Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 53
INGIBJÖRG JÓNA
JÓNSDÓTTIR
+ Ingibjörg Jóna
Jónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 5. des-
ember 1927. Hún lést
á heimili sínu í
Reykjavík 20. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Hallgríms-
kirkju 29. nóvember.
Kæra mágkona.
Ekki átti ég von á því
þegar við kvöddumst á
fimmtudagskvöld að ég
ætti ekki eftir að sjá
þig meir eða að á laug-
ardagsmorgni yrði mér tilkynnt lát
þitt. Enn erum við á það minnt sem
eftir lifum að lífið er að láni og er fyr-
irvaralaust kippt í burtu.
Allt sem við áttum í okkar dag-
lega lífi er nú orðið minning. Ljúft er
að minnast okkar fyrstu funda er við
hittumst á Hótel Sögu 1973 ásamt
Vilhjálmi, manni mínum og Hafsteini
bróður mínum. Þið höfðuð stigið
dans og hann boðið þér að okkar
borði. Við tókum tal saman og upp
frá því hófust okkar kynni.
Hafsteinn hafði fundið nýjan lífs-
förunaut. Þau giftu sig 1974. Ingi-
björg bjó honum hlýlegt og fallegt
heimili og var fljót að aðlaga sig
nýrri fjölskyldu og gera hana að
sinni. Dætrum sínum af fyrra hjóna-
bandi var hún góð fyrirmynd og bar
hag þeirra mjög fyrir brjósti.
Hressilegt viðmót var einkenni
Ingibjargar, hnyttni, gamansemi
með tilheyrandi stjórnsemi. Ingi-
björg var heimskona og ætíð hrókur
alls fagnaðar þar sem hún var. Víð-
lesin um menningu þjóða svo ekki sé
nú talað um kóngafólkið, þar kunni
hún allar ættartölur utan-bókar.
Hún var mjög ljóðelsk og kunni
ógrynni af ljóðum og gat farið með á
góðri stund ásamt gátum og þraut-
um sem hún lagði oft fyrir gesti sína
og hafði gaman af.
Við fráfall mannsins míns varð
mér mikill styrkur að eiga þau að
Ingibjörgu og Hafstein. Þá komu
mannkostir hennar vel í ljós. Með
hlýlegu og hressilegu viðmóti, óspör
á nærveru sína og boðum á heimili
þeirra og buðu mér með í ferðalög
bæði innan lands og utan. Alltaf var
Ingibjörg tilbúin að taka mig með
þegar eitthvað stóð til og á ég henni
margt að þakka.
Ingibjörg var gædd þeirri persónu
að allir sem kynntust henni geta
kallað það gæfu sína.
Fráfall Ingibjargar skilur eftir sig
mikið tóm og söknuð, en minning
hennar mun lifa. Kveð ég nú góða
vinkonu og bið Hafsteini og dætrum
hennar og fjölskyldum þeirra bless-
unar.
Þorbjörg.
í starfsmannaskrá
Fjölbrautaskólans við
Armúla er Ingibjörg
Jónsdóttir verzlunar-
stjóri nemenda, og víst
var hún það á annan
áratug. En titill, þótt
lýsandi sé, segir lítið
um starfssvið, hvað þá
manninn sem ber hann.
Ingibjörg var vinur
nemenda, sálusorgari
þegar á þurfti að halda,
ráðgjafi, uppalandi,
mamma og amma; jafn-
an hollráð þeim sem til
hennar leituðu - og
þeir voru margir; Ingibjörg í sjopp-
unni hét hún í skólasamfélaginu.
