Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Búvélar kaupa 75% í Bújöfri
Valtra Valmet-traktorarnir eru framleiddir eftir óskum kaupenda og
aðstæðum sem þeir eru notaðir við.
BÚVÉLAR hf. á Selfossi hafa
keypt 75 % hlut í í Bújöfri hf. í
Reykjavík. Hið sameinaða fyrir-
tæki mun hafa aðsetur á Selfossi.
Eigendur Búvéla á Selfossi eru
Vélasmiðja KÁ hf., Kaupfélag Ár-
nesinga og einstaklingar. Við
kaupin á Bújöfri hf. bætist í eig-
endahópinn Þorgeir Elíasson sem
var aðaleigandi Bújöfurs. Fyrir-
hugað er að stækka eigendahóp
hins nýja félags. Framkvæmda-
stjóri félagsins er Finnbogi Magn-
ússon.
Búvélar á Selfossi hafa flutt inn
landbúnaðarvélar, innréttingar og
búnað í fjós ásamt ýmsum rekstr-
arvörum íýrir bændur. Bújöfur
hefur flutt inn og selt Valtra Val-
met-dráttarvélar ásamt öðrum
tækjum fyrir landbúnað. Hið nýja
félag mun bjóða áfram vörulínu
beggja félaganna og leitast við að
breikka hana eftir þörfum markað-
arins.
Við undirritun kaupsamnings
sagðist Óli Rúnar Astþórsson,
framkvæmdastjóri Kaupfélags Ar-
nesinga, vonast til þess að bændur
og aðrir sem nota þurfa þjónustu
hins nýja fyrirtækis taki þessum
breytingum vel.
Þorgeir Elíasson sagði í ávarpi
að Bújöfur hefði haft 13-17%
markaðshlutdeild á íslandi. En fé-
lagið hóf innflutning árið 1994 og
því hefur vöxturinn verið jafn og
hraður. Hann sagðist vera ánægð-
ur með þennan samruna en hann
hefur haft nokkuð langan aðdrag-
anda. Hann sagði að fyrirtækið
hafi alla tíð lagt mikla áherslu á að
koma skilaboðum til bænda og það
hafa þeir gert með viðamikilli út-
gáfu á kynningarefni um fram-
leiðslu Valtra Valmet sem er fram-
leiðsluaðili þein-a véla sem
fyrirtækið selur.
Valtra Valmet er frá Finnlandi
og er meðal stærstu framleiðenda
dráttarvéla í heiminum í dag og
eru helstu mai’kaðssvæði þess
Evrópa og Suður-Ameríka. Fram-
leiðsla Valtra Valmet fer fram í
Finnlandi og Brasilíu og eru til yfir
400 þúsund möguleikar á útfærslu
á dráttarvélum til að mæta óskum
kaupenda.
Að sögn Jari Osmale, sölustjóra
Valtra, þá byggist velgengni Valtra
Valmet á þessari grundvallar-
áherslu gagnvart kaupendum.
Þorgeir Elíasson afhenti við
þetta tækifæri hjónunum Ólafí
Inga Sigurmundssyni og Önnu
Gísladóttur viðurkenningu af því
tilefni að þau keyptu 200. dráttar-
vélina frá Valtra Valmet á Islandi.
Ríkisvíylarí markflnkkiirri
í dagki. ii:oo mun fara framútboð á ríkisvíxlum hjá Lánasýslu ríkisins. Að þessu sinni verður
boðið upp á 2, % mánaða ríkisvíxil, en að öðru leyti eru skilmálar útboðsins í helstu atriðum
þeir sömu og í siðustu útboðum.
í boði verður eftirfarandi flokkur ríkisvíxla í markflokkum:
Flokkur
RVoo-o?i7
Gjalddagi
17. febrúar
Lánstími
2 V, mánuðir
Núverandi
staða*
5.760
Áætlað hámark
tekinna tilboða
?.ooo
'Miljónir króna
Milij.kr.
9.000-----
8.000
7.000
6.000
5°°°
4.000
3.000
?.ooo
1.000
Markflokkar ríkisvíxla
Staða3o. nóvember 8.895 niilljónir
Aaetluð hámarksstærð ogsala 1. desember 1999.
