Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI BePaid.com hefur starfsemi Borgað fyrir auglýsingaáhorf Morgunblaðið/Ámi Sæberg Samningar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og fjögurra fjárfestingaraðila um vörslu Framtakssjóðs voru nýverið undirritaðir. Sjóðnum er ætlað að stuðla að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu með áherslu á landsbyggðina. Framtakssjóður, áhættufjárfestinga- sjóður, settur á laggirnar Ahersla lögð á lands- byggðina NETFYRIRTÆKIÐ BePaid.com hóf formlega starfsemi á mánudag- inn, en starfsemi þess snýst um að bjóða völdum notendum Netsins að skoða auglýsingar sem ætla má að höfði til þeirra, og munu notendur fá greitt fyrir áhorfið. Forráðamenn BePaid.com segja í fréttatilkynningu að auglýsingai’ á Netinu eigi eftir að aukast mjög að umfangi á næstunni, og geti auglýs- endur með þessu valið sér þann markhóp sem henti þeim. Fyrirtækið, sem finna má á vef- slóðinni www.bepaid.com, er íslenskt að uppruna en hyggur á starfsemi erlendis jafnt sem hérlendis. Ingvar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri BePaid.com, segir í samtali við Morgunblaðið að auglýs- ingarnar verði sniðnar að áhugasviði HARALDUR Böðvarsson hf. á Akranesi hefur sent Verðbréfaþingi íslands afkomuviðvörun þar sem fram kemur að afkoma fyrirtækis- ins á þessu ári verði verri en rekstr- aráætlun gerði ráð fyrir. Ástæða þess sé aðallega sú að loðnuafli á sumar- og haustvertíð hefur brugð- ist. Afkoma fískvinnslu í landi hafí verið óviðunandi, en rekstur bolfis- kvinnslu á sjó hafi verið vel viðun- andi. Gert er ráð fyrir að afkoma ársins af reglulegri starfsemi verði neikvæð, en að hagnaður verði af heildarstarfsemi félagsins á árinu. Gripíd til nokkurra aðgerða Fyrirtækið segir að til að mæta þessum aðstæðum hafi verið gripið til nokkurra aðgerða nú í haust. Frystitogarinn Helga María AK 16 hvers einstaklings og sé markhópur þessarar þjónustu allir sem hafi gaman af slíku. Notendur velja og hafna auglýsingum „Auglýsandinn mun gera notand- anum tilboð um að horfa á auglýs- ingu á lítilli fjarstýringu sem kemur á skjáinn í upphafi, og gerist það sjálfkrafa þegar viðkomandi er á Netinu. Notandinn metur tilboðið og hvort honum líst vel á auglýsandann og það sem hann býður. Ef honum líst vel á það tekur hann tilboðinu og auglýsingin birtist, en auglýsingarnar munu taka um 5 til 20 sekúndur hver. Notandinn getur einnig frestað auglýsingunum og horft á þær síðar. Þetta verða auglýsingar sem ná yfir allan skjáinn var keyptur til félagsins, með afla- heimildum sem nema um 600 þorskígildistonnum, aðallega í þorski. Einn ísfisktogara af þremur hefur verið settur á söluskrá og tekinn úr rekstri. Landvinnsla fyrirtækisins hefur verið endurskipulögð. í Sandgerði hefur áhersla verið lögð á vinnslu í nýrri loðnuþurrkunarverksmiðju og þar hefur nú hefðbundinni bol- fiskvinnslu verið hætt. Þá hefur vinnsluferli í frystihúsi fyrirtækisins á Akranesi einnig ver- ið endurskipulagt. Þáttur í því er uppsetning á nýrri vinnslulínu frá Skaganum hf. og Marel hf. sem auka mun framlegð vinnslunnar. Nýja vinnslufyrirkomulagið mun verða tekið í notkun hinn 15. janúar 2000. og er meðal annars ætlunin að nýta Macromedia Flash-tækni til að hafa hreyfimyndir og hljóð í auglýsingun- um,“ segir Ingvar. Að sögn Ingvars jafngildir það gjald sem boðið verður fyrir að horfa á auglýsingu því, að tekjur viðkom- andi á klukkustund væru frá 1.500 til 8.500 krónur. Auglýsandinn sé því að greiða frá 20 og til 70 krónur íyrir hvert áhorf. Hann segir að í upphafi gefi not- andinn ýmsar upplýsingar um sig sem hjálpi auglýsendum að velja ein- staklinga sem líklegt sé að séu hluti af þeirra markhóp. „Ef þú hefur áhuga á bílum færðu væntanlega auglýsingar frá bílaumboðum og svo framvegis. Þetta verður í samræmi við áhugamálin. Notandinn ákveður þó hve mikið af upplýsingum hann gefur um sig.“ Skrifstofur í Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum í fréttatilkjmningu segir einnig að BePaid.com ráðgeri að opna skrif- stofur í Danmörku, Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Við erum komnir í samstarf við einn aðila, en við stefn- um á að byggja upp þetta net að mestu sjálfir." Ingvar, sem er raf- magnsverkfræðingur að mennt og með meistaragráðu í iðnaðarverk- fræði, segir að nákvæmlega það fyr- irkomulag sem BePaid.com mun hafa á þessari þjónustu þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Aðspurður segir hann að þjónust- an verði m.a. markaðssett með margþrepa markaðssetningu (á ensku „multilevel marketing“) og sé það fyrirkomulag einnig ríkjandi hjá öðrum fyrirtækjum sem hafa boðið greiðslu fyrir að horfa á auglýsinga- borða á Netinu. Með