Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 40

Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN T Umtalað en óumdeilt Jslenskt leikhús er faglega framscekið en efnislega íhaldssamt. “ IKistunni, vefriti um hug- vísindi, fer fram fróðleg umræða um menningu og listir og þar skrifar Hlín Agnarsdóttir pistla um leikhúsmál. Hún hefur til þessa ritað tvo slíka, annar er hugleið- ing hennar um sýninguna Hellis- búann og telur hún sýninguna afturhaldssama í viðhorfum sín- um til hlutverka kynjanna. Má það vafalaust til sanns vegar færa en hér verður það ekki end- urtekið því hægast er fyrir les- endur að nálgast Kistuna á eigin spýtur. I inngangi að umfjöllun um Hellisbúann hleypir Hlín á skeið undir yfmskriftinni SjálMrkur ritskoðari og fjallar þar um hlut- VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson skipti þeirra sem berjast við að halda höfði í ólgusjó leikhúsanna, sérstaklega leik- stjórarnir sem enj sannarlega fleiri en verkefnin og því margir um hituna. Pegar einnig er horft til þess að aðeins eru þrjú leikhús á landinu, Þjóðleikhús, Borgar- leikhús og Leikfélag Akureyrar, sem greiða samningsbundin laun þá eru afkomumöguleikar at- vinnuleikstjóra næsta takmark- aðir, nema þeir hafi ýmislegt annað í takinu, séu leikarar, rit- höfundar, þýðendur, trésmiðir, málarar, blaðamenn, al- þingismenn, leikhússtjórar, fram- kvæmdastjórar eða menningar- vitar, svo fátt eitt sé nefnt af því sem íslenskir leikstjórar taka sér fyrir hendur í hjáverkum og duga vel til. Pistill Hlínar fjallar þó ekki um þetta heldur hitt að þeir sem berjast um verkefnin á sviðum leikhúsanna þurfa að gæta þess að halda vinsældum sínum innan leikhúsanna svo þeir lendi ekki utan leikhúsanna. Ræður þar auðvitað mestu að halda vinsæld- um hjá þeim sem ráða mestu, segja ekki neitt nema það sem fellur í kramið. Varla er leikhús- heimurinn einn um að hafa slík áhrif á áhangendur sína, öllum þykir lofið gott og vilja fremur launa fagurgala en harða gagn- rýni. Um leið fer vel á því að nefna af og til skortinn á mál- efnalegri umræðu um fagið og listina, og hrista svo höfuðið yfir mannfæðinni og nálægðinni sem kemur í veg fyrir slíkt - það er nú annað í útlandinu þar sem um- ræðan er öll á hærra og málefna- legri plani. Hlín Agnarsdóttir segir eftir- farandi: „Nú er það svo í dag, að nær engin umræða fer fram um leik- list og leikhúsið þolir illa og helst enga umræðu, nema þá sem felur í sér lof og hrós. Vandkvæðið við gagnrýna umfjöllun er hin sjálf- virka og innbyggða skoðanakúg- un, sem er ekki aðeins í stofnun- unum sjálfum, hún er líka orðin hluti af hugsun þeirra sem gjarn- an vilja tjá sig um málefni list- greinarinnar. Það er rík tilhneig- ing að líta á umræður og skoðanaskipti innan eða utan leikhússins sem merki um nöld- ur, leiðindi eða einfaldlega gam- aldags hugsunarhátt. Þetta helgast m.a. af því að leik- húslistamenn eru metnir að verðleikum eftir fjölda verkefna sem þeir fá og vinna að hverju sinni. Þeir sem eru svo heppnir að vera innan stofnana með verk- efni þora lítið að tjá sig opinber- lega af hræðslu við að vera „tekn- ir á teppið“ hjá leikhússtjóranum og falla þar með í ónáð. Hinir sem eru svo „óheppnir" að vera utan stofnana þora ekki heldur að tjá sig af hræðslu við að kom- ast aldrei inn á teppið hjá leik- hússtjórunum til að skrifa undir hugsanlegan samning. Og að lok- um eru það svo þeir sem eni hvergi, þ.e. hvorki með verkefni innan stofnana né hjá sjálfum sér, hvað þá á starfslaunum, en hafa samt heilmikið að segja, en þora það ekki af hræðslu við að vera þá