Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný kjaramálakönnun kynnt á sambandsstjórnarfundi ASI
83,2% vilja tryggja stöðugleika
með minni launahækkunum
Laun rúmlega 30% aðspurðra höfðu hækkað umfram samninga
I
Samkvæmt skoðanakönnun um kjaramál
__
sem gerð hefur verið fyrir ASI sögðust
83,2% svarenda vera tilbúin að taka þátt
í að tryggja stöðugt verðlag þótt það
þýddi minni launahækkun fyrir þá. 16,8%
sögðust ekki vera reiðubúin til þess.
Úr kjaramálakönnun ASÍ
Hafa laun þín hækkað umfram umsamdar hækkanir
á síðastliðnum tveimur árum?
Svör allra:
á Já
1 Jei 9,7°/ 30,3%
A
100%
Svör eftir tekjum:
Tekjur svarenda
Undir 80 til 150 til 220 til Yfir
80.000 150.000 220.000 350.000 350.000
Ert þú tilbúinn að taka þátt í að tryggja stöðugt verðlag
ef það þýðir minni launahækkun fyrir þig?
Svör allra:
100%-|
80—1
60 —
40-
20-
Svör eftir tekjum:
Já
Já
Tekjur svarenda:
Undir 80 til 150 til 220 til Yfir
80.000 150.000 220.000 350.000 350.000
KÖNNUN var gerð af íslenskri
miðlun fyrir ASÍ og annaðist Guð-
mundur Rúnar Arnason stjórn-
málafræðingur úrvinnslu úr niður-
stöðunum, sem voru kynntar á
sambandsstjórnarfundi ASI, sem
lauk í gær.
Töluverður munur er á afstöðu
svarenda eftir stéttarfélagsaðild til
spurningarinnar um þátttöku í að
tryggja stöðugt verðlagi ef það
þýðir minni launahækkanir.
Þannig sögðust 92% bankamanna
vera tilbúnir að taka þátt í að
tryggja stöðugt verðlag þótt það
þýddi minni launahækkanir, 86%
verslunarmanna voru sama sinnis,
84% háskólamanna, 82% félags-
manna í BSRB, 80% iðnaðar-
manna, 79% kennara og 78% fé-
lagsmanna í Verkamannasamband-
inu svörðuðu þessari spurningu
játandi í könnuninni.
Einnig kom fram munur á af-
stöðu svaenda til þessarar spurn-
ingar eftir tekjum þeirra. Stærra
hlutfall hinna tekjulægstu svöruðu
spurningunni neitandi en hinna
sem flokkaðir voru með hærri
tekjur.
Samkvæmt niður-
stöðum könnunarinnar
sögðust 85,9% vera
fylgjandi því að hærri
laun hækkuðu minna
en önnur laun ef það
verður til þess að hægt verði að
hækka lægstu laun meira. 10,3%
sögðust vera því andvíg.
Nokkur munur var á afstöðu
svarenda til þessarar spurningar
þegar svörin eru flokkuð eftir mán-
aðarlaunum þátttakenda. Þannig
sögðust 91% svarenda sem eru
með undir 80 þúsund kr. í mánað-
arlaun og 87% fólks með laun á bil-
inu 80-150 þúsund vera því mjög
eða fremur fylgjandi að hærri laun
hækki minna, ef það verður til þess
að hægt verði að hækka lægstu
laun meira. Nokkru minna hlutfall
eða 80% svarenda með laun yfír
350 þúsund sögðust vera þessu
fylgjandi.
Einnig kom fram umtalsverður
munur á afstöðu þátttakenda til
þessarar spurningar eftir stéttar-
félagsaðild þeirra. Var afstaða fé-
lagsmanna í VMSI mun ákveðnari
en annarra starfsstétta og sögðust
tæplega 80% VMSÍ-félaga vera
mjög fylgjandi því að hærri laun
hækki minna og um 15% þeirra
sögðust vera því fremur fylgjandi.
69% bankamanna voru því mjög
eða fremur fylgjandi að hærri laun
hækki minna en lægstu laun, 79%
svarenda sem standa utan laun-
þegafélaga og 80% kennara voru
sama sinnis.
11,2% svarenda í könnuninni
sögðust vera mjög ánægð með
launakjör sín og 36,5% sögðust
vera fremur ánægð,
7,4% sögðust vera
hlutlaus, 24,4% sögð-
ust vera fremur
óánægð og 18,5%
mjög óánægð með
launakjör sín.
