Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 13

Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 13 Félagsþjón- usta Reykja- víkur hlýtur starfsviður- kenningu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veitti í gær Félags- þjónustu Reykjavíkur starfsviður- kenningu borgarinnar fyrir árið 1998. Starfsviðurkcnninguna hlýt- ur jafnan sú stofnun eða fyrirtæki borgarinnar sem hverju sinni þykir hafa skarað fram úr í rekstri eða þjónustu. Borgarsijóri sagði árs- reikninga borgarinnar staðfesta hve rétt sú ákvörðun hafi verið að fela strofnunum borgarinnar meira vald, svigrúm og ábyrgð. Ingibjörg Sólrún sagði að Félags- þjónustan hafi á síðustu árum sýnt frumkvæði í að skilgreina hlutverk sitt í ljósi þjóðfélagsþróunar. Lögð hafi verið áhersla á þjónustu- hlutverkið og virðingu gagnvart viðskiptavinum. Félagsþjónustan hafi unnið kerfísbundið að því að auka upplýsingastreymi og skilning á hlutverki sínu. Lögð hafí verið rík áhersla á að virkja forstöðumenn og starfsmenn í að auka hag- kvæmni og væri heimaþjónustan gott dæmi um það. Jafnframt sagði borgarstjóri að Félagsþjónustan hafi lagt áherslu á dreifstýringu og starfsemi í hverf- um borgarinnar og tekist einkar vel til við verkefni sem færðust yfír frá Ráðhúsinu með dreifstýring- unni. Lára Bjömsdóttir, félagsmála- stjóri Reykjavíkurborgar, veitti viðurkenningunni móttöku og fékk jafnframt það verkefni í hendurnar frá borgarstjóra að velja í viður- kenningarskyni þá 10 starfsmenn Félagsþjónustunnar, sem boðið verður ásamt mökum í áramótahóf borgarinnar í Perlunni, sem haldið verður í tilefni þess að Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jakobi R. Möller, hæstaréttarlögmanni: „Síðdegis sunnudaginn 28. nóvember 1999 hringdi í mig Eirík- ur Jónsson, blaðamaður á DV,' vegna útvarpsþáttar á Bylgjunni, sem var nýlokið. Þar hafði Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., verj- andi ákærða í hæstaréttarmálinu nr. 286/1999, fjallað um málið frá sínum sjónarhóli, auk þess sem sjónarmið ættingja kæranda í mál- inu komu fram. í viðtalinu, sem á eftir fór, vildi blaðamaðurinn fá að vita, hvort ég teldi að ættingi kæranda ætti að kæra lögmanninn fyrir einhvers- SAMRAÐSVETTVANGUR um náttúruvernd (SRN) í Noregi hefur sent Norsk Hydro bréf þar sem þess er óskað að fyrirtækið taki ekki þátt í að reisa álverksmiðju í Reyðarfirði nema að undangengnu lögformlegu mati á umhverfisáhrif- um á Fljótsdalsvirkjun. Aðild að SRN eiga Ferðamála- samtök Noregs, Náttúruverndar- samtök Noregs, Skot- og stangveið- isamtök Noregs og World Wildlife Foundation í Noregi. I bréfinu hvetur SRN Norsk Hydro til að falla frá byggingu álvers í Reyðar- konar yfirvöldum vegna brota sem blaðamaðurinn sagði, að ættinginn teldi lögmanninn hafa framið. Blaðamanninum var skýrt frá því, að í tengslum við Lögmannafélag Islands væri starfandi úrskurðar- nefnd lögmanna, sem fjallaði um firði nema tryggt sé að orkuveitan sem knýr álverið skaði hvorki né eyðileggi íslenska náttúru. „Það eru lágmarkskröfur að Norsk Hydro taki ekki þátt í slíku verkefni nema Fljótsdalsvirkjun og Eyjabakkalón fari í mat á umhverfisáhrifum sam- kvæmt íslenskum lögum,“ segir í bréfinu. í bréfinu er gerð