Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. DESEMBER 1999 61, í DAG Árnað heilla RIDS IJmsjón Guðinundur I'áll Arnarson MÁ vinna sjö tígla í suður ef gert er ráð fyrir því að aust- ur eigi kóngana í hjarta og laufl? Þetta er spurningin sem lesandinn var skilinn eftir með í gær: Austur gefur; NS á hættu. Vestur * G1095 V 1083 ♦ 8 * 87652 Norður * K843 V DG2 ♦ Á3 * ÁG109 Austur * D62 V K7654 * 1097 * K4 Suður *Á7 y Á9 ♦ KDG6542 *D3 Vestur Norður AusUu’ Suður Dobl!! Redobl- -2 hjörtu 3 hjörtu Pass 3spaðar Pass 3grönd Pass 4 lauf Pass 6 tíglar Pass 7 tíglar Dobl Allir pass Utspil: spaðagosi. Bandaríkjamaðurinn Sil- verman spilaði þessa slemmu árið 1981 á fyrrum Sunday Times-mótinu í London. Hann svínaði fyrir laufkóng og fór einn niður. I vestur var Eric Kokish og Silverman taldi eftir á að hann hefði átt að lesa „kargafúl" vesturs, því varla hefði austur doblað slemm- una nema eiga báða kóng- ana. Ef sagnhafi reiknar með því, þá svínar hann fyr- ir hjartakóng. Endastaðan er breytileg eftir því hvort austur leggur kónginn á eða ekki: Vestur A10 *108 ♦ - Norður A 8 ¥ G2 ♦ - + - Austur * - ¥ 76 ♦ - * K Suður ♦ - ¥ 9 ♦ 6 * D Hér hefur austur lagt kónginn á drottninguna. Sagnhafi spilar þá _upp á tvöfalda kastþröng. í þess- ari stöðu hefur hann tekið laufásinn og trompað einn spaða til að einskorða spaðavaldið við vestur. Þeg- ar síðasta trompinu er spil- að verða báðir andstæðing- ar að henda hjarta og hjartatvisturinn verður því þrettándi slagurinn. Ef austur sparar hjarta- kónginn sinn kemur upp víxlþröng. í þriggja spila lokastöðu á blindur G2 í hjarta og laufás blankan, en heima á sagnhafi stak- an hjartaás og D3 í laufi. Austur hefur þá neyðst til að fara niður blankan kóng í öðrum litnum, og ef sagnhafi hittir á að taka ásinn í þeim lit, þá vinnur hann slemmuna. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga 'fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og sima- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið rit- stj (ffimbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. A /\ÁRA afmæli. í dag, v/miðvikudaginn 1. desember, verður fertug- ur Valur Knútsson, yfir- verkfræðingur í afl- stöðvadeild Landsvirkj- unar á Norð-austurlandi, til heimilis að Sunnuhlíð 8, Akureyri. Eiginkona Vals er Sólveig Sigur- geirsdóttir og munu þau af tilefni þessu taka á móti gestum í Oddfellow-hús- inu við Sjafnarstíg á Akureyri næstkomandi laugardag frá kl. 20. pT /VÁRA afmæli. í dag, O wmiðvikudaginn 1. desember, verður fimm- tugur Már Viðar Másson, sálfræðingur á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Næfurási 17, Reykjavík. Eiginkona hans er Mar- grét Ólafsdóttir, sálfræð- ingur á skólaskrifstofu Seltjarnarness. Þau taka á móti gestum í Lækjar- götuhúsi Árbæjarsafns, laugardaginn 4. desem- ber, kl. 18-21. Hvftur leikur og vinnur. JAPANSKTLJÓÐ Japanskir morgnar mjúkri birtu stafa á marardjúpin fyrir hvítum sandi. Og ungir sveinar ýta bát frá landi og eftir hafsins dýru perlum kafa. En seinna, þegar húm á strendur hnígur og höfin bláu vagga tærum öldum, á mánabjörtum, mildum sumarkvöldum, mansöngur lágt um kóralskóga stígur. Því meðan æskan unir hvítum runnum og elskendurnir liljusveiga binda, leiftrandi uggum litlir fiskar synda á lítil stefnumót í djúpum unnum. Af ást og sælu litlu tálknin titra. I tunglskinsbjarma þang og skeljar glitra. Tómas Guðmundsson. Barna- & fjölskylduljósmyndir. BRtíÐKAUP. Gefin voru saman 5. júní í Áskirkju af sr. Braga Skúlasyni Ingi- björg Þóra Helgadóttir og Róbert Rafnsson. Heimili þeirra er á Leiru- bakka 2, Reykjavík. /\ÁRA afmæli. í dag, Ovlmiðvikudaginn 1. desember, verður fimm- tugur Steinn Ingi Kjart- ansson sparisjóðsstjóri, Holtagötu 7, Súðavík. Steinn Ingi verður að heiman í dag. SKAK Unisjón Hlargeir Pétursson STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja þekktra stór- meistara í þýsku deilda- keppninni í ár. Jan Timman (2.650), Hollandi, hafði hvítt og átti leik gegn Mikhail Gurevich (2.640), Belgíu. 