Hún var ákveðinn verkstjóri stúd-
entsefna og annarra nemenda
hverju sinni, og þeir eiga henni
margt upp að inna þótt stundum
hvessti; málin voru jafnan leyst í
góðum friði, enda var Ingibjörg eldri
en tvævetur og vissi hvað ungum
kom bezt. Umvöndunarsöm þegar
hún gekk með prikið út í salinn til
þess að láta unglingana þrífa eftir
sig, röggsöm og drífandi fyrir innan
búðarborðið þegar mikið var umleik-
is, jafnvel óþolinmóð ef henni þótti
hægt ganga, skorinorð og hafði eng-
ar vífilengjur, sérstaklega við
ágenga sölumenn, enda hreinskiptin
á alla lund: „Heyi'ðu, væni minn...“
Enda koma núorðið einungis ábyrgir
menn á staðinn. Spurði mig gjarnan
þannig að svarið lá í augum uppi: „Þú
ætlar ekkert að láta krakkana borga
leigu, er það?“ Eða: „Þau þurfa nú
næði til þess að draga í happdrætt-
inu. Er ekki bezt að gera það í tíman-
um fyrir hádegið í dag?“ Og: „Hvað
ætlar þú að kaupa mikið af rækj-
um?“ Er hægt að svara svona spurn-
ingum nema á einn veg þegai’ konan
stendur hálf í gættinni með vísifing-
ur á lofti og bros í augum?
Ingibjörg var stjórnsöm án þess
að vera ágeng, ýtin án þess að vera
frek, afar fylgin sér í hvívetna og æv-
inlega háttvís. Svo var líka fjarska
skemmtilegt að gera að gamni sínu
við hana. Glensi og glettum tók hún
vel, enda glaðvær að upplagi og hafði
gott auga fyrir því sem var kímilegt í
umhverfinu og í hennar eigin orðum
eða athöfnum; sagði skemmtilega
frá, ekki sízt ef henni varð á í mess-
unni og hló dátt þegar sá var gállinn
á henni. Hún lifði ríkulega í samtíð
sinni, ferðaðist mikið erlendis, en
leiddist að þeytast um landið í bíl.
Samt hafði hún í hávegum gömul
gildi; kom í gættina og spurði ásak-
andi: „Eruð þið hætt að kenna ungl-
ingum að syngja Vorhvöt Steing-
ríms?“ Eða: ,J\f hverju kunna börnin
ekki Skúla fógeta?" Svo var hún
horfin fyrir hornið en fingurinn benti
ennþá ásakandi frá dyrastafnum.
Um skeið hafði hún haft á orði að
hún ætlaði að láta af störfum við
skólann, en nú hafði okkur talazt svo
til að hún stæði vaktina til vors. „Þá
get ég hætt,“ sagði hún, „og ég veit
hver tekur við af mér.“ Að vísu
hleypur enginn beinlínis í skarðið
hennar Ingibjargar, því að hún var
svo einstök, en hún var búin að finna
þann sem henni þótti hæfur til starf-
ans - og það er vel, og nú sjáum við
hvað setur.
Ingibjörg var árrisul með ein-
dæmum. Hún kom fyrst allra í skól-
ann og mátti stundum bíða um stund
úti í bíl í notalegum takti morgunút-
varpsins þangað til öryggiskerfið í
skólanum lognaðist út af eftir fréttir;
lærði það einungis af því að verðir
komu þjótandi þegar allir lúðrar
blésu og ekki beint eftir nótum og
spurði þá hvassyrt - hendur á
mjöðmum og hleypti í brýnnar:
„Hvaða fyrirgangur er þetta? Ég get
ekki smurt brauðið í friði.“ Hún var
röskleikakona með afbrigðum og
þoldi hvorki hangs né hálfverk af
nokkru tagi; gekk hratt um ganga og
sársjaldan settist hún til þess að
bera upp erindi; stóð í dyragættinni
og krafðist svara með sínum hætti,
arkaði svo til eldhúss og fékk sér af
krásum Kristjönu eða Svölu, svo sem
einn bolla, en ekki hótinu meira til
þess að sér dveldist ekki of lengi.
Ingibjörg var glæsileg kona í sjón og
raun. Hún hélt sér ávallt til, bjó sig
upp á daglega, klæddist af sérstakri
smekkvísi og kunni að njóta lysti-
semda lífsins.
