Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
N^jar bækur
• ADDA ímermtaskóla, eftir Jennu
og Hreiðar Stefánsson er komin út í
þriðju útgáfu. Hún kom fyrst út árið
1961.
Öddubækurnar segja heillandi
sögu ungrar
stúlku en um leið
er brugðið upp
forvitnilegri
mynd af íslensku
samfélagi um
miðbik þessarar
aldar, segir í
fréttatilkynn-
ingu.
Ennfremur
segir: „Nú er
Adda komin til
Reykjavíkur og
orðin nemandi í
Menntaskólan-
um.
í Reykjavík
opnast henni nýr
heimur, hún eign-
astnýjaviniog
mörg skemmtileg
atvik koma fyrir í
skólanum. Adda
hefur þroskast og
lítur björtum augum á lífið.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
85 bls., prentuð í Singapore. Halldór
Pétursson teiknaði myndir. Verð
1.980 kr.
• LÍFSHÆTTIR fugla eftir David
Attenborough, er þýðingu Atla
Magnússonar og Ornólfs Thor-
lacius.
Attenborough kannar sérhvern
þátt í ævi fugl-
anna og þau
vandamál sem
þeir verða að fást
við: læra að
fljúga; leita sér
fæðu; tjá sig,
maka sig og ann-
ast hreiður sín,
egg og unga;
ferðalög heims-
álfa á milli; hvem-
ig þeir bregðast
við hættum og bjarga sér við erfiðar
aðstæður.
I fréttatilkynningu segir: „David
Attenborough á engan sinn líka þeg-
ar að því kemur að hjálpa öðrum að
læra og gera fræðsluna spennandi.
Forvitni hans og hrifnæmi eru smit-
andi. Hann bendir á hvernig fuglam-
ir geta aukið á gleðina í lífi okkar og
hve mikils við fömm á mis ef við veit-
umþeim ekki athygli."
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
320 bls.Verð 5.980 kr.
David
Attenborough
Afmælisveisla
Á ÞESSU ári á rithöfun-
durinn og heimspeking-
urinn Gunnar Dal fimm-
tíu ára rithöfundaafmæli.
Af því tilefni kemur út
bókin Stefnumót við
Gunnar Dal, en þar ræðir
Baldur Óskarsson við
skáldið. Gunnar er af-
kastamikill höfundur og
þýðandi, en Baldri telst til
að Stefnumót við Gunnar
Dal sé fímmtugasta verk
hans. Eftir Gunnar liggja
ljóðabækur, skáldsögur,
heimspekirit og þýðingar.
Á síðustu árum, sem fyrr,
hafa verið að koma út eft-
ir hann nýfrumsamin
verk sem vakið hafa
mikla athygli og notið
vinsælda. Eins og sam-
talsrit Hans Kristjáns
Ámasonar við skáldið, Að
elska er að lifa, sem kom
út 1994 og skáldsagan f
dag varð ég kona, frá
1997. Nafn hinnar sí-
ðastnefndu sperrtu eyru margra sem ekki áttu
von á svona titli frá rúmlega sjötugum manni. Þar
að auki sem sagan var dagbók fjórtán ára stelpu.
Til hamingju með afmæiið Gunnar. Fyrsta bók
þín var ljóðabókin Vera. Og síðan hefurðu gefið
út meira en fimmtán frumsamdar ljóðabækur og
þú hefur líka þýtt útlensk Ijóð. Segðu mér frá ljóð-
unum þinum eða þér sem ljóðskáldi.
„Það er nú þannig með öll íslensk skáld, fyrir
utan hagyrðingana, að þau eru ekki íslensk. Hvað
sem menn segja við því,“ segir Gunnar og setn-
ingarnar koma eins og skipulagðar ljóðlínur frá
honum: „Steinn Steinarr var af amerískum
skáldaskóla. Davíð Stefánsson af sænskum. Tó-
mas Guðmundsson af írskum, Jónas Hallgrímsson
af þýskum. Svo nokkrir séu nefndir.