34. e6! - Bxd4 35. exf7 - Bxe3 36. Dg8+ og svartur gafst upp. ABROT STJÖRNUSPA eftir Frances Ilrake * SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú ert framtakssamur og þorír að taka skaplega áhættu. Þú ert vinur vina þinna. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú þarft að temja þér að virða skoðanir annarra og vera sveigjanlegur, því mála- miðlun er oftast eina færa leiðin til samkomulags. Naut (20. apríl - 20. maí) Áætlanir þínar ná ekki fram að ganga. Þær eru einfald- lega of dýrar. Sættu þig við það og enga eftirsjá, því önn- ur tækifæri bíða þín. Tvíburar (21. maí-20. júní) AA Þú hefur þurft að vinna lang- an vinnudag, en nú er mál að linni. Taktu þér tíma fyrir sjálfan þig og sinntu þeim, sem þér standa næst. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það gengur ekki að þú hafir allt á hornum þér, bæði við ástvini og vinnufélaga. Taktu þér tak og viðurkenndu stað- reyndir með bros á vör. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Þér finnst engu líkara en ein- hver sé að leggja fyrir þig sérstakt próf og ert óörugg- ur þess vegna. Hertu upp hugann - þú stendur vel fyrir þínu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það þarf oft að gera fleira en gott þykir. Láttu það ekki bitna á þeim, sem eru í kring um þig. Lyftu þér svo upp, þegar málin eru afgreidd. Vog (23. sept. - 22. október) Leggðu þig fram um að leyfa öðrum að njóta þíns góða skapferlis. Hláturinn léttir iífið og lengir það. Ekki veitir af! Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það eru ótrúlega mörg smá- atriði, sem þú þarft að af- greiða til þess að koma áhugamáli þínu í höfn. Vertu þolinmóður - það borgar sig. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) ACr Það er einhver deyfð í gangi hjá þér. Þú þarft að rífa þig upp og láta hendur standa fram úr ermum. Annars missir þú bara af öllum tæki- færum. Steingeit (22. des. -19. janúar) Gættu þín að taka ekki of mikla áhættu í fjármálum. Það er góð regla að hinkra við og leita ráða, ef einhver óvissa er uppi. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þú átt góða möguleika á að ná takmarki þínu, ef þú sýnir dugnað og hefur öryggið í fyrrúmi. Gættu þess vel að ganga ekki á rétt neins. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Farðu varlega í að dæma gjörðir annarra. Allt hefur sinn tíma og þú færð að ræða málin, þannig að öll kurl komi til grafar. Stjörnuspána á ad iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Bergstaðastræti - 4ra herb. 4ra herbergja íbúð, 93,3 fm, á 4. hæð (efstu) í fjórbýlisstein- húsi, byggðu 1961. íbúðin skiptist í forstofu, hol, eldhús með góðum borðkrók, 2 svefnherb, 2 stofur, baðherbergi með baðkari og suðursvalir. Húsið er staðsett á einum albesta stað við Bergstaðastræti með stórkostlegu útsýni yfir Skerjafjörðinn, Tjörnina og Snæfellsnes. (búðin hefur verið í eigu sama aðila frá upphafi. Verð 11,4 millj. Séreign, fasteignasala, Skólavörðustíg 41, sími 552 9077. jói - jói -jói Jólafötin og -gjafirnar fyrir börnin Barrvakot Kringlunni 4-6 sírm 588 1340 Hefur þú engan að tala uið til að deila með sorg og gleði? Vinalína Rauða krossins, sími 800 6464 öll kuöld frá kl. 20-23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.