Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 46
£6 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Staða viðbúnaðar almanna-
varna á Kötlusvæðinu
EINS og lesendum
er kunnugt hefur nú
um tveggja mánaða
skeið staðið yfir um-
fangsmikil úttekt á
stöðu viðbúnaðarmála
á Kötlusvæðinu með
tilliti til hugsanlegs
eldgoss í Mýrdalsjökli
^fneð tilheyrandi jökul-
hlaupi. Aðdraganda
þeirrar úttektar má
rekja til þess atburðar
sem olli allstóru hlaupi
í Jökulsá á Sólheima-
sandi hinn 18. júlí á
umliðnu sumri og
þeirrar þróunar sem
orðið hefur í Mýrdalsjökli í fram-
haldi af því. Sú þróun hefur fram til
dagsins í dag leitt af sér myndun 15
sigkatla sem raða sér umhverfis
Kötluöskjuna alla. Umrædd úttekt
hófst að afloknum fundi sem hald-
inn var í Víkurskála hinn 30. ágúst,
en þann fund sátu fulltrúar frá al-
mannavarnaj'áði, Almannavörnum
•Tíkisins, almannavarnanefndum
Mýrdalshrepps, Rangárvallasýslu
og Skaftárhrepps og embætti yfir-
dýralæknis. Einnig mættu á fund-
inn fulltrúar frá Slysavarnafélaginu
Landsbjörgu, svæðisskrifstofu
Rauða kross Islands og björgunar-
sveitum og Rauðakrossdeildum á
svæðinu. A fundinum var rætt um
þau mál sem tengjast forvörnum,
skipulagi og viðbúnaði á svæðinu í
heild og mótuð áætlun um úttekt á
stöðu þeirra mála. Niðurstaða fund-
Aarins var sú að leggja bæri áherslu
á eftirfarandi:
Uppfærslu á neyðaráætlun v/
Kötlu, að skipuleggja og undirbúa
rýmingaræfingu, að efla forvarnir
og upplýsingar til almennings, að
undirbúa og halda fræðslufund fyr-
ir íbúa á hinum beinu áhrifasvæð-
um Kötlu, að yfírfara fjarskipta- og
Hlýfóðraðir barnaskón
Ilafþór Jónsson
sambandsmál og að
lokum að yfirfara
skipulag aðgerða- og
vettvangsstjórnarmála
á svæðinu. Ennfremur
að huga að því að
koma upp eldsneytis-
birgðum fyrir þyrlur í
Vík og á Klaustri.
Nú tveimur mánuð-
um síðar er staða
framangreindra mála
sem hér verður greint
frá.
Verið er að leggja
síðustu hönd á útgáfu
neyðaráætlunar v/eld-
goss í Mýrdalsjökli.
Lítilsháttar breytingar hafa verið
gerðar á uppsetningu og heiti áætl-
unarinnar, en í öllum megin atrið-
um er hún í sama takti og útgáfan
frá 1993. Borgarafundur fyrir íbúa
Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og
Eyjafjallahreppa var haldinn í fé-
lagsheimilinu Leikskálum, mánu-
daginn 13. september. A fundinum
ræddu jarðvísindamenn um eðli og
áhrif Kötlugosa, vöktunarkerfí vís-
indastofnana og viðbúnað almanna-
varna á svæðinu og sýsiumaður
kynnti viðbúnað almannavarna á
svæðinu. Æfingin „Katla ’99“ var
síðan haldin laugardaginn 9. októ-
ber sl. í þeirri æfingu var megin
áhersla lögð á lokun vega skv. gild-
andi áætlun, rýmingu byggðarinnar
neðan bakkanna og austan Víkurár
í Vík, í Alftaveri og vestanverðu
Meðallandi og skráningu þeirra
sem rýma þurftu hús sín. Auk al-
Katla
Allur viðbúnaður,
segir Hafþór Jónsson,
miðast að því að auka
hæfni vegna þeirrar
alvöru sem skapast
þegar Katla gýs.
mannavarnanefndanna þriggja
tóku lögregla, björgunarsveitir,
Rauðakrossdeildir, Vegagerð og
gæslumenn lokunarstöðva og tal-
stöðva almannavarna þátt í æfing-
unni. I heild tókst æfingin svo sem
best verður á kosið og tók það að-
eins u.þ.b. 30 mín. að rýma byggð-
ina í Vík og eftir 45 mínútur var
búið að skrá alla og hafa upp á 14
aðilum sem _ekki skiluðu sér til
skráningar. I Skaftárhreppi var
rýmingu og skráningu lokið á u.þ.b.
1 klukkustund. Almenn ánægja var
með framkvæmd æfingarinnar og
ber þar sérstaklega að þakka já-
kvætt viðhorf og almenna þátttöku
íbúanna þrátt fyrir rok og rigningu.