Eg er fyrst og fremst af engilsaxneskum
skáldaskóla. Ég leita yfirleitt í smiðjur breskra og
írska ljóðskálda og skáldskapur minn hefur mót-
ast af þeim. Þess vegna hef ég ekki á síðari túnum
verið samstiga ljóðatfsku sem byggist á módern-
isma, póstmódernisma og öðrum hliðstæðum
stefnum og straumum. Ég hef hinsvegar jákvæða
afstöðu til allra tilrauna mannsins í ljóðagerð og
menn hafa þar eins og í öðru mestan ávinning af
að hlusta á skoðanir annarra og skilja forsendur
þeirra.
Þó ég hafi kosið að fara aðrar Ieiðir þá hef ég
alltaf borið virðingu fyrir baráttu annarra skálda.
Næstum öll skáld á Islandi hafa fylgt annarri
stefnu í ljóðagerð en ég. Það þýðir ekki að það
rýri gildi hvorki þeirra né mitt. Það er gamla sag-
an að fallegasti garðurinn er sá þar sem þúsund
mismunandi blóm vaxa. Eins og Maó formaður
sagði.
Ég get ekki lýst ljóðunum mínum vegna þess að
ljóðið verður til í huga góðs lesanda. Þar er hin
endanlega gerð og gildi
Ijóðsins. Þess vegna má
segja að skáld séu misjafn-
lega heppin með lesendur
ogþað skiptir sköpum."
I heimspekinámi þinu
sem ungur maður fórstu í
nám til Indlands. Þangað
hefur varla þótt stutt árið
1951.
„Þegar ég sat yfir kúnum
norður í Svarfaðardal á
tólfta ári hugsaði ég mikið
um heimspeki. Þó að það
væri bannhelgi á heimspeki
í íslenskum sveitum. Þá
sóttu sterkt á mig hugsanir
sem ég vissi síðar að voru
úr þekktum heimspekikerf-
um. Ég hafði vit á því að
ræða þetta ekki við nokk-
urn mann nema hundinn á
bænum, sem skildi þetta að
mér fannst. Einhvers staðar
iþessum hugleiðingum tók
ég þá barnslegu ákvörðun
að skrifa sögu heimspek-
innar. Og ég gerði það. Ég skrif-
aði sögu heimspekinnar í þremur bindum. Heim-
speki austurlanda í einu bindi, gríska heimspeki í
öðru og heimspekisögu Vesturlanda í því þriðja.
Ég ákvað að afla mér heimilda í bindin fyrst og
fremst hjá heimamönnum og þess vegna fór ég til
Indlands og innritaðist í Háskólann i Kalkútta.
Ekki til að taka próf á einhverju þröngu sviði eins
og doktora er siður heldur til að afla mér þekk-
ingar hjá heimamönnum. Ég fór í háskólana í
Edenborg, Aþenu í Grikklandi og Wisconsin í
Bandarfkjunum í sömu erindagjörðum og við-
hafði sömu vinnubrögð, að nota háskólana ein-
göngu til að afla mér gagna í heimspekisögu
mína.
Ég var aldrei í skóla til að taka próf.
Skólagangan miðaðist öll við að afla gagna í
heimspekisöguna. Ég hef orðið að gjalda þess að
vera próflaus maður og því kallaður alþýðlegur
fræðimaður. Þó að yfírferð múi hafi verið mun
meiri en venjulegs doktors í heimspeki. Allar
heimildir sem ég notaði voru akademískar heim-
ildir, fengnar í háskólum, frá leiðandi háskólapró-
fessorum f heimspeki."
Þú hefur verið seinþreyttur til skrifta því þú
hefur að sjálfsögðu skrifað skáldsögur?
„Já, sú fyrsta heitir Orðstír og auður. Hún fjall-
ar um tvo menningarheima, gamlan og nýjan.
Leiðarstjarna hins fyrmefnda er orðstír.
En auður er leiðarstjarna hinnar nýju kynslóð-
ar.
