Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 42
í42 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Háskóli Islands er uppspretta nýsköpunar HÁSKÓLI íslands er uppspretta nýsköp- unar sem er mjög mik- ilvæg fyrir íslenskt efnahags- og þjóðlíf. Þar er að finna mikinn auð hugmynda á öllum '' fræðasviðum sem finna hagnýtan farveg í æ ríkara mæli. Þetta er ein ástæða þess að ís- lendingar bera mikið traust til Háskóla ís- lands. Kannanir hafa sýnt með ótvíræðum hætti að engar stofnan- ir samfélagsins njóta viðlíka trausts og Há- skóli Islands. En á sama tíma er sú ímynd enn á kreiki að skólinn sé ein- angi'aður frá þjóðlífínu. Fátt er þó fjær sanni og hugsanlega er starf- semi Háskóla Islands samofnari þjóðlífinu en nokkursstaðar má finna með öðrum þjóðum. Háskóli ;5íslands hefur ávallt verið einskonar þjóðskóli eins og núverandi rektor hefur ítrekað bent á. „Upp úr skúffunum“ Síðan árið 1986 hefur Háskóli ís- lands rekið Rannsóknaþjónustu Há- skólans sem hefur það markmið að efla tengsl skólans við atvinnulífið. Á síðasta ári ákvað Rannsóknaþjón- ustan að ráðast í þriggja ára áta- ksverkefni sem hefði það að mark- miði að koma . i rannsóknaniðurstöðum á framfæri og hvetja háskólamenn til að huga að hagnýtingu þeirra. Fyrsti áfanginn í þessu verkefni var að halda samkeppnina „Upp úr skúffunum". Er hún unnin í sam- vinnu við Nýsköpunarsjóð atvinnu- lífsins sem lagt hefur til verðlaunafé og greitt annan útlagðan kostnað. Áj-angurinn var góður og í fyrra bár- ust 16 hugmyndir í samkeppnina. Dómnefnd valdi þrjár hugmyndir sem verðlaunaðar voru, eins og greint var frá á sínum tíma. Þessi góði árangur bendir ótvírætt til þess að Háskóli Islands sé mikilvæg upp- spretta góðra og hagnýtra hug- mynda. Jafnframt var þessi árangur kveikjan að sambæri- legri samkeppni á landsvísu þar sem Nýsköpunarsjóður tók höndum saman við Morgunblaðið og KPMG Endurskoðun með glæsilegri út- komu. Sálfræði og tölvu- tækni Sú hugmynd sem fékk fyrstu verðlaun er merkileg m.a. fyrir það hversu mörg svið hún spannar: Grunnhug- myndin byggir á atferl- isrannsóknum sem stundaðar hafa verið við Rannsóknastofu um mann- legt atferli við Háskóla íslands. Þar Háskóli íslands, segir Ágúst H. Ingþórsson, hefur verið virkur þátt- takandi í umbyltingu ís- lensks þjóðfélags og efnahagslífs. hefur verið þróuð aðferð til að koma auga á mynstur í atferli með notkun algóritma og nýjustu tölvutækni. Þessi nálgun er síðan notuð til að skilja betur það ferli sem er í gangi í íþróttum, s.s. knattspyrnu, körfu- bolta og hnefaleikum! Eigandi hug- búnaðarins sem er viðurkenndur vísindamaður og doktorsnemi sem vinnur að íþóttarannsóknum með aðferðum hans stofnuðu ásamt Tækniþróun hf., sem er fjármögn- unaraðili, undirbúningsfélag til að vinna að frekari þróun hugmyndar- innar. Nú liggja fyrir áætlanir um stofnun fyi-irtækis og búið er að þróa frumgerð af afurð sem fyrirtækið gæti komið á markað. Eru miklar vonir bundnar við að hægt verði að stofna öflugt fyrirtæki enda er ljóst Ágúst H. Ingþórsson ~V Beinþynning - hryggsúlubrot Á hveijum degi ber- ast óteljandi ábending- ar og skilaboð til sam- félagsins frá fjölmiðlum og í gegnum fjölmiðla. Vandinn er sá að fanga og vinsa úr það veigamesta og taka þátt í, eftir því sem • mögulegt er, að forgan- gsraða eftir aðstæðum. Barátta Fonnaður, Bein- verndar, Ólafur Ólafs- son fyrrverandi land- læknir, hefur verið ötull baráttumaður fyr- ir fræðslu um málefnið beinþynning, sem er sjúkdómur sem legst harðast á konur, sem í flestum tilvikum verða fyrir sjúkdómnum eftir eða um miðj- an aldur. Minna er um sjúkdómstil- ■* vik karia en þau eru þó þekkt. * Um 1.000 íslendingar verða fyrir beinbrotum á ári hverju af völdum beinþynningar. Slysin verða við til- tölulega lítið álag sem venjuleg bein ættu að þola. Þannig verða u.