Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ - m Sagnaþætjir T ó M A S A R , M U N ÐSSON*R Perlur íslenskrar sagnaiistar Sagnaþættir Tómasar Guðmundssonar sameina skáldlegt innsæi, fagran stíl og sagnfræðilega nákvæmni. Þjóðlegur fróðleikur eins og hann gerist bestur. |M| Mál og menning|W| malogmonníng.ls I |t| I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 V Jólaskrautið frá Orrefors er komið, hvenær kemur þú? Þegar þú kemur í Leifsstöð áttu erindi í íslandica. Ferðalangar koma í vöruvalið hjá okkur. Komdu líka í íslandica Leifsstöð Simi 425 0450 ERLENT Hneykslismál í „stóru flokkunum“ í Þýzkalandi Kohl gengst við ábyrgð á leynireikningum Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari, unikringdur fréttamönnum er hann mætti á fund flokksstjórnar CDU í Berlín í gær. Arftaki Schröders í Neðra-Saxlandi segir af sér Berlín. Reuters, AFP. HELMUT Kohl, fyrrverandi kanzl- ari Pýzkalands, gekkst í gær við ábyrgð á því sem hann nefndi „mis- tök“ varðandi leynilega bankareikn- inga Kristilegra demókrata (CDU), en Kohl var formaður flokksins í 25 ár. A sérstökum aukafundi flokks- stjómar CDU í Berlín í gær játaði Kohl, sem lét af flokksformenn- skunni um leið og hann tapaði þing- kosningum í fyrrahaust, að ábyrgðin á kerfi dulinna bankareikninga, sem flokkurinn réð yfir, væri sín. „Það er því persónuleg ósk mín, að axla póli- tíska ábyrgð á mistökum sem áttu sér stað á meðan ég var í embætti," sagði Kohl í skrifaðri yfirlýsingu, sem hann las á blaðamannafundi eft- ir flokksstjórnarfundinn. Hann neit- aði að svara spumingum frétta- manna. „Sem flokksformaður taldi ég nauðsynlegt að viss mál, svo sem sérstök framlög til einstakra eininga flokksins - svo sem til pólitísks gmndvallarstarfs - ættu að með- höndlast í trúnaði," sagði hann. „Bókhaldskerfi, aðskilið frá venju- legum reikningum fjármálastjórnar flokksins, sýndist mér eiga fullan rétt á sér.“ Kohl sagði að sér þætti leitt að þetta kynni að hafa leitt til skorts á gegnsæi og bryti hugsanlega í bága við gildandi lög um stjómmála- flokka. „Það vildi ég ekki, ég vildi bara þjóni flokknum mínurn," lýsti Kohl yfu'. I ljósi hinnar opinbem umræðu um málið sagðist hann vilja firra flokk sinn frekari skaða, og tók fram að meðlimir í CDU væm 640.000 og nýir menn væm þar nú við stjórnvöl- inn. Núverandi formaður flokksins, Wolfgang Scháuble, sem áður var hægri hönd Kohls, sagði flokks- stjórnin hafa átt „mjög opnar“ um- ræður um málið, og hefði hlýtt á það sem Kohl hefði fram að færa „með mikilli virðingu". Schauble sagði flokkstjómina hafa verið einhuga í því að ekki væri ástæða til að álykta annað en að engar vafasamar hvatir hefðu legið að baki og lagði áherzlu á að Kohl, sem ber titil heiðurflokks- formanns, hefði á engan hátt notið persónulegs fjárhagsávinnings af þessu „hliðarfjármögnunarkerfi". „Við emm vissir um, að enginn hagnaðist persónulega á þessu,“ sagði Scháuble. Hvað sem því líður er slík leynileg fjármögnun og dulið bókhald ólögleg í Þýzkalandi, þar sem telja ber fram öll framlög í sjóði stjórnmálaflokka, sem fara yfir ákveðin lágmarks- mörk. í þýzkum fjölmiðjum hefur verið upplýst, að þýzkur vopnasali gi-eiddi fjármálastjóra CDU, Walther Leis- ler Kiep, eina milljón marka, and- virði rúmlega 38 milljóna króna, í reiðufé í málmtösku, sem afhent var á bflastæði í Sviss árið 1991, skömmu eftir að ríkisstjóm Kohls hafði heim- ilað útflutning stórrar hergagna- I sendingar til Sádí-Arabíu. Sakarannsókn er í gangi gegn p Kiep, sem meðal annars snýst um skattsvik af fé sem barst í flokkssjóð CDU. Kohl ítrekaði á fundinum í gær, að hann hefði ekki vitað um þessa tilteknu milljón marka greiðslu. Jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröders hefur hvatt til þess að fram fari rannsókn á því á vegum þingsins, hvort meintar ólöglegar I greiðslur til CDU hafi haft áhrif á | ákvarðanir Kohl-stjórnarinnar. Leiðtogaskipti í Neðra- Saxlandi Jafnaðarmenn sjálfir eiga annars við eigin hneykslismál að stríða. A föstudag sagði Gerhard Glogowski, arftaki Gerhards Schröders í héraðsleiðtogastólnum í Neðra-Saxl- andi, af sér forsætisráðhemaem- bættinu í kjölfar spillingarásakana. Brást forysta SPD snarlega við og ^ tilnefndi þegar á laugardag Sigmar | Gabriel eftirmann Glogowskis, en Gabriel vai- formaður þingflokks SPD á þingi Neðra-Saxlands. Flugslysið á Svalbarða 1996 Deildu um stefnuna i Ósió. Morgunbiaöið. EKKI virðist hafa verið um vélar- bilun að ræða er rússnesk farþega- þota fórst á Svalbarða árið 1996 en þá týndi 141 maður lífi, Rússar og Ukraínumenn. Að sögn norsk-rúss- neskrar rannsóknarnefndar var það ágreiningur meðal áhafnarinn- ar, sem slysinu olli. Síðustu mínúturnar áður en Tupolev-vélin rakst á Operafjall á Svalbarða, 29. ágúst 1996, deildu flugmennirnir og siglingafræðing- urinn um það hvort sveigja ætti henni til hægri eða vinstri. Hafði siglingafræðingurinn betur en með þeim afleiðingum, að vélin flaug beint á klettavegginn. Furðu vekur, að ekki skuli hafa verið hætt við aðflugið undir þess- um kringumstæðum en auk þess virðist ljóst, að siglingafræðing- num hafi verið ætlað meira verk en hann gat með góðu móti ráðið við. Viltu kaupa eða selja verðbréfí Ráðgjöf varðandi verðbréfaviðskipti hérlendis og erlendis Ávöxtun fjármuna VERÐBREFASTOFAN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.