grein fyrir því að um sé að ræða stærsta ósnortna víðerni í Vestur-Evrópu. Þar sé að finna gljúfur sem sé 10 sinnum stærra en gljúfrin í Alta-ánni í Nor- egi. Þar séu jarðfræðilegar minjar brot á lögmannalögum og siðai-egl- um lögmanna. Ekkert erindi hefði þá, eftir því sem ég vissi bezt, bor- izt nefndinni eða stjórn félagsins frá kærandanum eða ættingjum hennar. Úrskurðarnefnd lögmanna tekur ekki mál upp að eigin fnim- og landslag sem líkt hefur verið við Yellowstone þjóðgarðinn í Banda- ríkjunum og votlendissvæðið Eyja- bakkar sem er mikilvægt fyrir fugla og sérstakt hvað varðar gróður. „Það verður veruleg eftirsjá fyrir kynslóðir framtíðarinnar ef votlend- issvæðið Eyjabakkar hverfur undir lón. Það bryti í bága við Ríó- og Ramsarsáttmálana um vernd vot- lendissvæði. Við teljum jafnframt að verði verkefnið að veruleika muni það skaða verulega ímynd Norsk Hydro sem umhverfisvæns fyrirtækis," segir í bréfinu. kvæði, frekar en aðrir úrskurðarað- ilar og var blaðamanninum sagt það. Hann spurði um aðrar leiðir, sem ættinginn gæti farið. Ég sagði honum, að teldi aðili máls að annar aðili þess, eða lögmaður, hefði brot- ið gegn ákvæðum laga um meðferð opinberra mála í tengslum við mál- ið, gæti viðkomandi snúið sér til lögreglu með kæru. Því fer mjög fjarri, að ég hafi sagt við blaðamanninn að ættinginn ætti að kæra lögmanninn til lög- reglunnar, heldur sagði ég í svari mínu það sem fram kemur að ofan, að sá sem teldi brotið gæti kært til lögreglu. Jakob R. Möller, hrl.“ Morðákæra þingfest Þórhallur • • Olver Gunnlaugs- son lýsir sig saklausan ÞÓRHALLUR Ölver Gunnlaugs- son, sem ákærður er fyrir mann- dráp og þjófnað með því að hafa ráðið Agnari W. Agnarssyni bana á heimili hins látna í sumar og rænt skartgripum að verðmæti 285 þús- undum króna, lýsti sig saklausan af ákæru ríkissaksóknara að því er varðar þann ákærulið sem fjallar um manndráp, en játaði á sig þjófnað á heimili hins látna. Akæra ríkissaksóknara hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur og verður málið tekið fyrir 8. desember. Ákærði krafðist lokaðra réttarhalda Ákærði fór fram á að dómþing færi fram fyrir luktum dyrum en Valtýr Sigurðsson, dómsformaður í fjölskipuðum dómi héraðsdóms, hafnaði þeirri kröfu. Krafðist skip- aður verjandi ákærða þá úrskurðar dómsins vegna kröfunnar og gaf dómsformaður verjanda frest til fimmtudagsins 2. desember til að leggja fram skriflegan rökstuðning fyrir kröfunni. Jafnframt verður ákæruvaldinu gefið færi á að tjá sig um kröfuna áður en dómsformaður kveður upp úrskurð sinn um hvort dómþing skuli haldið fyrir luktum dyrum. Verjandi ákærða tjáði dóminum ennfremur að fram færi gagnaöfl- un í þeim tilgangi að vísa ákæru ríkissaksóknara frá dómi. Akærða er gefið að sök í ákæru ríkissaksóknara að hafa stungið hnífi margoft í brjósthol Agnars heitins að framan og aftan 14. júlí í sumar. Ákærði hefur setið í gæslu- varðhaldi síðan 20. júlí, en þá úr- skurðaði héraðsdómur hann í gæsluvarðhald til 21. desember. Var úrskurðurinn kærður til Hæstaréttar sem stytti gæsluvarð- haldið til 1. desember. —♦ ♦ - Galli í öryggisbelta- búnaði Mercedes Benz af M-línu gerð Ræsir kall- ar inn bif- reiðar til skoðunar RÆSIR hf., sem hefur umboð