Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 41
Markleysa - Glapræði
TILLOGUFLUTN-
INGUR ríkisstjórnar í
Alþingi um meðmæli
þjóðþingsins nú með
virkjunarframkvæmd-
um í Fljótsdal eystra er
tillögugerð ráðvilltra
manna. Hún er ómar-
ktæk, óþingleg og að
engu hafandi.
Eftir lagasetningu
Alþingis 1993 um lög-
formlegt umhverfismat
virkjana er þingmönn-
um með öllu óheimilt
fimm árum síðar að
mæla með slíkum
framkvæmdum án þess
að fyrrgreindum lögum
sé áður fullnægt. Annað væri ótví-
rætt lagabrot og þingsafglöp meiri
en menn viti dæmi.
Þessi staðreynd breytir að sjálf-
sögðu engu um gildi eldri laga um
Fljótsdalsvirkjun. Framkvæmda-
valdinu er frjálst að beita þeim lög-
um. Það er fullkomlega löglegt, en
vitanlega með öllu siðlaust, eftir að
sett hafa verið lög um lögformlegt
umhvei’fismat. Ríkisstjórnin á að-
eins um eitt að velja til að bjai-ga sér
úr algerum ógöngum: Að beita sér
nú þegar í stað fyrir að umhverfis-
mat fari fram lögum samkvæmt.
Sverrir
Hermannsson
Undirrituðum varð
hugsað til Bjama
Benediktssonar, þegar
hann hlýddi á forsætis-
ráðherra á Alþingi lýsa
því yfir með steigurlæti
að hann væri í hópi
þeirra, sem ekkert vit
hefðu á umhverfismati
og kvaðst hann una sér
vel í þeim hópi. Og
þetta segir formaður
framkvæmdastj órnar
Islands, ríkisstjórnar-
innar, sem löggjafar-
valdið hefir fengið í
hendur að sjá um fram-
kvæmd margum-
ræddra laga um form-
legt umhverfismat! Skrifaranum
rann þessi yfirlýsing forsætisráð-
herra þeim mun meira til rifja sem
hann hefir meira dálæti á honum en
öðrum stjórnmálamönnum flestum.
Hvað myndi Bjarni hafa sagt um
slíkt ábyrgðarleysi, sem virti lög og
lagafyrirmæli til hins ítrasta og um-
fram allt annað?
Ófyrirleitið framkvæmdavald,
með meirihluta þingmanna eins og
truntur í tjóðri, er hættulegt þing-
ræði og lýðræði.
En ekki er hinn endinn á málinu
álitlegri eins og sakir standa.
Fljótsdalsvirkjun
Þröngvi ríkisstjórnin
fram vilja sínum um
virkjun eystra, segir
Sverrir Hermannsson,
og leggi þar við líf sitt
eins og við blasir, verður
samningsstaða Islands
gagnvart Norðmönnum
með öllu óþolandi.
Upplýsingar um að íslendingar
ætli að hætta mestu til um byggingu
og rekstur álverksmiðju á Reyðar-
firði eru nýjar af nálinni. Þess var
auðvitað gætt vandlega að þær lægju
ekki frammi fyrir alþingiskosningar
sl. vor. Þegar einhverju þarf að
leyna, eða ljúga til um stöðu mála, er
núverandi iðnaðarráðheira kjörinn
fyrirsvarsmaður.
Sú var tíð, og héldu menn raunar
að hún væri ekki af, að Islendingar
töldu glapræði að hætta fé sínu í slík
fyrirtæki. Og ástæður þess eru aug-
Svar til Gunnars Jó-
hannssonar og Sigurðar
Sigurgeirssonar
I MORGUNBLAÐ-
INU sl. föstudag (26/
11) vandar Sigurður
Sigurgeirsson mér og
félögum mínum í Sjó-
mannafélagi Reykja-
víkur ekki kveðjurnar.
Einkum virðist það
fara illa í hann að eftir-
lit ITF með hentifánum
skuli virka með jafn
skilvirkum hætti hér á
landi og annars staðar
á Norðurlöndum og að
íslensk kaupskip sigli í
áætlunarsiglingum til
og frá landinu undh-
hentifánum með ís-
lenskum áhöfnum og
íslenskum kjarasamningum um
borð. Hann heldur því fram að um sé
að ræða leynisamninga milli SR og
íslenskra útgerðarfélaga og að við
séum með tvískinnung í garð fá-
tækra erlendra farmanna.
