Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 23
VIÐSKIPTI
OZ stofnar nýtt fyrirtæki um sýndar-
veruleikatækni, SmartVR.
Jón Hörðdal, framkvæmdastjóri SmartVR, segir að tilraunaverkefni að
undanförnu bendi eindregið til þess að hugmyndafræði SmartVR falli
vel að nýjustu straumum og stefnum í netmenntun.
Unnið að lausn-
um fyrir fjar-
kennslu á Netinu
OZ.COM hefur stofnað dótturfyrir-
tækið SmartVR, Inc. Nýja fyrir-
tækið mun taka við sýndarveru-
leikatækni OZ og nýta hana til að
þróa áfram hugbúnaðog lausnir
fyrir fjarkennslu á Netinu.
Starfsmenn SmartVR störfuðu
áður hjá OZ að þróun hugbúnaðar
íyrir gagnvirka sýndarheima þar
sem nettengdir notendur hittast. I
fréttatilkynningu kemur fram að
SmartVR mun byggja á þessum
grunni til að þróa lausnir fyrir vax-
andi markaðfjarkennslu á Netinu.
„Árið 1998 voru tekjur af netvæddu
námi, áBandaríkjamarkaði einum
saman, nálægt 500 milljónum
Bandaríkjadala og nýlegar spár
gera ráð fyrir um 95% árlegum
vexti næstu árin,“ að því er segir í
fréttatilkynningu.
Að sögn Jóns Hörðdals, fram-
kvæmdastjóra SmartVR, er Smart
VR í eigu OZ auk þess sem starfs-
menn Smart VR munu eiga þess
kost að eignast hlut í félaginu með
hlutabréfavalrétti. „OZ hefur unnið
að ýmsum tilraunaverkefnum und-
anfarna mánuði við notkun á bún-
aðinum. I ljós kom að heppilegasti
markaðurinn fyi-ir þessar lausnir
er í notkun þess við kennslu og
þjálfun. A sama tíma hefur áhersl-
an hjá OZ verið að færast yfir á
þróunrauntímalausna sem miða að
því að sameina hin ýmsu netkerfi.
Fyrstaafurð þessa starfs er sam-
skiptabúnaðurinn iPulse sem fyrir-
tækið þróaði í samvinnu við sænska
fjarskiptarisann Ericsson. Þetta
fór ekki saman og því var rekstur
SmartVR er skilinn frá rekstri
móðurfyrirtækisins.“
Fellur vel að nýjungum i net-
menntun
Hann segir að tilraunaverkefni
aðundanförnu bendi eindregið til
þess að hugmyndafræði SmartVR
falli velað nýjustu straumum og
stefnum í netmenntun. „Við bjóð-
um þátttakendumupp á leiðir til
þess að vinna saman í þrívíðu sýnd-
arveruleikaumhverfiog nálgast
þannig þá upplifun sem flestir
þekkja úr hefðbundnu námi.
Jafnframt býður þetta upp á nýj-
ar útfærslur í námsferlinu auk þess
að spara mikinn kostnað við t.d.
búnað, byggingar og ferðalög,"
segir Jón.
Samningaviðræður við
innlenda og erlenda aðila
I fréttatilkynningunni kemur
fram að vonast er til þess að stofn-
un SmartVR skapi ný og spenn-
andimarkaðstækifæri og að
SmartVR sé þegar komið á góðan
skrið í samningaviðræðum við inn-
lend og erlend fyrirtæki. Að sögn
Jóns er félagið komið í samstarf við
sænskt fyrirtæki, EHTP, auk þess
sem þeir séu í viðræðum við fleiri
aðila sem ekki sé hægt að nafn-
greina að svo stöddu.
I fréttatOkynningu er haft eftir
Skúla Mogensen, forstjóra OZ, að
hann telji að hið nýja dótturfyrir-
tæki muninjóta velgengni á mark-
aðinum fyrir netvædda kennslu.
„Það erskynsamlegt að skilja
reksturinn að og gefa SmartVR
ákveðið sjálfstæði.
Rekstur OZ mun í framtíðinni
fyrst og fremst snúast um raun-
tímasamskipti og þjónustu í tengsl-
um við samruna Netsins og þráð-
lausrasamskiptaneta. Fyrirtækið
hefur þegar náð mjög góðum ára-
ngri á því sviði með iPulse," segir
Skúli í fréttatilkynningu.
OZ hefur nýlega innréttað nýtt
húsnæði á lóð félagsins á Snorra-
braut 54 og mun SmartVR hefja
starfsemi þar. SmartVR hefur opn-
að nýja heimasíðu.
Slóðin er http://www.smart
vr.com
MSNBC
og Post í
bandalag
New York. Reuters.
MSNBC kapalfréttarásin og
Washington Post Co. ráðgera
stofnun sameignarfyrirtækis,
sem mun nýta sér fréttir
blaðsins Washington Post, vik-
uritsins Newsweek, sjónvar-
psnetsins NBC og vefseturs
þeirra.
Vefsetur MSNBC,
msnbc.com, flytur nú þegar
fráttir frá Newsweek og vef-
setri tímaritsins, News-
weeek.com, og mun hafa að-
gang að fréttum Washington
Post og washingtonpost.com.
Blaðamenn frá The Wash-
ington Post og tímaritinu
Newsweek munu koma fram í
þáttum NBC News og
MSNBC, þar á meðal The
News with Brian Williams.“
Samkvæmt eldri samningi
MSNBC við New York Times
komu fréttamenn frá því blaði
fram í fréttaþættinum með
Brian Williams.
Samningnum við New York
Times hefur verður sagt upp
að sögn MSNBC. „Þetta er
miklu viðtækai’a samband,"
sagði einn ráðamanna fyrir-
tækisins.
Meðal annars er í ráði að
koma á fót sameiginlegu vef-
setri, Newsweek.MSNBC.com
ls * /
KriKctKí
AA
Þú færð gjafakort Kringlunnar
hjá þjónustuborðinu
viá skartgripaverslunina
Jens á 1. hæá.
!