Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 60

Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skattpíning öryrkja ÞAÐ hefur verið mikið rætt og ritað undanfarið um kröpp kjör öryrkja, en kannski gengi þeim örlítið betur ef þessar bætur væru ekki skattlagðar. Það sagði mér öryrki að núna fyrir jólin væri uppbót, en af því væri tæplega helm- ingur tekinn í skatt (13.226). Þetta er mikið fyrir þá sem iítið hafa. Ef þessi skattur væri tekinn af, þyrfti þetta fólk ekki að þola þá niðurlægingu að leita hjálpar hjá hjálpar- stofnunum fyrir jólin. Það hlýtur að vera hægt að rétta hlut þess í góðærinu. Öryi’kjar eiga þau sjálfs- sögðu mannréttindi að fá að lifa með reisn. Sigrún. Draumurinn getur orðið að veruleika SÆMUNDUR hafði sam- band við Velvakanda og vildi hann vara fólk við slagorðinu hjá íslenskri getspá „Draumurinn getur orðið að veruleika“. Hann segist vera búinn að spila í 13 ár og aldrei unnið krónu. Einnig vildi hann nefna það, að honum var lofuð skattalækkun hjá Skattstofu Reykjaness, hann fékk bréf þar sem átti að athuga málið. Hann hefur ekkert svar fengið ennþá. Hann er 75% ör- yrki og getur ekki látið endana ná saman og allra síst núna í desember. I lokin langar hann að óska öllum landsmönnum gleði- legra jóla og farsældar á nýju ári. Miðbær Akureyrar MAÐUR á áttræðisaldri átti leið um miðbæ Akur- eyrar laugardaginn 27. nóvember sl. Ofbauð hon- um sóðaskapurinn í mið- bænum. Hann átti leið framhjá porti, sem var fullt af alls konar drasli, þar voru meðal annars gömul bíldekk og afskráð- ur bíll. Finnst honum full ástæða til að bæjaryfirvöld geri eitthvað í málinu. Norsk Hydro RAGNAR hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri eftirfar- andi: Norsk Hydro vill meina Steingrími Her- mannssyni og Arna Finns- syni að sitja fund um Eyja- bakka, en fjögur þúsund Islendingar vilja ekkert með jarðvegsvöðla frá Hydro að gera á þeim slóð- um. Ragnar 090812-2119 Tapað/fundið Pierre Cardin-úr týndist PIERRE Cardin-kveng- ullúr með svartri leðuról týndist við Kringluna föstudaginn 19. nóvember sl. Skilvís finnandi vinsam- legast hringi í síma 565- 0281. Dýrahald Oriental-kisur vantar heimili VEGNA brottfiutnings af landinu vantar ný heimili handa tveimur kisum. Þetta eru „rándýr“ fress af Oriental-kyni, ekki ólíkir síamsköttum, bara einlitir. Annar er svartur og hinn er brúnn. Báðir eru þeir alger kelidýr og hegða sér eins og lithr hvolpar, henda sér á bakið í von um stroku o.s.frv. Þeir eru ógeltir og því eftirsóttir elskhugar, stórættaðir með ættbækur, 8 mánaða, og vilja geta skroppið út. Þeir sem vilja veita öðrum eða báðum gott heimili geta fengið hann eða þá. Þeir sem hafa áhuga geta hringt í Erlu í síma 861 6100. Fjörugur kettlingur fæst gefíns FJÖRUGUR fjögurra mánaða fress fæst gefins á gott heimili. Hann er bröndóttur með hvítar lappir og hvítan háls. Kassavanur og mjög blíð- ur. Upplýsingar í síma 562-4766. Kettlingur fæst gefíns ÉG heiti Jakob og er fjög- urra ára hreinræktaður persi. Mig vantar gott heimili vegna flutninga. Ættbók fylgir. Upplýsing- ar gefur Ágústa í síma 564- 5025. Kátir krakkar við Tjörnina Morgunblaðið/Golli Víkverji skrifar... Safnaðarstarf Opinberun Jóhannesar í Hallgrímskirkju SÍÐASTLIÐINN sunnudag var opnuð myndlistarsýning í forkirkju Hallgrímskirkju. Myndimar eru eftir Leif Breiðfjörð og fjalla um texta úr Opinberun Jóhannesar. í tengslum við þessa fallegu sýningu verða þrír biblíulestrar á aðvent- unni með skýringum og umræðum út frá textum í Opinberunarbókinni, miðvikudagskvöldin 1., 8. og 15. desember kl. 20-21. Leiðbeinandi verður sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Opinberun Jóhannesar er síðust meðal