Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 31
LISTIR
1 1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur
2 6 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell
3 2-3 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning
4 2-3 Einar Benediktsson-ll/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn
5 - Sviptingar á sjávarslóð/ Höskuldur Skarphéðinsson/ Mál og menning
6 - Vandamál Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg
7 - Útkall í Atlantshafi á jólanótt/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan
8 - Árásin/ Richard Bachman (Stephen King)/ Fróði
9-10 - Depill kann að telja/Eric Hill/Skjaldborg
9-10 - Dísa Ijósálfur/ G. Th. Rotman/ Forlagið
Einstakir flokkar: ISLENSK OG ÞYDD SKALDVERK
1 2 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell
2 - Árásin/ Richard Bachman (Stephen King)/ Fróði
3-4 1 Kular af degi/ Kristín Marja Baldursdóttir/ Mál og menning
3-4 - Leyndardómar Shambala/ James Redfield/ Leiðarljós
5 - Sumarást/ Bodil Forsberg/ Hörpuútgáfan
6 i Afródíta/ Isabel Allende/ Mál og menning
7 - Lfnur - Smásögur/Páll Hersteinsson/Ritverk
8 7-8 Stúlka með fingur/ Þórunn Valdimarsdóttir/ Forlagið
9 7-6 Lífsins tré/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
10 - Spegilmynd/Danielle Steel/Setberg
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 1 Hugástir/ Steinunn Sigurðardóttir/ Mál og menning
2-3 - Ljóðtímaskyn/ Sigurður Pálsson/ Forlagið
2-3 - Skagfirsk skemmtiljóð - III/ Bjarni S. Konráðsson safnaði efni/ Hólar
4 » Gullregn/ Þórarinn Eldjárn/ Forlagið
5 2 Sálmabók íslensku kirkjunnar/ Lögin valdi Róbert A. Ottósson/ Skálholt
ISLENSKAR OG ÞYDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur
2 - Vandamál Berts/ Sören Olsson og Anders Jacobsson/ Skjaldborg
3-4 » Depill kann að telja/ Eric Hill/ Skjaldborg
3-4 9*10 Dísa Ijósálfur/ G. Th. Rotman/ Forlagið
5-6 S Ástarsaga úr fjöllunum/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
5-6 - Bestu barnabrandararnir: Svaka stuð/ Börn tóku saman efni/ Hólar
7 - Dýrin stórog smá//Setberg
8-9 » Góða nótt, góðu vinir/ Stefán Júlíusson íslenskaði/ Setberg
8-9 - Pétur Pan/ J. M. Barrie. Edith Lowe endursagði/ Setberg
10 - Jólin koma/ Jóhannes úr Kötlum/ Mál og menning
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 - Útkall í Atlantshafi á jólanótt/ Óttar Sveinsson/ íslenska bókaútgáfan
2 3 Almanak Háskólans - Árið 2000/ / Háskóli islands
3 9 Almanak Þjóðvinafélagsins - Árið 2000/ / Hið íslenska þjóðvinafélag
4 Refirnir á Hornströndum/ Páll Hersteinsson/ Ritverk
5 - List skáldsögunnar/ Milan Kundera/ Mál og menning
6-7 - íslensk matarhefð/ Hallgerður Gísladóttir/ Mál og menning
6-7 - Sjálfstyrking kvenna/ Louise L. Hay/ Leiðarljós
8 8 Land birtunnar-Ýmis tungumál/ Haukur Snorrason og
Magnús Tumi Guðmundsson/ Snerruútgáfan
9-10 8-7 Hvað gengur fólki til?/ Sæunn Kjartansdóttir/ Mál og menning
9-10 1 í róti hugans/Kay Redfield Jamison/Mál og menning
ÆVISOGUR OG ENDURMINNINGAR
1 1-2 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning
2 1-2 Einar Benediktsson-ll/Guðjón Friðriksson/Iðunn
3 4 Sviptingar á sjávarslóð/ Höskuldur Skarphéðinsson/ Mál og menning
4 » Steingrímur Hermannsson-ll/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell
5 » Jón Leifs-Tónskáld í mótbyr/ Carl Gunnar Áhlen/ Mál og menning
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bókabúðin Hlemmi
Bókabúðin Mjódd
Bóksala stúdebta, Hringbraut
Bónus, Holtagörðum
Eymundsson, Kringlunni
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Penninn, Kringlunni
Bókabúðin Hamraborg
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavikur, Keflavík
Bókval, Akureyri, KÁ, Selfossi
Kaupfélag Hérðasbúa, Egilsstöðum
A“\ ps -
Samantekt Félagsvlsindastofnunar á sölu bóka 22.-28. nóv. 1999 Unnið fyrir Morgunblaðið,
Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímaþili, né kennsiubækur.