því muni not- endur geta aukið tekjur sínar í sam- ræmi við auglýsingaáhorf þeirra sem skrá sig inn í þjónustuna gegnum notendanúmer viðkomandi. SAMNINGAR Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins og fjögurra fjárfestinga- raðila um vörslu svokallaðs Fram- takssjóðs voru undirritaðir á föstudag. Framtakssjóði, sem er 1.000 milljónir króna, er ætlað að stuðia að nýsköpun og atvinnuupp- byggingu með áherslu á landsbyggð- ina, einkum á sviði upplýsinga- og hátækni. Þeim fjármunum sem ráð- stafað er úr Framtakssjóði skal var- ið til hlutafjárkaupa í arðvænlegum nýsköpunarfyrirtækjum. Vonandi lyftistöng fyrir landsbyggðina Úlfar Steindórsson, framkvæmda- stjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, segist vonast til að sjóðirnir verði mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni. „Þar hefur skort- ur á áhættufjármagni oft og tíðum staðið arðvænlegum verkefnum fyrir þrifum,“ segir hann. Að mati Ulfars er ekki hætta á að óánægja blossi upp meðal fyrirtækja og einstaklinga á höfuðborgarsvæð- inu, þótt áhersla sé lögð á lands- byggðina. „í fyrsta lagi metum við það svo, að þótt skírskotað sé til landsbyggðarinnar í reglum um sjóðina, sé ekki óheimilt að fjárfesta annars staðar. í öðru lagi held ég að hingað til hafi verið mun auðveldara fyrir fyrirtæki í Reykjavík að nálg- ast áhættufé en fyrirtæki úti á landi. í þriðja lagi hefur áhættufjárfestum fjölgað mjög. Ég hef því enga trú á því að fyrirtækjum á höfuðborgar- svæðinu finnist á sig hallað þótt sjóð- ir séu skilgreindir með þessum hætti. Þarna er einfaldlega leitast við að virkja þá auðlind sem fólkið á landsbyggðinni er. Það er grundvall- aratriði sem menn verða að gera sér grein fyrir þegar verið er að tala um þessar áhættufjárfestingar, að arð- semiskröfur eru strangar. Ef fyrir- tæki ekki ganga upp eru það fleiri en Nýsköpunarsjóður sem tapa fjár- munum,“ segir Úlfar. Fjórir vörsluaðilar Framtakssjóður er í umsjá fjög- urra vörsluaðila víða um land. Hver hinna fjögurra sjóða er 250 milljónir króna og þurfa rekstraraðilar hver um sig að leggja fram mótframlag upp á 125 milljónir króna. Hver framtakssjóður nemur því 375 mil- ljónum króna. Vörsluaðilar eru: Fjárfestingafé- lag Austurlands hf. (rekstraraðili Framtakssjóður Austurlands ehf., með sjóðstjóra í Reyðarfirði í Fjarðabyggð), Landsbankinn Framtak hf. (rekstraraðili Lands- bankinn - Framtakssjóður ehf., með sjóðstjóra á Akureyri), Fjárfestinga- félag Vestmannaeyja hf. (rekstra- raðili Fjárfestingafélag Suðurlands ehf., með sjóðstjóra í Vestmannaeyj- um) og Framtakssamlag EFA (rekstraraðili EFA Framtak ehf., með sjóðstjóra í Reykjavík). Þessir aðilar voru valdir í kjölfar útboðs sem fór fram á vegum Ný- sköpunarsjóðs í mars síðastliðnum. Sjóðimir mega ekki fjárfesta í fyrir- tækjum fyrir meira en sem nemur 49% hlutafjár þeirra og eru ákvæði um stjórnunarlega þátttöku í samn- ingunum. Samningarnir sem undir- ritaðir voru í gær gilda til 10 ára og í lok samningstímans skulu nýsköp- unarsamningarnir gerðir formlega upp. Skulu rekstraraðilar þá greiða Nýsköpunarsjóði eignarhlutdeild hans í fjármunum í fjárvörslu og söluandvirði hlutafjár í nýsköpunar- fjárfestingu. Félag viðskiptafræðinga og hagfræöinga Markaðssetning íslenskra fyhrtækja erlendis og Leiðir til markaðssetningar á Netinu Fimmtudaginn 2. desember verður haldin ráðstefna á vegum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga kl. 12.00 - 13.30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Ársölum, 2. hæð. Fjallað verður um hvaða atriði þarf að hafa í huga þegar fyrirtæki stefna á erienda markaði og hvernig Útflutningsráð getur aðstoðað fyrirtæki sem hyggja á erlenda útrás. Einnig mun vera skýrt frá hvernig staðið hefur verið að markaðssetningu Flugleiða erlendis og fulltrúi Gæðamiðlunar fjallar almennt um markaðssetningu á Netinu. Haukur Björnsson, deildarstjóri hjá Útflutningsráði mun stýra fundinum og fjalla um: Starfsemi Útflutningsráðs. Flvernig Útflutningsráð aðstoðar íslensk fyrirtæki sem stefna á erlenda Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Flugleiða mun fjalla um: Alþjóðlega markaðssetningu íslands og Flugleiða. Kjartan Guðbergsson, ráðgjafi hjá gm.is mun fjalla um: Markaðssetningu og auglýsingar á Netinu. Verð með hádegisverði kr. 1.900 fyrir félagsmenn FVH og kr. 2.500 fyrir aðra. Skráning þátttöku í síma 568 2370 eða með tölvupósti fvh@fvh.is Opinn fundur - gestir velkomnir Vinalínan er opin á hverju kvöldi frá kl. 20-23 Ókeypis símaþjónusta 100% trúnaður - Símí 800 6464 — Vinalína Rauða krossins þegar þú þarft á uini að halda Afkomuviðvörun frá Haraldi Böðvarssyni hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.