Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 23 VIÐSKIPTI OZ stofnar nýtt fyrirtæki um sýndar- veruleikatækni, SmartVR. Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri SmartVR, segir að tilraunaverkefni að undanförnu bendi eindregið til þess að hugmyndafræði SmartVR falli vel að nýjustu straumum og stefnum í netmenntun. Unnið að lausn- um fyrir fjar- kennslu á Netinu OZ.COM hefur stofnað dótturfyrir- tækið SmartVR, Inc. Nýja fyrir- tækið mun taka við sýndarveru- leikatækni OZ og nýta hana til að þróa áfram hugbúnaðog lausnir fyrir fjarkennslu á Netinu. Starfsmenn SmartVR störfuðu áður hjá OZ að þróun hugbúnaðar íyrir gagnvirka sýndarheima þar sem nettengdir notendur hittast. I fréttatilkynningu kemur fram að SmartVR mun byggja á þessum grunni til að þróa lausnir fyrir vax- andi markaðfjarkennslu á Netinu. „Árið 1998 voru tekjur af netvæddu námi, áBandaríkjamarkaði einum saman, nálægt 500 milljónum Bandaríkjadala og nýlegar spár gera ráð fyrir um 95% árlegum vexti næstu árin,“ að því er segir í fréttatilkynningu. Að sögn Jóns Hörðdals, fram- kvæmdastjóra SmartVR, er Smart VR í eigu OZ auk þess sem starfs- menn Smart VR munu eiga þess kost að eignast hlut í félaginu með hlutabréfavalrétti. „OZ hefur unnið að ýmsum tilraunaverkefnum und- anfarna mánuði við notkun á bún- aðinum. I ljós kom að heppilegasti markaðurinn fyi-ir þessar lausnir er í notkun þess við kennslu og þjálfun. A sama tíma hefur áhersl- an hjá OZ verið að færast yfir á þróunrauntímalausna sem miða að því að sameina hin ýmsu netkerfi. Fyrstaafurð þessa starfs er sam- skiptabúnaðurinn iPulse sem fyrir- tækið þróaði í samvinnu við sænska fjarskiptarisann Ericsson. Þetta fór ekki saman og því var rekstur SmartVR er skilinn frá rekstri móðurfyrirtækisins.“ Fellur vel að nýjungum i net- menntun Hann segir að tilraunaverkefni aðundanförnu bendi eindregið til þess að hugmyndafræði SmartVR falli velað nýjustu straumum og stefnum í netmenntun. „Við bjóð- um þátttakendumupp á leiðir til þess að vinna saman í þrívíðu sýnd- arveruleikaumhverfiog nálgast þannig þá upplifun sem flestir þekkja úr hefðbundnu námi. Jafnframt býður þetta upp á nýj- ar útfærslur í námsferlinu auk þess að spara mikinn kostnað við t.d. búnað, byggingar og ferðalög," segir Jón. Samningaviðræður við innlenda og erlenda aðila I fréttatilkynningunni kemur fram að vonast er til þess að stofn- un SmartVR skapi ný og spenn- andimarkaðstækifæri og að SmartVR sé þegar komið á góðan skrið í samningaviðræðum við inn- lend og erlend fyrirtæki. Að sögn Jóns er félagið komið í samstarf við sænskt fyrirtæki, EHTP, auk þess sem þeir séu í viðræðum við fleiri aðila sem ekki sé hægt að nafn- greina að svo stöddu. I fréttatOkynningu er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra OZ, að hann telji að hið nýja dótturfyrir- tæki muninjóta velgengni á mark- aðinum fyrir netvædda kennslu. „Það erskynsamlegt að skilja reksturinn að og gefa SmartVR ákveðið sjálfstæði. Rekstur OZ mun í framtíðinni fyrst og fremst snúast um raun- tímasamskipti og þjónustu í tengsl- um við samruna Netsins og þráð- lausrasamskiptaneta. Fyrirtækið hefur þegar náð mjög góðum ára- ngri á því sviði með iPulse," segir Skúli í fréttatilkynningu. OZ hefur nýlega innréttað nýtt húsnæði á lóð félagsins á Snorra- braut 54 og mun SmartVR hefja starfsemi þar. SmartVR hefur opn- að nýja heimasíðu. Slóðin er http://www.smart vr.com MSNBC og Post í bandalag New York. Reuters. MSNBC kapalfréttarásin og Washington Post Co. ráðgera stofnun sameignarfyrirtækis, sem mun nýta sér fréttir blaðsins Washington Post, vik- uritsins Newsweek, sjónvar- psnetsins NBC og vefseturs þeirra. Vefsetur MSNBC, msnbc.com, flytur nú þegar fráttir frá Newsweek og vef- setri tímaritsins, News- weeek.com, og mun hafa að- gang að fréttum Washington Post og washingtonpost.com. Blaðamenn frá The Wash- ington Post og tímaritinu Newsweek munu koma fram í þáttum NBC News og MSNBC, þar á meðal The News with Brian Williams.“ Samkvæmt eldri samningi MSNBC við New York Times komu fréttamenn frá því blaði fram í fréttaþættinum með Brian Williams. Samningnum við New York Times hefur verður sagt upp að sögn MSNBC. „Þetta er miklu viðtækai’a samband," sagði einn ráðamanna fyrir- tækisins. Meðal annars er í ráði að koma á fót sameiginlegu vef- setri, Newsweek.MSNBC.com ls * / KriKctKí AA Þú færð gjafakort Kringlunnar hjá þjónustuborðinu viá skartgripaverslunina Jens á 1. hæá. !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.