í haust greindist hún með illkynja
æxli í hálsi. Hún kom og sagði mér
frá því, settist ekki fremur en endr-
anær, sagði að þetta yrði fjarlægt og
hún færi síðan í geisla. Líklega yrði
hún frá vinnu í einn til tvo daga. Þeg-
ar hún fór sneri hún við í gættinni,
hallaði hurð að stöfum og sagði: „Ég
var að hugsa um að gráta þegar
læknirinn sagði mér þetta, en ég
hætti við það. Hverju hefði það
breytt?" Hún var nánast ekkert frá
vinnu vegna veikinda sinna, sagðist
ekkert vera veik, mætti sem endra-
nær um það leyti sem klukkan sló
7.00. Og síðasta skoðun sýndi að
lækning var í höfn, hún hafði sigrazt
á því meini að svo miklu leyti sem
menn geta sagt svo. En enginn veit
sína ævina.
Síðasta ljóðið í Kvæðasafni Snorra
Hjartarsonar er ferhenda:
Sjá grasið sprettur, gleðstu, mundu að
þú grerir sjálfur fyrrum líkt og það,
þó innra með þér blikni sef og blað
gef beyg og trega engan griðastað!
Ingibjörg gladdist yfir afkomend-
um sínum og þeirra fólki. Ég efast
ekki um að hún kom oft í gættina hjá
þeim og spurði um það sem henni
fannst máli skipta - og hafði svörin
líka til reiðu; hún var afskiptasöm
með sínum hætti. Hún var teinrétt til
lokadægurs og stóð fyrir stórveizlu
kvöldið fyrir dauða sinn, beygur var
henni alla tíð fjarri, en trega mátti
hún ekki síður en við hin. Hún varð
bráðkvödd á heimili sínu og láti nú
guð henni raun lofi betri. Þau Haf-
steinn, förunautur hennar, áttu
framundan notalegt ævikvöld, búin
að skila sínu og gott betur, en dauð-
inn blæs ekki í básúnum fyrir sér.
Hann kemur ævinlega á óvart og
veröldin skiptir litum.
Við starfsfólk og pemendur Fjöl-
brautaskólans við Armúla söknum
Ingibjargar sárt, hún var vissulega
áberandi í því samfélagi sem dafnar
innan veggja skólans, átti sinn þátt í
að móta það með fasi sínu og ábend-
ingum. Við sendum Hafsteini samúð-
arkveðjur og dætrum hennar og fjöl-
skyldum þeirra og ekki sízt
barnabörnum, því að það er vissa
mín að þau sakna nú vinar í stað.
Hún var fjallið sem fylgdi þeim eftir
„hvert skref, hvert fótmál" eins og
segir í ljóði Hannesar Péturssonar.
Blessuð sé minning Ingibjargar
Jónsdóttur og megi hollvættir vaka
yfir fólkinu hennar.
Sölvi Sveinsson.
Nemendur Fjölbrautaskólans við
Ármúla hafa misst mikið. Við áttuð-
um okkur á því er við fréttum um
skyndilegt fráfall Ingibjargar í
sjoppunni, eins og hún var iðulega
nefnd. Hún hafði staðið bak við
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmai-kast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við
"eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
sjoppuborðið og afgreitt nemendur
Armúlaskólans í fimmtán ár. Ingi-
björg hafði mikil og góð samskipti
við útskriftarnema, því þeir unnu á
sinni lokaönn með henni í sjoppunni.
Það var iðulega ekki fyrr en þá að
nemendur áttuðu sig á því hversu
stórbrotinn persónuleika hún hafði
að geyma.
Við efumst ekki um það að oft hafi
nýnemum brugðið er þeir mættu
þessari glaðbeittu konu, sem rak
skólasjoppuna með harðri hendi, og
taldi það vera sitt hlutverk að ala
upp unga nýnema sem hvorki kunna
almenna kurteisi né nokkrar um-
gengnisreglur. En engu að síður er
víst að hún hafði ánægju og gaman af
að umgangast nemendur skólans og
taka þátt í þeim upplifunum sem
fylgja menntaskólaárunum, því það
fékk hún svo sannarlega að gera.
