Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999__________________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fagnaðarfundir þegar Douglas Henderson hitti Halldór Gíslason á Hrafnistu í gær Brast í grát er hann gerði sér ljóst að draum- urinn myndi rætast ENDURFUNDIR Douglas Hender- sons og Halldórs Gíslasonar á Hrafn- istu í gær voru á vegum breska ríkis- sjónvarpsins, BBC, og hingað til lands kom sex manna starfslið BBC í því skyni að mynda þá. Upptökurnar verða síðan hluti af sérstökum jóla- þætti sem árlega er sendur út á jóla- dag í Bretlandi, strax í kjölfar hátíð- arávarps Elísabetar Englandsdrottningar, en að sögn Noels Edmonds, stjórnanda þáttar- ins, horfði um helmingur allra sjón- varpsáhorfenda á þáttinn í fyrra. Þátturinn er kallaður „Jólagjöf Noels“ og hefur verið á jóladagskrá BBC undanfarin tíu ár, að sögn Ed- monds. Edmonds er vel þekktur sjónvarpsmaður í Bretlandi og hefur um árabil verið viðriðinn gerð af- þreyingarefnis fyrir sjónvarp, gjam- an einhvers konar viðtalsþátta eða spurningaþátta. „Ég hef verið með þennan þátt í tíu ár og hann er sendur út síðdegis á jóladag, strax á eftir jólaávarpi Elísa- betar Englandsdrottningar,“ sagði Edmonds í samtali við Morgunblaðið. „Þátturinn byggist oftast nær á átta til níu atriðum. Þar er ekki alltaf um endurfundi að ræða, sum atriði eru fyndin, sumum er ætlað að hreyfa við fólki og síðan höfum við nokkra endurfundi. Þetta er því al- veg sérstakur jólaþáttur." Tildrög þess að ákveðið var að mynda endurfundi Hendersons og Halldórs fyrir þáttinn vora þau að Michelle, dóttir Hendersons, skiifaði stjómendum þáttarins bréf og sagði þeim frá heitustu ósk föður síns, að fá að hitta Halldór lífgjafa sinn og af- henda honum flösku af viskíi í þakk- arskyni fyrir lífgjöfina. Að sögn Edmonds berast ái-lega næstum tíu þúsund slík bréf en stjórnendunum leist svo vel á sögu Hendersons að þeir ákváðu að hún yrði ein af „Jólagjöfum Noels“ í ár. f samráði við þáttarstjómendur fékk Michelle því föður sinn til að koma með í eftirmiðdagsferð síðastliðinn sunnudag í Glenfiddich-viskígerðina í Skotlandi þar sem sjónvarpsmenn- imir komu Henderson síðan í opna skjöldu. Frá Skotlandi vai' farið til London og hingað kom hópurinn í gær, en auk sjónvarpsmannanna fylgdi eiginkona Hendersons honum í förinni. Komið á óvart í Glenfiddich- viskíverksmiðjunni „Douglas hafði ekki hugmynd um hvað var á döfinni, það er eitt af ein- kennum þáttarins að fólki sé komið á óvart,“ segir Edmonds. „Hann var í heimsókn í Glenfiddich-viskíverk- smiðjunni, hélt hann væri í hefðbund- inni heimsókn ásamt hópi ferða- manna eða viskíáhugamanna en staðreyndin var sú að allir gestirnir vora þar á okkar vegum. Síðan kom- um við honum algerlega í opna skjöldu þegar ég gekk til hans, því hann þekkti mig í sjón, og sagði hon- um hvað væri á döfinni og spurði hann hvort hann vildi láta drauminn rætast og fara til íslands.“ Edmonds segir að Henderson hafi brostið í gi'át er hann gerði sér ljóst síðastliðinn sunnudag að hann fengi nú loksins tækifæri til að hitta Hall- dór. „Ilann grét, tilfmningar hans bára hann ofurliði, og hann trúði mér ekki,“ segir Edmonds. „Flestir trúa því reyndar ekki þegar þeir sjá mig birtast. Og Douglas átti erfitt með að trúa því að hann færi nú loksins aftur til íslands eftir öll þessi ár. Þessi at- burður átti sér jú stað fyrir 58 áram!“ Halldór, Henderson og Noel Edmonds, sjónvarpsþáttastjórnandi hjá BBC, sem gerði Henderson kleift að ferð- ast til íslands til að hitta Halldór. Edmonds er vel þekktur sjónvarpsmaður í Bretlandi og endurfundir Hender- sons og Halldörs munu verða sýndir í sérstökum jólaþætti hans, sem sýndur verður að aflokinni hátíðarræðu El- ísabetar Englandsdrottningar í breska sjónvarpinu á jóladag. Morgunblaðið/Kristinn. Douglas Henderson (t.h.) gladdist ákaflega að hitta loksins Halldór Gíslason. Gat þakkað lífgjöfina eftir nær 60 FAGNAÐARFUNDIR urðu með Skotanum Douglas Henderson og Halldóri Gíslasyni, fyrrverandi skipstjóra á togaranum Gulltoppi, er þeir hittust á Hrafnistu í Hafn- arfirði í gær, en fimmtíu og átta ár eru nú liðin síðan skipverjar á Gulltoppi björguðu Henderson og 32 félögum hans eftir að þeir höfðu velkst í björgunarbát í nær fimm sólarhringa suðvestur af Isl- andi. Henderson hefur Iengi átt þá ósk heitasta að fá að þakka skip- verjunum á Gulltoppi Iífgjöfina og það var því stór stund í lífi hans þegar hann loks gekk á fund eina eftirlifandi skipveija Gulltopps í gær. „Eg vil þakka þér fyrir lífgjöf- ina,“ sagði Henderson við Halldór þegar fundum þeirra bar saman. „Ef þín hefði ekki notið við væri ég ekki hér í dag.