alltaf „hvergi". Spurning- in er, vilja leikhúsmenn einhverja umræðu, aðra en þá sem fer fram í búningsklefum, göngum og kaffistofum og einstaka sinnum eftir lok leiksýninga? Þurfa leik- húsmenn ekkert að tjá sig um fagið, listina, starfið? Til hvers er leikhúsið?" Einfaldasta svarið er að ís- lenskt leikhús gegnir hlutverki skemmtunar og upplyftingar, það er vönduð listræn afþreying, unn- in af mikilli fagmennsku, stund- um menningarleg, stundum lág- kúruleg, oftast einhvers staðar þar mitt á milli. Islenskt leikhús er faglega framsækið en efnis- lega íhaldssamt, það nýtur mik- illa almennra vinsælda og hefur unnið gríðarlega á í samkeppni við aðra afþreyingarmiðla; það hefur náð til ungs fólks og er orð- inn vettvangur þeirra sem vekja hvað mesta athygli í dægurpress- unni. íslenskt leikhús er vinsælt, léttvægt og umtalað. Það er hins vegar ekki umdeilt og vekur sjaldan máls á siðferðilegum eða póltískum spurningum. Það blandar sér ekki í þjóðfélagsum- ræður. Leikhús af þessu tagi þarf ekki á umræðu um „fagið, listina og starfið" að halda. Leiklistar- gagnrýnendur hafa ekki vakið máls á þessu vegna þess að þeir taka leikhúsið ekki nægilega al- varlega. Þeir eru sáttir við af- þreyingarhlutverk þess og hafa ekki sjálfstæðan metnað til að krefja leikhúsfólk um annað. Vafalaust vekja þessar fullyrð- ingar ýmiss konar viðbrögð með lesandanum. Gott og vel. Spyrja má hvers vegna ekki þrífist hér hliðstæð umræða um leiklist og á sér stað um bók- menntir. Svarið er að mínum dómi fólgið í því að hér hefur ekki orðið til sjálfstæð grein leik- húsfræða á háskólastigi. Akademísk umræða um íslenska leiklist er ekki til staðar. Þeir leikhúsfræðingar sem stundað hafa nám í háskólum erlendis hafa ekki sameiginlegan vettvang til rannsókna og umræðna. Dramatúrgísk kunnátta er tilvilj- anakennd og innan leikhúsanna hefur enn ekki tekist að hefja þann þátt til viðhlítandi virðing- ar. Fræðileg umræða um leiklist á sér ekki stað vegna þess að for- sendur og sameiginlegan vett- vang til umræðna skortir. Dómurum ber að stuðla að því að upplýsa mál GAGNRYNI á dóm- stóla og störf þeirra er sjálfsögð í nútíma lýð- ræðis- og réttarríki. Slík gagnrýni þarf hins vegar að vera málefna- leg og sanngjörn, ekki síst í Ijósi þess að dóm- arar eiga, stöðu sinnar vegna, erfitt með að verja gerðir sínar á op- inberum vettvangi. Þá er sjálfsagt að gera þá kröfu til lögfræðinga, sem gera athugasemdir við niðurstöður tiltek- ins dómsmáls eða með- ferð máls fyrir dómi, að þeir færi viðhlítandi rök fyrir að- finnslum sínum. I frétt á baksíðu í Morgunblaðinu 27. nóvember sl. eru réttilega höfð eftir mér ummæli þess efnis, að ég telji vafa leika á að jafnræðisregla hafi verið virt, þegar Hæstiréttur ákvað að styðjast við álit sérfræðings í dómi sínum frá 28. október sl. í máli, þar sem maður var sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni. Eg lét þessi orð falla í viðtali við blaðið af öðru tilefni. Vegna þess að í því viðtali gafst ekki tóm til þess að rökstyðja þessi ummæli mín með viðhlítandi hætti mun ég, að gefnu tilefni og með skírskotun til þess sem að framan segir, freista þess að gera það í stuttu máli. Þegar viðtalið var tekið vai' mér ókunnugt um meðferð málsins fyiir Hæstarétti. Ég hef nú sannfrétt að óformlega hafi verið rætt um til- greint atriði milli réttarins og ákæru- valdsins. Vil ég að þetta komi fram, í Ijósi þess sem hér fer á eftir. í sakamálaréttarfari er lögð meg- ináhersla á að leiða hið sanna í ljós í hverju máli, vegna þess að það brýtur freklega í bága við réttarvitund al- mennings ef saklaus maður er dæmd- ur til þess að þola refsingu. Með þessu móti er hins vegar ekki einasta stefnt að því að koma í veg fyrir, að saklausir menn verði dæmdir sekir, heldur jafnframt að þeir, sem sekir eru, verði beittir lögmæltum viður- lögum. Samkvæmt þehri meginreglu, sem gildir í mörgum réttarríkjum, þ.