Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hann er alveg búinn að missa áhugann á rör-listinni, hann vill bara hossa
sér áfram í stólnum.
fbúðahverfíð „Icelandic Close“ í Hull endurbætt
Færa Islendingum þakkir
RÆÐISMAÐUR Islands í Hull í
Englandi hefur sent Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur, borgarstjóra
Reykjavíkur, bréf þar sem borgar-
búum og útvegsmönnum á íslandi
eru færðar sérstakar þakkir fyrir
peningagjöf er þeir færðu borginni
fyrir um 50 árum síðan.
Árið 1946 afhenti borgarstjórinn í
Reykjavík borgarstjóra Kingston-
upon-Hull 20.000 pund að gjöf frá
Félagi íslenskra botnvörpuskipaeig-
enda. Gjöfín var háð þeim skilmálum
að henni yrði varið til byggingar
leiguíbúða á vildarkjörum fyrir aldr-
aða, þar sem aldraðir sjómenn hefðu
forgangsrétt.
Alls voru 27 íbúðir byggðar og
hlaut íbúðahverfið, sem nýverið hef-
ur verið endurbætt, nafnið „Iee-
landic Close.“
I bréfi ræðismannsins kemur fram
að húsnæði í hverfinu hafi verið reist
eftir hörmungar og eyðileggingu síð-
ari heimsstyijaldarinnar. Ræðjs-
maðurinn segir að framlagið frá Is-
landi hafi nýst vel og fer hann þess
sérstaklega á leit að Landssambandi
íslenskra útvegsmanna séu kynntar
endurbætur hverfisins. Hann segir
íbúa Hull þakkláta fyrir örlæti og
samhygð íslenska sjávarútvegsins
fyrir hálfri öld.
Dagdeild geðdeildar SHR tuttugu ára
Góð reynsla af
hópmeðferð
Ingvar Kristjánsson
UM þessar mundir eru
tuttugu ár síðan dag-
deild geðdeildar Borg-
arspítala nú Sjúkrahúss
Reykjavíkur (SHR) tók
til starfa. Hún starfar
nú á Hvítabandinu við
Skólavörðustíg þar sem
hún raunar var í upp-
hafi, en í millitíðinni
hefur hún verið til húsa
í Templarahöll og eitt
ár í Hafnarbúðum.
Ingvar Kristjánsson er
sérfræðingur þessarar
deildar. Hann var
spurður hvert væri um-
fang hennar núna?
„A þessum tuttugu
árum hafa 1.200 sjúkl-
ingar fengið þjónustu á
deildinni. Þeir eru á
aldrinum 18 ára til sex-
tugs en algengasti al-
durinn er 30 til 35 ára.
Um fimm til sex konur
eru á móti hverjum karli
í sjúklingahópnum.“
-Hvaðþjáir þetta fólk oftast?
„Þunglyndi er algengasti sjúk-
dómurinn sem sjúklingar hér
stríða við. Persónuleikaraskanir
af ýmsu tagi einnig, svo og
hugsýki sem áður var nefnd
taugaveiklun, afleiðingar áfalla
verða mörgum þungbærar einn-
ig samskiptaörðugleikar og ein-
angrun. Þess má geta að nokkuð
margir sem hafa komið hingað
hafa áður átt við að stríða of-
notkun áfengis og fengið með-
ferð við því sem hefur dugað, en
kvarta um andlega vanlíðan. Við
erum líka hér með fólk sem hefur
orðið fyrir misþyrmingum, svo
sem nauðgunum, barsmíðum á
heimili og annars konar ofbeldi."
- Kemur þessi þjónusta að því
gagni sem að var stefnt þegar
deildin varstofnuð?
„Það er ótvírætt að þessi starf-
semi kemur að gagni. Einn meg-
inkostur við svona starfsemi er
að fólk er í góðum tengslum við
sitt daglega umhverfi þótt það
njóti meðferðarinnar. Það kemur
hingað einn og hálfan tíma á dag
þannig að meðferðin skilar sér
væntanlega beint út í samfélagið.