Næst skrifaði ég samtímasögu sem fjallaði um
68-byltinguna og 68-kynslóðina og var skrifuð á
því herrans ári 68 þó hún kæmi ekki út fyrr en
tveimur árum síðar. Titillinn minn varð aldrei
nema undirtitill: Æska í stríði, því forleggjarinn
taldi að titillinn Á heitu sumri yrði söluvænlegri
og ég af litilmennsku lét það standa. Enda ekki í
Gunnar Dal
önnur hús að venda.
Skáldsagan Kamala varð til þannig að þegar ég
var í Háskólanum í Kalkútta fór ég oft um helgar
með vini múium í lítið þorp fyrir utan borgina.
Þorpið var svo lítið að á stuttum túna kynntist ég
öllum persónunum sem notaðar eru í bókinni.
Fyrirmyndirnar eru því lifandi. Bókin hét frá
minn hendi Græn bylting, því hún fjallaði um til-
raunir indverskra þorpa og bænda til að verða
frjálsir. Mánuði áður en bókin kom út hóf Reykja-
víkurborg mikla herferð sem hét Græna byltingin
og við breyttum titlinum í höfuðið á aðal-
kvenpersónunni.
Gúrú Górinda er furðusaga sem byijar á því að
maður deyr og endar á því að hann fæðist en Hað-
ur heimur er hins vegar hliðstæð skáldsaga við
Græna byltingu því hún fjallar um stórveldafúnd-
inn í Höfða. Ég byijaði að skrifa hana áður en
fundurinn var haldinn og var að skrifa hana á
meðan á honum stóð. Strax þá var þetta í mfnum
huga annað af stærstu augnablikum Islandssög-
unnar, þegar íslandssagan verður heimssaga.
Fundurinn í Höfða lauk skuggalegu tímabili í
heimssögunni og var upphaf nýrra og vonandi
betri túna. Fyrra augnablikið tel ég vera þegar
Leifur Eiríksson fann Ameríku."
En gleymirðu nú ekki skáldsögunni í dag varð
ég kona?
„Það mætti halda að ég skammaðist mín fyrir
hana,“ svarar Gunnar brosandi en útskýrir svo að
sú saga hafi sprottið upp af undarlegri hugmynd.
„Ég var búinn að kynna mér nokkuð ítarlega
þessa fjóra menn sem hafa lifað á jörðunni síðast-
liðin tvær og hálf milljónir ára. Það eru þeir homo
habilis, homo erectus, homo sapiens og homo sap-
iens sapiens, sem erum við. Mín hugmynd var
þessi:
Hvemig verður homo quintus?
Og ég hugsaði með mér að hvemig væri að sefj-
ast upp á vegginn eða upp á þennan helga stein
sem gamalmönnum er ætlaður, dingla löppunum
og skrifa sögu fyrsta homo quintus í veröldinni.
Fyrsta eintak homo quintus ákvað ég að yrði
stelpan Guðrún sem fæðist í vesturbænum. Guð-
rún veit ekki hver hún eiginlega er, fjölskylda
hennar veitþað ekki heldur ogþaðan af síður
lesandinn. Eg var gagnrýndur fyrir það að engin
fjóitán ára stelpa hugsaði eins og Guðrún. Sumir
kröfðust „eðlilegrar" sögu „eðlilegrar" fjórtán
ára stelpu en þá bók held ég að búið sé að skrifa
að minnsta kosti tíu þúsund sinnum og ég hafði
enga löngun til að verða númer tíu þúsund og eitt
íþví umfangsefni.
Bókin fjallar þó aðallega um goðsögur og skiln-
ing á goðsögum. Menn hafa gert mér uppi skoð-
anir og fjandsamlega afstöðu til konunnar vegna
hugleiðinga Guðrúnar en Guðrún er skáldsagnap-
ersóna sem skiptir um skoðun á hverri blaðsfðu.