fyrir Mercedes-Benz á íslandi, mun á næstu dögum kalla inn til skoðunar allar Mercedes-Benz bifreiðar af M-línu gerð. I gæðaprófun í verk- smiðju fyrirtæksins kom í ljós að líklega þarf að skipta um öryggis- beltabúnað í um 0,5% bifreiða af þessari gerð. í fréttatilkynningu frá Ræsi seg- ir: „Þetta er gert í ítrasta öryggis- skyni eftir að belti losnaði úr hylki við gæðaprófun í verksmiðju á dög- unum. Eftir þetta atvik voru 2.500 M-línu bílar skoðaðir í verksmiðj- unni og voru gerðar athugasemdir við búnaðinn í þremur þeirra. Eng- ar kvartanir hafa borist frá við- skiptavinum og ekkert slys hefur orðið. Til að gæta fyllsta öryggis hyggst Ræsir hafa samband við eigendur M-línu bifreiða á Islandi og kalla þær inn til skoðunar. Læsingar- hylkin í framsætunum verða skoðuð og prófuð og þeim skipt út ef galli kemur í ljós.“ Forystumenn KI, BSRB og BHM gengu á fund ráðherra Mótmæla frumvarpi fj ármálaráðherra FORYSTUMENN Kennarasambands íslands, BSRB og BHM gengu á fund Geirs H. Haarde fjármálaráðherra í gær og afhentu honum sam- eiginlega yfirlýsingu þessara samtaka, þar sem mótmælt er lagafrumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á lögum um kjarasamninga opin- berra starfsmanna. Krefjast samtökin þess að frumvarpið verði dregið til baka. „Það verður engin sátt um þessi lög ef þetta fer svona fram,“ sagði Björk Vilhelmsdóttir, formaður BHM, í samtali við Morgunblaðið en samtökin gagnrýna stjórnvöld fyrir að ætla að breyta leikreglum kjarasamninga einhliða og segja það fela í sér grófa misbeitingu ríkisvalds. Samtök opinberra starfsmanna hafi ítrekað þá afstöðu að rétt sé að endurskoða lögin frá grunni með hagsmuni að leiðarljósi. „Lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar þrengir enn frekar að réttarstöðu opinberra starfs- manna - sem þegar er mun þrengri en reglur sem gilda á almennum vinnumarkaði. Frum- varpinu er ætlað að koma í veg fyrir að opinber- ir starfsmenn segi upp störfum sínum til þess að ná fram sameiginlegu markmiði. Fullur vilji hefur verið til þess að ræða um slíkar breyting- ar á lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna samhliða öðrum breytingum á lögunum. Breytingar á sameiginlegum leikreglum verður hins vegar að ákveða með samkomulagi en ekki aðeins breyta því einu sem vinnuveitendum er í hag hverju sinni,“ segir í yfirlýsingunni. Getur torveldað næstu samningsgerð Samningar opinberra starfsmanna og ríkisins renna út á næsta ári. Aðspurð sagði Björk að þetta mál gæti haft áhrif á komandi kjaravið- ræður. „Ef þetta er sá andi sem á að verða í komandi samningum, að teknar séu einhliða ákvarðanir um sameiginleg málefni, þá mun þetta gera samskiptin miklu erfiðari en þau annars þurfa að vera,“ sagði hún. Morgunblaðið/Golli Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar, veitir starfsviðurkenningu borgarinnar viðtöku úr hendi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Norsk ferðaþjónustu- og náttúruverndarsamtök mótmæla Fljótsdalsvirkjun Segja umhverfísvæna ímynd Norsk Hydro í hættu Yfírlýsing frá Jakobi R. Möller, formanni Lögmannafólags Islands Sagði að hlutað- eigandi gæti kært, ekki ætti að kæra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.