Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 20

Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Verðbréfamiðlarar um sölu á 15% hlut ríkisins í Búnaðarbanka og Landsbanka Viðbrögð fjárfesta ekki fyrirsjáanleg ÁÆTLAÐ hefur verið að sölu- andvirði á 15% hlut ríkisins í Búnað- arbankanum og Landsbankanum muni nema 5-6 milljörðum króna. Morgunblaðið leitaði álits þriggja starfsmanna verðbréfafyrirtækja á fyrirhuguðu útboði ríkisins á 15% hlut þess í bönkunum. Heiðar Guðjónsson, verðbréfa- miðlari hjá íslandsbanka F&M, seg- ir óráðið hver viðbrögð fjárfesta verði við sölunni. „Það sem mestu máli skiptir er hvað stjómvöld segja um framhaldið. Almennt, þegar ráð- ist er í útboð, er í útboðslýsingum gefín skýring á ástæðum sölu hluta- fjárins. Þar er sagt til um framtíðar- væntingar stjórnar, bæði varðandi rekstur og jafnvel fyrirhugaða breytingu á fyrirtækjunum. Slík lýs- ing er að mínu viti forsenda fyrir því að útboðið heppnist vel,“ segir Heið- ar. Lausafjárstaða sórstæð um áramót Heiðar segir að ef yfirlýsing stjórnvalda af þessu tagi fylgi ekki með verði þau að bjóða mjög gott verð til að selja öll bréfin. „En ef sú verður raunin er við hæfi að spyrja hver tilgangurinn með sölunni sé,“ segir hann. Að sögn Heiðars kann að vera var- hugavert að draga 5-6 milljarða króna af lausu fé úr kei-finu fyrir ára- mót. „Lausafjárstaða banka og fjár- málastofnana er með svolítið sér- stöku sniði um áramót, þar sem flestir aðilar vilja hafa hana styrka. Aldamótavandinn hefur líka mikil áhrif í þessa átt, þannig að það getur verið óhentugt að draga svo mikið lausafé af markaðnum. Það myndi hins vegar breyta málinu mikið ef gjalddagi á greiðslu hlutafjárins væri fljótlega eftir áramót," segir Heiðar. Loftur Ólafsson, verðbréfamiðlari hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins, telur líklegt að ríkið nái inn þeim 5-6 milljörðum ki-óna sem talað hef- ur verið um. „Við höfum þó verið þeirrar skoðunar að gengi hluta- bréfa i bönkunum sé frekar hátt, nema ef gert sé ráð fyrir að sá rekstrarhagnaður sem verið hefur að undanfómu muni aukast enn frekar á næstu ámm. Að mínu mati verða fjárfestar, þ.e. þeir sem era að horfa til lengri tíma, að hafa á þessu rökstudda skoðun, enda skiptir það þegar til lengdar lætur meginmáli fyrir verðþróun bréfanna. Hvort svipuð kennitölusöfnun fari fram í kringum þetta útboð og fyrri útboð ríkisins fer m.a. eftir útboðsgengi, þannig að það er að mörgu að huga fyrir fjárfesta og almenning," segir Loftur. Loftur segir að lækkun hlutabréfa í ríkisbönkunum í kjölfar fréttanna af útboðinu hafi ekki verið óeðlileg. „Þetta vora hefðbundin viðbrögð markaðarins þegar von er á auknu framboði, sérstaklega í ljósi þess að einhverjir gerðu því skóna að í út- boðinu, að minnsta kosti í áskriftar- sölunni, gæti sölugengið orðið eitt- hvað undir markaðsverðinu,“ segir Loftur Ólafsson. Þorsteinn Víglundsson hjá Kaup- þingi hf. segir ljóst að ef ætlunin sé að selja þetta mikið magn hlutafjár dreifðum hópi fjárfesta, þ.e. almenn- ingi, verði að skapa einhvers konar söluhvata. „Það á náttúralega eftir að koma í ljós hvernig bréfin verða verðlögð, hvert útboðsgengi verður, en bankarnir hafa hækkað mikið í verði að undanförnu og það hlýtur að þrengja að hagnaðarvoninni að ein- hverju leyti,“ segir hann. Gengi hátt vegna umframeftirspurnar Að sögn Þorsteins hefur gengi hlutabréfa bankanna verið hátt að hluta til vegna þess hve lítið af bréf- um hefur verið í boði á markaði. „Eignarhaldið hefur verið þröngt og eftirspum verið meiri en framboð. Þetta útboð dregur auðvitað úr umframeftirspurn og því ber að fagna, enda verður verðmyndunin skilvirkari og gefur raunsannari mynd af stöðu bankanna," segir hann. Þorsteinn segir að hafa verði í huga, þegar metið