Sem dæmi um hversu vel nemendur
kunnu að meta hana og hennar störf
í þeirra þágu, má nefna að hún fékk
oftar en ekki gjafir frá útskriftar-
nemendum í lok hverrar annar. Á
meðan kennurum voru gefnar
„gríngjafír“ voru henni gefnar veg-
legri gjafii- sem tákn um hlýhug.
Það má með sanni segja að Ingi-
björg hafi staðið fyrir sínu og meira
en það. Hún var alltaf mætt klukkan
sjö á hverjum morgni til að smyrja.
Jafnvel þegar hún gekk í gegnum
erfið veikindi og þá meðferð sem
þeim fylgdi, var ekki að finna á henni
neinn bilbug.
Við sem þekktum Ingibjörgu,
segjum að framtíðar útskriftamem-
ar missi af miklu að fá aldrei að
kynnast þessari frábæru konu og að
starfa með henni í sjoppunni.
Til eftirlifandi eiginmanns Ingi-
bjargar, Hafsteins, viljum við senda
okkar dýpstu samúðarkveðjur, og
viljum við segja þér að okkur þótti
vænt um Ingibjörgu, og munum við
alltaf minnast hennar með hlýhug.
Dætrum Ingibjargar og fjölskyld-
um þeirra sendum við einnig okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. nemenda,
stjórn nffá 1999-2000.
Hún er falleg sú minning sem ég á
um Ingibjörgu Jónsdóttur. Fyrir all-
mörgum árum kynntumst við í sam-
eiginlegum félagsskap okkar, Sina-
wik í Reykjavík, og áttum þar góðar
stundir saman.
Við sátum saman í stjórn félagsins
í tvö ár og var Ingibjörg ritari félags-
ins seinna árið. Það starf innti hún af
hendi af samviskusemi og alúð og
fyrir það ber að þakka.
Stjórnarfundir voru ávallt eitt
skemmtiefni í bland við félagsmálin
og átti Ingibjörg stóran þátt í þeim
skemmtilegheitum.
Hún vai' góður sögumaður og
kunni þá list að segja þannig frá að
við gleymdum oft hvað tímanum leið.
Af glaðværð átti hún nóg og kunni að
útdeila henni til annarra. Það má
með sanni segja að við fórum af þeim
fundum glaðari í bragði en við kom-
um.
Ingibjörg var virðuleg kona, ávallt
svo fallega klædd og vel til höfð,
hnyttin í tilsvörum og hláturmild.
I Ingibjörgu átti ég góðan vin, við
áttum skap saman því ég kunni svo
vel að meta eðliskosti hennar og ég
naut þess að vera samvistum við
hana. Þegar Ingibjörg varð sjötug
var boðið til veglegrar veislu og þar
geislaði mín kona af enn meiri gleði
en fyrr.
Ég hvíslaði að henni, að þegar ég
yrði sjötug vildi ég verða eins og
hún. Hún svaraði að bragði: Ásta, ef
þú vilt verða eins og ég þá skaltu fara
snemma að sofa á kvöldin og
snemma á fætur á morgnana.
Við áttum samtal í síma í október,
þá leitaði ég fregna af krabbameins-
meðferð sem senn var lokið. Ingi-
björg var hress í bragði og snerist
samtalið fljótt út í annað umræðu-
efni.
Svo snögglega og svo óvænt er
hún kölluð til annarra heimkynna,
lífsgöngunni lokið og komið að kveðj-
ustund.
Við hjónin sendum Hafsteini,
dætrunum og öðrum ástvinum inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum al-
góðan Guð að veita þeim styrk.
Ásta Guðjónsdóttir.
