Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tannlæknafélag Islands hefur leitað skýringa á reglugerð um tannhreinsun
Elli- og örorkulífeynsþegar
fái fulla endurgreiðslu
TANNLÆKNAFELAG Islands
hefur fengið úr því skorið af hálfu
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytisins að elli- og örorkulífeyris-
þegar skuli hljóta takmarkalausa
endurgreiðslu fyrir tannhreinsun.
Tryggingastofnun ríkisins sé því
eklri heimilt að takmarka tann-
hreinsun elli- og örorkulífeyrisþega
við tvær til fjórar tímaeiningar á ári
eins og hún hefur gert. Þá hefur lög-
fræðingur TFÍ efasemdir um að um-
rædd reglugerð standist lög.
Tannlæknafélag íslands leitaði
lögfræðiálits og álits ráðuneytisins í
kjölfar þess að sett var reglugerð um
þátttöku Tryggingastofnunar ríkis-
ins í kostnaði við almennar tann-
lækningar í janúar 1998. Að sögn
Bolla R. Valgarðssonar, fram-
kvæmdastjóra Tannlæknafélags Is-
lands, var reglugerðin sett í mikilli
andstöðu við heilbrigðisstéttina og
ekkert tillit var tekið til vísindalegra
raka við samningu hennar.
Tannlæknafélagið taldi ekki koma
skýrt fram í reglugerðinni hvort þær
takmarkanir sem settar voru á um
endurgreiðslu vegna almennra tann-
lækninga ættu við um elli- og ör-
orkulífeyrisþega jafnt sem um börn
og unglinga, og til hvaða aldurs
takmarkanirnar gildi er varðar börn
og unglinga.
TFÍ veitir ókeypis aðstoð
við að útbúa kærur
Ingólfur Hjartarson, hæstaréttar-
lögmaður, segir í lögfræðiáliti sínu
að samkvæmt almennum lögskýr-
ingarreglum verði að túlka orðalagið
„Tannhreinsun barna 13 ára og
eldri“ samkvæmt orðanna hljóðan og
í samræmi við upphaf gi-einarinnar
þar sem vísað er til barna og ungl-
inga 17 ára og yngri.
TFÍ hvetur tannlækna til að upp-
lýsa skjólstæðinga sína um rétt
þeirra til endurgreiðslu þessa þáttar.
Félagið býður jafnframt þeim elli- og
örorkulífeyrisþegum sem vilja leita
réttar síns ókeypis aðstoð við að út-
búa kæru til nefndarinnar, að sögn
Bolla. Hann segir að þegar sé til
meðferðar kæra hjá úrskurðarnefnd
almannatrygginga vegna endur-
greiðslu af þessu tagi og væntanlega
muni kærum til nefndarinnai- fjölga í
kjölfar fyrrnefndra yfírlýsinga ráð-
uneytisins.
Bolli segir að það sé umhugsunar-
efni fyrir hagsmunasamtök elli- og
örorkulífeyrisþega að tannlæknar
séu að gæta réttar skjólstæðinga
þeirra. „Við erum að verja rétt elli-
og örorkulífeyrisþega og mér finnst
það umhugsunarefni fyrir hags-
munasamtök elli- og örorkuiífeyris-
þega, svo sem Félag eldri borgara,
Óryrkjabandalag íslands og Þroska-
hjálp að þau skuli ekki gæta réttar
skjólstæðinga sinna hvað þetta varð-
ar betur en raun ber vitni,“ segir
Bolli.
TFÍ leitaði einnig álits hjá Tómasi
Jónssyni hæstaréttarlögmanni varð-
andi reglugerðina. í áliti hans segir
að hann hafi miklar efasemdir um
það hvort reglugerðin standist lög.
„í raun má segja að reglugerð 28/
1998 standist ekki að því leyti sem
hún takmarkar rétt manna til tann-
læknaþjónustu skv. 37. gr. alm.tr.
laga,“ segir í áliti Tómasar.
, , Morgunblaðið/Golli
Álmur, sem stendur við Túngötu 6, hefur verið valinn tré ársins af Skógræktarfélagi íslands.
SIT áréttar
fyrri yfir-
lýsingu sína
SAMBAND íslenskra tryggingafé-
laga hefur sent frá sér yfirlýsingu í
kjölfar tilkynningar FÍB. Þar er ár-
éttað að um mikinn vanda sé að
ræða og bent er á að um sam-
norrænt verkefni hafi verið að
ræða.
í ályktun SÍT segir: „Til að meta
umfang vátryggingasvika skoðuðu
tjónsuppgjörsmenn vátryggingafé-
laga kröfur sem settar höfðu verið
fram um greiðslu vátryggingabóta.
Skráð var sérstaklega, þar sem ein-
hver grunur gat leikið á því að um
vátryggingasvik væri að ræða.