Sturlun maníunnar
skelfíngin í kjölfarið
BÆKUR
Keynslusaga
í RÓTIHUGANS
Saga af æði og örvæntingu eftir
Kay Redfield Jamison. Guðrún
Finnbogadóttir þýddi.
Mál og menning 1999.
KAY Redfíeld Jamison er
bandarískur sálfræðingur sem
hefur um árabil verið einn af
þekktari fræðimönnum vestan-
hafs á sviði geðhvarfasýki eða
maniodepression. I ævisögu sinni,
I róti hugans, lýsir hún á opinská-
an og eftirminnilegan hátt sinni
eigin baráttu við geðhvarfasýkina.
Það er í sjálfu sér þrekvirki að
viðurkenna opinberlega að vera
haldinn alvarlegum geðsjúkdómi;
Jamison gerði sér grein fyrir því
,að með því að birta bókina gæti
hún hugsanlega stofnað stöðu
sinni og starfsferli í hættu. Bókin,
sem kom fyrst út í Bandaríkjun-
um 1995, hefur hins vegar fengið
fádæma góðar viðtökur og kemur
nú út hér á landi í ágætri þýðingu
Guðrúnar Finnbogadóttur. Þetta
er á vissan hátt sorgarsaga, lífs-
reynslusaga, en ekki síður saga
um þrotlausa baráttu og sigur á
erfiðum veikindum í lokin; sigur
sem er þó ekki án sinna fórna.
Bókin er jafnframt skemmtileg og
líflega skrifuð; hún grípur lesa-
ndann frá upphafi til enda, spenn-
andi, svolítið tilfmningahlaðin,
fyndin, einlæg og ekki síst full af
ómetanlegum fróðleik um geðhv-
arfasýki, sem ætti að geta nýst
öllum þeim einstaklingum sem
eru að berjast við þann sjúkdóm,
ættingjum þeirra, vinum, starfsfé-
lögum og ekki síst fagfólki í geð-
lækningum.
Bókin hefst á formála þar sem
höfundur segir frá skondnu atviki
sem lýsir geðhæð eða maníu eins
og „utanfrá séð“ þar sem hún
sjálf í örlyndislátum kemst í kast
við lögregluna. Eftir það er bókin
að hluta til „ferð inn á við“ þar
sem hún lýsir sínu
eigin lífi og hvemig
hún sjálf skynjar veik-
indaköstin, sem hefj-
ast á unglingsárum,
hvaða áhrif veikindin
hafa á líf hennar, störf
og samskipti við aðra.
Undirrituð hefur
hvergi lesið jafngóðar
lýsingar á því hvernig
það er að sturlast af
maníu; hvernig þessi
ótrúlega, tælandi vel-
líðan og orka sem oft
fylgir maníunni nær
yfirhöndinni, hvernig
ímyndunaraflið verður
ofvirkt, hugsanirnar
æða áfram, rökhugs-
un, dómgreind, tilfinningastjórn
og innsæi fer veg allrar veraldar
og síðan skelfmgin sem í kjölfarið
kemur samfara misskynjunum og
ranghugmyndum. A eftir kemur
síðan geðlægðin, þar sem hugsan-
irnar verða hægfara og tregar,
þreytan yfirþyrmandi, depurð og
kviði nær óbærilegum tökum á
einstaklingnum og lífsviljinn fer
þverrandi.