Hér rekst hvert atriðið á annars
horn í grein þessa vh'ðulega skipar-
ekstrai-fræðings og flest af því sem
hann tínir til vart svaravert. Ef vera
mætti að það væri til upplýsingar
fyrir lesendur þessa blaðs - við erum
búnir að gefa upp alla von með að
greinarhöfundur sjálfur nái þessu -
þá viljum við taka fram örfá atriði.
1. Barátta Sjómannafélagsins fyr-
ir lágmarkskjörum ITF um borð í
stóifiutningaskipum og skipum í ein-
stökum leiguflutningum miða að því
að verja mannréttindi þeirra sem við
þá flutninga vinna. Sú barátta mið-
ast líka við að verja þau kjör sem
okkar félagsmenn búa við. Þannig
sjá félagar okkar á Norðurlöndum til
þess að kjör um borð í öðrum skipum
umhverfís Eystrasalt (frá Rússlandi,
Eystrasaltsríkjunum, Póllandi)
standist ITF kröfur. Þetta hefur
ekki verið átakalaust. Rökin hans
Sigurðar hafa heyrst þar líka. Af
hverju getur Rússland ekki fengið að
taka þátt í alþjóðlegum skipaflutn-
ingum undir rússneskum fána með
Rússa um borð á rússneskum laun-
um? Og svar norrænu sjómannasam-
takanna eru þau að það mundi vera
stórkostleg ógnun við mannréttindi,
lífsafkomu og lýðræðisþjóðfélög
Jónas
Garðarsson
Norðm-landa í heild
sinni. Þessi háu laun
ITF þegar miðað er við
rússneskar aðstæður,
yrðu banabiti norræn-
an siglinga. Eru það
einhver rök að vinir
Sigurðar í alþjóðasigl-
ingum eigi að geta ráð-
ið til sín Rússa á rúss-
neskum launum til að
flytja til og frá íslandi,
bara til að gera þessa
útgerðir enn ríkari og
okkur hin öll enn fá-
tækari? Barátta aðild-
arsamtaka ITF undan-
farin 50 ár hafa skilað
miklum árangri. M.a.
hafa náðst fram stórkostlegar um-
bætur í öryggismálum sjómanna,
sem innan tíðar munu ganga í gildi,
Kjarasamningar
Hér rekst hvert atriðið
á annars horn í grein
þessa virðulega skipar-
ekstrarfræðings, segir
Jónas Garðarsson, og
flest af því sem hann
tínir til vart svaravert.
einnig hér á landi. Það er ánægjulegt
að íslensk stjórnvöld skyldu fullgilda
sáttmála um hafnareftirlit s.l. vor.
Þar með styrkist eftirlit ITF að
verulegu leyti um borð í öllum skip-
um, ekki bara hentifánaskipum.
2. Barátta ITF hefur á síðustu ár-
um skilað svo miklum árangri að
kjör manna um borð í hentifánaskip-
um eru orðin betri en kjör margra
farmanna undir hefðbundnum þjóð-
fánum. Þetta er einungis baráttu og
samstöðu sjómanna og hafnarverka-
manna að þakka. Þetta vitum við að
Sigurður fattar ekki.
3. Ef stéttarfélögin á Islandi
hættu að standa vörð um lágmark-
ski'öfur ITF um borð í þeim skipum
ljósar: Fjárfestingin er talin afar
áhættusöm. íslendingar þurfa að
kaupa tækniþekkingu dýrum dóm-
um og öll aðföng í annarra höndum.
Þeir eru algeriega háðir öðrum um
sölu afurða.
Það var á sínum tíma talið meiri-
háttar slys, þegar við neyddumst til
að eiga meirihluta í Járnblendi-
verksmiðjunni á Grundartanga. Or-
sakir þess voru þær að við höfðum
hafið virkjun við Sigöldu án þess að
hafa kaupendur að orkunni. Þetta
notfærðu Elkem-menn í Noregi sér
og hafa makað krók sinn ótæpilega á
öllu málinu frá upphafi á kostnað ís-
lendinga.