rita Nýja testamentisins og er mjög sérstakt rit, þar sem Jó- hannes lýsir sýnum og ber fram spádóma sem hafa valdið miklum heilabrotum á umliðnum öldum. Að loknum biblíulestri kl. 21 verður náttsöngur í kirkjunni eins og verið hefur á miðvikudögum í allt haust. Aðventusamvera fyrir eldri borgara hjá KFUM og KFUK FÖSTUDAGINN 3. desember nk. bjóða æskulýðsfélögin KFUM og KFUK félagsmönnum sínum sem komnir eru yfir sextugt til sérstakr- ar þakkarsamveru á aðventu. Vel- komið er að bjóða gestum með sér. Hin bráðum 101 árs gömlu æsku- lýðsfélög eiga trúfasta félagsmenn, fyrirbiðjendur og bakhjarla, bæði formlega og óformlega úti um alla borg. Fólk sem vakir yfír starfi fé- laganna með áhuga og biður fyrir því. Félögin sjá því sérstaka ástæðu til þess að bjóða eldri félagsmönn- um í KFUM og KFUK til aðventu- samveru föstudaginn 3. desember nk. í aðalstöðvum félaganna við Holtaveg. Hefst samveran kl. 14. Þá er öðrum eldri borgurum sem fylgst hafa með starfi KFUM og KFUK í gegnum árin einnig vel- komið að sækja samveruna. Á samverunni mun Þórdís K. Ágústsdóttir, formaður KFUK í Reykjavík, segja nokkur orð. Þórar- inn Bjömsson guðfræðingur mun flytja stuttan þátt úr sögu félag- anna en hann vinnur nú hörðum höndum að riktun sögu KFUM og KFUK í 100 ár. Sigurbjöm Þorkels- son, framkvæmdastjóri félaganna, mun lesa frumsamda jólasögu úr bók sinni, Kærleikurinn mestur. Laufey Geirlaugsdóttir syngur ein- söng og sr. Olafur JOhannsson, for- maður KFUM í Reykjavík, hefur hugbvekju. Boðið verður upp á aðventuveit- ingar í lok samvemnnar. Allir áhugasamir em velkomnir. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung böm kl. 10.30-12 í safnað- arheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Samvemstund eldri borgara. Ökuferð innanbæjar. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 13.45 og Skólavörðustíg 21 • sími 551 4050 •Reykjavík komið þangað aftur um kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Ung- lingastarf kl. 20. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir for- eldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Slysavarnir. Elva Möller hjúkmnarfræðingur. Biblíufræðsla um Opinberanarbók Jóhannesar k. 20-21. Náttsöngur kl. 21. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr- irbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borg- ara í dag kl. 13-17. Spil, lestur, handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Djákni flytur hugvekju. Söngstund undir stjóm Jóns Stefánssonar org- anista. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. St- arf fyrir 7-9 ára börn. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára böm. Ung- lingakvöld á vegum Laugames- kirkju, Þróttheima og Blómavals. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Sr. Örn Bárður Jónsson verður með fræðslu um aðventuna. Biblíulestur kl. 16 í umsjá sr. Franks M. Halldórssonar. Kaffi- veitingar. Opið hús kl. 17. Baldur Sveinsson annast dagskrána. Bæna- messa kl. 18.05. Sr. Frank M. Hall- dórsson. Félagsstarf eldri borgara laugardaginn 4. desember. Samvera í kirkjunni kl. 13 og jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum. Þátttaka tilkynn- ist í síma 511-1560. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Frank M. Halldórs- son. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til presta safnað- arins. Brciðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnað- arheimilinu á eftir. Kirkjuprakkar- ar, starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirlya. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Léttur hádegisverður. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr- irbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi ld. 13. