Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1999 61,
í DAG
Árnað heilla
RIDS
IJmsjón Guðinundur
I'áll Arnarson
MÁ vinna sjö tígla í suður ef
gert er ráð fyrir því að aust-
ur eigi kóngana í hjarta og
laufl? Þetta er spurningin
sem lesandinn var skilinn
eftir með í gær:
Austur gefur; NS á
hættu.
Vestur
* G1095
V 1083
♦ 8
* 87652
Norður
* K843
V DG2
♦ Á3
* ÁG109
Austur
* D62
V K7654
* 1097
* K4
Suður
*Á7
y Á9
♦ KDG6542
*D3
Vestur Norður AusUu’ Suður
Dobl!! Redobl- -2 hjörtu 3 hjörtu
Pass 3spaðar Pass 3grönd
Pass 4 lauf Pass 6 tíglar
Pass 7 tíglar Dobl Allir pass
Utspil: spaðagosi.
Bandaríkjamaðurinn Sil-
verman spilaði þessa
slemmu árið 1981 á fyrrum
Sunday Times-mótinu í
London. Hann svínaði fyrir
laufkóng og fór einn niður. I
vestur var Eric Kokish og
Silverman taldi eftir á að
hann hefði átt að lesa
„kargafúl" vesturs, því varla
hefði austur doblað slemm-
una nema eiga báða kóng-
ana. Ef sagnhafi reiknar
með því, þá svínar hann fyr-
ir hjartakóng. Endastaðan
er breytileg eftir því hvort
austur leggur kónginn á eða
ekki:
Vestur
A10
*108
♦ -
Norður
A 8
¥ G2
♦ -
+ -
Austur
* -
¥ 76
♦ -
* K
Suður
♦ -
¥ 9
♦ 6
* D
Hér hefur austur lagt
kónginn á drottninguna.
Sagnhafi spilar þá _upp á
tvöfalda kastþröng. í þess-
ari stöðu hefur hann tekið
laufásinn og trompað einn
spaða til að einskorða
spaðavaldið við vestur. Þeg-
ar síðasta trompinu er spil-
að verða báðir andstæðing-
ar að henda hjarta og
hjartatvisturinn verður því
þrettándi slagurinn.
Ef austur sparar hjarta-
kónginn sinn kemur upp
víxlþröng. í þriggja spila
lokastöðu á blindur G2 í
hjarta og laufás blankan,
en heima á sagnhafi stak-
an hjartaás og D3 í laufi.
Austur hefur þá neyðst til
að fara niður blankan
kóng í öðrum litnum, og ef
sagnhafi hittir á að taka
ásinn í þeim lit, þá vinnur
hann slemmuna.
MORGUNBLAÐIÐ birtir til-
kynningar um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og fleira les-
endum sínum að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar þurfa að
berast með tveggja daga fyrir-
vara virka daga og þriggja
daga 'fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja af-
mælistilkynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns og sima-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, Sent í bréfsíma
569-1329, sent á netfangið rit-
stj (ffimbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík.
A /\ÁRA afmæli. í dag,
v/miðvikudaginn 1.
desember, verður fertug-
ur Valur Knútsson, yfir-
verkfræðingur í afl-
stöðvadeild Landsvirkj-
unar á Norð-austurlandi,
til heimilis að Sunnuhlíð
8, Akureyri. Eiginkona
Vals er Sólveig Sigur-
geirsdóttir og munu þau
af tilefni þessu taka á móti
gestum í Oddfellow-hús-
inu við Sjafnarstíg á
Akureyri næstkomandi
laugardag frá kl. 20.
pT /VÁRA afmæli. í dag,
O wmiðvikudaginn 1.
desember, verður fimm-
tugur Már Viðar Másson,
sálfræðingur á geðdeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur,
Næfurási 17, Reykjavík.
Eiginkona hans er Mar-
grét Ólafsdóttir, sálfræð-
ingur á skólaskrifstofu
Seltjarnarness. Þau taka
á móti gestum í Lækjar-
götuhúsi Árbæjarsafns,
laugardaginn 4. desem-
ber, kl. 18-21.
Hvftur leikur
og vinnur.
JAPANSKTLJÓÐ
Japanskir morgnar mjúkri birtu stafa
á marardjúpin fyrir hvítum sandi.
Og ungir sveinar ýta bát frá landi
og eftir hafsins dýru perlum kafa.
En seinna, þegar húm á strendur hnígur
og höfin bláu vagga tærum öldum,
á mánabjörtum, mildum sumarkvöldum,
mansöngur lágt um kóralskóga stígur.
Því meðan æskan unir hvítum runnum
og elskendurnir liljusveiga binda,
leiftrandi uggum litlir fiskar synda
á lítil stefnumót í djúpum unnum.
