Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 58
GRAFiSKA SMIDJAN 1998 -58 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM Hlaut silfrið í ferðaþjónustu NYLEGA fór fram evrópsk fag- keppni ferða-, hótel og veit- ingaskóla sem haldin var í Lúx- emborg. Keppt var í sex liðum og fóru þrír keppendur frá ísl- andi. Berglind Osk Guðmun- dsdóttir nemi á ferðabraut Menntaskólans í Kópavogi keppti fyrir íslands hönd f ferðaþjónustu og lilaut silfur- verðlaun. „Keppnin var haldin dagana 2-7 nóvcmber og það voru um 650 þátttakendur og 40 sem tóku þátt í ferðaþjónustukeppn- inni,“ segir Berglind. Hún keppti í þriggja manna liði og ásamt henni voru í liðinu stúikur frá Póllandi og Portúgal. „Okkar verkefni reyndist vera Lúxem- borg í Evrópu og Evrópa í Lúx- emborg. Hjálpargögnin sem við feng- um voru veggspjöld, tússlitir, skæri og lím. Við ákváðum að nota vegg- spjöldin til útskýringar. Stiga- gjöfinni var skipt í þrennt, inni- hald, notkun fagorða, orðaforða og kynningu efnisins. í lokin áttum við að svara fyrir- spurnum." Berglind segir að liðið hafi fengið tvo daga til að Berglind Ósk Guðmundsdóttir hlaut silfurverðlaun þegar hún keppti í fagkcppni Hótel, -ferða og veitingaskóla í Lúx- emborg fyrir skömmu. undirbúa sig og síðan tíu min- útur til að koma efni sínu á framfæri með fyrirlestri. „Það var lögð mik.il áhersla á að markaðsfræðileg hugsun byggi að baki huginyndum okk- ar og frumleiki. Markhópur okkar var fólk í viðskiptum og við kynntuin Lúxemborg út frá því sjónar- horni.“ Berglind segir það hafa verið mikla reynslu fyrir sig að stauda frammi fyrir f'jölda fólks og kynna Lúxemborg. Þegar hún er spurð hvort hún hyggist starfa við ferðaþjónustu seinna meir segist hún sem stendur vera að hugsa um lögfræðinám jafnvel með tengsl við ferða- þjónustu í huga. ALLIR JOLAPAKKARNIR staður fyrir þ'S Jsb góður Síðustu forvöð að fá árskortin á þessum kjörum Kr. 36.000.- staðgreitt eða kr. 45.000.- í áskrift {Visa - Euro kr. 3.750.- pr. mánuð) PAKKINN TIL AÐ GEFA! 24 tíma gatakort, 10 tíma Ijósakort og JSB bofur andvirði kr. 13.000,- Jólaverð kr. 9.900.- ,, 15 Tíma gatakort, 5 tíma Ijósakort og JSB boiur andvirði kr. 9.000,- Jólaverð kr. 6.900.- GOEy5LAPAKK| N N í sKóin£ Qpnum keðjuna. Nú geta allir keypt JSB kort með 4. VIKNfl BÓNUS! Kr. 15.000.- Þær sem eiga JSB kort í gildi og endurnýja fyrir 22/12 fá 1 O tíma Ijósakort í bönus! Innritun í janúarnámskeið TT 1 og TT 2 hefst 1. desember 1999 greiðir núna fyrir TT 1 eða 2 námskeiðið í janúar er tímabilið frá greiðsludegi til 10/1 2000 ókeypis. Þær sem eru á TT1 og ætla á TT2 eftir áramót fá 3ja vikna bónus =12 vikur á verði 9 vikna. Aukakort á gatakortin! 15. tímar 0 18 tímar, sama verð kr. 6.000. 24 tímar 0 30 tímar, sama verð kr. 8.500. Lágmúla. 9 • Símt 581 3730 MYNPBONP Mállaus söngfugl Amy Urama/gaman Framleiðendur: Nadia Tass og Da- vid Parker. Leikstjóri: Nadia Tass. Handrit: David Parker. Aðal- hlutverk: Rachel Griffíths, Alana De Roma og Ben Mendelsohn. (100 mín.) Ástralia. Háskólabíó, 1999. Bönnuð innan 10 ára. AMY er að mörgu leyti óvenjuleg kvikmynd. Hún segir frá stúlkunni Amy sem varð mál- og heyrnarlaus eftir að hafa orð- ið fyrir miklu áfalli. Amy litla flækist um með fátækri móður sinni sem reynir hvað hún getur að flýja ágenga barnaverndar- fulltrúa. Þegar vinalegur ná- granni syngur fyrir stúlkuna, sýnir hún viðbrögð sem koma öllum á óvart. Myndin er á mörkum þess að vera dans- og söngvamynd því söngatriðum af ýmsu tagi er bland- að inn í atburðarásina sem lýsir sál- rænu lækningarferli Amy iitlu. Talsverð átök verða í tegundarlegri skilgreiningu myndarinnar, sem sveiflast milli þess að vera félagsleg raunsæismynd oggamansöm dans- og söngvamynd. Utkoman er engu að síður skemmtileg og á myndin víða góða spretti. Hins vegar er mjög klisjulegu sálgreiningaratriði beitt á afdrifaríku augnabliki en það hefði vel mátt missa sín. En þrátt fyrir mistækan söguþráð er myndin lífleg og vel gerð, og er ekki síst vel staðið að leikaravali og tón- list. Heiða Jóhannsdóttir Líf eftir skilnað Að lifa upphátt (Living Out Loud) R ii ni a n t í s k g a m a n iii y n (I ★★% Leikstjóri: Richard LaGravenese. Aðalhlutverk: Danny De Vito, Holly Hunter og Queen Latifah. (99 mín) Bandaríkin. Myndform, júlí 1999. Bönnuð innan 12 ára. RICHARD LaGravenese á sterkan feril að baki sem handrits- höfundur í Hollywood en hann hef- ur skrifað handrit mynda á borð við „The Fisher King“, „The Mirror Has Two Faces“ og „The Bridges of Madison County“. Lifað upphátt er fyrsta kvikmyndin sem La- Grevense leikstýrir auk þess að semja handritið. Segir þar frá Ju- dith (Holly Hunter), konu á besta aldri sem nýlega hefur mátt sjá á eftir eiginmanni sínum í fangið á yngri konu. Eftir skilnaðinn tekur hún smám saman að uppgötva sjálfa sig upp á nýtt og kynnast nýju fólki, meðal annars lyftuverð- inum Pat (Danny DeVito). f þessari hlýlegu og mannlegu gamanmynd er stefnt saman áhugaverðri blöndu gamalkunnra leikara. Holly Hunter gerir áhuga- verða aðalpersónu enn áhugaverð- ari og DeVito er hlýi’ og krúttlegur sem vinurinn og vonbiðillinn Pat. Þá er alltaf gaman að sjá Martin Donovan bregða fyrir, jafnvel þótt það sé í hlutverki skíthæls. Lifað upphátt er notaleg saga um þroska og mannleg samskipti en dálítið of máttlaus, ef ekki stefnulaus á köfl- um. Engu að síður er hún vel þess virði að sjá. Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.