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og bænastund í kirkj- unni kl. 12.10. Samverastund í Kirkjulundi kl. 12.25. Djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Sjá nánari upplýsingar um safnaðarstarfið í Vefriti Kefla- víkurkirkju: keflavikurkirkja.is Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknarprest- ur. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30, krakkaklúbbur, unlingafræðsla, kennsla fyrir enskumælandi, biblíulestur og Alfa- námskeið. Allir hjartanlega vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 1. desem- berhátíð í umsjón Heimilasam- bandsins. Sr. íris Kristjánsdóttir talar. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hóianeskirkja, Skagaströnd. Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomnir. UMRÆÐAN um Reykjavíkur- flugvöll tók nokkuð nýja stefnu á dögunum þegar því var varpað fram að hægt væri ef til vill að tak- marka umfang vallarins með því að hann yrði aðeins ein braut en ekki tvær eða jafnvel þrjár eins og nú er. Hugmyndin var sett fram til að benda á að þannig mætti hugsan- lega nýta hluta flugvallarsvæðisins til íbúðabyggðar eða fyrir nýjar stofnanir sem tengjast ættu Háskól- anum. Víkverja finnst þessi hug- mynd nokkuð framleg og allrar at- hygli verð. Spuming er hvort þetta er raunhæf málamiðlun milli þeirra sem vilja flugvöllinn burt og finna honum allt til foráttu og hinna sem vilja festa hann í sessi sem alvöru- völl til ófyrirsjáanlegrar framtíðar. Lítum aðeins á rökin. Forseti borgarstjómar, sem setti hugmyndina fram nú en hún hefur reyndar áður komið fram, telur að vegna veðurlags sé austur-vestur brautin næstum því nægileg fyrir þá umferð sem verið hefur um völlinn. Ríkjandi vindáttir leggist þannig að þeir séu ekki margir dagar sem sú braut verði ófær. Mætti jafnvel fjölga þeim dögum ef brautin yrði lengd og á þann hátt gerð öraggari. I þessu sambandi var bent á (annað- hvort af honum eða einhverjum öðr- um) að hugsanlega mætti hafa norð- ur-suður brautina stutta, þ.e. fella burt norðurhluta hennar og það sem eftir stæði af brautinni gæti þá stað- ið sem neyðarbrauð eða braut og þá kannski helst fyrir þær vélar sem þurfa ekki langa braut. Meðal flugmanna hefur verið bent á að þessi lausn sé allsendis ófull- nægjandi og að hún dragi úr öryggi. Þrátt fyrir að hægt sé að lenda flug- vél í ákveðnum hliðarvindi kjósi flugmaður vitanlega að nota þá braut sem vindur stendur af hafi hann valið og þegar hann hafi tvær brautir að velja um sé það engin spuming. Með aðeins einni braut væri hættan sú að menn reyndu að skælast niður eða reyna ílugtök við skilyrði sem era á mörkunum og slíkt auki slysahættu. Þetta era kannski helstu mótrökin. Eftir stendur sú spurning hvort innanlandsflugið og einka- og kennsluflug um völlinn getur búið við þannig skerta möguleika miðað við það sem völlurinn býður í dag. Ef áhættan er meiri vegna þess að menn tefli á tvær hættur vegna of mikils hliðarvinds hlýtur að vera hægt að setja strangari reglur og fylgjast betur með að eftir þeim verði farið. Þá þarf bara að finna út hversu marga daga á ári völlurinn er ófær þegar þetta veðurfar er fyr- ir hendi. Víkverji endurtekur að honum finnst hugmyndin góðra gjalda verð. Hann beygir sig þó fyllilega fyrir rökum um öryggi ef þau reynast vega þungt að bestu manna yfirsýn. Þetta hljóta sérfræðingar vallarins og flugmála að geta sagt okkur. Sé hægt að búa við slíkan skertan völl getum við velt fyrir okkur notkun á norðurhluta Vatnsmýrarinnar og byrjað að rífast um hvort og hvaða mannvirki mega rísa þar. Kemur þá ekki að spumingunni um umhverfis- mat?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.