Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 44

Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vindhögg - stórt vindhögg ÞAÐ á að fara að breyta, raunar er allt- af verið að breyta. Nú er það Byggðastofnun sem á að fá ný jólaföt. Þannig hefur það löngum verið að nýj- ■\:um fötum hafa menn jafnan klæðst fyrir jól. Á þeim tímum sem Islendingar voru fátækir þurftu spari- fötin fyrir jólin oft að duga til næstu jóla. En nýju jólafötin voru auðvitað betri en þau gömlu, það átti svo stóran þátt í jólagleð- inni. Þetta er rifjað hér upp til að minna sérstaklega á að það verður að fylgja nýjum áherslum og breytingum, að fyrir liggi frá hverju er horfið og hvað tekur við. Stjórnsýsla ■y, Forveri Byggðastofnunar var Framkvæmdastofnun ríkisins. Margt hefur breyst frá þeim tíma sem sú stofnun starfaði. Þess vegna verður að skoða verkatil- högun þeirrar stofnunar í ljósi þeirra viðhorfa sem þá voru uppi í þessum málum. Á þeim tímum voru ýmsir þeir sem sýsluðu með peninga vinsælir frambjóðendur. Bankastjórar og kaupfélagsstjórar töpuðu tæpast kosningum. Þarna var m.a. að fínna fordæmi fyrir verkatilhögun hjá Fram- Kvæmdastofnuninni. Fyrir kom að þar voru við forstöðu alþingis- menn, jafnvel tveir samtímis. For- mennskuna, sem þá var mikil valdastaða, hlutu gjarnan þeir sem næstir stóðu ráðherradómi hverju sinni eða höfðu látið þar af nema hvort tveggja væri. Þess voru jafn- vel dæmi að nýjum forstjóra væri bætt við sem sérstökum trúnaðarmanni nýs forsætisráðherra. Á stofnuninni var sem sagt pólitísk stjórn. Stofnunin hafði góð fjárráð, um það bil tíf- alt fé til ráðstöfunar miðað við það sem nú er. Á þessum árum ríkti oft á tíðum efna- hagslegt stjórnleysi í landinu, óðaverðtsólga og hallarekstur í at- vinnulífínu. Þá kom sér vel að hafa Fram- kvæmdastofnun ríkisins við hönd- ina til að klastra í rekstur veik- burða fyrirtækja. Þetta umhverfi treysti hina pólitísku stjórn á stofnuninni í sessi og engin breyt- ing varð þótt stofnunin fengi nýtt nafn, Byggðastofnun. Breyttir tímar En tímarnir breyttust. Sátt um kjaramál milli launþega og at- vinnurekenda var gerð, svokölluð þjóðarsátt og Davíð Oddsson komst til valda. Mesta pólitíska vending í kjara- og efnahagsmál- um á lýðveldistímanum var orðin að veruleika. Stjórnmál á Islandi höfðu fengið nýtt svipmót og breyttar áherslur og vissulega kom margt á óvart í þeirri umræðu. Þannig vöktu orð Davíðs Oddssonar, sem efnislega voru á þá leið að sjóðatímabilinu væri lokið, mikla athygli. Sem staðfestu raunar að nýir siðir hefðu verið teknir upp. AÍF þessum nýja veruleika hlutu að leiða breyttar áherslur Byggðastofnun- ar, ef stofnunin ætlaði á annað Byggðastofnun Hér á landi er starfsemi að byggðamálum miklu víðtækari en í öðrum löndum, segir Egill Jónsson, og einstök verkefni að byggðamál- um taka til verkefna margra ráðuneyta. borð að haga störfum sínum í takt við hin nýju viðhorf og breytta hætti í þjóðmálum á Islandi. Byggðastofnun breytist Síðasta kjörtímabil var vett- vangur þessara breytinga á Byggðastofnun sem í megin áherslum hefur komið fram með þrennum hætti. 1. Starfsvettvangur byggðamála í héraði að því er varðar atvinnu- þróun og áhrif sveitarstjórna hefur verið stóraukinn. Héraðaforræði þessara mála fest í sessi. Flutning- ur þróunarsviðs Byggðastofnunar til Sauðárkróks um leið og starf- semi þess var efld er í fullu sam- ræmi við aukið byggðaforræði og kaup stofnunarinnar á Byggða- brunni felldi þessa starfsemi sam- an í eina heild. 