70% sögðu laun sín ekki hafa
hækkað umfram samninga
69,7% svarenda í könnuninni
sögðu að laun þeirra hefðu ekki
hækkað umfram umsamdar hækk-
anir á síðastliðnum tveimur árum
en 30,3% sögðu að laun sín hefðu
hækkað umfram samninga. Fram
kom að mikill munur er á svörum
þátttakenda við þessari spurningu
þegar þau eru borin saman við
mánaðartekjur þeirra. Tæp 90%
svarenda sem sögðust vera með
laun undir 80 þúsund krónur
sögðu laun sín ekki hafa hækkað
umfram samninga, rúm 60% svar-
enda með laun á bilinu 150-220
þúsund krónur sögðu laun sín ekki
hafa hækkað umfram umsamdar
hækkanir en rúmlega 50% þeirra
sem sögðust vera með yfir 350
þúsund krónur mánaðarlaun sögðu
laun sín hafa hækkað umfram um-
samdar hækkanir á síðastliðnum
tveimur árum.
Nokkur munur kom einnig fram
í könnuninni á svörum við þessari
spumingu eftir búsetu þátttak-
enda. Þannig sögðu
nálægt 75% svarenda
á landsbyggðinni að
laun þeirra hefðu ekki
hækkað umfram
samninga á tímabilinu
samanborið við rúm
65% á höfuðborgarsvæðinu.
Þátttakendur í könnuninni voru
einnig spurðir hvort föst dag-
vinnulaun þeirra væru ákveðin al-
farið eftir taxta stéttarfélags, með
viðmiðun í taxta en yfirborgun
bætt við eða ákveðin með sam-
komulagi án beinnar viðmiðunar í
Ert þú fylgjandi eða andvígur
því að hærri laun hækki minna
en önnur laun ef það verður
til þess að hægt verði að
hækka lægstu laun meira?
taxta stéttarfélaga. Niðurstöðurn-
ar leiddu í ljós að 38,3% sögðu
laun sín alfarið ákveðin eftir taxta,
16,8% sögðu laun sín ákveðin með
viðmiðun í taxta en yfirborgun
væri bætt við þau og 31,7% sögðu
laun sín ákveðin með samkomu-
lagi án nokkurrar taxtaviðmiðun-
ar.
Könnunin var framkvæmd með
símaviðtölum í október. Úrtak var
1.500 manns á aldrinum 18-75 ára
og nettósvörun var tæp 70%. Að
mati þeirra sem að könnuninni
stóðu endurspeglar svarendahóp-
urinn þjóðina, 18-75 ára, prýðilega
með tilliti til aldurs, kyns og bú-
setu.
„Fólk vill ekki fórna
stöðugleikanum"
„Þessar niðurstöður sýna að það
er alveg ljóst að fólk vill ekki fórna
stöðugleikanum," segir Edda Rós
Karlsdóttir, hagfræðingur ASÍ.
„Við sjáum líka mikinn mun á því
eftir tekjum fólks hvort það er til-
búið að tryggja stöðugleikann með
minni launahækkunum en samtím-
is sjáum við að allir hópar eru til-
búnir að hækka lægstu laun um-
fram önnur laun. Mér finnst þetta
vera mjög skýr skilaboð,“ sagði
hún.
Edda Rós sagði einnig að þótt
þarna birtist vilji fólks þýddi það
ekki sjálfkrafa að þessi leið væri
fær. Slíkt réðist að
miklu leyti af þeim
skilaboðum sem
stjómvöld og aðrir á
vinnumarkaði sendu
frá sér. Ljóst væri að
fólk vildi halda stöðug-
leika sem tryggði jafnframt að allir
yrðu þátttakendur í góðærinu.
Edda Rós sagðist telja eðlúegt
að aðildarfélögin og samningsaðil-
ar tækju mið af niðurstöðum könn-
unarinnar og veltu fyrir sér mögu-
leikum á að bæta sérstaklega kjör
hinna lægst launuðu.
85,9% fylgjandi
því að hærri laun
hækki minna en
lægstu laun
Laun 38,3%
aðspurðra
eru ákveðin
eftir taxta
Pistlahöfundur
harðlega gagnrýndur
af útvarpsráði
ILLUGI Jökulsson, pistlahöfundur
Ríkisútvarpsins, var gagnrýndur
harðlega á fundi útvarpsráðs í gær
fyrir að hafa nafngreint mann í út-
varpsþætti sem var sýknaður í
Hæstarétti nýlega af ákæru um
sifjaspell. Jafnframt hafnaði út-
varpsráð beiðni Jóns Steinar
Gunnlaugssonar hrl., verjanda
mannsins, þar sem hann fór fram á
jafnlangan tíma í útvarpi og Illugi
hafði til ráðstöfunar í þætti sínum
Frjálsar hendur.
Tvær aðrar sams konar beiðnir
bárust útvarpsráði. Sif Konráðs-
dóttir hrl., verjandi stúlkunnar í
umræddu dómsmáli, fór fram á
jafnlangan tíma í dagskrá Rikisút-
varpsins og Jón Steinar Gunn-
laugsson kynni að fá og sömuleiðis
nákominn ættingi stúlkunnar.
Þessum beiðnum var jafnframt
hafnað.
