Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
BJARNIG.
TÓMASSON
+ Bjarni Guðbjart-
ur Tómasson
fæddist 20. júní 1907
á Læk í Dýrafirði.
Foreldrar hans voru
Tómas Kristjánsson,
bóndi á Gemlufelli í
Dýrafirði, f. 29. ág’úst
1848 í Narfanesi, og
kona hans Jósefína
Jósefsdóttir, f. 1. júní
1866 á Hamri í Múla-
sveit.
Árið 1943 kvæntist
Bjarni Katrfnu Svölu
Guðmundsdóttur, f.
23. desember 1920, d.
9. febrúar 1974. Þau eignuðust
dreng sem dó í bernsku en eftir-
lifandi sonur þeirra er Hörður
Brynjólfsson Bjarnason, f. 25.
september 1944.
Hinn 12. maí 1951 kvæntist
Bjami eftirlifandi konu sinni, El-
isu Marichen Henriettu Dorotheu
Lexau, f. 5. ágúst 1920 í Liibeck í
Þýskalandi. Dóttir þeirra er Guð-
rún, f. 8. febrúar 1952. Hún er gift
Karli Helga Gíslasyni og þeirra
OSWALDS
si'mi 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐALSHULTI iB • 101 RKYKJAVÍK
Davtð Ingo' Úlafitr
Útfararstj. Umsjón utfararstj.
LÍKKISTUVINNUSTOFA
EYVINDAR ÁRNASONAR
ÚTFARARST OFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áratöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Utfararstofa Islands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
dætur eru Lilja og
Laufey en sambýlis-
maður Laufeyjar er
Jón Bjarni Braga-
son.
Bjarni bjargaðist
naumlega ásamt
móður sinni og
tveimur systkinum
úr snjóflóði 18. febr-
úar 1910 í Hnífsdal
en faðir hans og
bróðir létust.
Bjarni hóf að
starfa við málara-
vinnu um þrítugt í
Reykjavík og hóf
nám í iðninni árið 1950 við Iðn-
skólann í Reykjavík. Hann lauk
sveinsprófi árið 1954 og fékk
meistarabréf árið 1958. Hann var
síðan við vinnu og til fræðslu í
Þýskalandi á árunum 1957-58.
Bjarni ritaði margar greinar
um málaraiðnina og annað í blöð
og tímarit og flutti erindi í útvarp.
Utför Bjarna fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Á kveðjustund er margs að minn-
• ast. Minningamar verða varðveittar
sem fjársjóður í huga okkar allra. Við
kveðjum þig með þínum eigin orðum,
sem við skráðum á blað og lögðum á
náttborðið hjá henni Lísu þinni:
Nú fólnar allt í fjallaMíðum háum,
sem eitt sinn vorið fógru lífi bjó.
Nú tjaldar hlíðin fanna möttli gráum,
nú færist yfir helköld vetrarró.
(B.G.T.)
Vertu kært kvaddur og guði falinn.
Guðrún, Karl Helgi, Lilja,
Laufey og Jón Bjami.
Við kynntumst Bjama fyrir um 12
ámm þannig að við þekktum hann að-
eins sem háaldraðan mann. En það
kom ekki að sök - Bjarni var fróðari,
hressari og framkvæmdasamari en
margir helmingi yngri menn.
Við kynntumst í gegnum smá-
auglýsingu í DV. Okkur vantaði ein-
hvem til að líta eftir Agli, þriggja ára
syni okkar, á meðan við foreldrai’nir
vomm í vinnu. Einmitt þegar leit
okkar stóð yfir birtist í DV auglýsing
sem átti eftir að breyta lífi okkar allra
en þar stóð að eldri hjón óskuðu eftir
að gæta bama. Þannig hófust kynni
fjölskyldunnar af hjónunum Bjama
og Lísu og þannig eignaðist Egill - og
síðar Anna Katrín - afa og ömmu eins
og þau gerast best. Vandfundnari era
blíðari og bamelskari hjón en þau
Lísa og Bjami vora. Bjami talaði t.d.
alltaf um það hvað bömin væra falleg
og sagði þeim það oft á dag. Slík
væntumþykja og hrós er bami ómet-
anlegt. I nokkur ár var Egill hjá þeim
daglega, ásamt öðram litlum strák,
Einari, og þama döfnuðu þeir eins og
blómi í eggi. Lísu fannst ekki við hæfi
annað en fara á fætur upp úr kl. 7 til
að undirbúa hádegismatinn fyrir
karlana sína, smáa sem stóra, og það
vora engar pylsur í potti heldur al-
mennileg máltíð, elduð á þýska vísu.