2. Ný byggðaáætlun var af- greidd á Alþingi sem fól í sér víð- tæka stefnumótun og skýrar ákvarðanir um aðgerðir í byggða- málum. Við undirbúning að þessari áætlun voru farnar nýjar leiðir m.a. er varðar greiningu á búsetu- Egill Jónsson vandanum og hver ráð væru þar helst til úrbóta. Framkvæmd þess- arar áætlunar mun hafa grundvall- aráhrif á framgang byggðamála á Islandi ef eftir verður farið. 3. Þessa dagana er verið að dreifa nýrri skýrslu Byggðastofn- unar. Mikilvægasti þáttur hennar er greining landsins eftir styrkleika byggðanna. I framhaldi af því eru settar fram tillögur um aðgerðir. Hér er um frumsmíði að ræða og fram- haldið fer eftir því sem á eftir fylg- ir. Á þessum breytingatímum stofnunarinnar hafa komið fram efasemdir um að stjórn hennar hafi í raun vald til svo víðtækra ákvarðana sem að framan er lýst og annarra sem af leiddi. Um þessi efni eru lög og reglugerð stofnun- arinnar ekki skýr og því var horfið að því ráði að leita eftir við Davíð Þór Björgvinsson prófessor að greina valdaskipan stofnunarinnar um valdsvið og þá sérstaklega verksvið og skyldur stjórnarinnar. í álitsgerð Davíðs Þórs Björgv- inssonar segir m.a. „Samkvæmt gildandi lögum er stjórn stofnun- arinnar kosin af Alþingi. Stjórnin fer með æðsta vald í málefnum hennar og ákvarðanir stjórnar eru endanlegar og þeim verður ekki skotið til æðra stjórnvalds til end- urskoðunar. Af þeim leiðir enn- fremur að ákvörðun stjórnar verð- ur ekki breytt nema af henni sjálfri að því marki sem lög leyfa.“ Síðar segir í álitsgerðinni um valdsvið forsætisráðherra m.a.: „Verður að telja að það sé eðlileg- ur hluti af því pólitíska hlutverki sem ráðherra gegnir við fram- kvæmd þeirrar heildarstefnu í byggðamálum sem fylgt er hverju sinni að Alþingi og ríkisstjórn hafa mótað. Jafnframt verður að telja að það samræmist lögbundnu hlut- verki forsætisráðherra að hann geti beint tilmælum sínum til stjórnarinnar án þess að slík til- mæli séu formlega bindandi fyrir stjórnina." Tæpast getur það vaf- ist fyrir nokkrum manni hver valdaskipan stjórnar Byggðastofn- unar er. Þar er hin þingkjörna stjórn æðsta vald þótt nauðsynleg áhrif forsætisráðherra sem fer með byggðamál séu fyrir hendi. Til þess að meta hverjar breyt- ingar eru ráðgerðar með frum- varpi iðnaðarráðherra um Byggða- stofnun var á ný leitað til Davíðs Þórs Björgvinssonar prófessors um álit hans á hver breyting á skipan þessara mála yrði sam- kvæmt frumvarpinu. Niðurstaða í áliti prófessorsins er þessi: „Vissu- lega fela þessar breytingar í sér að ráðherra fær mun meira vald varð- andi innri málefni stofnunarinnar og ákvarðanir hennar í einstökum málum heldur en gildandi lög gera ráð fyrir. Á sama hátt er afnumið sjálfstæði stofnunarinnar gagnvart ráðherra. Frá sjónarmiði stjórnsýsluréttarins er um að ræða grundvallarbreytingu á stöðu stofnunarinnar í stjórnkerfinu." í rauninni er þessi valdskipan eina umtalsverða breytingin á frum- varpinu. En auk þess að fá iðnað- arráðherra þetta víðtæka vald yfir stofnuninni að verksvið stofnunar- innar er þrengt að stórum mun. Það orsakast af því mikla valdi sem iðnaðarráðherra fær nú yfir Byggðastofnun að verkefni hennar hljóta að miðast við valdsvið iðnað- arráðherra. Þannig er þessum málum háttað í öðrum löndum. Hér á landi er starfsemi að byggðamálum miklu víðtækari og einstök verkefni að byggðamálum taka til verkefna margra ráðu- neyta. Þess vegna m.a. hefur Al- þingi verið falið að velja Byggða- stofnun stjórn sem heyrt hefur undir forsætisráðherra. Hér er með m.