Inn í frásögn Jamison blandast
síðan sjónarmið fagmannsins,
sálfræðingsins sem hefur sérhæft
sig í rannsóknum, greiningu og
meðferð á geðhvarfasýki. I því
hlutverki heldur hún nægilegri
fjarlægð frá veikindunum til að
geta útskýrt eðli þeiiTa á auð-
skilinn, afdráttarlausan hátt og
jafnframt lýsir hún meðferðinni
og þeim ýmsu vandkvæðum sem
þar koma gjarnan upp. Þótt hún
líti á veikindin sem líffræðilegan,
arfgengan sjúkdóm, bendir hún
ítrekað á mikilvægi þess að sjúkl-
ingurinn fái einnig sállækningu
samhliða lyfjameðferðinni og seg-
ir meðal annars: „Engin pilla get-
ur hjálpað mér til þess að fást við
vandann sem felst í því að vilja
ekki taka pillu. Sömuleiðis getur
engin sállækning, hversu góð sem
hún er, komið ein og sér í veg fyr-
ir geðhæða- og þunglyndisköst.
Pillur geta ekki komið manni inn í
raunveruleikann aft-
ur, þær kasta manni
þangað, slagandi, í
hendingskasti, svo
hratt að það er
stundum óbærilegt.
Sállækning er griða-
staður og orustuvöll-
ur. Eg hef verið geð-
veik, taugaveikluð,
upphafin, rugluð og
ólýsanlega örvænt-
ingaríúll. En sál-
lækningin hefur allt-
af komið mér til að
trúa því, að einn góð-
an veðurdag verði ég
fær um að takast á
við það sem að hönd-
ufn ber.“
Fordómar gegn geðsjúkdómum
eru enn lífseigir hér á landi. Það
er dapurlegt til þess að vita að of-
an á þær raunir sem oftast fylgja
því að lifa með geðsjúkdómi þurfi
að bætast andstaða, fáfræði, for-
dómar og niðurlæging annarra;
þrekvirki Jamison er ef til vill
mest fólgið í því að takast á við
fordómana með því að lýsa af
hugrekki og einurð eigin veikind-
um. Því miður, eins og Jamison
bendir réttilega á, ná fordómarnir
æði oft til heilbrigðisstéttanna og
jafnvel inn í raðir þeirra sem fást
við lækningu geðsjúkdóma. I bók-
inni sýnir hún okkur fram á að
geðsjúkdómur er ekki merki um
„gallaðan einstakling", að fjölmar-
gir einstaklingar með geðsjúk-
dóma geta lifað góðu lífi, haft
mikla starfsorku og skapandi gáf-
ur og lagt sinn skerf af mörkum
til samfélagsins og sinna nánustu.
Að lokum er vert að undirstrika
það sjónarmið Jamison að lengi
er von um bata ef einstakling-
urinn nýtur skilnings og velvilja
frá þeim sem í kringum hann eru,
sættir sig við veikindin að fullu og
þiggur rétta meðferð.
Halldóra Olafsdóttir
Höfundur er fo,rmaður
Geðlæknafélags fslands.
Kay Redfield
Jamison
N or ðurlandaráð
Bækur
Guðbergs
og Kristínar
SKÁLDÆVISÖGUR Guðbergs
Bergssonar, Faðir og móðir og dul-
magn bernskunnar og Eins og steinn
sem hafið fágar, og skáldsaga Krist-
ínar Ómarsdóttur Elskan mín ég
dey, eru tilnefndar til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs árið
2000.
Hver hlýtur verðlaunin, 350.000
danskar krónur, verður tilkynnt á
fundi í Helsingfors í næsta mánuði.
Þeir sem sitja í dómnefnd Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
fyrir íslands hönd eru Jóhann
Hjálmarsson skáld, Dagný Kri-
stjánsdóttir bókmenntafræðingur og
varamaður er Sveinbjörn I. Bald-
vinsson skáld.
Guðbergur , Kristíu
Bergsson Ómarsdóttir
ÚTSALA
70% afsláttur
Verslunin hættir, allt á aö seljast.
Geriö ein bestu kaup aldarinnar.
DAGANA 1. des. til 03 meö 4. des.
veröa vörur verslunarinnar seldar á útsölu
meö allt aö 70% afslætti.
DAGANA 6. des. til og meö 10. des.
veröa hillur, standar, borö og önnur tæki
verslunarinnar seld.
Kjöriö tækifæri fyrir þá sem vantar
t.d. hiliur í skúrinn eöa geymsluna.
I—Lækjarkot
Lækjargötu 32,
Hafnarfiröi, sími 555 0449