Uppáhaldsréttur allra karlanna held
ég hafi verið spínatrétturinn hennar
Lísu og það era áreiðanlega ekki
margir litlir strákar á Islandi sem
háma í sig spínat.
Bjami gætti þess þó vel að dekra
strákana ekki um of og skammaði
okkur t.d. fyrir að láta Egil ekld
ganga nógu mikið - honum væri ekið
til þeirra og svo væri verið að halda á
honum! Það væri gott fyrir strákinn
að hreyfa sig og síðan gekk hann með
þann stutta úr Hlíðunum, í banka
niðri í miðbæ og tilbaka aftur. Hann
var svo sannarlega framsýnn þar því
að undanförnu hafa í fjölmiðlum verið
að birtast og heyrast hvatning til for-
eldra um að láta börn borða hollan
mat á matmálstímum og umfram allt
að hreyfa sig meira.
Bjarni var líka afskaplega meðvit-
aður um gildi íþrótta fyrir kkamann
og ekki ósjaldan hneykslaðist hann á
því að búið væri að banna box á Is-
landi. Sjálíúr hafði hann æft box á
yngri áram og taldi að það hefði ekki
haft annað en góð áhrif á sig og aðra
þá sem það stunduðu.
Hann gætti þess líka vandlega að
það sem hann borðaði væri ekki ann-
að en hollmeti og sykursnautt. Þann-
ig gat hann lifað mun betra lífi en
margir aðiir sem sams konar sjúk-
dómar herja á, þ.e. sykursýki og
hjartasjúkdómar. Alltaf á meðan
heilsan leyfði mættu þau Bjarni og
Lísa í afmælisveislur bamanna og þá
var þess alltaf gætt að á veisluborðinu
væra veisluföng sem Bjarni gæti not-
ið - en ekki vegna þess að hann væri
að biðja um sérmeðferð sér til handa,
heldur vegna þess að það var svo
gaman að gefa honum það sem hon-
um þótti gott.
Rétt fyrir jókn - vanalega á Þor-
láksmessu - komum við og börnin í
stutta heimsókn til Lísu og Bjama.
Þá var ekki við annað komandi en að
þiggja koníakstár á meðan spjallað
var um málefni kðandi stundar og
skipst á jólagjöfum. Bjami hafði óbil-
andi áhuga á stjórnmálum allt til
dauðadags og íylgdist mjög vel með
því sem þar er að gerast. Hann starf-
aði um árabil ötullega fyrir Alþýðu-
flokkinn og hélt ætíð tryggð við hann.
Þó hafði hann síður en svo á móti því
að hans gamli flokkur færi í samstarf
+
ÞÓRUNN MARGRÉT TRAUSTADÓTTIR,
frá Grímsey,
Smáratúni 7, Selfossi,
áður Sólbakka, Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi,
sunnudaginn 28. nóvember sl.
Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju
laugardaginn 4. desember nk. kl. 13.30.
Inga Dóra Sigurðardóttir, Friðrik Karlsson,
Ögmundur Brynjar Sigurðsson, Elsa Karin Thune Sigurdsson,
Anna Linda Sigurðardóttir, Magnús Hermannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Kaerar þakkir til allra þeirra, er hafa sýnt okkur
samúð og hlýju við fráfall
GYÐU JÓNSDÓTTUR,
Hávallagötu 15,
Reykjavík,
sem lést 22. nóvember.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á
deild L-3 Landakoti, svo og þeirra, sem
styrktu hana í baráttunni við erfiðan sjúkdóm.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Sigurður Jónsson,
Ásgeir Sigurðsson, Anna Hrönn Jóhannsdóttir,
Jón Viðar Sigurðsson, Unnur Svavarsdóttir
og barnabörn.
með öðram flokkum og leist bara
nokkuð vel á Samfylkinguna. Bjarni
skrifaði oft greinar í dagblöðin um
viðhorf sín til ýmissa þjóðmála og tU
að vera í takt við kröfur tímans fékk
hann sér tölvu fyrir nokkram áram.