„Brotið grundvallarreglur"
Hörður Vilhjálmsson, fjármála-
stjóri Ríkisútvarpsins og fundarrit-
ari útvarpsráðs, segir að Jón Stein-
ar Gunnlaugsson hafi verið í viðtali
um þetta mál í hálfa klukkustund á
Rás 2 í gærmorgun. Hann segir að
viðtalið hafi verið á allt öðrum tíma
og á annarri útvarpsrás en Frjáls-
ar hendur. Hörður kveðst engar
athugasemdir hafa heyrt vegna
þessa viðtals.
Útvarpsráð sendi frá sér tvær
bókanir vegna þessa máls. Sú fyrri,
sem fjórir af sjö útvarpsráðsmönn-
um standa að, Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, Laufey Jóhanns-
dóttir, Gissur Pétursson og Þórar-
inn Jón Magnússon, var mun harð-
orðari en sú síðari. Þar segir að
Illugi hafi á stundum farið yfir þau
mörk sem eðlileg geta talist í um-
sögnum sínum um einstaklinga.
Hafa verði í huga að einstaklingar
þeir sem Illugi hafi með þessum
hætti vegið að hafi enga möguleika
til að bera hönd fyrir höfuð sér á
þeim sama vettvangi. Illugi hafi
með málflutningi sínum kosið að
gera Ríkisútvarpið að miðpunkti
deilna um niðurstöðu í einhverju
dapurlegasta dómsmáli síðustu
ára. Engum öðrum fjölmiðlamanni
hafi komið til hugar að draga sjálf-
an sig eða fjölmiðil sinn inn í mál
þetta með þeim hætti sem Illugi
hafi gert. Illugi hafi fjallað um
þetta mál með óvægnum hætti í
tveimur fímmtudagspistlum og bit-
ið höfuðið af skömminni með því að
nýta þátt sinn Frjálsar hendur til
umfjöllunar um þennan harmleik.
Þar hafi hann kosið að nafngreina
þann sem borinn var sökum í um-
ræddu máli og þar með óbeint alla
aðila þess, þrátt fyrir að nafnleynd-
ar hafi verið gætt í gegnum dóm-
stigin tvö og alla umfjöllun fjöl-
miðla um málið. Útvarpsráðsmenn-
irnir telja að með þessum hætti
hafi Illugi með afdráttarlausum og
alvarlegum hætti brotið þær
grundvallarreglur sem starfsemi
Ríkisúvarpsins er grundvölluð á.
I síðari bókun útvarpsráðs, sem
undirrituð er af Merði Arnasyni,
Kristínu Halldórsdóttur og
Katrínu Júlíusdóttur, segir að
dómendur í umræddu dómsmáli
hafi ákveðið að birta ekki nöfn að-
ila í úrskurðum sínum í Hæstarétti
og héraði. í reglum um fréttaflutn-
ing Ríkisútvarpsins sé mælt fyrir
um sérstaka varúð um nafn- og
myndbirtingar í tengslum við
dóms- og refsimál og svipuð
ákvæði sé einnig að finna í starfs-
reglum fréttamanna Útvarps og
Sjónvarps.
„Orðið á mistök“
Þá séu í siðareglum blaðamanna
ákvæði um nafnbirtingu miðuð við
almennt öryggi, sérstaka hagsmuni
almennings og almannaheill. Eðli-
legt sé að líta svo á að þessar var-
úðarreglur eigi einnig við um hvers
konar dagskrárgerð.
„Við teljum að í þættinum hafí
umsjónarmanni orðið á mistök með
nafnbirtingunni og þykir eðlilegt
að beina því til hans og annarra
starfsmanna og þáttagerðarmanna
Ríkisútvarpsins að slík mistök end-
urtaki sig ekki, og jafnframt að
hlutaðeigandi séu beðnir afsökunar
á nafnbirtingunni og þau óþægindi
hörmuð sem hún kann að hafa
valdið. Ekki náðist samstaða um
þessa leið í útvarpsráði. Tekið skal
fram að við teljum þessi mistök
ekki þess eðlis að ástæða sé til að
láta Illuga Jökulsson, einn vin-
sælasta útvarpsmann landsins,
hætta störfum sínum hjá Ríkisút-
varpinu eða endurskilgreina efnis-
ramma fyrir þætti hans,“ segir í
bókuninni.
Þar segir ennfremur að þeir sem
telji að Illugi hafi á einhvern hátt
farið út fyrir verksvið sitt með því
að fjalla um umrætt dómsmál í
Frjálsum höndum hljóti að beina
spjótum sínum að stjómendum Út-
varpsins, deildarstjóra menningai'-
deildar, framkvæmdastjóra Út-
varps og útvarpsstjóra, þar sem
Illugi sagði frá því í pistli sínum á
fimmtudagsmorgni hvert umfjöll-
unarefnið mundi verða á sunnu-
dagskvöldi, og stjórnendur hefðu
því haft fjóra daga til að afstýra því
að Illugi talaði um málið hefði þeim
þótt það óeðlilegt.