Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 25 ERLENT Einstakt samstarf sænskra dagblaða gegn nýnasistum Birtu myndir af 62 nýnasistum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FJÖGUR stærstu dagblöð Svía, Dagens Nyheter, Svenska Dagbla- det, Aftonbladet og Expressen, birtu í gær sömu úttektina á starf- semi nýnasista í Svíþjóð. Auk þess að segja frá starfseminni og rekja ofbeldisaðgerðir þeirra birta blöðin myndir af 62 nýnasistum, sem ann- aðhvort eru grunaðir um eða hafa verið dæmdir fyrir ofbeldi byggt á kynþáttafordómum. Átakið er einn- ig áskorun á yfirvöld að taka starf- semina fastari tökum, því hún sé ógnun við réttari-íkið. I viðtali við sænska útvarpið í gær sagði Mats Svegfors ritstjóri Svenska Dagbladet að sökum þess hve þetta ofbeldi væri ógnarlegt hefðu blöðin ákveðið að taka saman höndum á einstakan og eftirminni- legan hátt. Ofbeldisslóð nýnasista „í júní í sumar lýsti yfirmaður sænsku öryggislögreglunnar því yf- ir að starfsemi nýnasista væri ekki ógnun við öryggi ríkisins. Nú vitum við að þetta er ekki rétt,“ segir í inn- gangi að leiðara Svenska Dagbladet í gær. „Sænskir nýnasistar og mó- torhjólagengi, sem á margan hátt eru þeim náin, vinna kerfisbundið að því að gera einstaka hluta réttar- ríkisins óvirka, allt frá réttarkerfinu yfir í frjálsa rannsóknarblaða- mennsku.“ I leiðaranum er bent á að þetta sé gert með ofbeldi og ofbeldishótun- um og um leið virki innra öryggi réttarríkisins ekki sem skyldi. Það er þessi slóð ofbeldis og hótana, sem umfjöllun blaðanna fjögurra rekur síðan. Dæmin frá því á þessu ári eru morð á tveimur lögregluþjónum, sprengjutilræði gegn blaðamanni og fjölskyldu hans og morð á verka- lýðsmanni, sem hafði barist gegn nýnasistum og kynþáttafordómum. Eldri dæmi eru morð á skólapilti af innflytjendaættum og íþróttamanni, ansikter I ett unikt samarbete har Aftonbladet, ON, Expressen och SvD kartlagt nazister och MC -gáng och avslöjar dem som ligger bakom riánga av attentaten mot demokratin. f T 55,, Auglýsingin sem birtist í sænsku blöðunum. sem var hommi, en báðir þessir pilt- ar eru úr hópum, sem nýnasistar hafa ímugust á. Blöðin benda á að ekki sé hægt að tala um að hóparnir berjist fyrir ákveðinni þjóðfélagsgerð. Sýn þeirra virðist ekki skýr, en heldur markist af hatri, bæði gegn þjóðfé- laginu og einstökum þjóðfélagshóp- um. Með þessu fylgi kröfur um að- gerðir, ofbeldisaðgerðir. Hótanir hræða vitni til þagnar Það er algengt að vitni segi frá ódáðum nýnasista við lögreglurann- sókn, en dragi svo vitnisburð sinn til baka í réttarhöldum og vilji þá ekki vitna opinberlega. í umfjöllun blað- anna í gær er einmitt talað við vitni, sem dró framburð sinn til baka. I viðtalinu segir hann að þarna sé við að eiga hópa, sem hann vilji ekki egna til reiði. Hótanir beinast einnig gegn lög- reglumönnum, dómurum, blaða- mönnum og öðrum, sem á einhvern hátt koma að starfsemi gengjanna. Hótanirnar eru oft svo tvíræðar að ekki er beint hægt að sýna fram á að um hótanir séu að ræða. Það vekur síðan enn frekari óánægju, að sögn blaðanna, að dómstólarnir dæmi oft nýnasíska ofbeldismenn til vægrar refsingar. Tekið á málum með festu, ekki hörku Blöðin fjögur minna á hve vægt hafi verið tekið á Adolf Hitler á sín- um tíma og fylgismönnum hans. Það hvort og hvernig eigi að banna nýnasískar hreyfingar sé að þeirra mati fræðileg umræða. Telja þau nær lagi að taka strangt á afbrotum af þessu tagi, dæma til harðra refs- inga og dæma strax. I sænska útvarpinu í gær var rætt um hvort myndbirtingar væru rétt leið. Rætt var við ýmsa álitsgjafa, sem flestir voru á því að myndbirt- ing væri ein leið til að vekja athygli á þessari hættu. Einnig var bent á að oft væri talað um þessa hópa sem stráka, en rétt væri að vekja athygli á að þetta væru ekki venjuleg strákapör, heldur alvarlegir glæpir. Betra væri að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og ekki taka á málun- um af hörku, heldur festu. I fjölmiðlaumræðunni í gær beindist athyglin að því hvaða hóp- um væri hætt við að lenda í þessum slæma félagsskap. Oft er um að ræða unga menn, sem á einhvern hátt falla ekki inn í hópinn, en leita þá eftir fótfestu í hópum af þessu tagi, þar sem áherslan er lögð á aga og samstöðu og alið á hatri gegn þjóðfélaginu og einstökum þjóðfé- lagshópum. Bent var á að ekíri væri rétt að gera grín að nýnasistum, heldur bara sýna þá eins og þeir væru. Myndbirtingin og stutt frá- sögn af ferli þeirra, eins og gert var, þjónaði þeim tilgangi. Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn á morgun kl. 17.00. Fundurinn er öllum opinn. Á dagskrá er m.a. fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000. Útvarpað verður á l\lær flðft«[«Z4sy Reylgavíkurborg Skrifstofa boigarstjórnar Samviskuviðbit 0 Gottfyrir hjartað Gottfyrir heilann I/ Gottáhrauðið s/ Inniheldur Omega-3 Vertu í sátt við samviskuna. Plús3 er fituskert viðbit með smjörbragði sem inniheldur hinar eftirsóttu Omega-3 fitusýrur sem fást að öðrum kosti helst úr sjávarfangi og lýsi. ... ,xip„ar vísindarann- YBr5Tt’^“^,ilÞcss S6Xi-jS,USÍIU'SéUS''“ 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.