Langalgengast er að tryggingasvik
birtist á þann veg að gert er meira
úr tjóni en efni standa til, og á þann
veg krafist hærri bóta en réttmætt
getur talist.
Niðurstöður gefa vísbendingu
um, að á Norðurlöndum kæmu vá-
tryggingasvik við sögu í 10% bóta-
krafna, og að 10% bótagreiðslna fé-
laganna séu umfram það, sem
réttmætt getur taljst. Niðurstöður
athugunarinnar á íslandi bentu til
minna umfangs vátryggingasvika
hérlendis og lægju sambærilegar
tölur fyrir Island á bilinu 5-10%.
M.ö.o. annaðhvort væru íslendingar
heiðarlegri í þessum efnum en nor-
rænir frændur vorir eða eftirlit og
skráning íslensku vátryggingafélag-
anna væri betri. Eigi að síður er um
mikinn vanda að ræða hér á landi.“
í niðurlagi yfirlýsingar SÍT segir:
„Það er óviðunandi að hinn heiðar-
legi meirihluti vátryggingataka sé
að greiða fyrir ólögmætan ávinning
tiltölulegra fárra í formi hærri ið-
gjalda en ella.“
TRÉ ársins hefur verið valið og er
það tæplega 11 metra hár álinur,
sem stendur við Túngötu 6. Skóg-
ræktarfélag íslands veitti Reykja-
víkurborg, sem er núverandi eig-
andi trésins, viðurkenningu af þessu
tilefni í gær og veitti Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri henni
viðtöku.
f grein Brynjólfs Jónssonar, fram-
væmdastjóra Skógræktarfélags ís-
lands, um tré ársins, sem birtist í
Skógræktarritinu, segir: „Álmurinn
er eitt af mestu djásnum Reykjavík-
ur. Hann breiðir umfangsmikla
krónu sína í allar áttir og hefur á
síðustu áratugum notið þess frelsis
að fá að vaxa án þrenglsa af bygg-
Álmur við
Túngötu val-
inn tré ársins
ingum eða öðrum trjám.“
Tré ársins var nú valið í annað
skiptið, en í fyrra varð birkitré á
Akureyri fyrir valinu. Brynjólfur
sagði í samtali við Morgunblaðið að
tilgangurinn með þessu væri að
draga fram í dagsljósið gömul og
merkileg tré og beina því til fólks að
huga vel að þeim.
Auk borgarstjóra fékk Agnar
Kofoed-Hansen, alnafni langafa
síns, sem var lögreglustjóri og flug-
málastjóri á sínum tíma, viðurkenn-
ingu. Áfi Agnars gróðursetti tréð á
sínum tíma, líklega rétt eftir alda-
mótin, fyrir Magnús Einarsson
dýralækni sem bjó þá í húsinu við
Túngötu 6. Magnús Finnsson, dótt-
ursonur Magnúsar Einarssonar,
fékk einnig viðurkenningu frá
Skógræktarfélinu.
Brynjólfur sagði að sú tegund af
álmi sem stæði við Túngötuna væri
nær útdauð í Evrópu, vegna álm-
veiki, en að veikin hefði ekki náð
hingað til lands, þar sem hún bærist
með bjöllutegund sem þrifist ekki
við íslenskar aðstæður.
FÍB telur að Samband tryggingafélaga ofmeti stórlega vátryggingasvik á fsiandi
Vísa útreikningum á bug
FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda,
FÍB, telur að Samband íslenskra
tryggingafélaga hafi byggt útreikn-
inga um vátryggingasvik á íslandi á
röngum forsendum, en sambandið
komst að þeirri niðurstöðu að 5-10%
allra tjónabóta séu fengnar með vá-
tryggingasvikum. FÍB bendir á að
þessi niðurstaða sé ekki byggð á hald-
bærum rökum úr bókhaldi trygginga-
félaganna heldur norskri skoðana-
könnun. Röksemdimar standist ekki
nánarí skoðun.
„FÍB sér ástæðu til að taka upp
hanskann fyrir biireiðaeigendur gegn
þessum dylgjum, þar sem SÍT telur
að bifreiðaeigendur standi að baki
60% tryggingasvikanna. Samkvæmt
tölum frá 1997 greiddu íslensku
tryggingafélögin um 4,3 milljarða í
bætur vegna ökutækja. Þau telja að
allt að 600 milljónir króna af þeirri
fjárhæð séu fengnar með svikum eða
14% af bótagreiðslum," segir í frétta-
tilkynningu frá FIB.