Fjandsamleg afstaða hennar til karlmanna til
dæmis er miklu fremur ótti, forvitni eða skilning-
ur, ekki afstaða mín. Ef menn vilja kynnast af-
stöðu minni til konunnar og stöðu hennar i' fortíð,
núti'ð og framtí'ð, finna þeir hana í samræðubók
okkar Baldurs Óskarssonar, Stefnumót við Gunn-
ar Dal. Þar ræðum við þessa hluti í löngu máli.
Það hefur aldrei hvarflað að mér að segja kon-
um hvemig þær eigi að vera og hvemig þær eigi
ekki að vera. Hins vegar hef ég búið við það alla
ævi eða alveg frá því ég þornaði bakvið eymn að
konur væm að segja mér hvemig ég ætti að vera
og hvemig ekki og það hefur verið mér til góðs.“
• ÓMÖG ULEGIR foreldrar eftir
Brian Patten í þýðingu Árna Árna-
sonar, er ætluð ungum lesendum.
Foreldradagurinn nálgast í skól-
anum en Benni og María fyllast
kvíða og skelfingu. Þeim finnst
pabbi og mamma ægilega hall-
ærisleg og óttast að þau verði til at-
hlægis í skólanum.
Utgefandi erÆskan ehf. Teikn-
ingar í bókinni eru eftir Arth urRob-
ins. Bókin er 60 bls., prentuðí Viðey
ehf.Verð: 1.290 kr.
• ÍSLENSK heiðursmerki eftir
Birgi Thorlacius er leitast við að
rekja sögu fálkaorðunnar og annarra
íslenskra heiðursmerkja, svo og
þeirra heiðurs-
merkja sem efnt
var til á dögum
konungdæmisins
og sérstaklega
voru ætluð Is-
lendingum. Einn-
ig er nokkuð um
dannebrogsorð-
una og heiðurs-
pening sem ætl-
aður var þeim
sem þátt tóku í
Slésvíkurófriðnum 1848-1850 og
1864, en í þeim hópi voru nokkrir ís-
lenskir sjálfboðaliðar.
Höfundur þessa rits er fyrrver-
andi formaður orðunefndar.
Útgefandi er Háskólaútgáfan.
Bókin er 131 bls., kilj. Háskólaútgáf-
an sér um dreifingu.Verð2.500 kr.
BÆKUR
Skáldsaga
SÆGREIFI DEYR
eftir Áma Bergmann. Mál og
menning, 1999 - 200 bls.
SKÁLDSAGA Áma Bergmann,
Sægreifi deyr, er að mörgu leyti
læsilegt verk. Stíllinn er lipur, per-
sónurnar vakna til lífsins á síðunum
og umfram allt er hún vettvangur
skoðanaskipta. En hún er þó ekki
gallalaust verk. Á vissan hátt hefur
skáldsagan á sér raunsæisyfirbragð.
Þannig er hún vettvangur samfé-
lagslegrar umræðu, ekki síst um
kvótakerfið og hversu hæpið það er
að leggja þvílíkt fjöregg í hendur
fárra einstaklinga. Persónurnar lifa
einnig og hrærast í umhverfi sem er
kunnuglegt. En höfundur finnur
skáldsögu sinni stað í staðleysu,
borg sem ekki er til, einhvers staðar
á norðvestanverðu landinu, borg
sem hefur mörg einkenni sjávar-
þorpa.
Borgina nefnir Árni Álfheima.
Hún hefur því öðrum þræðinum
táknlegu hlutverki að gegna. Um-
hverfið einkennist af kynferðisleg-
um táknmyndum og hran úr borgar-
hamrinum er
táknrænt fyrir það
samfélag sem þar er.
Það er að hruni komið.
Sama gildir um efna-
hagslegan grundvöll
borgarinnar. Hann er
að bresta. Sagan er því
dálítið heimsósóma-
kvæði á táknsviðinu og
augljóslega spegil-
mynd Islands. Sægr-
eifinn í bókinni, Ólafur
Björnsson, heldur á
fjöreggi borgarinnar.