sé eftir á hvort hafi borgað sig að selja kennitölu sína, að öllum fjárfestingum íylgi áhætta. „Þeir sem seldu kennitölu sína tóku ekki þá áhættu, heldur inn- leystu hóflegan gengishagnað með því að framselja kauprétt sinn. Hefðu þeir nýtt sér kauprétt sinn sjálfir hefði hagnaður þeima orðið meiri en veður hefðu allt eins getað skipast þannig í lofti að þeir hefðu tapað á þeirri fjárfestingu," segir Þorsteinn. Island í 19. sæti hvað viðskipta- frelsi varðar Halli á vöruskiptum við útlönd nemur 21,7 milljörðum króna V öruskipta- jöfnuður batnar um einn milljarð VÖRUSKIPT VIÐ ÚTLÖND Verðmæti innflutnings og útflutnings jan. - okt. 1998 og 1999 (fob virði í milljónum króna) 1998 jan.-okt. 1999 jan.-okt. Breyting á föstu gengi’ Útf lutningur alls (fob) 112.202,7 118.712,5 +5,3% Sjávarafurðir 83.727,3 81.333,0 -3,3% Landbúnaðarafurðir 1.603,2 1.742,5 +8,1% Iðnaðarvörur 25.247,7 29.147,3 +14,9% Ál 15.007,8 17.612,9 +16,8% Kísiljárn 2.654,9 2.523,2 -5,4% Aðrar vörur 1.624,4 6.489,7 - Skip og flugvélar 328,4 5.231,4 - Innflutningur alls (fob) 134.817,9 140.371,7 +3,6% Matvörur og drykkjarvörur 11.500,9 12.564,5 +8,7% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 35.479,7 31.922,5 -10,5% Óunnar 2.273,8 1.162,9 -49,1% Unnar 33.206,0 30.759,6 -7,8% Eldsneyti og smurolíur 6.949,9 7.523,5 +7,7% Óunnið eldsneyti 270,5 187,0 -31,2% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.454,6 1.581,1 +8,1% Annað unnið eldsn. og smurolíur 5.224,8 5.755,4 +9,6% Fjárfestingarvörur 34.626,7 34.834,3 +0,1% Flutningatæki 22.097,4 26.663,2 +20,1% Fólksbílar 9.401,9 11.716,0 +24,0% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 2.591,5 3.186,2 +22,3% Skip 3.230,7 4.527,7 +39,4% Flugvélar 3.502,5 3.403,4 -3,3% Neysluvörur ót.a. 23.951,0 26.675,1 +10,8% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 212,2 188,7 -11,5% Vöruskiptajöfnuður -22.615,2 -21.659,2 - ' Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðalverð ertends gjaldeyris í janúar-október 1999 0,5% hærra en árið áður. Heimild: HAGSTOFAISLANDS Valsmenn stofna fjár- festingarhlutafélag FYRSTU tíu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 118,7 milljarða króna en inn fyrir 140,4 milljarða. Halli var því á vörusk- iptum við útlönd sem nam 21,7 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra voru þau óhagstæð um 22,7 milljarða á föstu gengi. Vöru- skiptajöfnuðurinn var því einum milljarði betri fyrstu tíu mánúði þessa árs en á sama tíma árið áð- ur. í frétt frá Hagstofu íslands kemur fram að í októbermánuði voru fluttar út vörur fyrir 11,8 milljarða króna og inn fyrir 13,8 milljarða. Vöruskiptin í október voru því óhagstæð um 2 milljarða en í október í fyrra voru þau óhag- stæð um 2,6 milljarða á föstu gengi. Útflutningur eykst um 5,3% Heildarverðmæti vöraútflutn- ings fyrstu tíu mánuði ársins var 5,3% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir VALSMENN HF., fjárfestingar- hlutafélag, verður stofnað í dag. A.m.k. 50 eigendur era nú þegar að félaginu sem hefur þann tilgang að vera sjálfstæður fjárhagslegur bakhjarl fyrir Knattspymufélagið Val. Að sögn Brynjars Harðarsonar, verðandi stjómarformanns Vals- manna hf., er markmið félagsins að gera Val aftur að þeirri fjöldahreyf- ingu sem félagið var. „Það þarf að taka það skýrt fram að það er ekki verið að gera Val að hlutafélagi," segir Brynjar í samtali voru 69% alls útflutnings þetta tímabil og var verðmæti þeirra 3% minna en á sama tíma í fyrra. Iðn- aðarvörur voru 25% alls útflutn- ings og var verðmæti þeirra 15% meira en á sama tíma árið áður. Innflutningur á flutningatækjum eykst um 20% Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings fyrstu tíu mánuði ársins var 3,6% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mikil