þ.b. 2- 300 mjaðmabrot, flest innan dyra. Hvert slys leiðir til innlagnar á sjúkrahús með tilheyrandi kostnaði, Jiem nemur 1-2 milljónum í hverju tilviki. Samkvæmt upplýs- ingum, sem undirritað- ur hefur undir höndum og eru mjög alvarlegs eðlis, má ætla að 20- 25% eldri kvenna sem verða fyrir broti deyi á fyrsta ári eftir brot/ slys. Ólafur Ólafsson hefur vakið athygli á málinu við litlar undir- tektir yfirvalda. Þó hef- ur aðeins verið leitað eftir stuðningi til að kynna sjúkdóminn og fyrirbyggjandi aðgerð- ir. Forvarnir Til mikils er að vinna ef unnt er að koma að verulegu leyti í veg fyrir beinbrotin og ef mögulegt væri að koma í veg fyrir bognun vegna kvömunar úr hryggsúlu. Helsta vörnin er rétt mataræði, heilbrigðir lífshættir, góð hreyfing og þekking á vandanum. Þess vegna er nauðsyn að veita málefninu stuðn- ing til að koma í veg fyrir kvalafullar aðstæður fyrir einstaklinga sem hljóta oft hryggsúlubrot við minni háttar áverka. Mjög mikilvægt er að fólk temji sér að beita líkamanum rétt við vinnu, t.d. þegar verið er að Gísli S. Einarsson Hvernig er líðan HIY-jákvæðra háttað eftir tilkomu nýju lyfjanna? að markaðurinn fyrir hugbúnað af þessu tagi er gríðarlegur: störf þjálfara og annarra sem koma að þjálfun íþróttamanna verða auðveld- ari og almenningur getur haft fróð- leik og skemmtan af. Utrás íslensks hugvits á sviði íþrótta er því e.t.v. rétt að hefjast með nýlegum kaup- um íslenskra aðila á ensku knatt- spyrnuliði. Frá hugmynd til hagnaðar Að draga hugmynd upp úr skúffu og fram í dagsljóð er þó bara byrjun- in. Henni þarf að fylgja eftir með viðskiptaáætlun, vernda með einka- leyfi sé þess þörf og finna leiðir til hagnýtingar og vonandi hagnaðar. Þegar í nóvember á síðasta ári var stofnað fyrirtækið Líf-hlaup ehf. um eina af þeim hugmyndum sem send- ar voru í samkeppnina. Þar er reyndar á ferð samstarf sem vert er að vekja athygli á; hluthafar eru tveir prófessorar við Háskóla ís- lands - annar úr lyfjafræði og hinn úr tannlæknadeild - og nýútskrifað- ur lyfjafræðingur. Nú, ári síðar er það fyrirtæki búið að sækja um einkaleyfi á hugmyndinni og fyrir dyrum stendur að afla fjár til þess að ráðast í markaðssetningu erlendis. Viðvarandinýsköpun Árangurinn af samstarfi Rann- sóknaþjónustu Háskólans og Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins í fyrra sýndi ótvírætt að Háskólinn er mik- ilvæg uppspretta nýsköpunar. Því var í haust aftur blásið til samkeppni meðal háskólaborgara undir yfir- skriftinni „Upp úr skúffunum". Starfsmenn Háskóla íslands voru hvattir til að fara ofan í skúffur sínar og draga fram hagnýtar hugmyndir sem koma má á framfæri við íslenskt atvinnulíf. Svo skemmtilega vill til að aftur skiluðu sér 15 hugmyndir. Það vekur athygli hversu mikil fjöl- breytnin er: sagnfræði og heim- speki, hugvísindi, steinsteypurann- sóknir, líffræði og efnafræði, sjúkraþjálfun og netútgáfa! Það er því ljóst að hugmyndasmiðir meðal háskólamanna hafa margt