Þröngvi ríkisstjórnin fram vilja
sínum um virkjun eystra, og leggi
þar við líf sitt eins og við blasir, verð-
ur samningsstaða Islands gagnvart
Noi-ðmönnum með öllu óþolandi.
Norsk Hydro mun ganga á lagið og
bjóða íslendingum afarkosti. Ef ein-
hverjum dettur annað í hug er sá
hinn sami að blekkja vísvitandi eða
hann þekkir ekki Norðmenn. Reynd-
ar myndu allir stjóriðjuhöldar heims
notfæra sér hina fráleitu stöðu, sem
ríkisstjórn Islands hefir komið okk-
ur í. Ef einhverju ætti að bjarga úr
því sem komið er, væri nauðsynlegt
að gera viðsemjendum um iðjuverið
þegar í stað vitanlegt, að engar
ákvarðanir verði teknar um virkjun
fyrr en viðhlítandi samningar hafa
náðst um orkuverð og annað sem að
rekstri verksmiðjunnar lýtur, tækni-
mál, hráefniskaup, sölumál afurða
o.s.frv.
Því verður ekki að heilsa eins og
hrapað er að málum, nema almenn-
ingi takist að koma vitinu fyrir vald-
hrokamennina, sem glapræðinu
stjóma.
Svo er innlend fjánnögnun slíks
áhættufyrirtækis efni í aðra grein,
en nú anda augnaþjónar stjórnar-
herranna því frá sér að slíkt séu smá-
munir einir.
Höfundur er a lþingismaður og for-
nrnður Frjálslynda flokksins.
sem hingað koma eða íslenska kjara-
samninga í landi, þá mundi lífskjör-
unum fyrst fara að hraka fyrir alvöru
í þessu landi. Sigurður hefur senni-
lega ekki miklar áhyggjur af því, þar
sem hann andar að sér peningalykt-
inni í sölum erlendra skipafélaga í
London.
í Mbl. þennan sama föstudag era
birt harðorð ummæli Gunnars A. Jó-
hannssonar, forstjóra Fóðurblönd-
unnar. Hann lýsir því að hann sé orð-
inn bótaskyldur með allt að 360.000
kr. á dag til útgerðarmannsins, sem
þannig mundi ná til sín yfir 2 milljón-
um kr. aukreitis, til viðbótar við lág-
an launakostnað áhafnarinnar um
borð. Hann lýsir því líka hvílíkur
skussi hann er í samningagerð, sem
lætur fara svona með sig. Utgerðar-
maður skipsins, Klaus Oldindorff,
missti nýverið af flutningum fyrh'
Statoil, þar sem hann neitaði að gera
ITF samninga um borð. Það er krafa
Statoil að slíkir samningar séu í gildi
um borð. Það er ekki nóg að vera
með þá óundirritaða um borð, eins
og hann reyndi að halda fram um
Nordheim. ITF-samningar era
ávallt undirritaðir af viðkomandi út-
gerð fyrir hvert skip til að vera gild-
ir. Þetta veit Eimskip, sem ekki er
með neinn slíkan ITF-samning i
gildi. Það er vegna þess að Sjó-
mannafélag Reykjavíkur hefur neit-
að þeim um hann. Enda þorir
Eimskip ekki að koma með Lyru inn
í neina af þeim höfnum sem einhver
af rúmurn 100 eftirlitsfulltrúum ITF
getur gripið til aðgerða í. Oldindorff
missti af flutningum fyrir 3 olíuflutn-
ingaskip sín af þessum sökum. Það
ætti að vera íhugunarefni fyrir
Gunnar blessaðan að sjá til þess að
allir ílutningar Fóðurblöndunnar
verði í framtíðinni með lágmarkskjör
ITF um borð, undirritaða af viðkom-
andi skipaútgerð og ITF, sem lágm-
arkskjör. Klaus Oldindorff mun hafa
boðist til að fara yfir málin með ITF
nú, eftir aðgerðirnar í Reykjavík.
Hann hefur nefnilega engar tekjur
af olíuskipunum sem Statoil hafnaði.
Höfundur er formaður Sjómanna-
félags Reykjavíkur.
10-30% afsl
Aöeins í Skútuvogsverslun
Jólabækximar
fást hj á okkur
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
Valdir titlar
1