Við sjáum ótvíræð einkenni þess
að sjúkdómseinkenni batna og
teljum að sjúklingarnir sem oft
búa við ómegð heima séu miklu
hæfari til þess að veita börnum
sínum það sem þeim er tilfinn-
ingalega nauðsynlegt. Meðferðin
skilar sem sagt samfélaginu
hraustara ungviði og nýtari
þegnum, ekki aðeins þeim sem
koma hingað í meðferð heldur
líka afkomendum þeirra. Þess
má geta að við erum með í gangi
ítarlega árangursrannsókn.“
- Hvernig eru aðstæður deild-
arinnar núna?
„Ég myndi segja að þær væru
nokkuð góðar. Við erum til húsa
á þriðju hæð Hvítabandsins og
nýtum einnig risið að nokkru. En
meðferðin hér er í raun þríþætt.
Við erum í fyrsta lagi með sam-
talsmeðferð - sem er
analytisk hópmeðferð,
síðan er það listmeð-
ferð - art therapy og
loks líkamsvitundar-
meðferð sem við höf-
um kallað svo. í sam-
talsmeðferð er leitast við að
draga fram ómeðvitaðar tog-
streitur í sálarlífi sjúklinganna
og gera þær meðvitaðar svo þeir
geti barist við þær. í listmeðferð-
inni er myndlist beitt í sama til-
gangi í líkamsvitundarmeðferð-
inni eru líkamsæfingar af ýmsu
tagi notaðar í sama skyni. Marg-
ir þeir sem eiga lengi við andlega
► Ingvar Krisljánsson fæddist í
Vesturbæ Reykjavíkur árið 1939.
Hann tók stúdentspróf 1959 frá
Verslunarskóla Islands og lauk
læknaprófi frá Háskóla íslands
1966. Hann lagði stund á geð-
lækningar í Lundúnum á árunum
1969 til 1976 en eftir að sérnámi
lauk kom hann heim og hóf störf
á Kleppsspítala, síðan á geðdeild
Landspítalans þegar hún opnaði
1979. Árið 1985 flutti hann sig
um set og hóf störf sem sérfræð-
ingur á Borgarspítala. 1989 tók
hann við hópmeðferðardeild
dagdeildar Borgarspítala sem nú
starfar á Hvítabandinu við Skóla-
vörðustíg. Ingvar er kvæntur
Erlu Nielsen tónmenntakennara
og eiga þau þrjú börn.
erfíðleika að stríða eru með má
segja „fasta spennu“ í vöðvum
sem hefur áhrif á líkamsbeitingu
og líkamsstöðu og veldur tals-
verðri vanlíðan. Um þess spennu
má losa með réttum líkamsæf-
ingum."
- Notið þið mikið meðul í ykk-
ar meðferð?
„Við notum lyf eftir þvi sem
við teljum þörf á en reyndin er
sú að því lengra sem sjúklingarn-
ir komast í hópmeðferðinni því
minna nota þeir af lyfjunum og
sumir útskrifast án lyfja.“
- Erþessi hópmeðferð algengt
meðferðarform núna?
„Ég tel að þessi meðferð sé
notuð langtum minna en efni
standa til. Að jafnaði eru aðeins
á þriðja tug sjúklinga sem njóta
meðferðarinnar hverju sinni en
með auknum mannskap mætti
hugsa sér að margfalda umfang-
ið og beita þessu formi meðferð-
ar við sálvefræna sjúkdóma í
auknum mæli.“
-Hvaðan koma sjúklingai'nir
sem þið hafið í meðferð?
„Þeir koma frá geðdeildum
ríkisspítala og öðrum geðdeild-
um. Einnig frá heimil-
islæknum, sjálfstætt
starfandi sérfræðing-
um og margir frá Fé-
lagsmálastofnun
Reykjavíkur. Þess má
geta að á Norðurlönd-
um er hópferðarformið miklu
meira nýtt en hér og í vor er ráð-
gert að íslendingar haldi í fyrsta
skipti samnorrænt þing hópmeð-
ferðaraðila og verður það í
Reykjavík. Á þessu þingi von-
umst við hér til að geta birt
fyrstu niðurstöður úr fyrr-
nefndri árangursrannsókn okkar
á Hvítabandinu.“
Samnorrænt
þing hópmeð-
ferðaraðila
hér í vor