Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tinni varð 70 ára á þessu ári en hér má m.a. sjá forsíðuna á bókinni um Tinna í Sovétríkjunum en hún kom út árið 1929. Breta kennt um dal- andi gengi Tinna Lundúnum. The Daily Telegpraph. Nýskipuð heimastjórn tekur til starfa á N-Irlandi á morgun Viðbrögð almennt jákvæð en yfirveguð Belfast. AFP, The Daily Telegraph. TINNI, teiknimyndahetjan góð- kunna sem lifði af margan lífshásk- ann í sögunum vinsælu sem belgíski teiknarinn Hergé samdi um hann, hefur nú mætt ofjarli sinum í Eng- lendingi, sem er að ganga af vin- sæidum hans dauðum. Þessu er haldið fram í nýrri franskri bók. Frakkinn Huges Dayez hefur valdið uppnámi með bókinni „Tinni og erfíngjarnir" með því að halda því fram, að Bretinn Nick Rodwell, sem kvæntist ekkju Hergés, Fanny, fyrir sex árum, sé ábyrgur fyrir því að sala á Tinnasögunum hafí dalað um allan helming á síðustu árum. Árið 1992 seidust enn um þrjár milljónir Tinnabóka, en að sögn franska dagblaðsins Figaro er sal- an nú aðeins um helmingur þessa. Þessi tími sölusamdráttar er settur í samhengi við að á sama tímabili hefur Rodwell verið að gera sig gildari í stjórn Hergé-stofnunarinn- ar. „Nick Rodwell vill sljórna öllu. Ilann vill sljórna bókunum, mark- aðssetningunni, öllu sem varðar Tinna. Það sem mestu skiptir með Tinna er að gefa honum stöðugt ferska ímynd. Það verður að gera það með menningarlegum verkefn- um. En í Brussel, heimaborg Her- gés, er ekki einu sinni safn [tileink- að verkum hans],“ segir Dayez. Dayez vísar einnig til samninga við Steven Spielberg um gerð Tinna-kvikmyndar, sem ekkert varð úr, misheppnaðrar útgáfu tímarits fyrir Tinnaáhugamenn, og að ekki skuli hafa verið gerður „Tinna-garður“ í stíl við „Ástríks- garðinn" í útjaðri Parísar. Allt þetta segir hann vera Rodwell að kenna. I bókinni rekur Dayez feril Rodwells frá því er hann rak teikni- myndabókabúð í Covent Garden í Lundúnum til þess er hann „sölsaði undir sig völdin“ í Tinna-stofnun- inni snemma á þessurn áratug. Hann gefur í skyn að Rodwell hafi bolað Alein Baran, „andlegum syni“ Hergés úr sessi sem æðsta umsjónarmanns hinnar ábatasömu arfleifðar. Rodwell tekur ásökununuin með jafnaðargeði. „Það hata mig allir. Þeir hata mig vegna þess að ég er Breti sem er setztur að í Belgíu og er að segja Belgum fyrir um hvern- ig þeir eigi að umgangast það sem hjá þeim jafnast á við Bítlana [í Bretlandi]. En ég hef ekki svo mikl- ar áhyggjur af þessu. Tinni hefur aldrei verið vinsælli en hann er núna,“ hefur Daily Telegraph eftir honum. UTAN við leiksvið stjórnmálanna tekur almenningur í Belfast fréttun- um af myndun fyrstu heima- stjói-narinnar, sem í sitja bæði kaþól- ikkar og mótmælendur, vel, en af yíirvegun. Landshlutinn hefur þrætt þyrnda braut frá því að hinni sögulegu und- irritun friðarsamningsins, sem kenndur er við föstudaginn langa, var fagnað í apríl 1998. „Ég minnist þess að bílar óku nið- ur Falls Road með írska fána á lofti, í eins konar sigummu,*1 rifjar íbúi í hverfi kaþólskra í Vestur-Belfast upp um stemmninguna sem ríkti þá. Viðbrögðin nú eru öllu yfirvegaðri, en einkennast þrátt fyrir það al- mennt af ánægju með að þessum áfanga skuli loks vera náð, myndun heimastjórnarinnar, sem samið hafði verið um í friðarsamningnum fyrir einu og hálfu ári. í heimastjórninni munu eiga sæti tveir fulltrúar Sinn Fein, stjórn- málaarms írska lýðveldishersins (IRA), ásamt þremur fulltníum stærsta flokks sambandssinna, UUP, tveimur harðlínusamban- dssinnum úr flokki Ians Paisleys, DUP, og þremur fulltrúum hóf- samra kaþólikka úr SDLP-flokkn- um. AFP hefur eftii' ónafngi-eindum Belfastbúa, að fyrir fimm árum hefði hann álitið Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, „hryðjuverkamann sem iðraðist einskis“. Nú „trúi ég því að hann og Martin McGuinness [aðal- samningamaður Sinn Fein] vilji raunverulega frið,“ segir hann. „Við verðum að láta þá njóta vafans.