Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Borun rannsóknarholu við Bakkahlaup í Öxarfirði olli vonbrigðum
Holan ekki náð fullum hita
BORUN fyrstu rannsóknarholunn-
ar við Bakkahlaup í Öxarfirði á veg-
um einkahlutafélagsins Islenskrar
orku ehf. er nú lokið en hún er 2.000
metra djúp. Hæsta hitastig holunn-
ar hefur mælst 180 gráður en fyrir
um tveimur mánuðum benti margt
til þess að hitastig holunnar yrði um
250 gráður.
Holan hefur ekki náð fullum hita
eftii- borun og því alls ekki útilokað
að hitinn eigi eftir að fara vel yfir
200 gráður. Hins vegar er ýmislegt
sem bendir til þess að holan sé bor-
uð í jaðri háhitasvæðisins. Vonir
standa til að afla megi gufu á svæð-
inu við Bakkahlaup til verulegrar
raforkuframleiðslu fyrir almennan
markað og stóriðju, þegar hennar
verður þörf.
Að sögn Franz Árnasonar, fram-
kvæmdastjóra Hita- og vatnsveitu
Akureyrar og stjómarformanns Is-
lenskrar orku, liggja niðurstöður
rannsókna ekki fyrir en miðað við
fyrirliggjandi forsendur sé a.m.k.
240 stiga hiti á svæðinu og að sú
orka sem reiknað var með fáist þar.
„Rannsóknir munu nú halda
áfram en frekari ákvarðanir um
framhaldið verða ekki teknar fyrr
en niðurstöður þeirra liggja fyrir,“
sagði Franz. Heildarkostnaður við
verkið verður 120-130 milljónir
króna, sem er svipuð upphæð og
reiknað var með.
Engin háhitaummerki
á yfirborði
Háhitasvæðið við Bakkahlaup er
hluti af ósum Jökulsár á Fjöllum á
miðjum söndum Öxarfjarðar innan
Kröflusprungubeltisins. Svæðið er
óvenjulegt fyrir þær sakir að það
er nánast kaffært í sandi og lítil
sem engin háhitaummerki sjást á
yfirborði. Háhitasvæðið fannst með
svokölluðum viðnámsmælingum
sem Orkustofnun framkvæmdi fyr-
ir rúmum tveimur áratugum. Ann-
að sem er óvenjulegt við svæðið er
að þar er hugsanlega að finna olíu-
gas.
Akveðið hefur verið að setja net
jarðskjálftamæla í rannsóknarskyni
er nýtast mun við rannsóknir á
jarðhitasvæðum í Öxarfirði, á
Þeistareykjum, í Kröflu og Bjarn-
arflagi. Hluthafar í Islenskri orku
ehf. eru Hita- og vatnsveita Akur-
eyrar, Jarðboranir hf., Keldunes-
hreppur, Landsvirkjun, Orkuveita
Húsavíkur, Rafmagnsveitur ríkis-
ins, Rafveita Akureyrar og Öxar-
fjarðarhreppur. Stofnhlutafé var
um 130 milljónir króna.
Morgunblaðið/Kristj án
Franz Árnason, framkvæmdastjóri Hita- og vatnsveitu Akureyrar og stjórnarformaður Islenskrar orku
ehf., og Gísli Gíslason hjá Landsvirkjun og stjórnarmaður í félaginu, framan við borinn Sleipni við Bakka-
hlaup í Oxarfirði.
Desemberspá Veðurklúbbsins á Dalbæ
s
Ostöðugt veður en
engin stórviðri
VEÐUR í desembermánuði verð-
ur svipað og verið hefur í nóvem-
ber, en jafnt og þétt harðnar, seg-
ir í spá Veðurklúbbsins á Dalbæ á
Dalvík. Félagar í klúbbnum eru
ánægðir með nóvemberspá sína
en hún gekk að mestu leyti eftir.
