Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 20,5 milljarðar í skatttekjur á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi Reykjavíkurborgar Skatttekjur aukast um 1,6 milliarða milli ára INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri seg- ir að frumvarp til fjárhagsáætlunar Reykjavikur- borgar fyrir næsta ár endurspegli gott jafnvægi í fjármálum borgarinnar en segir þó að ekki hafi skapast forsendur til að skerða tekjustofna borg- arsjóðs eða bæta við rekstur hans. Fmmvarpið verður tekið til fyrri umræðu á morgun, fimmtu- dag. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar gefur fjárhags- staða borgarinnar tilefni til meiri bjartsýni en oft áður þar sem betra jafnvægi er nú á milli skatt- tekna, rekstrargjalda og fjárfestinga borgarsjóðs en verið hefur allan þennan áratug. Skatttekjur dugi nú fyrir rekstri og fjárfestingu borgarsjóðs og tekjur sem skapast vegna sölu eigna eða niður- færslu á eigin fé Orkuveitu Reykjavíkur verða notaðar til að greiða niður skuldir um 2,5 milljarða króna á næsta ári. Er jafnframt áætlað að borgin eigi um tvo milljarða króna í lok næsta árs í pen- ingalegum eignum en stefnt er að því að nota það fé til að greiða niður skuldir á árinu 2001. Aætlaðar skatttekjur borgarsjóðs á næsta ári em 20,5 milljarðar króna. Þar af er útsvar rúmir 17 milljarðar og fasteignagjöld rúmir 3,3 milljarð- ar króna. Áætlað er að skatttekjurnar aukist um 1,6 milljarða króna milli áranna 1999 og 2000 eða sem nemur 8%. Skatttekjuaukningin er litlu minni en hún var á milli áranna 1998 og 1999 en þá var um 10% aukningu að ræða. Mest útgjöid til fræðslumála Rekstrargjöld borgarsjóðs næsta ár eru áætluð 16,4 milljarðar króna og aukast um 1,2 milljarða á milli ára. Vegur þar þyngst 525 milljóna króna hækkun til fræðslumála sem er langstærsti út- gjaldaliður borgarinnar eða 32% af skatttekjum. Ingibjörg Sólrún telur að þótt framlög hafí hækkað til fræðslumála hefðu þau mátt vera enn hærri svo unnt væri að ljúka einsetningu grann- skólanna sem fyrst, en stefnt er að því að ljúka ein- setningunni á næstu þremur áram. í greinargerð með fjárlagaframvarpinu kemur fram að hlutfall einsetinna skóla í borginni hefur aukist úr 48% í 75% á siðustu þremur áram. Spá fyrir næsta ár hljóðar upp á að hlutfall einsetinna skóla fari í 83%. Hækkun framlaga til annarra málaflokka vegur einnig þungt í þeirri 1.200 milljóna króna rekstr- argjaldaaukningu sem um ræðir en þar má nefna 170 milljóna króna hækkun til leikskóla, 140 millj- óna króna hækkun til menningarmála og 115 millj- óna króna hækkun til viðhalds gatna og holræsa. I frumvarpinu er áætlað að 80% af skatttekjum næsta árs fari til rekstrarmálaflokka eða sem svarar rúmum 16,4 milljörðum ki-óna sem fyrr var getið, en samkvæmt yfirliti hefur hlutfall rekstr- argjalda af skatttekjum ekki verið jafnlágt síðan árið 1992 þegar það var 72% af skatttekjum. Heildarskuldir borgarsjóðs era nú tæpir 15,5 milljarðar króna eða rúm 80% af skatttekjum og gert er ráð fyrir því að heildarskuldir fari niður í tæpa 13 milljarða króna á næsta ári, eða sem svar- ar 63% af skatttekjum. Að mati Ingibjargar Sólrúnar mai-ka þessir áfangar skil í rekstri Reykjavíkurborgar en hún telur þó ástæðu til að gjalda varhug við því að líta svo á að skapast hafi forsendur fyrir því að skerða tekjustofna eða bæta við rekstur borgarsjóðs þar sem slíkt svigrúm sé ekki fyrir hendi. í framvarpinu er einnig ráðgert að selja eignir borgarinnar að andvirði 1,7 milljarða króna þar sem sala Sjúkrahúss Reykjavíkur til ríkisins veg- ur þyngst. Einnig er ráðgert að selja skuldabréf útgefið af Orkuveitu Reykjavíkur fyrir 3 milljarða króna. Framvarpið verður tekið til síðari umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur og endanlegrar af- greiðslu hinn 16. desember. Jóla- korta- vefur á mbl.is LESENDUM mbl.is gefst nú kostur á því að senda vinum og vandamönnum jóla- og nýárskveðjur á Jólakortavef mbl.is. Kortin eru búin til með þremur einföldum að- gerðum sem útskýrðar eru jafnharðan fyrir notendum. Notendur geta valið um átta mismunandi tungumál þegar kveðjurnar eru sendar. Móttakandi fær tölvupóst þar sem fram kemur hvernig nálgast megi kortið. Hverjum móttakanda er einnig úthlut- að númeri sem hann getur slegið inn á upphafssíðu vefj- arins og fengið yfirlit yfir öll þau kort sem honum hafa ver- ið send. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem senda kort og fá 13 heppnir sendendur vinn- inga frá Hans Petersen. Má þar nefna stafræna Kodak myndavél af gerðinni DC 215 og Canon Ixus Xl-myndavél. i f i Salmonellusýking í kúm á bæ í Djúpárhreppi f Rangárvallasýslu Miklar ráðstafanir til að fyrirbyggja smit i " — Morgunblaðið/Rúnar Þór Þriggja bíla árekst- ur á Akureyri SALMONELLUSÝKING hefur greinst í kúm á bænum Bjólu I í Djúpárhreppi í Rangárvallasýslu, að sögn Halldórs Runólfssonar yfir- dýralæknis. Héraðsdýralæknirinn á Hellu stöðvaði þegar sölu á mjólk og sláturdýram og gerði jafnframt aðr- ar nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja að smit bærist frá búinu. Þegar hafa nokkrar kýr drep- ist á Bjólu og margir gripir era veik- ir. Auglýsing- ar á baksíðu Frá og með deginum í dag, mið- vikudeginum 1. desember, er auglýsendum Morgunblaðsins gefinn kostur á að fá birta auglýsingu á baksíðu blaðsins. Á baksíðu í dag er fyrsta auglýsingin af þessu tagi og er hún frá fyrirtækinu B&L. Auglýsingar á baksíðu era í fastri stærð, 2ja dálka sinnum 6 sm á hæð, neðst á síðu, sem er nýlunda, en áfram bjóðast auglýsingar, 1 dálkur sinnum 3 sm á hæð, beggja vegna blað- hauss á baksíðu eins og verið hefur. Að sögn yfirdýralæknis er hér um alvarlegan sjúkdóm að ræða sem get- ur einnig borist í fólk. Á Bjólu er rek- ið mjög snyrtilegt kúabú sem nýlega tók í notkun svokallaðan mjaltaþjón en ekki er talið að búnaður þessi eigi nokkurn þátt i að sýking kom upp á búinu. Hins vegar á lausaganga kúnna við slíkan búnað hugsanlega þátt í því að smitið hefur magnast innan hjarðarinnar. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir nautgripasjúkdóma, sagði enga hættu á að sýkingin bærist með af- urðum. Þegar hefði verið tekið íýrir sölu á mjólk og sláturgripum frá Bjólu. Bakterían væri ekki lífseig og dræpist við gerilsneyðingu. Salmonellutegundin sem fundist hefur á Bjólu er Salmonella thypim- urium, sem er algeng í mávum og hröfnum hér á landi og hefur valdið dauðsföllum meðal folalda á Suður- landi. I fréttatilkynningu frá yfir- dýralækni segir að leitað verði allra leiða til að upplýsa með hvaða hætti sýkillinn hefur borist inn á búið og sýni hafa verið tekin af fóðri og vatni. Engin hætta talin á faraldri Sigurður segir að ekki sé nein hætta á að þetta verði faraldur. „Það er heldur ekki mikil hætta á að þetta breiðist út þegar menn vita við hvað er að fást,“ sagði hann. Sigurður sagði að hægt væri að koma í veg fyrir útbreiðslu sýkingar- innar með varasemi í umgengni og hreinlæti. „Við því var varað strax og fyrstu fréttir bárast af þessu að þetta kynni að vera varasamt upp á dreif- ingu. Heimilisfólk var beðið að sjá um að ekki yrði farið af bænum í fatn- aði sem notaður er í gripahúsunum og eins var tekið fyrir heimsóknir á bæinn og það hefur alveg verið farið eftir því að mér skilst," sagði Sigurð- ur. Mánuðir gætu liðið þar til búið verður opnað aftur „Það er ekki gott að segja um það með vissu hvað það getur tekið lang- an tíma að hreinsa jörðina. Hún er stór, um 70 kýr og geldneyti, og það teygir á tímanum meðan þetta er að breiðast út í þessum hópi. Það gæti a.m.k. tekið nokkrar vikur,“ sagði Sigurður, en tekið hefur verið fyrir sölu á mjólk og sláturdýram frá bæn- um uns gripirnir hafa hreinsað sig af sýklinum og náð góðri heilsu á ný og búið sótthreinsað að því loknu. „Það verður væntanlega fylgst með gripunum með sýnatöku og ræktun og haldið áfram þar til ekkert finnst og nokkrar neikvæðar prafur fengnar áður en opnað verður aftur.“ Sigurður sagði að ómögulegt væri að segja með nokkurri vissu hvað langur tími gæti liðið en jafnvel gæti verið um mánuði að ræða. ÞRIGGJA bíla árekstur varð á mótum Mýrarvegar og Þingvalla- strætis á Akureyri um klukkan sex í gærkvöldi. Að sögn lög- reglunnar á Akureyri var ein manneskja flutt á slysadeild lítið meidd, en aðrir slösuðust ekki. Bílarnir eru allir töluvert skemmdir og þurfti að draga einn þeirra af vettvangi með dráttar- bifreið. Að sögn lögreglu vildi ár- eksturinn þannig til að einn bíll- inn ók yfír á rauðu ljósi og lenti á bifreið sem var að aka þvert yfir gatnamótin á móti grænu ljósi, sú bifreið kastaðist síðan á aðra bif- reið sem ók í gagnstæða átt á móti grænu ljósi. Fimm aðrir árekstrar urðu á Akureyri í gær og var ein mann- eslga flutt á slysadeild lítið meidd, aðrir sluppu við meiðsl. Tveir bflar skemmdust mikið í þeim árekstrum og voru dregnir á brott með dráttarbifreið. í dag WWW.MBL.IS ► í Verinu í dag er meðal annars sagt frá verðhækkunum á Kvótaþingi, ungum athafnamönnum á Flateyri og fjallað um sjávarafurðamarkaðinn í Þýskalandi. f blaðinu er einnig að finna fiskifréttir, auk hefðbundinna upplýsinga um land- anir og verð á erlendum og innlendum fiskmörkuðum. Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá Bison Bee-Q „Mjúkir pakkar fyrir jólin 1999.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.