“ Deilt um skipun McGuinness McGuinness, sem talið er að hafi stjórnað deild IRA í Londonderry, hlaut útnefningu sem menntamála- ráðherra heimastjórnarinnar. Ekki eru allir jafnhrifnir af þess- um framgangi mála. Róttækir sam- bandssinnar eni reiðir því að fulltrú- Róttækir sam- bandssinnar mót- mæla ráðherra- útnefningu McGuinness AP Martin McGuinness, aðalsamn- ingamaður Sinn Fein sl. 10 ár, tekur við embætti menntamála- ráðherra í nýrri heimastjórn N- Irlands. um Sinn Fein skuli heimilað að taka sæti í heimastjórninni áður en IRA hefur byrjað að afvopnast. David Trimble, leiðtogi UUP, og hinir þrír ráðherrar flokksins, hafa heitið af- sögn í febrúar nk., hafi IRA ekki haf- ið afvopnun fyrir alvöru fyrir þann tíma. Nigel Dodds, meðlimur í DUP, sagði að öll ánægja með að vera falið ráðuneyti félagsmála í heima- stjórninni hefði gufað upp við til- hugsunina um að þurfa að deila völd- um með „hryðjuverkamönnum". Sagði Dodd það undir öllum eðlileg- um kringumstæðum vera mikill dýrðardagur í lífi manns, er hann tæki við slíku embætti. „En það er því miður ómögulegt, vitandi af því að sá maður sem falið hefur verið að stýra menntun skólabarna okkar er fyrrverandi forsprakki IRA. Þetta varpar skugga á hina svokölluðu nýju dögun á N-írlandi,“ hefur Daily Telegraph eftir Dodd. McGuinness er einn allraþekktasti maðurinn í forystu baráttu n-írskra kaþólikka íyi'h' sameiningu við írska lýðveldið, sem staðið hefur í 30 ár. I augum margi’a lýðveldissinna er hann persónugervingur vopnaðrar baráttu þeirra. McGuinness gekk fyi-st í IRA haustið 1970, þá tvítugur. Strax tveimur árum síðar var hann orðinn samtökunum svo mikilvægur, að flogið var með hann með leynd frá N-Irlandi ásamt Gerry Adams og öðrum fangelsuðum forystumönnum IRA til samninga við William Whit- elaw, þáverandi ráðherra N-írlan- dsmála í brezku ríkisstjórninni, um leiðir til að binda enda á hryðju- verkaherferð IRA. Það er því e.t.v. von, að mai'gir spyrji hvaða erindi maður eins og McGuinness, sem ekki viðurkennir yfirráð brezku stjórnarinnar yfir N- Irlandi, telui' sig eiga í heimastjórn sem þiggur vald sitt frá stjórninni í Lundúnum. „Ef Gerry Adams, sem formaður Sinn Fein, er opinbert andlit lýðveld- ishyggjunnar, er litið svo á að McGu- inness sé vörður hagsmuna „hörku- tólanna“ á vettvangi, sem hvergi vilja \ikja. Eina mögulega ályktunin er sú, að hann trúi því að markmið- um lýðveldissinna verði náð með þátttöku [í heimastjórninni],“ skrifar Daily Telegraph. Allt að hundrað líka leit- að á búgörðum í Mexíkó Ciudad Juárez. AP, AFP. Talið er að fjöldagrafírnar tengist drápum eiturlyfjasmyglara LÖGREGLUYFIRVÖLD í Banda- ríkjunum og Mexíkó hafa hafið rannsókn á fjöldagröfum sem fund- ist hafa við tvo búgarða nálægt mexíkósku landamæraborginni Ciudad Juárez. Ríkissaksóknari Mexíkó sagði að hugsanlegt væri að rúmlega hundrað menn hefðu verið grafnir á búgörðunum, þar af 24 Bandaríkjamenn. Grunur leikur á að eiturlyfjasmyglhringur, sem kenndur er við borgina, hafi myrt mennina. Jorge Madrazo Cúellar, ríkissak- sóknari Mexíkó, sagði að markmið- ið með rannsókninni væri að upp- lýsa meint dráp eiturlyfjasmyglara á íbúum borga við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. „Á síð- ustu fjórum árum, og hugsanlega lengur, hafa borgarar frá báðum löndunum horfið sporlaust í Ciu- dad Juárez,“ sagði Madrazo. Fjöldi likanna óljós Lögreglumaður, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði frétta- manni AFP að þrír bræður hefðu verið handteknir á búgarðinum og talið væri að þeir hefðu starfað þar sem verðir. Óstaðfestar fregnir hermdu einnig að tveir liðsmenn banda- rísku fíkniefnalögreglunnar væru á meðal þeirra sem voru myrtir. Mexíkóskir og bandarískir emb- ættismenn vildu ekki veita nánari upplýsingar um fjöldagrafirnar og sögðu að ekki væri vitað hversu mörg líkin væru. Tugir vopnaðra hermanna réð- ust inn á annan