fram að færa. Háskóli Islands hefur verið virkur þátttakandi í þeirri umbyltingu á ís- lensku þjóðfélagi og efnahagslífi sem orðið hefur síðustu áratugi. Við- tökurnar í fyrrgreindum samkeppn- um sýna, svp ekki verður um villst, að Háskóli Islands sinnir kalli tím- ans og stuðlar að nýsköpun í ís- lensku samfélagi. Höfundur er forstöðumaður Rann- sóknaþjónustu Háskólans. Beinþynning Um 1.000 íslendingar, segir Gfsli S. Einarsson, verða fyrir beinbrotum á ári hverju af völdum beinþynningar. lyfta þungum hlutum. Rétt er að muna að betra er að beita hugviti en striti. Félagið Beinþynning hefur þegar gefið út bæklinga um þetta heil- brigðisvandamál. Mikil nauðsyn er að þessir bæklingar séu kynntir fyrir ákveðnum markhópum. Markmið heilbrigðisráðherra er að þeir sem þurfa að leita til kerfisins verði fullkomlega ánægðir með sam- skiptin við það. Á þessu sviði svo og öðrum eru hópar fólks mjög óánægð- ir með samskiptin, svo sem fram hef- ur komið, m.a. sjúklingar sem kvelj- ast í bið eftir aðgerðum, jafnvel í marga mánuði. Til að vinna að markmiðum með heilbrigðisráð- herra er þessi grein rituð til ábend- ingar varðandi fjárskort til lágmarks kynningarstarfs á vegum Bein- vemdar. I mörgum tilvikum er unnt að gera mikið fyrir litla fjármuni. Það á við í þessu tilviki. Því hvet ég til aðgerða af hálfu heilbrigðisráðun- eytis vegna þessa málefnis. Hötkynning: Höfundur er þing- nmður Samfylkingar. ÁRIÐ 1996 komu á markaðinn ný lyf fyrir HlV-smitaða einstaklinga. Þótt lítil reynsla væri af lyfjunum þegar þau komu á markaðinn og lyf- in alls engin lækning á sjúkdómnum, þá var tilkomu þeirra vel fagnað af öllum. Skammtímaáhrif þeirra voru góð, það dró strax úr sjúkrahúsvistunum og tala þeirra sem greindust með lokastig sjúkdómsins -' alnæmi fækkaði. Með tilkomu nýju lyfjanna gátu HIV- jákvæðir farið að horfa meir til framtíðar. Hvernig gengur þeim við það? Hver hafa áhrif nýju lyfjanna verið á andlega, líkamlega og félagslega velferð þeirra? Mig langar til þess að greina örstutt frá helstu niðurstöðum sænskrar rannsóknar sem fjallar um þetta, því ég tel þær niðurstöður ekki vera ósvipaðar þeim veruleika sem HlV-smitaðir búa við hér á landi. Tekin voru viðtöl við 47 einstakl- Alnæmisdagurinn Hver hafa áhrif nýju lyfjanna verið á HIV- smitaða? Sigurlaug Hauksddttir fjallar um helstu niðurstöður sænskrar rannsóknar um málið. inga, 38 HlV-jákvæða og 9 aðstan- dendur. Meðalaldur hinna HIV- smituðu í rannsókninni var 37 ár og höfðu þau verið smituð í 2 - 15 ár. Tæplega helmingur þeirra hafði þróað alnæmi, sem er lokastig sjúk- dómsins. Líkamlega hress Öllum í rannsókninni finnst nýju lyfin hafa breytt lífi sínu á ólíka vegu. Líkamlega Iíður nánast öllum miklu betur. Þeim finnast breyting- arnar byltingarkenndar og er oft lýst með orðunum, „ótrúlegar", „frá- bærar“ og „algjört kraftaverk". En einungis 8 af 38 finnst lyfin eingöngu hafa haft jákvæðar breytingar í för með sér. Þetta kemur eflaust svolítið á óvart. Milli vonar og ótta Að vera milli vonar og ótta lýsir best þeim tilfinningum sem hinir HlV-jákvæðu upplifa. Flestir hafa fengið von um lengra líf. En óöryggi gagnvart aukaverkunum og ónæmi fyrir lyfjunum vekur hjá þeim ótta og gerir þeim erfiðara að skipu- leggja fram í tímann. Þess má geta að haustið 1997 höfðu tveir í rann- sókninni hætt á lyfjunum vegna mik- illa, viðvarandi aukaverkana. Um helmingur