Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 18

Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDID Jólaföndur foreldra- og kennara- félagsins Grindavík - Harpa Guðmunds- dóttir, formaður foreldra- og kennarafélags Grunnskóla Grindavíkur, var ánægð með þátttökuna í hinum árlega jóla- föndursdegi félagsins. „Þetta eru þriðju jólin hjá mér í þessu félagi og algjör metþátt- taka. Jólafóndrið er frábært frá þeim í Heimaföndri enda sést það á sölunni og þátttökunni. Það sem er skemmtilegast er hvað foreldrarnir eru jákvæðir og hér er jákvæður andi yfir öllum, sannkölluð jólastemmning. Það eru svo margir mættir að ég vona bara að allir fái eitthvað með kaffinu á eftir,“ sagði Harpa. Það má segja að þessi dagur sé sá dagur sem kemur flestum Grindvíkingum í jólaskapið. Jólalög eru spiluð og foreldrar mæta með kökur þannig að allir fái eitthvað með kaffinu. Frá jólaföndrinu í grunnskólanum. Morgunblaðið/Garðar Páll Snerpa setur upp vefsíur í Lands- bankann ísafirði - Landsbanki Islands hefur samið við Tölvuþjónustuna Snerpu á ísafirði um uppsetningu hins nýja vefsíubúnaðar (klámsíubúnaðar) Snerpu í öllum stofnunum og útibúum bankans um land allt. Þessa dagana er unnið að uppsetningu búnaðarins á tölvunetum bankans og verður hann notaður þar til áramóta til reynslu. Hér er um að ræða búnað sem hægt er að nota til þess að útiloka hvaða tegundir af efni sem óskað er en er alls ekki einskorðaður við klám. Þannig er hægt að útiloka að sóttar séu kvikmyndir eða annað tiltekið af- þreyingarefni, t.d. ef líkur eru taldar á því að starfsmenn fyrirtækja mis- noti vinnutíma sinn með því að liggja á Netinu. Búnaðurinn útilokar til- tekna vefþjóna, en hjá Snerpu eru skráðir tæplega 10.000 vefþjónar sem sérhæfa sig í klámi og á hverjum þeirra eru yfirleitt tugir eða hundruð klámsíðna. Klámsían hefur þegar ver- ið tekin í notkun í nokkrum skólum og hefur m.a. verið ákveðið að setja hana upp í Melaskóla í Reykjavík. ir til ára sinna. Er slökkviliðið all- vel tækjum búið til að takast á við eldsvoða eftir tilkomu nýja slökkvi- bílsins þó svæðið sé víðfeðmt eða báðir hrepparnir. Innflutningsaðili þessa nýja slökkvibíls er IB Inn- flutningsmiðlun ehf. á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Slökkviliðs- og sveitarstjórnarmenn við nýja slökkvibílinn. Nýr slökkvibfll á Flúðum Hrunamannahreppi - Brunavarnir Hrunamanna og Gnúpverja hafa eignast nýjan og fullkominn slökkvibíl. Af því tilefni komu slökkviliðs- og sveitarstjórnar- menn saman í slökkvistöðinni á Flúðum sl. föstudag þar sem bif- reiðin var afhent slökkviliðinu. Hér er um að ræða Ford 350 frá Kanada með 10 strokka bensínvél og glussadrifinni 1500 lítra slökkvi- dælu auk 40 m slöngukeflis. Jóhann K. Marelsson, slökkvi- liðsstjóri, sagði í ávarpi sínu við þetta tækifæri að mjög mikilvægt væri að komast sem fyrst á bruna- stað með nauðsynleg tæki. Þessi nýi bíll bætti því úr brýnni þörf, svo öflugur og hraðskreiður sem hann væri, hann kæmi sér því mjög vel sem þörf viðbót við eldri bif- reiðar slökkviliðsins. Með bílnum kom nýr slökkvibún- aður, sá fyrsti sinnar tegundar á landinu. Þetta er ný gerð banda- rísks slökkvibúnaðar sem er léttari og öflugri en hefðbundinn búnaður slökkvibíla. Þessi búnaður nefnist „The snuffer" en á íslensku Eldbít- ur. Eldbíturinn myndar slökkvi- froðu með háþrýstingi. Er tækn- inýjungin m.a. í því fólgin að einungis 1/10 hluta af dýrum freyðihvata þarf til að mynda jafn- mikið magn