Hinn 20. nóvember fengum við
þær sorgarfréttir að hún Ingibjörg
væri farin frá okkur. Ingibjörg var
verslunarstjóri verslunarinnar í
Fjölbrautaskólanum við Ármúla. *
Við urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að fá að kynnast þessari góðu
konu er við gerðumst nemendur við
skólann. Nú í haust, á síðustu önn
okkar í skólanum, vorum við stelp-
urnar fengnai' í verslunina til hennar
og þar fengum við að kynnast henn-
ar einstaka persónuleika. Eftir því
sem tíminn leið urðum við allar góð-
ar vinkonur og dáðumst allar að
kraftinum og orkunni sem í henni
bjó. Við gátum talað við Ingibjörgu
um allt og okkur kom mjög vel sam-
an. Einnig var gott að vinna undir
hennar stjórn og var hún ávallt
þakklát fyrir það sem gert var og
hældi okkur óspart. „Meira vinnur
vit en strit,“ heyrðum við oft, sem er
hveiju orði sannara. Ingibjörg var
glettin og skemmtileg, hún kom okk-
ur alltaf til að hlæja með sínu yndis-
lega skopskyni. T.d. átti hún sittbíla-
stæði við skólann og ef hún þurfti að
skreppa frá sótti hún stól inn í skóla
og setti hann í stæðið til að enginn
tæki það á meðan hún var í burtu.
Ingibjörg var vel gefin kona og
full af fróðleik og átti auðvelt með að
miðla honum til annarra.
Við sendum fjölskyldu og vinum
Ingibjargar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkstþúmeð guði,
Guðþérnúíylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Elsku Ingibjörg, við kveðjum þig
með söknuði. Við munum aldrei
gleyma þér.
Þínar vinkonur
Guðbjörg Elín, Þurý Björk
og Þóra Kristín.
Kæra vinkona. Ég á erfitt með að
trúa því að þú sért búin að kveðja
þennan heim. Ég ætlaði að hringja í
þig á afmælisdaginn og spjalla eins
og ég var vön eftir að ég útskrifaðist.
Þú vildir alltaf fylgjast svo vel með
mér, hvernig mér gengi í skólanum,
hvernig ástamálin stæðu, hvað væri
að frétta af foreldrum mínum, og öllu
því sem mér fylgdi. Ég á þér svo
margt að þakka. Þú tókst mig upp á
þína arma þegar ég saklaus stelpa
utan af landi flutti í höfuðborgina og
byijaði í Ármúla. Við áttum vel sam-
an, þú varst alltaf svo hrein og bein
og lást ekki á skoðunum þínum og
svoleiðis fólk kunnum við báðar best
að meta. Það var svo vinalegt að sjá
þig í sjoppunni þar sem þú hugsaðir
um fjármál tilvonandi stúdenta af
mikilli röggsemi. En alltaf varstu á
leiðinni að hætta, það var alltaf síð-
asta önnin, en það var eitthvað sem
hélt í þig þannig að þú gast ekki hætt
þó að mjöðmin væri farin að setja
strik í reikningnn. Það var svo gam-
an að heyra þig tala stolta um fjöl-
skylduna þína og þá sérstaklega
barnabörnin og langömmustelpuna í
Ameríku. Þegar þau bárust í tal
ljómaðir þú öll og sagðir: þau eru svo
sniðug, en það varstu vön að segja
um hvem þann sem þér leist vel á
eða gerði eitthvað vel. Oft voru líka
allir allt í einu orðnir frændur
manns. Ef þú varst að tala um ein-
hvem sem þú vildir ekki nafngreina í
fjölmenni þá var það bara: æi, hann
frændi þinn, og þá varð maður bara
að geta í eyðurnar.
Það var svo yndislegt að eiga
athvarf hjá þér í sjoppunni ef eitt-
hvað bjátaði á. Þú varst líka orðin
sérfræðingur í ástamálum okkar
stelpnanna. Oftar en ekki gafstu
okkur ráð ef einhver vandamál komu
upp og þú varst alltaf með á hreinu ef
eitthvað var að gerast í þeim efnum í
kiingum þig. Ég vildi að ég hefði get-
að sagt þér að nú gengur allt vel hjá
mér og þá sér í lagi í ástamálunum,
en ég veit að þú veist það og þú ert
örugglega að fylgjast með mér.
Mig langar til þess að kveðja þig,
kæra vinkona, með texta úr einu af
uppáhaldslögunum þínum:
SJÁ NÆSTU SÍÐU