Nú eru tvö af vetrartunglunum
búin og hefúr hlánað í þau bæði
og svo gert smáhret upp úr tungl-
fyllingunni. Veðurklúbbsmenn
segja að framundan sé smákafli
þar sem lítið eitt hlánar, en mun
minna en í síðustu tveimur mán-
uðum og verður desember því
ekki eins hlýr og þeir voru. Lík-
legt sé að snjóinn taki ekki alveg
upp.
Búast þeir klúbbfélagar við að
veðrið verði fremur óstöðugt, en
gera samt ekki ráð fyrir neinum
stórviðrum. Upp úr 22. desember
spá þeir smáhreti og yfir jólin
má samkvæmt spánni gera ráð
fyrir hríðarhraglanda, en að gott
verði á milli. Jólin verði því hvít
og falleg og áramótaveðrið verði
einnig þokkalegt. Þannig haldist
veðrið fram að eða fram yfir
þrettándann. Upp úr því er
breytinga að vænta, en félagarn-
ir eiga eftir að liggja betur yfir
þeim. Þeir sjá eitthvert undar-
legt aukatungl i janúarmánuði
sem enn sé ótfóst hvaða þýðingu
hafi.
Verslunarhúsnæði
til leigu
á besta stað í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð.
- Stærð 82 fm.
- Húsaleiga á mán. kr. 45.000.
- Allar innréttingar, faxtæki og
peningakassi til staðar.
- Húsnæðið er laust strax.
Upplýsingar gefur Jón Stefánsson
ísíma 461 1861.
Skákþing Norðlendinga í opnum flokki
Halldór
marði
SKÁKÞING Norðlendinga í opnum
flokki var háð á Akureyri um síðustu
helgi. Keppni var mjög jöfn og
spennandi og fyrir síðustu umferð
gat sú staða komið upp að fímm
keppendur yrðu jafnir og efstir. Sig-
urvegari varð hins vegar 15 ára pilt-
ur, Halldór Brynjar Halldórsson.
Hann fékk 6,5 vinninga af 9 mögu-
Jólatréð frá Randers
Ljósin
kveikt
KVEIKT verður á jólatrénu frá
Randers, vinabæ Akureyrar í
Danmörku, á laugardag, 4. des-
ember, og hefst athöfnin kl.
15.30.
Lúðrasveit Akureyrar leikur,
Kór Akureyrarkirkju syngur
jólalög, Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri flytur ávarp sem og
Sigurður Jóhannesson, ræðis-
maður Dana. Ljósin verða svo
tendruð á trénu kl. 16.15 og að
því loknu syngur kór Mennta-
skólans á Akureyri nokkur jóla-
lög og jólasveinar koma í heim-
sókn.
Tónleikar
TÓNLISTARSKÓLINN á Akur-
eyri efnir til nokkurra tónleika í
desembermánuði og verða þeir
fyrstu haldnir á fímmtudagskvöld,
Brynjar
sigur
legum og er því Skákmeistari Norð-
lendinga 1999.
Jafnir í 2. til 4. sæti urðu Þór Val-
týsson, Gylfí Þórhallsson og Sigurð-
ur Eiríksson með 6 vinninga. í 5.
sæti varð Stefán Bergsson með 5,5
vinninga og í 6. til 7. sæti urðu Jón
Árni Jónsson og Jakob Þór Krist-
jánsson með 4 vinninga. I síðustu
umferð tefldu þeir innbyrðis Halldór
Brynjar og Stefán en þeir voru jafnir
fyrir lokaumferðina. Halldór Brynj-
ar vann skákina eftir tvísýna baráttu
en með jafntefli hefðu fímm kepp-
endur orðið jafnir í efsta sæti.
Ólafur hraðskákmeistari
Hraðskákmeistari Norðlendinga
varð Ólafur Kristjánsson en hann
fékk 13 vinninga af 14 mögulegum.
Gylfi Þórhallsson hafnaði í 2. sæti
með 11,5 vinninga og í 3. til 4. sæti
urðu þeir Þór Valtýsson og Halldór
Brynjai- Halldórsson. Skákstjórar á
Norðurlandsmótinu voru Ari Frið-
fínnsson og Ingimar Friðfínnsson og
Jón Björgvinsson.