ö.o. sú breyting gerð eins og frumvarpið ber með sér að hin almenna starfsemi stofnunarinnar sem nú tekur mið af víðtækri byggðaþróun miðast að frumvarp- inu samþykktu fyrst og fremst við atvinnumál og þróun þeirra mála. Þessi skipan þrengir starfsemi stofnunarinnar og gerir starfsemi hennar ómarkvissari. Hér er um grundvallarbreytingu að ræða. Höfundur er formaður stjórnar Byggðastofn unar. Kalevala Medal annarra orða Eftir Njörð P. Njarðvík SUNNUDAGINN 21. nóv- ember síðastliðinn kom finnlands-sænska skáldið Lars Huldén í Norræna húsið og hélt fyrirlestur um Kalev- ala og kynnti um leið nýja sænska þýðingu sína og sonar síns, Mats, á þessu mikla sögukvæði Finna. Til- efni hvors tveggja er að nú eru 150 ár frá því að endanleg gerð Kalev- ala kom fyrir almenningssjónir í útgáfu Elíasar Lönnroth 1849. Síð- asta sænska þýðing kvæðisins er frá hendi Bjöms Collinders 1948, og þótti tími kominn fyrir nýja þýðingu. Sænsk tunga hefur breyst mikið á þessum árum. Fleirtöluendingar sagna eru t.d. horfnar, og það eitt gerir eldri texta ögn framandlega og með forneskjusvip. Hin nýja þýðing þeirra feðga (Lars þýddi 35 söngva og Mats 15) er mikið afrek. Þeim hefur tekist með undraverð- um hætti að ná fram einföldum þjóðkvæðastíl með málnotkun sem er býsna nálægt hversdagsmáli, en um leið skáldleg. Fyrir bragðið verður Kalevala miklu auðlesnari og meira spennandi en eldri, hátíð- legri þýðingar. Raunar las ég þýð- ingu þeirra eins og nokkurs konar spennufrásögn, næstum því í einni lotu. Við eigum þýðingu Karls Isfelds sem kom út í tveimur bindum 1957 og 1962 sem er að ýmsu leyti fal- leg, en einnig við þurfum nú að fá nýja íslenska þýðingu. Karl þýðir ekki allt kvæðið, heldur styttir það um þriðjung. Málfar er hljómfag- urt, en upphafið og víða forneskju- skotið, jafnvel gripið til kenninga. Hann fer einnig næsta frjálslega með bragarháttinn, þótt hrynjandi haldist öllu jöfnu. I frumtextanum eru fjórir tvíliðir í hverri línu og tveir stuðlar, en ekki höfuðstafir, og ekki endarím. Karl beitir hefð- bundinni íslenskri stuðlasetningu með höfuðstöfum og oftlega rími: hendingum líkt og í dróttkvæðum, hálfrími, innrími og endarími. Textinn verður því óþarflega bundinn á stundum. Hann þýddi ekki heldur úr finnsku. Af þessum sökum er nauðsynlegt að þýða Ka- levala á ný í heild sinni og hefur Finnsk-íslenski menningarsjóður- inn styrkt Hjört Pálsson skáld myndarlega til að þýða kvæða- bálkinn í heild sinni úr frummálinu með nútímalegum aðferðum. Það er sannarlega ekkert áhlaupaverk. Kalevala er 50 kvæði (ekki 50 er- indi eins og stóð í Lesbók fyrir skemmstu) og er liðlega 22.700 ljóðlínur. alevala er einstakt í sögu bókmenntanna, en þó hefur stundum verið bent á líkindi við eddu- kvæði. Það er nokkuð til í því, þar sem í báðum verkum eru varð- veittar sagnir af goðum og hetjum. Hins vegar er Kalevala samfelldur sagnabálkur sem tengir og vefur báða þættina saman, ólíkt Eddu. Fyrst héldu menn að Kalevala- kvæðin væru ævagömul, en svo er nú reyndar ekki, þótt þau byggist á fornri hefð. Elías Lönnroth (1802-1884) safnaði gömlum þjóð- kvæðum sem varðveist höfðu í munnlegri geymd, eða sönghefð öllu heldur, í Karelíu og Ingenn- anlandi, á fyrri hluta 19du aldar. Hins vegar steypti hann þessum kvæðum í eina samfellu, eins kon- ar rökrétt samhengi sem hefst á sköpun heimsins og endar á brott- för Váinámöinens, er lætur eftir sig ljóðagersemar og hljóðfærið