Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 58
58 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
Smáfólk
Rignir hjá þér líka?
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Núna árþúsundamót
- næst aldamót - í
bæði skiptin áramót!
Frá Rúnari Sig. Birgissyni:
MARGUR landinn veður áfram í
villu síns vegar varðandi komandi
áramót og kallar árþúsundamótin
um komandi áramót ranglega alda-
mót.
Ekki eru kaupmenn skárri sem
greinilega sjá aukinn hagnað í öllu
saman og ýta undir þennan mis-
skilning með stórum og smáum
falsauglýsingum nær daglega þar
sem kynntur er ómissandi alda-
móta glysvarningur hverskonar.
Þessir sömu aðilar eru svo manna
líklegastir til að endurtaka leikinn
um þarnæstu áramót, hin eiginlegu
aidamót. Enda, hvað jafnast á við
tvenn aldamót, fyrst kaupmanna-
aldamót og síðan hin réttu, fyrst
landinn er margur hver tilbúinn að
kokgleypa þessa vitleysu alla sam-
an? Þykir mér miður að sjá hversu
mörg fyrirtæki hafa faliið í þessa
gryfju og þeim til ævarandi háð-
ungar. Eða eru þetta kannski bara
kaupmennirnir sem enda öll sín
frábæru tilboðsverð á tölunum 99
eða 999 sem haga sér svona?
Fjölmargt er til sem sýnir og
sannar svo alls ekki verði um villst
að aldamótin eru ekki fyrr en eftir
rúmt ár. Síðasta öld hófst ár-
iðl801og stóð út árið 1900. Ekki var
haldið upp á aldamót um áramótin
1899-1900 heldur voru hátíðarhöld-
in áramótin 1900-1901. Sjá til
dæmis skemmtilega heimild í Öld-
inni okkar 1901-1930 bls. 7, en þar
hefst árið 1901 með skemmtilegri
lýsingu á því hvernig landsmenn
héldu upp á aldamótin. Rétt er að
geyma þá upprifjun til næstu ára-
móta, hinna eiginlegu aldamóta.
Öldin sem nú er hófst árið 1901 og
stendur út árið 2000 sem þýðir þá
væntanlega að sú næsta byrjar 1.1.
2001 og stendur út árið 2100, alls
ekki svo flókið þegar upp er staðið
eða hvað?
Hafa verður í huga að lífaldur
manna hefur ekkert með þetta að
gera. Þetta hefur fyrst og fremst
með þá staðreynd að gera að árið 0
var aidrei til, heldur byrjaði tain-
ingin árið 1. Fyrstu öldinni lauk því
um áramótin 100-101 og ný öld
hófst, já, einmitt árið 101. Allir sem
kunna að reikna vita svo að í tug
eru tíu og í öld eru 10 tugir ára eða
100 ár. Um áramótin komandi eru
því eingöngu árþúsundamót sem út
af fyrir sig eru afar merkileg tíma-
mót, en látum hlutina heita sínum
réttu nöfnum.
Því miður höfum við ekki, eftir
því sem ég best veit, neinar heim-
ildir um hvernig eða hvort menn
héldu almennt upp á árþúsunda-
mótin árið 1000 eða hvort menn
gerðu sér grein fyrir eða vissu al-
mennt um þau þá. Svo það er eins
víst að nú sé í fyrsta sinn haldið
upp á árþúsundamót.
Til fróðleiks má nefna að sá sem
fyrstur fór að miða tímann við fæð-
ingu Krists mun hafa verið enskur
klerkur og fræðimaður að nafni
Beda Venerabilis sem uppi var
673-735. Sá ágæti maður mun hafa
verið einn þekktasti fræðimaður
síns tíma í trúfræði. (Bede Venera-
bilis: sjá fjölmargar heimildir m.a.
á Netinu). Tímatalið sjálft, oft nefnt
júlíanska tímatalið, er svo mun
eldra eða frá dögum Júlíusar Ces-
ars (100-44 f. Kr.). Með því var ár-
inu skipt upp í 365 daga en 4. hvert
ár gert að hlaupári með 366 daga.
Þá var núverandi fjöldi daga fast-
settur, hlaupársdegi bætt við febr-
úar sem varð 29 dagar 4. hvert ár
og byrjun árs var ákveðin 1. janúar.
Til viðbótar við allt saman er mér
sagt að til séu fræðimenn sem
halda því fram að sú viðmiðun sem
við notum sé einfaldlega röng og
skeikar hjá sumum fjórum árum.
Þannig að hugsanlegt er að raun-
veruleg árþúsundamót séu liðin
fyrir fjórum árum og aldamótin
fyrir 3 árum. Hver veit, kannski
hafa bæði árþúsundamót og alda-
mót farið hjá afar hljóðlega án þess
að kaupmenn eða almenningur hafi
gert sér minnsta mat úr því um-
fram það sem gengur og gerist
venjulcg áramót!
Eg vona svo að lokum að lands-
menn allir eigi framundan ánægju-
lega jólahátíð og eftirminnileg ár-
þúsundamót eins og svo sannarlega
má kalla komandi áramót og haldi
svo að ári upp á aldamótin, hin einu
sönnu.
Rúnar Sig. Birgisson
Vallarási 5, Reykjavík.
Þúsár, ekki þúsöld
Frá Árna Sigurjónssyni:
NYLEGA stakk lærdómsmaður upp
á því í Morgunblaðinu að það sem
hingað til hefur verið kallað árþús-
undamót ætti heldur að heita
þúsaldamót. Mig langar að koma á
framfæri þeirri skoðun að betra væri
að tala um tíöld eða þúsár heldur en
þúsöld. Hvað svo sem líður uppruna
orðsins þúsund, gefur „þúsöld“ til
kynna að átt sé við þúsund aldir, og
má það því bíða uns 100.000 ár eru
liðin frá fæðingu frelsarans. Tíöld er
hins vegar, eins og allir mega skiija,
tíu aldir eða þúsund ár. Á sama hátt
liggur í augum uppi að með þúsár er
átt við þúsund ár. Orðið þúsöld er
bara reiknivilla. Höldum upp á þús-
áramót á þúsund ára fresti, en
þúsaldamót á þúsund alda fresti.
Ennfremur langar mig að nefna að
mér finnst skringilegt að kalla götu
eða hverfi í borginni Þúsöld, sem nú
er ráðgert. Jafnvel þótt orðskrípi
þetta kunni að ná fótfestu í málinu,
er engin ástæða til að hafa það sem
nafn á stað, enda ekki venja að kenna
t.d. götur við tíma. Hvernig fyndist
mönnum að nefna Hagatorg Korter?
Eða Árbæjarhverfið Viku? Mér
þætti það heldur bjálfalegt.
Arni Sigurjónsson
Kvisthaga 17, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.