Af ást og sælu litlu tálknin titra.
I tunglskinsbjarma þang og skeljar glitra.
Tómas Guðmundsson.
Barna- & fjölskylduljósmyndir.
BRtíÐKAUP. Gefin voru
saman 5. júní í Áskirkju af
sr. Braga Skúlasyni Ingi-
björg Þóra Helgadóttir
og Róbert Rafnsson.
Heimili þeirra er á Leiru-
bakka 2, Reykjavík.
/\ÁRA afmæli. í dag,
Ovlmiðvikudaginn 1.
desember, verður fimm-
tugur Steinn Ingi Kjart-
ansson sparisjóðsstjóri,
Holtagötu 7, Súðavík.
Steinn Ingi verður að
heiman í dag.
SKAK
Unisjón Hlargeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í viður-
eign tveggja þekktra stór-
meistara í þýsku deilda-
keppninni í ár. Jan Timman
(2.650), Hollandi, hafði hvítt
og átti leik gegn Mikhail
Gurevich (2.640), Belgíu.
34. e6! - Bxd4 35. exf7 -
Bxe3 36. Dg8+ og svartur
gafst upp.
ABROT
STJÖRNUSPA
eftir Frances Ilrake
*
SPORÐDREKI
Afmælisbarn dagsins: Þú
ert framtakssamur og þorír
að taka skaplega áhættu.
Þú ert vinur vina þinna.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Þú þarft að temja þér að
virða skoðanir annarra og
vera sveigjanlegur, því mála-
miðlun er oftast eina færa
leiðin til samkomulags.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Áætlanir þínar ná ekki fram
að ganga. Þær eru einfald-
lega of dýrar. Sættu þig við
það og enga eftirsjá, því önn-
ur tækifæri bíða þín.
Tvíburar
(21. maí-20. júní) AA
Þú hefur þurft að vinna lang-
an vinnudag, en nú er mál að
linni. Taktu þér tíma fyrir
sjálfan þig og sinntu þeim,
sem þér standa næst.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það gengur ekki að þú hafir
allt á hornum þér, bæði við
ástvini og vinnufélaga. Taktu
þér tak og viðurkenndu stað-
reyndir með bros á vör.
Ljón
(23. júli - 22. ágúst)
Þér finnst engu líkara en ein-
hver sé að leggja fyrir þig
sérstakt próf og ert óörugg-
ur þess vegna. Hertu upp
hugann - þú stendur vel fyrir
þínu.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Það þarf oft að gera fleira en
gott þykir. Láttu það ekki
bitna á þeim, sem eru í kring
um þig. Lyftu þér svo upp,
þegar málin eru afgreidd.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Leggðu þig fram um að leyfa
öðrum að njóta þíns góða
skapferlis. Hláturinn léttir
iífið og lengir það. Ekki veitir
af!
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það eru ótrúlega mörg smá-
atriði, sem þú þarft að af-
greiða til þess að koma
áhugamáli þínu í höfn. Vertu
þolinmóður - það borgar sig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) ACr
Það er einhver deyfð í gangi
hjá þér. Þú þarft að rífa þig
upp og láta hendur standa
fram úr ermum. Annars
missir þú bara af öllum tæki-
færum.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Gættu þín að taka ekki of
mikla áhættu í fjármálum.
Það er góð regla að hinkra
við og leita ráða, ef einhver
óvissa er uppi.
Vatnsberi
(20. janúar -18. febrúar)
Þú átt góða möguleika á að
ná takmarki þínu, ef þú sýnir
dugnað og hefur öryggið í
fyrrúmi. Gættu þess vel að
ganga ekki á rétt neins.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Farðu varlega í að dæma
gjörðir annarra. Allt hefur
sinn tíma og þú færð að ræða
málin, þannig að öll kurl
komi til grafar.
Stjörnuspána á ad iesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Bergstaðastræti - 4ra herb.
4ra herbergja íbúð, 93,3 fm, á 4. hæð (efstu) í fjórbýlisstein-
húsi, byggðu 1961. íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús með
góðum borðkrók, 2 svefnherb, 2 stofur, baðherbergi með
baðkari og suðursvalir. Húsið er staðsett á einum albesta
stað við Bergstaðastræti með stórkostlegu útsýni yfir
Skerjafjörðinn, Tjörnina og Snæfellsnes. (búðin hefur verið
í eigu sama aðila frá upphafi. Verð 11,4 millj.
Séreign, fasteignasala,
Skólavörðustíg 41, sími 552 9077.
jói - jói -jói
Jólafötin og -gjafirnar fyrir börnin
Barrvakot
Kringlunni 4-6 sírm 588 1340
Hefur þú engan að tala uið
til að deila með sorg og gleði?
Vinalína Rauða krossins,
sími 800 6464
öll kuöld frá kl. 20-23