Almannavarnanefndir Mýrdals- og
Skaftárhreppa hafa í samvinnu við
Almannavarnir ríkisins gefið út
þrjú fréttabréf sem dreift hefur
verið í Eyjafjalla-, Mýrdals- og
Skaftárhreppum. I þeim er fjallað
um viðbúnað og öryggi almennings
með tilliti til eldgoss í Mýrdalsjökli
og einnig veitt svör við fyrirspurn-
um frá íbúum á svæðinu. Utgáfu
umræddra fréttabréfa verður hald-
ið áfram svo lengi sem þurfa þykir.
Almannavarnir ríkisins og starfs-
fólk skóla á svæðinu eru að vinna að
sérstökum neyðaráætlunum fyrir
skólana. I framhaldi af því verður
síðan haldin sérstök rýmingar- og
viðbúnaðaræfing fyrir Víkurskóla.
Ekki er vitað um heyrnarlausa eða
blinda á rýmingarsvæðum og því er
ekki þörf á sérstökum leiðbeining-
um þar að lútandi. Fjarskipta- og
sambandsmál hafa verið rækilega
yfirfarin og á það bæði við um
fjarskiptakerfi almannavarna og
fjarskiptakerfi björgunarsveita. I
framhaldi af niðurstöðum úr æfing-
unni „Katla ’99“ er nú unnið að end-
urbótum á fjarskiptasamböndum
innan Skaftárhrepps. Landsími Is-
lands hefur yfirfarið öll sín aðal- og
varasambönd á svæðinu og fram-
kvæmt úrbætur sem miða að öryggi
í vararafmagni og betra sambandi á
GSM- og NMT-kerfunum. Einnig
hafa dreifikerfi sjónvarps og hljóð-
varps (Rúv og Stöð 2) verið yfir-
farin. Rafmagnsveitur ríkisins hafa
gert áætlun um færanlegt varaafl
fyrir byggðina ofan bakkanna í Vík,
ef vararafstöð RARIK í staðnum
verður óstarfhæf. Vegagerð ríkisins
hefur yfirfarið vegalokunarbúnað-
inn á sex stöðum á þjóðvegi 1 og
skipulagt viðbrögð vegna skyndi-
lokunar og tekið saman lista yfir þá
sem annast fyrstu lokun. Einnig
hafa starfsmenn Vegagerðarinnar í
Vík tekið saman skrá yfir þau far-
artæki á svæðinu sem nýtast til
samgangna yfir ár og vötn og lista
yfir nothæfa flugvelli á svæðinu. í
samráði við Almannavarnir ríkisins
og lögreglustjórann í V-Skaftafells-
sýslu hefur Vegagerðin komið upp
aðvörunarskiltum beggja vegna
Mýrdalssands, þar sem fólki er ráð-
lagt að dvelja ekki á sandinum að
nauðsynjalausu vegna hættu á
Kötlugosi. Einnig hefur Vegagerðin
tekið saman kostnaðaráætlun yfir
hugsanlega endurbyggingu sam-
göngumannvirkja á svæðinu. Emb-
ætti yfirdýralæknis hefur gert
áætlun um viðbrögð er varða öryggi
búpenings og húsdýra. Að lokum
ber að geta þess að ríkisstjórn ís-
lands ákvað að veita Raunvísindast-
ofnun Háskólans, Veðurstofu ís-
lands, Norrænu eldfjallastöðinni og
vatnamælingasviði Orkustofnunar
sérstaka fjárveitingu til að efla og
auka það vöktunarkerfi sem komið
hefur verið upp við Kötlu. Um-
ræddar vísindastofnanir hafa í
framhaldinu aukið eftirlit og rann-
sóknir sínar á svæðinu og má full-
yrða að Kötlusvæðið er nú best
vaktaða svæði á íslandi í jarðfræði-
legum skilningi. Einnig samþykkti
ríkisstjórnin að veita Almannavörn-
um ríkisins sérstaka fjái-veitingu til
að vinna að áhættugreiningu fyrir
Kötlusvæðið. Samið var við verk-
fræðistofuna Orion um að annast
það verkefni og er lokaskýrsla
væntanleg í byrjun desember. Það
er von Almannavarna ríkisins að við
lestur þessarar greinar verði les-
endur örlítið fróðari um þær að-
gerðir, sem í gangi hafa verið á
Kötlusvæðinu, sem fyrst og fremst
miða að því að gera allan viðbúnað
bæði tæknilegan og mannlegan
hæfari til að takast á við þá alvöru
sem skapast þegar Katla gýs.
Höfundur er aðalsviðsstjóri hjá
Almannavörnum ríkisins.
Stærðir 29-35
Verð
kr. 3.990
Smáskór
Sérverslun með barnaskó
í bláu húsi við Fákafen
Framkvæmdir við vesturenda
flugbrautarinnar í Skerjafirði
VIÐ sem búum í Skerjafirði sunn-
an flugbrautar, höfum að sjálfsögðu
fylgst grannt með öllum fram-
kvæmdum er varða breytingar á að-
komuleið í hverfið okkar í gegnum
tíðina. Margt hefur þar verið vel gert
og tilraunir til lagfæringa sem ekki
hafa þó tekist sem skyldi. Nú er enn
einu sinni grafið í sundur og má trú-
lega tengja þá aðgerð væntanlegum
lagfæringum á flugbrautum þótt
ekki viti ég það með vissu.