af froðu af sambæri- legum gerðum. I stað þess að dæla miklu magni vatns á eld er með þessu tæki hægt að dæla froðu og kæfa þannig eld á mun skemmri tíma með mun léttari slöngu. Brunavarnir þessara tveggja sveitarfélaga eiga fyrir fjóra slökkvibíla, sumir þeirra eru komn- Stykkishólmi - Félagsmiðstöðin X-ið í Stykkishólmi er starfrækt í gamla bíóhúsinu. I haust hafa verið gerðar miklar endurbætur á húsnæðinu, og var það löngu orðið tímabært og hef- ur húsið nú fengið andlitslyftingu. Stykkishólmsbær lagði fram fjár- muni til að mála allt húsið að innan og ný húsgögn voru keypt ásamt tækjabúnaði. Að framkvæmdum loknum hefur öll aðstaða breyst til batnaðar. Húsnæðið er orðið hlý- legra og unglingunum líður þar bet- ur. I haust var ráðinn umsjónarmað- ur, Þórhallur Guðmundsson, úr Reykjavík. Hann hefur boðið upp á fjölbreytta starfsemi þá 5 daga vik- unnar sem X-ið er opið. Nú á dögun- um var haldið myndlistarnámskeið á vegum Félagsmiðstöðvarinnar. Leiðbeinandi var Hafsteinn Guð- mundsson, bróðir Þórhalls. Um 20 unglingar sóttu námskeiðið og fengu þeir að spreyta sig á að mála stórar myndir. Myndirnar verða síðan fest- ar upp og munu prýða veggi félags- miðstöðvarinnar. I desember verður Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Kristrún Kristófersdóttir leiðbeinir viðskiptavinum. Kynning hjá Kristó Egilsstöðum - Snyrtistofan Kristó á Egilsstöðum var nýverið með op- ið hús fyrir viðskiptavini sína. Kynntar voru Phydomer-snyrtivör- ur og var Undína Sigmundsdóttir, meistari í snyrtifræði frá Phydom- er, til ráðgjafar um vörurnar, auk þess sem viðskiptavinir gátu fengið húðgreiningu og ráðgjöf um réttar snyrtivörur þar að lútandi. Sylvía Arnfjörð, förðunarfræð- ingur frá John Van G, leiðbeindi um val á farða og litum, auk þess að gefa prufuförðun. Einnig voru kynntir skartgripir úr eðalsteinum sem eru að koma á markað í fyrsta sinn á Islandi. Eigandi Kristó er Kristrún Kristófersdóttir. Verkalýðs- og sjómanna- félag Sandgerðis 7 0 ára Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Félagsmiðstöðin X-ið í Stykkishólmi bauð unglingunum upp á mynd- listarnámskeið og var þátttaka góð. Myndin sýnir þátttakendur ásamt bræðrunum Þórhalli og Hafsteini Guðmundssonum sem stóðu fyrir námskeiðinu. Eitt af listaverkunum er í baksýn. nóg um að vera í X-inu og ætti tíminn hjá unglingunum í Stykkishólmi við fram að jólum að verða fljótur að líða nám og leik. Sandgerði - Nýverið var haldið upp á að 70 ár eru liðin frá stofnun Verkalýðs- og sjómannafélags Miðneshrepps. Stofnfundurinn var haldinn í barnaskólanum við Skólatjörn þann 27. október 1929 og voru stofnfélagar 60. Fyrsti formaður félagsins var Guðjón Jónsson. í dag eru um 400 félagar skráðir í félaginu. Félaginu færðar gjafir Tímamótanna var minnst með afmælisdagskrá sem fram fór í Safnaðarheimilinu þar sem Baldur G. Matthíasson, núverandi formað- ur, flutti ræðu ásamt gestum sem færðu félaginu gjafir. Karlakór Keflavíkur söng nokkur lög, Lúðrasveit Keflavíkur lék, Lilja Hafsteinsdóttir söng, Sigurður Jónsson lék á harmoniku og Einar Einarsson flutti gamanmál. Að lokinni dagskrá í Safnaðar- heimilinu var kaffisamsæti í Sam- komuhúsinu og um kvöldið var dansleikur fram eftir nóttu. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Björn Grétar Sveinsson, for- maður Verkamannasambands íslands, flutti ræðu í tilefni afmælisins. Myndlistarnámskeið í X-inu í Stykkishólmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.