Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 29

Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 29 fslamskur flokkur þrefaldaði fylgi sitt í kosningunum í Malasíu Bandalag Mahathirs hélt rúmlega tveimur þriðju þingsætanna Kuala Lumpur. AP, AFP. ÞJÓÐFYLKINGIN í Malasíu, undir forystu Mahathirs Mohamads for- sætisráðherra, hélt rúmlega tveimur þriðju þingsætanna í kosningunum í fyrradag og er því enn í aðstöðu til að breyta stjórnarskránni án stuðnings annarra flokka. Þingmönnum stjómarandstöðunnar fjölgaði þó um tæpan helming. Islamski flokkurinn PAS náði talsverðu fylgi af Þjóðfylk- ingunni og þrefaldaði fylgi sitt í kosningunum. Þjóðfylkingin fékk 148 þingsæti af 193, en var með 166 þingsæti í síð- ustu kosningum. Þjóðfylkingin hélt ennfremur meirihluta á þingum níu ríkja Malasíu, en kosið var til ellefu ríkisþinga af þrettán. Þingmönnum stjórnarandstöð- unnar fjölgaði úr 23 í 42 og það var íslamski flokkurinn PAS sem jók fylgi sitt mest. Þingmönnum hans fjölgaði úr átta í 27 og flokkurinn fékk einnig meirihluta í tveimur rík- isþingum. Þjóðfylkingunni hafði verið spáð miklu fylgistapi vegna réttarhald- anna yfír Anwar Ibrahim, sem Ma- hathir vék úr embætti aðstoðarfor- sætisráðherra í fyrra. Veraldlegu stjórnarandstöðuflokkunum tókst þó ekki að færa sér réttarhöldin í nyt. Lýðræðislegi framtaksflokkurinn (DAP), sem nýtur einkum stuðnings kínverska minnihlutans í landinu, fékk ekki þann stuðning sem hann hafði vænst og fékk aðeins tíu þing- menn, einum fleiri en í síðustu kosn- ingum. Lim Kit Siang, leiðtogi DAP, lýsti kosningaúrslitunum sem ósigri fyrir flokkinn og sagði að hann hefði „misst af sögulegu tækifæri" til að binda enda á drottnunarvald Þjóð- fylkingarinnar. Lim missti sjálfur þingsæti sitt í kosningunum. Flokkur eiginkonu Anwars, Rétt- lætisflokkurinn, fékk fimm þingsæti og hún sagði að „hræðsluáróður" Þjóðfylkingarinnar væri aðalástæða þess að flokkurinn fékk ekki meira fyigi- Staða flokks Mahathirs veikist Nokkrir sérfræðingar í málefnum Malasíu sögðu að kosningaúrslitin endurspegluðu vaxandi sundurlyndi þjóðarbrota og trúflokka í landinu. Malajar eru rúmlega helmingur íbúanna, Kínverjar um 30% og Ind- verjar 10%. „Heimur malaja er í uppnámi og ekkert hefur sýnt það betur en þess- ar þingkosningar,“ sagði í forystu- grein malasíska dagblaðsins The Sun, sem styður stjórnina. Þótt Þjóðfylkingin hafi haldið velli eru kosningaúrslitin talin mikið áfall fyi’ir flokk Mahathirs forsætisráð- herra, Sameinuð þjóðarsamtök mal- aja (UMNO, stærsta flokkinn í bandalagi stjórnarinnar. Flokkurinn missti mikið fylgi til íslamska flokks- ins PAS. „Þetta er mikill sigur fyrir Þjóð- fylkinguna, en mikill ósigur fyrir UMNO,“ sagði stjórnmálaskýr- andinn Abdul Razak Baginda. „UM- NO var sá flokkur sem batt Þjóðfylk- inguna saman og réð lögum og lofum innan bandalagsins. UMNO hefur nú veikst verulega." PAS hafði hvatt Mahathir til að stofna íslamskt ríki í Malasíu en lagði ekki áherslu á þá stefnu sína í kosningabaráttunni eftir að hafa gengið til samstarfs við hófsamari múslima í stjórnarandstöðunni. Mahathir er orðinn 73 ára og hef- ur verið forsætisráðherra í átján ár, lengur en nokkur annar þjóðarleið- togi í Asíu. Hann hafði ætlað að draga sig í hlé í ár en hætti við það eftir að hafa vikið Anwar úr stjórn- inni í fyrra. Mahathir hafði sjálfur valið Anwar sem eftirmann sinn en mikil óvissa er nú um hver tekur við af honum þegar hann dregur sig í hlé. Talið er að þetta séu síðustu kosningarnar sem hann tekur þátt í. Þjóðfylkingin sökuð uin kosningasvik Eftirlitsmenn er fylgdust með framkvæmd kosninganna á vegum samtaka, sem beita sér fyrir frjáls- Reutcrs Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, fagnar sigri Þjóðfylk- ingarinnar í kosningunum í fyrradag eftir að Ijóst var að hún héldi tveimur þriðju þingsætanna. um kosningum í Asíu, sögðust í gær ekki geta dregið þá ályktun að kosn- ingarnar á mánudag hefðu verið „frjálsar og lýðræðislegar". „Við get- um ályktað að gerð hafi verið skipu- leg tilraun til að haga skráningu kjósenda þannig að sigurlíkur ákveð- inna flokka ykjust," sagði einn eftir- litsmanna, Sunai Phasuk, og kvaðst eiga við flokka Þjóðfylkingarinnar. Sunai sagði að innflytjendur frá Filippseyjum hefðu fengið bráða- birgðaskilríki til að geta kosið gegn því skilyrði að þeir kysu Þjóðfylking- una. Hann dreifði ljósritum af skil- ríkjum með myndum af sama mann- inum en mismunandi nöfnum og númerum. i Speki Agústínusar og Speki eyðimerkurfeðranna Sígildur arfur kristninnar handa nútímafólki. Góö hjálp viö íhugun og styrkur þeim sem eru leitandi. Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, tók saman Speki Ágústínusar og herra Karl Sigurbjörnsson, biskup íslands, þýddi Speki Eyðimerkurfeðranna. Hver er tilgangurinn? Hver er ég? Hvers vegna lifi ég? Hvaö gerist þegar ég dey? Þessi bók svar- ar mörgum brennandi spurningum nútímafólks út frá kristnu sjónar- horni. Hver er tilgangurinn? Augliti til auglitís - íhuganir handa konum Bók sem lengi hefur veriö beöiö eftir. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir kann vel til verka í sálgæslu kvenna og leiðir konur í stuttu og skýru máli viö íhuganir og eflingu andans. Hún kemur til móts viö konur í ýmsum aðstæðum lífsins og hjálpar nútímakonunni til aö horfa hispurslaust framan í sjálfa sig. Bækurnar fást í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31 og í helstu bókaverslunum. Skálholtsútgáfan Útgáfufélag þjóðkirkjunnar 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.