“ Sagði Henderson að Halldór gæti líklega aldrei skilið hversu glaðir Bretarnir 33 urðu þegar Gulltoppurinn birtist. „Ég þakka þér innilega, þakka þér fyrir hönd félaga minna og sjálfs mín.“ Þótt Halldór sé orðinn eitt. hundrað ára gamall og sjón og heyrn farin að daprast var hann vel með á nótunum í gær. „Ég heyri að þú ert þakklátur og hand- tak þitt segir mér það líka,“ sagði Halldór við Henderson á íslensku. ára bið Svaraði Henderson því til að þótt hann skildi ekki íslenskuna gæti hann áttað sig á því hvað Halldór væri að segja. Var ekki laust við að Henderson kæmist við. „Ég hef svo margt að segja þér en ég veit ekki hvernig ég á að fara að því,“ sagði Henderson. „Þakka þér fyrir, þakka þér kær- Iega.“ Langl um liðið Henderson hafði verið í áhöfn breska flutningaskipsins Bea- verdale þegar þýskur kafbátur grandaði því um 300 sjómflur suð- vestur af Islandi 1. aprfl 1941. Fjórir björgunarbátar voru um borð f Beaverdale en einn hafði laskast í árás Þjóðverja. Allir 79 skipveija Beaverdale komust þó í björgunarbáta og voru 33 í báti annars stýrimanns, sem Hender- son var í, 26 í báti fyrsta stýri- manns en tuttugu í báti skipstjór- ans. Bátur fyrsta stýrimanns náði landi við Óndverðarnes á Snæfells- nesi en bátur skipstjórans fannst aldrei og mun hafa farist. í samtali sínu við Halldór í gær sagði Henderson nú langt um liðið síðan þessir atburðir áttu sér stað. Spurði Halldór þá Henderson hversu gamall hann væri. „Ég er 83 ára. Ég er ungur maður í sam- anburði við þig,“ sagði Henderson. „Já, ég er meira en eitt hundrað ára gamall," svaraði Halldór. Halldór sagði Henderson að hann myndi nú ekki hverja stund þessa örlagaríka dags fyrir 58 ár- um og rifjaði Henderson þá upp að skipverjar á Gulltoppi hefðu orðið að horfa á eftir afla dagsins til að bjarga Bretunum 33. „Þið urðuð að fara með okkur til Reykjavíkur með björgunarbát,- inn, manstu? Ég biðst afsökunar á því að þið skylduð verða af aflan- um,“ sagði hann. Afhenti Henderson Halldóri að því búnu flösku af skosku Glen- fiddich-viskíi í þakklætisskyni fyr- ir lífgjöfina. „Drekktu nú ekki of mikið, þú verður að vera við stýrið í kvöld!“ Svaraði Halldór því til að hann skyldi gefa Henderson glas af drykknum á hundrað og tíu ára afmælisdeginum sfnum. „Já, það skal ég þiggja. Þá verð ég orðinn 93 ára.“ Gáfu aldrei upp von Henderson scgist muna vel dag- inn sem Gulltoppur bjargaði Bret,- unum úr sjávarháska í aprfl 1941. fslendingarnir tóku Bretana um borð til sín, þvoðu þeim, nudduðu í þá hita og gáfu þeim næringu. Fengu þeir svo langþráðan svefn. „Ég man bara svo skýrt hversu góðir þessir íslensku sjómenn voru,“ sagði Henderson í gær. „Við héldum alltaf í vonina, en við urðum líka að halda í hana því sumir eldri mannanna í bátnum voru orðnir afar dasaðir." Segist Henderson, sem var 24 ára þegar þessir atburðir áttu sér stað, þó undir niðri hafa verið farinn að ef- ast um að þeim yrði bjargað. „En þá konium við allt í einu auga á Gulltopp. Við sáum skipið við hún og skutum þeim fáu blys- um sem við áttum eftir upp í loft- ið. Skipið kom þá í átt til okkar en sfðan sneri það á brott og við hugsuðum skelfingu lostnir að skipveijar hefðu ekki séð okkur. En þá voru þeir að taka inn netin sín. Og svo kom skipið aftur í okk- ar átt og skipverjar björguðu okk- ur um borð.“ Líður betur eftir að hafa hitt Halldór „Ég get ekki lýst því hvaða gildi dagurinn í dag hefur fyrir mig,“ sagði Henderson í samtali við Morgunblaðið. „Um margra ára skeið hef ég reynt að finna skip- stjórann til að þakka honum líf- gjöfina. Við höfðum nafn hans eft- ir björgunina en vorum sfðan sendir heim til Englands og heim- ilisfangið og nafn hans glataðist og enginn gat munað það.“ f gegnum tíðina hefur Hender- son skrifað nokkur bréf til sam- taka sjómanna á íslandi, f þvf skyni að hafa uppi á Halldóri, en aldrei fengið nein svör. Skrifaði hann að endingu bréf til borgar- stjórans í Reykjavík sem hafði uppi á Halldóri eftir að birst hafði frétt í Morgunblaðinu um leit hans. Henderson sagði þennan dag hafa mikia þýðingu fyrir sig, afar dýrmætt væri að fá að hitta mann- inn sem hann á líf sitt að launa. „Mér líður betur eftir þennan fund,“ sagði Henderson að end- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.