aukn- ing var á innflutningi á flutninga- tækjum á tímabilinu en verðmæti þeirra var 20% meira en árið áður. Neysluvörur aðrar en matar- og drykkjarvörur námu 19% alls inn- flutnings janúar-október árið 1999 og var verðmæti þeirra 11% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti innfluttra hrá- og rekstrarvara dróst saman um 11% fyrstu tíu mánuði ársins, miðað við sama tímabil í fyrra, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu íslands. við Morgunblaðið. „Valsmenn hf. er sérstakt hlutafélag sem hefur það að markmiði að ávaxta hlutafé sitt eins vel og það getur. Valur sem íþrótta- félag verður til eftir sem áður. Til þess að Valur geti aftur orðið að sterku hlutafélagi er fjármagn nauð- synlegt og þess vegna er hlutafélagið Valsmenn hf. stofnað." íþróttir og viðskipti sameinuð Brynjar segir stofnun félagsins hafa verið í uppsiglingu í langan tíma. „Þetta kemur til af gríðarlegum þrengingum íþróttahreyfingarinnar. Hreyfingin stendur á krossgötum áhugamennsku og atvinnumennsku. Þjóðfélagsaðstæður hafa gjörbreyst. Starf sem áður byggðist á þróttmiklu starfi áhugasamra félagsmanna byggist í dag fyrst og fremst á að- gangi að fjármagni. íþróttastarfsemi er mjög kostnaðarsöm og nú þarf að greiða fyrir allt það sem áður var unnið í sjálfboðavinnu,“ segir Brynj- ar og nefnir að fyrirtæki sem styrki íþróttafélögin séu farin að gera meiri kröfur um árangur. „Iþróttir og við- skipti era alltaf að fær- ast nær hvort öðra.“ Fjárhagur Vals og Valsmanna kemur ekki saman með beinum hætti, að sögn Brynj- ars. „Valsmenn hf. geta gert samkomulag við Val um ákveðna rekstrarþætti. Vals- menn geta til dæmis átt leikmenn og lánað eða leigt til Vals,“ segir Brynjar. „Stjórnin ger- ir það að skilyrði að það sé eitthvað sem geti skilað félaginu arði.“ Stjórnarmenn og aðstandendur Vals- manna hf. eru menn með langa reynslu, bæði af íþróttastarfi og við- skiptum. Brynjar segir þá alla vinna sjálfboðastarf með hagsmuni Vals að ÍSLAND er í 19. sæti á lista yfir ríki þar sem viðskiptafrelsi er mest, samkvæmt lista sem settur hefur verið saman af bandaríska fyrirtækinu The Heritage Founda- tion og dagblaðinu Wall Street Journal. Hagkerfum 161 ríkis er gefin einkunn eftir því hve mikið frelsi er til viðskipta. Hong Kong er í efsta sæti listans og ísland fær sömu einkunn og í fyrra. Einkunnirnar sem ríkin fá standa saman af tíu þáttum og því lægri einkunn sem ríkin fá, þeim mun meira frelsi ríkir til viðskipta. Einkunn íslands fyrir hvern þátt er hér gefin í sviga fyrir aftan; við- skiptastefnu (1), fjárhagslegar álögur ríkisvalds (4), ríkisafskipti (2,5), peningastefnu (1), rennsli fjármagns og erlendar fjárfesting- ar (2), bankamál (3), laun og verð- lag (2), eignarrétt (1), samkeppnis- reglur (3) og svartamarkaðsbrask (1). ísland fékk meðaleinkunnina 2,1519. í fimm efstu sætum listans eru Hong Kong með 1,30, Singapúr með 1,45, Nýja-Sjáland ineð 1,7, Barein með 1,8 og Lúxembprg með 1,84. Bandaríkin, írland, Ástralía, Sviss og Bretland fylgja þar á eft- ir. Finnland varð í 22. sæti, Dan- mörk í 27. sæti, Noregur í 28. og Svíþjóð í 31. sæti. leiðarljósi. Brynjar seg- ir að stefnan hafi verið sett á að á bilinu 30-40 milljónir söfnuðust í hlutafé hjá Valsmönn- um hf. fyrir formlega stofnun félagsins. Nú eiga 50 aðilar alls 30 milljónir í félaginu, ein- staklingar og fyrirtæki- Brynjar segist búast við að hluthöfunum fjölgi allt fram að stofnftindi og verði þá á bilinu 70- 80. Hann segir nokkra hluthafa eiga um eina milljón hver en margir hafi fjárfest fyrir um 250 þúsund krónur. Sótt verður um heimild til í-íkisskattstjóra um að nýta megi hlutabréfakaup í fé- laginu til lækkunar tekjuskatts, að sögn Brynjars. Brynjar Harðarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.