Mér er tU efs að það sé margt fólk um
nírætt sem það gerir. Hann hélt skrif-
um sínum áfram eins lengi og heilsan
leyfði og það er ekki fyrr en kannski á
þessu ári að hann hætti að skrifa.
Þau Bjarni og Lísa höfðu gaman af
að ferðast og fóra alltaf reglulega að
heimsækja föðurland Lísu, Þýska-
land, og það era ekki nema örfá ár
síðan þau fóra síðast. Bjami sagði
okkur oft frá því þegar hann sá fyrst
þessa fallegu þýsku konu og hann
hafði yndi af því að gefa Lísu sinni fal-
leg föt. Ekki síður var Bjami smekk-
maður á föt fyrir sjálfan sig og það
vora því alltaf sérlega glæsileg, eldi-i
hjón á ferð þar sem þau fóra.
Það er svo margt gott og fallegt
hægt að segja um Bjama en við ætl-
um að enda þessi kveðjuorð til þessa
aldna heiðursmanns á að þakka fyrir
að hafa fengið að kynnast honum og
fyrir að hann skyldi hafa tekið ást-
fóstri við bömin okkar og verið þeim
sem besti afi. Við eigum öll eftir að
sakna hans sárt.
Enginn þó eins og Lísa. Henni og
fjölskyldunni vottum við okkar inni-
legustu samúð.
Bryndís Krisljánsdóttir,
Valdimar Leifsson,
Egill og Anna Katrín.
Haustið 1987 auglýstum við eftir
bamfóstra fyrir rúmlega eins árs
gamlan son okkar. Fullorðin hjón í
Barmahlíð svöraðu auglýsingunni og
buðu okkur heim til sín. Þau kynni er
þar sköpuðust hafa varað æ síðan.
Bjami Tómasson sem nú kveður
þennan heim og Lísa, kona hans,
gættu beggja sona okkar til fjölda
ára. Þótt Lísa hafi haft veg og vanda
af þeirri vinnu var Bjami ætíð
skammt undan.
Bjami var afar barngóður og hafði
gaman af að vera innan um börn.
Nær daglega, í fjögur ár, fór Bjami
með strætisvagninum úr Hlíðunum
niður að Tjamarborg, þar sem hann
sótti Einar Rafn í hádeginu og tók
næsta vagn upp í Hlíðar aftur.
Síðai- sama dag gátu þeir farið nið-
ur að tjörn og alltaf í vagninum.
Stundum þegar skap þess unga var
ekki sem best fóra þeir í hringferð
með leið 8 eða 9. Tengsl Bjama og
Einars, og síðar Bjama og Sigurðar
Kr., vora sterk. Hann var þeirra afi í
Reykjavík.
Bjami var alla tíð hraustur maður,
en síðustu árin hrakaði honum nokk-
uð og þetta ár var honum erfitt og að
lokum kvaddi hann, sáttur við allt og
alla. Bjarni var pólitískur, hann
studdi Álþýðuflokkinn. Hann fylgdist
alla tíð vel með pólitíkinni og hafði
skoðanir á hlutunum. Maður fékk oft
til tevatnsins. Sérstaklega þótti hon-
um sem núverandi stjómvöld gerðu
naumt við eldri borgara landsins.
Þrátt fyrir það vildi Bjarni ekki safna
auði, enda verða þau orð hans minnis-
stæð „að síðasta skyrtan hefur enga
vasa“.
Bjami var lífsnautnamaður, hann
naut þess að borða góðan mat og
dreypa á víni. Það var enda það besta
sem fyrir hann var gert að bjóða hon-
um í mat, hvort sem það var í bænum
eða í Borgarfirðinum. Nálægðin við
náttúrana var honum mikilvæg.