3 mán
6 mán
12 mán
Gjalddagar
I
Aætluð áfyllingsíðar
| Áætluð salai.desemberi999
| Staða3o.nóvemberi999
Sölufyrirkomulag:
Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðs-
fyrirkomulagi. Öllum erheimilt að bjóða í
ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð
tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir.
Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum,
fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir-
tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum
og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð
í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki
500.000 krónur.
öll tilboð í ríkisvíxla þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 11:00,
miðvikudaginn 1. desember 1999.
Útboðsskilmálar, önnurtilboðsgögn ogallar
nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is
1100 Netsíminn
eins árs
Okeypis
símtöl í tvo
tíma í dag
1100 Netsíminn mun bjóða við-
skiptavinum sínum að hríngja
ókeypis til útlanda í samtals tvo
tíma í dag, eða milli klukkan 10-11
og 16-17. Ástæðan er eins árs af-
mæli Netsímans sem er í eigu
Skímu hf., dótturfélags Landsíma
Islands hf.
„Við erum mjög ánægðir með við-
tökurnar sem fyrirtækið hefur feng-
ið, en viðskiptavinir þess eru bæði
úr hópi fyrirtækja og einstaklinga.
Notkun þjónustunnar er stöðug og
viðskiptavinir tryggir.
1100 Netsíminn var brautryðj-
andi hér á landi að því leytinu til að
hægt er að nýta sér lægra verð
símtaia til útlanda sem mögulegt er
vegna Netsins án þess að notendur
þurfi að fjárfesta í sérstökum bún-
aði. Venjulegur heimilissími er allt
sem þarf,“ segir Njörður Tómasson,
markaðsstjóri 1100 Netsímans, í
samtali við Morgunblaðið.
25-50% lægra verð
Hann segir að gæði símtala gegn-
um 1100 Netsímann séu sífellt að
færast nær gæðum venjulegra milli-
landasímtala, en hins vegar séu
sveiflur í gæðum sambandsins meiri
en þegar hringt er gegnum 00.
Áð sögn Njarðar mun verð á sím-
tölum til útlanda einnig lækka í dag,
og mun lækkunin verða á bilinu 5-
46%, mismunandi eftir löndum.
„Þetta þýðir að símtöl gegnum 1100
Netsímann munu kosta frá 25% til
50% minna en símtöl til útlanda
gegnum almenna símkerfíð," segir
Njörður. Hann bætir við að þetta sé
þriðja verðskráin sem lögð sé fram
frá upphafi fyrirtækisins, sem þýði
að verð hafí verð lækkað tvisvar.
„Við teljum að innkoma okkar á
markaðinn fyrir millilandasímtöl
hafi hreyft við markaðnum og haft
áhrif til lækkunar,“ segir Njörður.
1100 Netsími Skímu byggir á
flutningi samtalsgagna gegnum
Netið, eða á svokölluðum IP-staðli
og segir Njörður að ýmsar nýjungar
séu væntanlegar.
Símtalsflutningur
og myndsendingar
Notandinn mun geta valið hvort
hringt sé úr síma eða úr tölvu. Einn-
ig verður mögulegt að nota mynd-
síma á næstunni, sem gerir fjar-
fundi mögulega, segir Njörður.
Njörður segist búast við því að
samkeppni muni koma til með að
aukast á þessu sviði á næsta ári með
innkomu nýrra fyrirtækja. „Þessi
markaður er að breytast og þróast
það mikið,“ segir Njörður.
.---------
Ráðstefna
um mark-
aðssetn-
ingu
FÉLAG viðskiptafræðinga og hag-
fræðinga stendur fyrir ráðstefnu um
markaðssetningu íslenskra fyrir-
tækja erlendis og leiðir til markaðs-
setningar á Netinu fimmtudaginn 2.
desember, kl. 12-13.30.
Fjallað verður um hvaða atriði
þarf að hafa í huga þegar fyrirtæk-
istefna á erlenda markaði og hvernig
Útflutningsráð getur aðstoðað fyrir-
tæki sem hyggja á erlenda útrás.
Einnig mun vera skýrt frá hvernig
staðið hefur verið að markaðssetn-
ingu Flugleiða erlendis og Gæða-
miðlunar (GM) sem hefur sérhæft
sig á sviði markaðssetningar á Net-
inu.