Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 35

Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 35 LISTIR Á myndinni má sjá Hauk Snorrason og Snorra Shorrason útgef- anda afhenda forseta íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, eintak af bókinni á Bessastöðum. Land birtunnar Nýjar bækur • HEIMUR kvikmyndnnna. er í rit- stjóm Guðna Elíssonar. Bókin inni- heldur hartnær 90 ritgerðir eftir 70 höfunda um kvikmyndasögu og kvikmyndalist, prýddarum 1.200 ljósmyndum. Fyrst er fjallað um kvikmyndir ólíkra þjóðlanda og rakin saga kvikmyndarinnar á 20. öld. Þá er rætt um ýmsar kvikmyndagrein- ar og í þriðja hluta er fjallað um sambandið milli kvikmynda og samfélags. Þá er rætt um tengsl stjórnmála og kvikmynda, kynjafræði tengd kvikmyndum og stjömur og leiklistarfræði skoðuð nánar. Loks er fjallað um íslenskar kvikmyndir í alþjóðlegu samhengi. Guðni er lektor í almennri bók- menntafræði við HÍ og hefur starfað sem kvikmyndagagnrýnandi á Stöð 2 og DV. Utgefandi er Forlagið í samvinnu við art.is. Kápuhönnun: Fíton. Bókin er 1.024 bls., prentuð íSteinholti. Verð: 6.980 kr. • SAGAN afbláa hnettinum er eft- ir Andra Snæ Magnason. Á bláum hnetti lengst úti í geimn- um búa ótal börn sem fullorðnast ekki. Enginn skipar þeim fyrir verkum, börnin sofna þar sem þauverðaþreytt, borða þegar þau em svöng og leika sér þar sem þeim dettur í hug. Eitt kvöldið þeg- ar Brimir og Magnason Hulda era stödd í Svörtufjöra birt- ist stjarna á himni sem stefnir beint á þau! Þá hefst hættulegt ævintýri sem leiðir börnin um myrka skóga, djúpa dali og loftin blá. Reynir þá sem aldrei fyrr á vináttu og þraut- seigju barnanna á bláa hnettinum. Andri Snær hefur áður sent frá sér leikrit, ljóð og smásögur. Hann hlaut viðurkenningu Þjóðleikhússins fyrir leikgerð Sögunnar af bláa hnettinum og er hún væntanleg á fjalirnar á næsta ári. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 96 bls., prentuð íDan- mörku. Aslaug Jónsdóttir hannaði bókina og myndskreytti hana. Verð: 1.990 krónur. • NJÁL USLÓÐIR - Örnefni og staðfræði Njáls sögu er eftir Bjarka Bjarnason. I bókinni era dregin fram öll þau staðarheiti sem fyrirfinnast í Njálu, en þau eru á fjórða hundrað, og gerð er grein fyrir þeim. Verkinu er skipt í kafla eftir sýslum og er örn- efnum þar raðað í stafrófsröð. Aft- ast í bókinni eru örnefni þau á er- lendri grand sem við sögu koma. I bókinni er á annað hundrað ljós- mynda, teikninga og korta. Stór hluti ljósmyndanna kemur nú fyrir almenningssjónir í fyrsta sinn, segir í fréttatilkynningu. Útgefandi erMál ogmynd. Bókin er254 bls. og fylgir sérprentað Is- landskort ílit með öllum örnefnum Njálu. Umbrot: Mál ogmynd. Kápu- gerð: Guðjón Ketilsson. Prentun: Steindórsprent-Gutenberg. Bók- band: Félagsbókbandið-Bókfell. Verð: 3.990 kr. • FRUMSPEKINI eftir Aristóteles er í þýðingu Svavars Hrafns Svav- arssonar, sem einnig ritar inngang. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Frumspekin I er eitt áhrifamesta rit í sögu heimspekinnar. Hér ræðir Aristóteles og metur viðhorf Platons og fyrirrennara sinna til spurninga um eðli og gerð veraleikans og mót- FORRÁÐAMENN Snerruútgáf- unnar afhentu forseta Islands, Ólafi Ragnari Grímssyni, eintak af ljósmyndabókinni, Land birt- unnar, eftir Hauk Snorrason ljós- myndara og Magnús Tuma Guð- mundsson jarðeðlisfræðing, en forseti íslands skrifar ávarp í ar sína eigin kenningu. Með henni er lagður grannur að umræðu sem sett hefur mark sitt á gervalla vestræna heimspeki allt fram á þennan dag. Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Ritið, sem er 112 bls., er39. Lærdómsrit félagsins. Verð: 1.990 kr. • STJÓRNMÁLAHEIMSPEKI er eftir Hannes Hólmstein Gissurar- son. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Stjórnmálaheimspeki er greining oggagnrýniá fimm framhug- tökum stjórnmál- anna, frelsi, lög- um, ríkisvaldi, réttlæti og lýð- ræði. Sagt er frá ýmsum svörum við því, hvers vegna menn eigi að hlýða lögum, og rætt um lág- marksríki, þjóðríki, sambandsríki og ríkjasambönd. Einnig er lýst helstu kenningum um réttlæti og þær greindar og gagnrýndar. Loks era ýmsar lýðræðiskenning- ar bornar saman og kynntar hug- myndir um stjórnarskrárbundið lýð- ræði. Það er Hið íslenska bókmenntafé- lagsem gefur út. Bókin er284 bis. Verð: 2.790 kr. • ÚTKALL á jólanótt er í sam- talsbók Óttars Sveinssonar við fimm skipsbrotsmenn af ms. Suðurlandi þar sem þeir lýsa ógnvænlegri vist í hálfbotnlausum gúmbáti eftir að skip þeirra sökk norðan heimska- utsbaug á jólan- ótt 1986. Þeir stóðu í spariföt- unum í sjó upp í hné í 13 klukku- stundir - sumir berfættir. Islend- ingar, Danir og Bretar eru í aðal- hlutverkum í þessari frásögn sem gerist á hafi úti, erlendis og hér heima - ekki síst fimm Danir af eft- irlitsskipinu Vædderen og þyrlu skipsins en þeir sýndu ótrúlegt ár- æði við björgun Islendinganna, segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að meðan á gerð bókarinnar stóð hafi fengist staðfest hjá yfirmanni í breska varnarmálar- áðuneytinu í London að sökkvandi íslenskt skip hefði orðið til þess árið 1986 að kafbátur breska sjóhersins missti hlustunarkapal sinn. Útgefandi er íslenska bókaútgáf- an. Bókin er 208 bls., með 60 Ijós- myndum. Verð: 3.980 kr. bókina. I Landi birtunnar eru 90 ljósmyndir úr náttúru íslands auk mynda frá Reykjavík. Magn- ús skrifar landlýsingu og mynda- texta í bókina. Auk íslensku, kemur Land birtunnar út á ensku, þýsku, frönsku og spænsku. • HÁSPENNA lífshætta - Sigur- fínnur Jónsson skotveiðimaður er lífsreynslusaga skrásett af Árna Gunnarssyni. í fréttatil- kynningu segir að Saga Sigur- finns Jónssonar sé hrífandi og spennuþrungin lífsreynslusaga manns sem margsinnis hefur vegið salt á ystu brún hengiflugs, á milli lífs og dauða. Með ótrú- legum sjálfsaga hafi honum tekist að þjálfa sig upp eftir líkamleg örkuml af völdum 11.000 volta há- spennustraums sem fæstir hefðu lifað af. Útgefandi er Mál og mynd. Bók- in er 222 bls. prentuð í Steindórs- prenti-Gutenberg. Umbrot: Mái og mynd. Bókband: Félagsbókbandið- Bókfell. Kápugerð: Guðjón Ketils- son. Verð: kr. 3.990. • TOGARASAGA með tilbrigðum eftir Hafliða Magnússon er endur- útgefin. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Síðutogararnir eru að syngja sitt síðasta. Á heimamiðum er aflaleysi og þá er kúrsinn tekinn á Græn- landsmið og túrinn tekur marga mánuði. Til að manna skipin verða yfirmenn að kemba búllur bæjar- ins og menn eru „sjanghæjaðir“ um borð, en margt gerist á sæ og þegar komið er til hafna vill margt til standa.“ I bókinni er raunsönn lýsing á lífinu um borð í togara á árum áð- ur, krydduð kímni og gamansemi. Bókin kom fyrst út árið 1981. Útgefandi er Hiidur og Muninn bókaútgáfa. Myndir í bókinni eru eftir Magnús Oskarsson en Hiidur Gunnarsdóttir gerði káputeikn- ingu. Bókin er 136 bis. unnin í Singapúr. Verð: 2.480 kr. • HVALIR er eftir Robin Kerrod, í þýðingu Örnólfs Thorlacius. I fréttatilkynningu segir: „Hval- irnir eru nánustu ættingjar okkar í undirdjúpum hafanna. Þessi bók opnar ungum lesend- um sýn inn í furðuheim þeirra. Hér kynnumst við tannhvölum og skíð- ishvölum, hverju munar í líka- msgerð þeirra og fæðuvali. Við fá- um að vita hvers vegna sumir hvalir en ekki aðrir hjálpast að við fæðuöflun og hvernig margir stærstu hvalirnir sía fæðu sína úr vatninu." Útgefandi er Skjaldborg. Bókina prýða um 180 litijósmyndir. Bókin er 64 bls., í stóru broti, prentuð í Singapúr. Verð 1.980 kr. Bjarki Bjarnason Sigurfínnur Jónsson V Frábærar vörur á frábæru ver&i Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyöingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyöingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá byly ». Laboratorios byly S.A. Utsolustaoir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvik, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Ffna Mosfellsbæ, Sauöárkróks Apótek, Fínar Línur, Vestmannaeyjum. Oreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 GLORIA Slökkvitæki HÚSASMIÐJAN • Duftslökkvitæki • 6kg. • Veggfesting • Þrýstingsmælir með prufustút • Auðvelt í notkun 7^32. ,|ól;it illroð 5.995 kr. Sími 525 3000 • www.husa.is ART CALLERY Rauðarárstíg 14 sími 551 0400 Kringlunni sími 568 0400 foId@artgalleryfold.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.