Næst á dagskrá hjá Skákfélagi
Akureyrar er æfíng barna og ung-
linga nk. laugardag kl. 13.30. Sunnu-
daginn 5. desember kl. 14 er tíu mín-
útna mót með nýju fyrirkomulagi,
þar sem sigur gefur þrjú stig en
jafntefli eitt stig. Teflt er í Skipagötu
18. 2. hæð.
gítarnema
2. desember. Það eru tónleikar gít-
ardeildar og verða þeir haldnir á sal
skólans og hefjast kl. 20.30. Fram
koma nemendur á efri stigum.
Umferðar-
óhöpp í
hálkunni
TVEIR fólksbflar rákust
harkalega saman á gatnamót-
um Drottningarbrautar og
Leiruvegar á Akureyri í gær-
morgun. Ökumaður annars
bflsins var fluttur með sjúkra-
bifreið á slysadeild FSA en
meiðsl hans voru ekki talin al-
varleg. Eignatjón varð hins
vegar mikið og þurfti að flytja
annan bflinn af vettvangi með
kranabfl.
Þá rakst lítill pallbfll utan í
flutningabfl með tengivagn í
Víkurskarði skömmu eftir há-
degi í gær. Ökumaðurinn var
fluttur til skoðunar á slysa-
deild FSA en meiðsli hans
voru ekki talin alvarleg. Bfll-
inn stórskemmdist og var
dreginn af vettvangi með
kranabfl en flutningabfllinn
skemmdist lítið.
Tilkynningar um þrjú önnur
umferðaróhöpp höfðu borist
lögreglunni á Akureyri seinni-
partinn í gær. Ekki urðu slys
á fólki í þeim óhöppum en
nokkurt eignatjón. Mikil hálka
var á götum Akureyrar og ná-
grennis í gær en þrátt fyrir
það voru tveir ökumenn teknir
fyrir of hraðan akstur, á
Drottningarbraut og Ólafs-
fjarðarvegi.
Ljóðakvöld á
Sigurhæðum
Sverrir
Pálsson les
SÍÐASTA ljóðakvöldið að
sinni verður í Sigurhæðum -
Húsi skáldsins í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 1. desember.
Þá les Sverrir Pálsson skáld
og fyrrverandi skólastjóri
Gagnfræðaskólans á Akureyri
eigin Ijóð, birt og óbirt, en
hann hefur lengi verið þekkt-
ur fyrir að fást við skáldskap
þótt ekki hafí orðið af útgáfu
fyrr en á síðustu árum að
hann bar fram uppskeru sína í
bókunum „Slægur" og „Töðu-
gjöld“
Er Svemr hinn síðasti í bili
í röð Akureyrarskálda sem
lesið hafa ljóð sín í Húsi
skáldsins nú í haust, en fram-
hald verður á þegar þráðurinn
verður að nýju tekin upp á
þorranum.
Auk lestrar Sverris mun
Erlingur Sigurðarson for-
stöðumaður Sigurhæða minn-
ast fullveldisins með nokkrum
ljóðum úr sjálfstæðisbaráttu
seinni tíma og velur þeim tit-
illjóð Snorra Hjartarsonar
„Land, þjóð og tunga“.
Alls hefur verið efnt til níu
ljóðakvölda og eru gestir
þeirra þegar orðnir á þriðja
hundraðið. Þá hefur verið tek-
ið á móti hópum, bæði félaga-
samtaka og úr framhaldsskól-
um bæjarins.
Flugelda-
sýning
í DAG miðvikudaginn 1. des-
ember kl. 18.00 verður flug-
eldasýning í miðbæ Akureyrar,
nánar tiltekið á uppfyllingunni
við höfnina.
Sýningin er haldin á vegum
Nýja bíós og Símans GSM en
nú er um eitt ár liðið frá því að
Nýja bíó og verslun Símans
opnuðu í miðbænum.