finnur ennþá fyrir auka- verkunum og sex eru alveg að gefast upp á lyfjunum vegna þeirra. Lyfin voru hætt að virka á einn og virkuðu ekki nógu vel á tvo í viðbót. Þeim hafði farið fram, en voru ennþá það veik að þau gátu ekki búið ein. Sálrænir og félagslegir erfið- leikar Erfiðleikar HlV-jákvæðra eru umfram allt sálrænir og félagslegir og þeir koma ekki strax fram. Þeir koma fyrst fram þegar þeir átta sig betur á lyfjunum og reyna að horfa fram í tímann. Það geta verið miklir erfiðleikar fólgnir í því að eiga allt í einu að horfa fram á líf í stað dauða. Það er áfall og mikið álag að eiga von á að deyja á unga aldri, en það eru ekki síður mikil viðbrigði að horfa aftur til lífsins. Þegar lífið blasir aftur við eru hin smit- uðu búin að tapa mikl- um tíma á meðan þau voru veik. Öllum framtíðaráformum hefur lengi verið ýtt til hliðar. Þau sakna mjög þess sem þau^ meta mikils í lífinu. Á með- an þau voru veik hafa þau gjarnan misst maka sinn, vini, tengsl við fjölskylduna, vinn- una, fjárhagslega stöðu sína og mögu- leikana á félagslegum þroska. Mörg eru mjögeinmana. Flest eiga einnig erfiðar minning- ar vegna sjúkdómsins, minningar sem ennþá valda miklum sársauka og hræðslu. Þessar minningar hverfa ekki þótt þeim líði betur líkamlega. Mörg hafa innbyrgða mikla, óunna sorg vegna áfalla sem þau hafa orðið fyrir sem HlV-smituð. Þau hafa t.d. misst marga vini sína í blóma lífsins úr sama sjúkdómi og óttast mjög um eigið líf. Þau hafa upplifað óvenju mörg áföll á stuttum tíma. Aðstandendur Aðstandendur hafa mikla þörf fyr- ir að safna aftur kröftum og hvílast. Þeir hafa gjarna lagt svo mikið á sig vegna hins sjúka, að kraftarnir eru uppurnir. Á sama tíma og þeir gleðjast yfir nýju lyfjunum, þá upplifa þeir enda- lausa þreytu og óöryggi gagnvart þeim. Koma lyfin til með að virka jafn vel í framtíðinni? Nýjar þarfír Þörf fyrir sálrænan og félagsleg- an stuðning er mjög mikill. Lang- stærsta vandamál flestra er að þá skortir algjörlega lífslöngunina. Það er alls ekki óalgengt að þau séu eins og lömuð þrátt fyrir alla möguleik- ana sem þau skynja að þau eiga. Þau eni oft hissa á því sjálf að finna ekki til gleði yfir að geta allt í einu fengið að lifa lengur. Þörf fyrir aðstoð til þess að finna nýjan tilgang með líf- inu er mjög mikil. Þau þurfa hjálp við að vinna úr sínum upplifunum og fá reiðu á tilfinningalíf sitt. Slík að- stoð er m.a. mikilvæg vegna lyfja- töku, sem ennþá er mjög krefjandi. Ef lyfjameðferð á að gagnast þá er nauðsynlegt að taka reglulega fjölda taílna 2-3 sinnum á dag, annað hvort fyrii', með eða eftir mat. Að lokum Það er trúlegt að mörgum finnist niðurstöður þessarar rannsóknar sláandi. Margir hafa e.t.v. haldið að vandamál HlV-jákvæðra hafi verið leyst með tilkomu nýju lyfjanna. En eins og svo oft þegar skyggnst er undir yfirborðið, þá getur annar og nýr sannleikur komið í ljós. Tilkoma nýju lyfjanna hefur bætt líkamlega heilsu og gefið von, en andlegri og félagslegri vellíðan HlV-jákvæðra er ennþá mjög ábótavant. Það gæfi HlV-jákvæðum tví- mælalaust mikinn styrk til þess að takast á við sinn sjúkdóm, ef allir á nýrri öld legðust á eitt til að uppræta þá fordóma sem ennþá ríkja gagn- vart þeim og opna þeim nýjar leiðir til eðlilegrar þátttöku í samfélaginu. Höfundur er deildarféiagsráðgjafí á Sjúkrahúsi Reykjavfkur. Sigurlaug Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.