góða, kantele, handa komandi kynslóðum og framtíð finnsku þjóðarinnar. Þannig býr Lönnroth þennan forna arf í hendur samtíð- ar sinnar. En hann er einnig talinn hafa ort eitt og annað frá eigin brjósti, því í hinum fornu kvæðum sé t.d. ekki að finna hin miklu átök milli Pohjola og Kalevala, er setja svo mikinn svip á kvæðin. Segja má að Snorri Sturluson beiti svip- aðri aðferð í Eddu sinni, er hann skapar goðfræðilega heild í Gylfa- ginningu með spurningum Gang- lera og þeim svörum er hann fær, enda spurningar og svör algeng aðferð á 13du öld til að miðla fróð- leik. Þannig skilar hann fornum goðsögnum í hendur samtíðar sinnar í búningi sem henni hentar. Lönnroth leyfir sér hins vegar miklu meira frelsi til túlkunar, og því er mikill munur á hinum upp- runalegu kvæðastemmum og Ka- levala. s Kalevala er tæpast hægt að tala um aðskilnað milli heima guða og manna, held- ur fellur allt saman í rökrétt samhengi. Ilmatar, dóttir loftsins, stígur niður til hafs og verður þar þunguð af vindi og vatni og elur meginhetjuna Váinámoinen, hinn skáldmælta og fjölkunnuga vitr- ing. Bróðir hans er Ilmarinen, listasmiðurinn góði, er smíðaði himinhvelfinguna af þvílíkum hag- leik, að hvergi sést far eftir hamar né töng. Hann smíðaði einnig töfragripinn Sampo, eins konar kvörn er malaði mönnum vel- gengni og hamingju, og hefur ver- ið likt við kvörnina Grótta í nor- rænum frásögnum. Um Sampo verða mikil átök. Ilmarinen reyndi að smíða sér nýja konu, eftir að að hafa misst eiginkonu sína, en tókst ekki að blása lífi í hana. Hann smíðar þjóð sinni nýja sól og tungl, af því að hin sanna sól og tungl höfðu verið tekin af himni og falin, en honum tókst ekki að kveikja þeim ljós. Þriðja aðalhetjan er ólíkindatólið og ógæfumaðurinn Lemminkáinen og hin fjórða Kul- lervo, sem ekki er síður ógæfu- samur, þótt honum takist eftir ótrúlegar hremmingar að hefna föður síns. Aðra má til nefna svo sem Joukahainen er keppir við Váinámöinen í kveðskap líkt og Vafþrúðnir við Óðin, en tapar, auð- vitað, Aino, Luohi. Hér gefst ekki tóm til að rekja fjölþætta atburðarás Kalevala, en þess ber að geta, að auk spenn- andi, hörmulegra og stundum óút- skýranlegra atburða, eru í kvæða- bálknum stórkostlegar lýsingar, ekki síst náttúrulýsingar, ólíkt ís- lenskum fornkveðskap. Þá er lýst hversdagslífi, atvinnuháttum og ráðleggingum handa ungum kon- um er giftast brott úr heimahús- um. í stuttu máli: dregnar eru upp myndir úr lífi manneskjunnar, er jafnast á við bestu og glæsilegustu goðsöguhefðir annarra þjóða. Ka- levala geymir heillandi veröld, sem eykur lífsskilning lesandans, ekki síst vegna þess hve ólíkur þessi heimur er öllum öðrum, sem lýst er í kveðskap og frásögn. ótt Kalevala sé þannig ekki fornkvæði í raun- merkingu þess orðs í út- gáfu Lönnroths, þá er þessi kvæðabálkur samt þjóðar- gersemi og hornsteinn finnskrar menningar. í senn grundvöllur síðari bókmenntahefðar og sjálfs- myndar finnsku þjóðarinnar, sem - líkt og við íslendingar - bjó við aldalöng erlend yfirráð, fyrst sænsk og síðan rússnesk. Án Ka- levala er óvíst að sjálfstæð finnsk menning hefði risið svo hátt sem raun ber vitni. Eg vil hvetja alla sem það geta til að kynna sér þennan einstæða kvæðabálk í þýð- ingu Karls Isfelds, en þó ennþó frekar í hinni nýju þýðingu þeirra Huldén-feðga, þangað til við eign- umst nýja heildarþýðingu á ís- lensku. Höfundur er prófessor ( íslenskum bókmenntum viö Hdskóla Iskmds.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.