÐLABANKINN
GEGN VERÐBÓLGU
Haustskýrsla Seölabankans kynnt
• Er veröbólguhættan raunveruleg?
• Hvaö er hægt að hækka vexti mikið?
• Getur gengiö hækkað frekar?
• Áhrif aðgerða Seðlabankans á atvinnulífið?
• Er mjúk lending möguleg?
FRAMSÖGUMENN: ___________________________________
Birgir ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabankans
Einar Benediktsson, forstjóri Olíuverzlunar íslands
Óli Bjöm Kárason, ritstjóri DV
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er
aö tilkynna þátttöku fyrirfram í sima 510 7100
eða bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti
mottaka@chamber.is.
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Tap Skinnaiðn-
aðar 134,4 millj.
SKINNAIÐNAÐUR hf. var rek-
inn með 134,4 milljóna króna tapi á
liðnu rekstrarári. Þar af nam tap af
reglulegri starfsemi 125,7 milljón-
um króna en að auki voru birgðir
færðar niður um 8,7 milljónir
króna til að mæta verðlækkunum
sem átt hafa sér stað á helstu
mörkuðum fyrir fullunnin mokka-
skinn. Rekstrartapið á seinni hluta
rekstrarársins var mun minna en á
fyrri hluta þess og vonir standa til
að reksturinn á nýhöfnu rekstrar-
ári verði mun betri, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá fé-
laginu.
Rekstrarárið 1997-1998 nam
rekstrartapið 149,5 milljónum
króna.
Fjárfestar, sem hyggjast koma
upp nýrri verslunarmiðstöð að
Dalsbraut 1 á Akureyri, settu fyrir
nokkru fram tilboð um kaup á
hluta af fasteignum Skinnaiðnaðar
hf. á Gleráreyrum, þar á meðal á
aðalverksmiðjuhúsi félagsins.
Stefnt er að ljúka gerð samninga á
næstu dögum. Samningar hafa
náðst um leigu á svonefndu Foldu-
húsi og mun Skinnaiðnaður hf.
flytja starfsemi sína þangað. Sam-
hliða flutningnum verður unnið að
enn frekari hagræðingu í rekstri
félagsins.
Hagnaður af fyrirhugaðri sölu
ofangreindra fasteigna kemur
fram í uppgjöri næsta rekstrarárs.
„Þetta hefur að flestu leyti verið
afleitt rekstrarár þó svo að seinni
hluti þess hafi verið skárri en sá
fyrri. Það era þó ýmis batamerki
sjáanleg. Til dæmis er mun meiri
hreyfing á helstu mörkuðum okkar
en áður og viðtökur á nýjum mörk-
uðum, svo sem í Kína, hafa verið
jákvæðar. Það eru því teikn á lofti
um að greinin sé að rétta úr kútn-
um eftir langt erfiðleikatímabil,"
segir Bjarni Jónasson, fram-
kvæmdastjóri Skinnaiðnaðar hf.
Hann segir að félaginu hafi með
margþættum aðgerðum tekist að
lækka framleiðslukostnaðinn en
engu að síður sé það staðreynd að
afkoma félagsins ráðist að veru-
legu leyti af því hversu mikið magn
fullunninna afurða seljist. „Á liðnu
rekstrarári var magn seldra afurða
hið minnsta í a.m.k. 15 ár. Ljóst er
að nýhafið rekstrarár verður mun
betra hvað það varðar. Við sjáum
því fram á betri tíð á nýhöfnu
rekstrarári og vonumst til að
reksturinn verði mun betri. Hvort
okkur tekst að skila hallalausum
rekstri þegar litið er til reglulegrar
starfsemi, treysti ég mér hins veg-
ar ekki til að segja til um á þessari
stundu,“ segir Bjarni.
Aðalfundur Skinnaiðnaðar hf.
verður haldinn fimmtudaginn 16.
desember nk. Stjóm félagsins
leggur til að ekki verði greiddur
arður vegna ársins.
I
I
I
I