„Samkvæmt könnuninni telja
Norðmenn að svik í hveiju máli nemi
um 10 þúsund krónum íslenskum. Ef
sú tala er heimfærð á íslenskar öku-
tækjatryggingar koma vátrygginga-
svik þá árlega við sögu í allt að 60 þús-
und ökutækjatjónum hér á landi. Það
ljónir króna árlega, þ.e. 10 þúsund
krónur í 1.500 málum. Sú upphæð er
0,34% af heildartjónagreiðslum vegna
ökutækjatrygginga ársins 1997, en
ekki 5-10% eins og SÍT heldur fram.
Ef norska 10 þúsund króna svika-
talan er yfirfærð á öll meint trygg-
ingasvik hér á landi, þá lætur nærri
að SÍT saki allt að 100 þúsund íslend-
inga um svik vegna tjónabóta á
hverju ári,“ segir í frétt FIB.
FIB bendir á að ef 10% bóta-
greiðslna séu fengnar með svikum
nemi prettirnir ekki 10 þúsund krón-
um í hveiju svikamáli heldur 400
hundruð þúsund.
kemur engan veginn heim og saman
við raunveruleikann, því íslensku
tryggingafélögin afgreiða um 15 þús-
und tjónamál vegna ökutækja á
hverju ári. Jafnvel þó um svik væri að
ræða í hveiju einasta tjónsmáli næðu
heildarsvikin mest 150 milljónum
króna en ekki 600 miðað við þessar
forsendur.
En SÍT heldur því þó ekki fram að
hvert einasta tjónamál sé svik-
samlegt, heldur allt að 10% þein-a.
Miðað við norsku tjónatöluna - 10
þúsund í hveiju máli - kosta svik
vegna ökutækjatrygginga íslensku
tryggingafélögin í mesta lagi 15 mil-
Varað við útikertum
Drengur
brennd-
ist illa
UM helgina brenndist 13 ára
drengur þegar hann rak fótinn í
útikerti sem komið hafði verið
fyrir utan við byggingu. Hlaut
drengurinn 2. stigs bruna á fæti
þegar heitt vax úr kertisskál-
inni slettist á hann.
Af þessu tilefni vill Árvekni,
Átaksverkefni um slysavamir
barna og unglinga, koma því á
framfæri við fólk að meðhöndl-
un útikerta krefst varúðar þar
sem slys af völdum þeirra hafa
orðið á aðventunni.
Þau kerti sem um ræðir eru
stór kerti í ál- eða blikkdósum
og geta reynst hættuleg þegar
þau hafa bráðnað að fullu vegna
hins mikla magns af vaxi sem í
þeim er. Kertum sem þessum
er oftast komið fyrir við útidyi'
verslana, veitingastaða, sam-
komustaða og íbúðarhúsa. Vill
Árvekni beina því til fólks að
koma kertunum fyrir í stöðug-
um stjökum og forðast að stað-
setja þau við útidyr.
Rann niður
í Leirvogsá
KONA missti vald á bíl sínum seint í
fyrrakvöld við Leirvogsá skammt of-
an við Mosfellsbæ með þeim afleið-
ingum að bíllinn fór fram af kanti og
ofan í ána. Um 15 metra fall er að
ræða. Lögreglumaður, sem var á
heimleið úr vinnu, sá ljósglampa í
gilinu og fór að athuga málið. Konan
hafði þá setið í bíl sínum um ein-
hvern tíma og var orðin nokkuð köld.
Bíllinn kom niður á hjólunum.
Árekstur við
Skálatún
Um svipað leyti varð árekstur á
Vesturlandsvegi við Skálatún. Oku-
maður missti vald á bíl sínum þannig
að hann lenti á bíl sem kom úr gagn-
stæðri átt. Sá bíll kastaðist á ljósa-
staur. Ökumenn beggja bílanna voru
fluttir á slysadeild, en munu ekki
vera alvarlega slasaðir. Bílarnir ein
illa farnir.
Vont veður og slæm færð var a
þessu svæði í fyrrakvöld.
Snjóflóð á
Siglu-
Q’arðar-
veg
Siglufirði-Tvö lítil snjóflóð
féllu á veginn til Siglufjarðai' á
mánudagsmorgun í svokölluð-
um Mánárskriðum. Að sögn
Rúnars Péturssonar hjá vega-
gerðinni á Sauðárkróki voru
flóðin lítil, en þó nægilega stór
til að teppa veginn í 1-2
klukkustundir.
Rúnar sagði að ekki hafi
verið nein hætta af flóðunum
svo vitað væri, en þó yrði allt-
af að hafa varann á vegna um-
ferðar um veginn þegar þess-
ar aðstæður sköpuðust. Þó að
flóðin hafi ekki verið stór,
gætu þau hæglega skapað
hættu fyrir vegfarendur.
Síðara flóðið féll þegar
moksturstæki höfðu lokið við
að hreinsa fyrra flóðið af veg-
inum og voru komin inn á
Siglufjörð.