Ymislegt má minna á varðandi
þennan vegarkafla fyrir flugbraut-
ina: 1. Slysahætta er til staðar. Flest-
Jóiagjöfin
sem
gleymist
seint
risk,|y»i
ir muna eftir því er
flugvél Flugfélags ís-
lands rann fram af
brautinni í flugtaki.
Hrein heppni var að
ekki varð slys, jafnvel
stórslys.
2. A hverjum vetri
safnast þarna mikill
snjór, m.a. vegna skaf-
rennipgs frá flugvellin-
um. An efa er talsverð-
ur kostnaður því
samfara á ári hverju að
halda þessari leið op-
inni auk þess sem
margir vegfarendur
minnast erfiðleika og
hættuástands
Ásgeir
Guðmundsson
húsá- og snmarbústaðaskilti
úr tré
Axel Björnsson
S: 897 3550
565 3553
Pantið
tímanlega
fyrir
jól
sem
skapast hefur í vondum vetrarveðr-
um.
3. I hláku myndast þarna mikill
vatnselgur og hafa niðurföll ekki
undan.
Vatnsflaumur er bæði af flugvelli
og vegna mikilla snjóa á götunni sem
liggur nokkru neðar en flugvöllur-
inn. Iðulega eru þá að störfum
starfsmenn borgarinn-
ar að bjarga málum.
4. Fyrir allmörgum
árum var komið fyrir
lýsingu á þessum kafla.
Var það gert vegna
langvarandi kvartana
íbúa í Skerjafirði. Ekki
var hægt að koma
venjulegri götulýsingu
við vegna flugumferð-
ar. Var þá komið fyrir
núverandi lágljósum.
Þetta hefur þótt til
mikilla bóta sérstak-
lega þegar ljós er á per-
unum. Það gerist hins
vegar æði oft að ljósin
hverfa um mismunandi
löng tímaskeið, að því er virðist, án
þess að um skemmdarverk hafi verið
að ræða eins og vart var við í upp-
hafi. Það kann hins vegar að vera
rangt.
Hugsanlega mætti fleira til nefna.
Ef að líkum lætur stefnir í að þétta
byggð í Skerjafírði og komið hefur
fram tillaga um byggð meðfram flug-
Reykjavíkurflugvöllur
Að mínu mati er ein leið
fær til að koma í veg
fyrir allt það sem nefnt
er hér að framan, segir
Asgeir Guðmundsson,
C^SenÓum
lólajíakkana
%ðen/\%- Gœðavara
Gjafavara — malar- og kaffistell.
Allir veröílokkar. .
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Latigavegi 52, s. 562 4244.
Hraðsendingar um allan heim
•V
Federal Express
Levfíshafí Federal Express Corporation:
Flutningsmiðlunin Jónar hf. Skútuvogi le 104Rcykjavík
sími: 535 8000 netfang: jonar@jonar.is
vefsíða: www.jonar.is .
...eftirleikurinn verður auðveldur
www.bnksala.is
en það er að gera göng á
þessum kafla.
vellinum í austur frá Einarsnesi, þó
vonandi ekki á uppfyllingum á firðin-
um, og mun umferð af þeim ástæðum
aukast verulega.
Að mínu mati er ein leið fær til að
koma í veg fyrir allt það sem nefnt er
hér að framan en það er að gera göng
á þessum kafla. An efa hafa margir
aðrir velt þessu fyrir sér en ekki
minnist ég þess að sú umræða hafi
farið hátt. Eg spyr því gatnamála-
stjóra og aðra ráðamenn í umferðar-
málum borgarinnar hvað sé því til
fyrirstöðu að ganga þannig frá um-
ferðartengingu í Skerjafjörðinn. Það
þarf ekki einu sinni að bora! Hættum
vegna flugumferðar yrði bægt frá,
snjómokstur hyrfi, vatnselgur einnig
og vegfarendur til og frá Skerjafirði
þyrftu ekki lengur að kljást við hætt-
ur samfara rysjóttu tíðarfari á þess-
um stutta vegarkafla. Þá mætti
lengja flugbrautina án þess að loka
fyrir umferð P.s. Framkvæmdum fer
nú senn að ljúka á þessum spotta en
ráðamenn hefðu mátt huga að ein-
hverri lýsingu til bráðabirgða vega-
kaflanum sem gerður var.
I slæmu skyggni eins og verið hef-
ur undanfarið er vegarspottinn nýi
hættulegur gangandi og akandi.
Höfundur er fv. forstjóri með búsetu
íSkerjafirði sfðustu 35 árin.