á m. hér á landi, að leiða skuli hið sanna í ljós í sakamálum, hvílir mun ríkari skylda á dómurum í þeim málum en í einkamálum að hafa frumkvæði að því að upplýsa þau málsatvik sem þeir telja óljós.** Umrædd regla gildir m.a. í Danmörku og Noregi, sbr. Straffeproces eftir Evu Smith, útg. 1994, bls. 18, og Norsk straffep- rosess I eftir Johs. Andenæs, útg. 1999, bls. 6. Þess má geta að Danir og Norðmenn búa í megindráttum við sama réttarfar og við íslendingar. Þeir annast þó ekki öflun sönnunar- gagna sjálfir, heldur geta þeir beint þeim tilmælum til aðila, fyrst og fremst ákæruvalds, að afla tiltekinna gagna og er ákæruvaldinu skylt að fara eftir þeim tilmælum, sé þess kostur. í 2. mgr. 156. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (opl.) segir þannig orðrétt: „Nú er málatil- búnaði áfátt, án þess að nauðsynlegt þyki þó að vísa máli frá eða ómerkja héraðsdóm, og getur þá Hæstiréttur lagt fyrir aðila að afla gagna um til- tekin atriði eða grípa til annarra að- gerða til að ráða þar bót á.“ Þótt gengið sé út frá, að þetta skuli að jafnaði gert áður en málflutningur fer fram, virðist ekkert vera því til fyrir- stöðu að ákvæðinu sé beitt, ef þörf þykir, eftir að mál hefur verið dóm- tekið, sbr. 131. gr„ sbr. 163. gr. opl. Reglan um að leiða skuli hið sanna í ljós hefur það m.a. í för með sér að ekki skiptir máli hvenær yfirlýsingar koma fram undir rekstri sakamáls, sbr. 2. mgr. 117. gr. opl. Samkvæmt því væri dómurum t.d. skylt að verða við síðbúinni kröfu verjanda um að fá að leggja fram ný gögn til að upplýsa málið, nema þau séu sýnilega þarf- laus, sbr. 4. mgr-. 128. gr. opl. Eiríkur Tómasson í ljósi þessa og með vísun til 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannrétt- indasáttmálans er ég þeirrar skoðunar, eins og fram kom í fyrr- greindu viðtali, að Hæstarétti hafi bæði verið rétt og skylt að heimila verjanda ákærða í umræddu máli að leggja fram ný sér- fræðiálit í máhnu, eins og á stóð, sbr. og 3. mgr. 155. gr. opl. Hins vegar vaknar þá sú spurning hvort réttin- um hafi jafnframt borið að gefa ákæruvaldinu kost á að leiða hlutað- eigandi sérfræðinga fyrir dóm og beina til þeirra spurningum. I dómi Hæstaréttar segir orðrétt, eftir að rétturinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að verjandanum hafi verið heimilt að leggja fram sér- fræðiálitin: „Þess er þó að gæta við mat á sönnunargildi þessara gagna, að höfundar þeirra hafa ekki komið fyrir dóm til að staðfesta og skýra þau.“ Þrátt fyrir þessi orð var Hæsti- réttur þeirrar skoðunar að álitsgerð eins þessara sérfræðinga drægi úr styrkleika þeirrar niðurstöðu að framburður kæranda í málinu væri trúverðugur. Þai' með verður ekki annað séð en höfð hafi verið hliðsjón af álitinu þegar meirihluti réttarins komst að þeirri niðurstöðu að sýkna bæri ákærða af kröfu ákæruvaldsins í málinu. Vegna þess að Hæstiréttur taldi að það myndi styrkja sönnunargildi sérfræðiálitanna, ef höfundar þeirra staðfestu þau og skýrðu fyrir dómi, og vegna þess ennfremur að höfð var hliðsjón af einu þehra, þegar komist var að niðurstöðu í málinu, tel ég, með vísun til þess hlutverks dómara í sakamálum sem gerð er grein fyrir að framan, að Markmiðið með því hefði að sjálfsögðu verið að fá úr því skorið hvort álit hans væri þess eðlis, eftir að báðum aðilum hefði gefist kostur á að spyrja hann, t.d. frammi fyrir héraðsdómara, að styðjast bæri við það við úrlausn málsins. Aðilum að opinberu máli, þ.e. ákæruvaldi og ákærða, er hvorki Dómur Eðlilegt hefði verið, að mati Eiríks Tómasson- ar, að rétturinn legði fyrir ákæruvaldið eða beindi því a.m.k. til þess að leiða umræddan sér- fræðing fyrir dóm. heimilt að ráðstafa sakai'efni né að semja um meðferð þess, þ.