Söngurinn var Bjarna einnig sérstakt
yndi. Við gleymum aldrei þegar hann
söng einsöng, níræður, í afmæli Guð-
rúnar Hrannar fyrir 130 manns og
„átti salinn". Það leika ekki margir
eftir.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við minnast Bjarna Tómassonar
og vonum að hann njóti alls hins besta
sem honum verður nú búið hjá al-
mættinu.
Við Guðrún Hrönn og strákamir
biðjum algóðan Guð að geyma Bjama
o g styrkja Lísu í hennar sorg.
Ingimar, Guðrún Hrönn, Einar
Rafn og Sigurður Kr.
HARALDUR BRAGI
BÖÐ VARSSON
+ Haraldur Bragi
Böðvarsson
fæddist í Hafnarfirði
4. júlí 1960. Hann
lést á Landspítalan-
um 21. nóvember síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Foss-
vogskirkju 30. nóv-
ember.
Vinur okkar og fyrr-
verandi vinnuveitandi,
Haraldur Bragi Böðv-
arsson, kvaddi okkur
félagana fyi'r en okkur
hafði órað fyrir. Ekki er ofsögum
sagt að við þá harmafregn, sem
barst okkur til eyrna mánudag-
skvöldið 22. nóvember, hafi dimman
skammdegisskuggann sett enn
dekkri fyrir augu okkar og kaldur
vetrarnæðingurinn níst okkur inn
að beini. Það var erfiðara en orð fá
lýst að átta sig á þeirri bláköldu
staðreynd að tæplega fertugur að
aldri hefði þessi hörkuduglegi
bjartsýnismaður beðið lægri hlut í
glímunni við þau máttarvöld sem
ætla okkur öllum eilífa hvíld fyrr
eða síðar.
Við sem ritum þessi fátæklegu
kveðjuorð störfuðum hjá Haraldi
síðastliðinn vetur á skemmtistað-
num Vegas sem dyraverðir og þjón-
ar. Er það einróma álit okkar að þau
störf hafi veitt okkur meiri skemmt-
un og gleði en við höfðum áður
kynnst á sama vettvangi, svo
ánægjulegur var andinn og
stemmningin á Vegas veturinn
1998-1999. Starfsfólkið var þéttur
hópur lífsglaðra ungmenna og
margt brallað innan vinnustaðar
sem utan. Haraldur, eða H eins og
við kölluðum hann, var iðulega við-
staddur þegar staðurinn var opnað-
ur þótt hann hefði setið daglangt á
skrifstofunni yfir pöntunum á að-
föngum, staðið í samn-
ingastappi við erlenda
umboðsmenn, verið að
taka á móti nýjum
skemmtikröftum eða
sinnt öðra af því
ótalmarga sem rekstur
skemmtistaðar krefst.
Starfið varð honum þó
aldrei um megn, alltaf
birtist hann brosandi
að kvöldi og átti ekki í
neinum vandræðum
með að sjá spaugilegu
hliðarnar á amstri
dagsins sem hann
miðlaði okkur af smit-
andi kímni.
Annað hvert sunnudagskvöld
gerðum við okkur glaðan dag eftir
lokun og héldum starfsmannateiti.
H lét sig ekki vanta þar fremur en
annars staðar og var hrókur alls
fagnaðar; betri yfirmaður er áreið-
anlega vandfundinn. Alltaf stóð
staðurinn okkur opinn ef halda
þurfti upp á afmæli eða fagna ein-
hverjum ánægjulegum viðburði og
ekki kviðum við því að eitthvað hefði
gleymst eða farist fyrir, við státuð-
um af traustum og ósérhlífnum
veislustjóra sem kunni sitt fag. Þær
stundir lifa í minningunni öðrum
lengur.
Okkur gafst ekki tækifæri til að
hitta H í veikindum sínum sem voru
sem betur fór ekki langvinn en
sjaldan verður ósinn eins og upp-
sprettuna dreymir og engan okkar
óraði fyrir að framvinda málsins
yrði sú sem raun varð. Við kveðjum
Harald með söknuði og trega um
leið og við þökkum ógleymanlegar
stundir ásamt hollu og góðu vegan-
esti út í lífið. Kynni okkar verða
seint metin að fullu.
Atli Steinn, Ásgeir, Georg
Rúnar, Ivar Örn og
Magnús Ófeigur.