Fyrirtæki hans eru
undirstaða hennar.
Sagan snýst um sein-
ustu daga þessa manns, varpar ljósi
á h'f hans, afkomendur og nánustu
samstarfsmenn.
Ólafur Bjömsson er hörkutól sem
skorið hefur á öll tilfinningabönd.
Böm hans hafa mótast af því og era
eins konar reköld. Björn, sonur
hans, er misheppnaður ferðamála-
spekúlant, Sigrún dóttir hans er í
senn óvirkur alkóhólisti og róttækl-
ingur og feministi með vonbrigðin í
farteskinu. Gunnar, sonur hans er
misheppnað skáld sem aldrei kemur
neinu á blað, er líkastur barni og
lætur aðra sjá fyrir sér. Innviðir fjöl-
skyldunnar era fúnir og raunar ekk-
ert eftir nema óvild Ólafs í garð
bama sinna. Hann
treystir þeim ekki og
síðustu ráðstafanir
hans í lífinu mótast af
þeirri tortryggni.
Framkvæmdastjóri
hans, Ársæll, situr svo á
svikráðum við fjöl-
skylduna og ráðskona
Ólafs sem hann hafði þó
einna helst metið nokk-
urs, heldur við Gunnar
son hans, giftan mann-
inn. Það er því fátt sem
heldur byggingunni
saman og skáldsögunni
er því valinn sögutími
rétt fyrir hranið.
Sagan er þó umfram allt annað
umræðuvettvangur, ekki bara um
sægreifa og kvótamál heldur ýmis-
önnur mál, svo sem upplausn vinstri
hugsjóna og feminisma. Það er
vandasamt verk að koma þjóðfélags-
legri umræðu fyrir í skáldsögu svo
að vel sé. Mér finnst Árni sleppa fyr-
ir horn þannig að umræðan kæfir
aldrei söguna sjálfa þó að sums stað-
ar teygi hann hana fulllangt í þjón-
ustu málefnanna.
Einn helsti galli sögunnar að mínu
mati er að erfitt er að öðlast samúð
með nokkurri persónu hennar. Það
er eins og andúð höfundar á per-
sónunum og duglausum borgar-
askap þeirra og smáborgaraskap
skíni fullmikið í gegnum textann og
geri söguna ótrúverðugri fyrir
bragðið. Það er fátt jákvætt hægt að
segja um nokkra persónu sögunnar.
Helst er það þó Rakel, ráðskona Ól-
afs, sem gæti talist sú andstæða sem
skerpt gæti mynd hinnar voluðu
sægreifafjölskyldu. En í lokin er
engu líkara en mynd hennar gufi
upp, hún verði sama marki brennd
og hinir - kannski af því að liggja of
lengi í sama saltpækli.
Lengst af finnst mér sagan sjálf
lofa góðu en hún rennur dálítið út í
sandinn í lokin. Það er eins og vanti
eitthvert mótvægi, einhverjar and-
stæður eða óvæntar uppákomur í
hina löngu fyrirséðu sögulausn. Að
mörgu leyti er Sægreifi deyr gott
verk. Persónur era kunnáttusam-
lega dregnar upp og byggingin er
markviss. Sagan er
umræðuvettvangur um mál sem era
á döfinni og þau rædd af lipurleika.
En hún er fullfyrirsjáanleg og sögu-
samúðin fer fyrir ofan garð og neð-
an.
Leiðrétting: Mér urðu á þau leiðu
mistök í ritdómi um ljóðabók eftir
Elías Mar að beygja ekki síðara nafn
hans í eignarfalli. Þetta er þeim mun
vandræðalegri uppákoma þar sem
bók Elíasar Marar heitir Mararbár-
ur. Sömuleiðis féllu niður línubil
milli erinda í kvæðum hans. Bið ég
Elías afsökunar á þessum mistökum.
Skafti Þ. Halldórsson
Voluð sægreifafj ölskylda
Árni Bergmann