á m. hvaða atvik skuli lögð til grundvallar dómi í málinu. Því hefði það ekki átt að koma í veg fyrir að Hæstiréttur beindi fyrrgreindum tilmælum til ákæinjvaldsins í umræddu máli, þótt það eða vei'jandi ákærða hafi ekki krafist þess í umræddu máli að sér- fræðingamir kæmu fyrir dóm. Með tilliti til meginreglunnar um jafnræði aðila fyrir dómi hefði, að mínu áliti, verið eðlilegast að Hæsti- í'éttur hefði tekið málið fyrir á sér- stöku dómþingi skv. 3. mgr. 156. gi'. opl. í þvi skyni að upplýsa báða aðila um það að rétturinn féllist á að sér- fræðiálitin væru lögð fram. Samhliða hefði verið rétt, eins og að framan segir, að Hæstiréttur hefði lagt fyrir ákænjvaldið eða beint því til þess að leiða sérfræðingana fyrir dóm. Um það, hvort sú skýrslugjöf hefði breytt niðurstöðu réttarins, verður að sjálf- sögðu ekkeih sagt. Niðurstaða meh-ihluta Hæstarétt- ai' var byggð á þeiiri þýðingai-miklu reglu í réttarríki, sem m.a. kemur fram í 2. mgr. 70. gr. stjórnai’ski'ár- innar og 2. mgr. 6. gr. Manm'éttinda- sáttmála Evi'ópu, að hver maður, sem boi'inn er sökum um refsiverða hátt- semi, skuli talinn saklaus þai' til sekt hans hefur verið sönnuð. Itrekað skal að með því, sem að framan segh', er ég ekki að gagnrýna þessa niður- stöðu, enda ófær um það vegna þess að ég hef hvoi'ki haft tækifæri til að kynna mér gögn málsins né verið við- staddur þinghöld í því. Höfundur er prófessor í lögum við Háskóla íslands. Kæra rfldsstjórn EITT atkvæði hef- ur ekki mikið vægi þegar á heildina er litið, en samt sem áð- ur verð ég að segja ykkur að ef lögform- lagt mat á umhverfis- áhrifum vegna Fljóts- dalsvirkjunar er ekki framkvæmt á Eyja- bakkasvæðinu, þá lofa ég að kjósa ykkur ekki aftur. Það er einkum tvennt sem ég hef í huga með þessu: Að ég sem kjósandi fylgi minni sannfær- ingu og leggi lóð mitt á vogarskál- ina. Ég tel þetta mál svo geysilega Eyjabakkar Við sem erum lifandi í dag eigum ekki þetta land, segir Róbert Róbert Mellk Mellk, alls ekki - það er bara í okkar vörslu. mikilvægt fyrir komandi kynslóðir að ég get ekki annað en sagt að at- kvæði mitt í næstu Alþingiskosn- ingum mun einvörðungu fara eftir því hvaða afstöðu stjórnmálaflokk- arnir taka varðandi mat á umhverfisáhrif- um; að fleiri fari eftir sinni sannfæringu, og þá sérstaklega þeir sem kusu ykkur síð- ast, og lofa því sama og ég. Ef nógu margir rísa upp og taka ákveðna afstöðu, þá er það eindregin von mín að þið munuð loksins sjá að það er að sjálfsögðu ykkar pólitíska ábyrgð að virða til fulls skoðanir yfirgnæfandi meirihluta lands- manna sem vill láta framkvæma lögfoi-mlegt mat á umhverfisáhrif- um á Eyjabakkasvæðinu. Það eina sem skiptir máli nú eins og endranær er að við gerum alltaf okkar besta til að koma í veg fyrir mistök, einkum þau sem ekki er hægt að leiðrétta. Ef við gerum það, getum við verið sátt gagnvart komandi kynslóðum varðandi gjörðir okkar. Því það er nú svo að við sem er- um lifandi í dag eigum ekki þetta land, alls ekki - það er bara í okk- ar vörslu. Höfundur starfar sem ritstjóri og þýðandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.