búgarðanna í fyrr- inótt. Búgarðurinn er um 16 km sunnan við Ciudad Jaárez, sem er nálægt borginni E1 Paso í Texas. Fréttamenn sáu engin lík borin út af búgarðinum í gær en nokkrir hermenn sáust fara þaðan með sjó- poka. Enginn hermannanna eða lögreglumannanna á staðnum vildi ræða við fréttamenn. Rodrigo Falcon, átján ára Mexíkói, sagði að fjölskylda sín hefði haft umsjón með búgarðinum í fjarveru eigandans, sem héti Jor- ge Ortiz og væri frá E1 Paso. Hann sagði að Ortiz hefði ekki komið á búgarðinn í alllangan tíma. Falcon var með grátstafinn í kverkunum og sagði að hermenn- irnir hefðu ekki hleypt honum inn í búgarðinn þegar hann sneri þang- að aftur eftir vinnu í nálægri verk- smiðju í fyrrakvöld. Ekki var vitað í gær hversu margir lögreglumenn væru á staðnum en bandaríska sjónvarpið CBS sagði að um 200 lögreglu- menn ættu að taka þátt í rannsókn- inni og uppgröfturinn hefði hafist í gær. Líkin verða síðan flutt til E1 Paso. Uppljóstrari FBI benti á grafirnar Ekki var heldur vitað hvenær fjöldagrafirnar fundust. The New York Times sagði að leitin að gröf- unum hefði hafist eftir að FBI hefði fengið ábendingu frá heimild- armanni sínum sem hefði játað að hafa tekið þátt í nokkrum dráp- anna. Maðurinn er fyrrverandi lög- reglumaður frá Mexíkó og hann fullyrti að allt að 200 manns hefðu verið grafin á nokkrum stöðum við landamærin, þeirra á meðal nokkr- ir 'menn sem hefðu veitt banda- rískum lögreglumönnum upplýs- ingar um eiturlyfjasmygl frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Bandarískir embættismenn sögðu að þótt maðurinn væri trú- verðugur, auk þess sem vitað væri að margir uppljóstrar FBI, banda- rísku fíkniefnalögreglunnar og toll- gæslunnar hefðu horfið, hefði ekk- ert komið fram sem staðfesti að eiturlyfjasmyglararnir hefðu myrt svo marga. Maðurinn er einnig sagður hafa skýrt FBI frá því að mexíkóskir lögreglumenn, sem hefðu starfað fyrir eiturlyfjasmyglara í Juárez, hefðu myrt nokkra mannanna. The New York Times hafði einn- ig eftir bandarískum embættis- manni að rannsókn málsins hefði hafist fyrir nokkrum mánuðum. Juárez-smyglhringurinn hefur árum saman haft bækistöðvar sín- ar í Ciudad Juárez sem er ein af helstu smyglleiðunum til Banda- ríkjanna. Smyglhringurinn var undir stjórn Amados Carillos Fu- entes, helsta kókaínsmyglara Mexíkó þar til hann lést eftir að hafa gengist undir lýtalæknisað- gerð árið 1997. Tugir manna voru drepnir í borginni eftir dauða hans og lögreglan taldi í fyrstu að dráp- in tengdust valdabaráttu innan smyglhringsins. Nú bendir hins vegar ýmislegt til þess að smygl- hringurinn hafi drepið marga þeirra til að losa sig við uppljóstr- ara. Mannesmann verst Vodafone Hvattir til að hafna Berlín. AFP. ÞÝZKA Mannesmann-samsteypan hrinti á mánudag af stað herferð meðal hluthafa til að verjast yfir- tökubeiðni brezka farsímarisans Vodafone AirTouch, eftir að stjóm Mannesmann hafnaði yfirtökunni einnig. Forstjóri Mannesmann, Klaus Es- ser, hóf herferðina á blaðamanna- fundi í Lundúnum, þar sem hann staðfesti að samsteypan myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að hindra eigendaskiptin. Hann ítrek- aði að stjórnendur Mannesmann höfnuðu kauptilboði Vodafone upp á 124 milljarða evra, andvirði yfir 9500 milljarða króna, sem þó hefur enn ekki verið formlega borið fram við hluthafa Mannesmann. Sagði Esser þessa upphæð töluvert undir raun- virði fyrirtækisins. Sagði Esser að ekki væri ástæða til að ætla annað en að það samstarf sem fyrirtækin tvö, Mannesmann og Vodafone, hafa með sér á ýmsum sviðum héldi áfram hvað sem hinu óumbeðna yfirtökutilboði liði. Lagði Esser áherzlu á að Mannes- mann væri sterkt fyrirtæki og hefði enga þörf á að sameinast öðru. Sagði hann að því stefnt, að hagnaður af rekstri fjarskiptatæknideildar sam- steypunnar fyrir skatta myndi hækka um 30% á ári á tímabilinu 2000-2003.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.