Morgunblaðið - 01.12.1999, Side 64
84 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Forvitnilegar bækur
SAGA SUNDA Y SPORT KOMIN ÚT
Microsoft
Barbarians Led
by Bill Gates
BABES/I
BOOZE/
.EgEgBEB
ort^Whlotl ^
■ORGIES
andHI
ALIENS
from the Inside
JENNIFER EDSTROH
A M p MARLIN ELLER
hluta af klám-
verslunum sfnum, 139 alls, og flest
hinna tuttugu klámblaða sem hann
hafði komið á fót.
24 geirvörtur í hverju blaði
Hann var margmilljóneri, 37 ára
gamall, hagfræðimenntaður, og
dauðleiddist að sögn. í miðjum leið-
indunum datt honum í hug að setja
á stofn dagblað, sem ganga myndi
lengra en önnur blöð, vekja athygli
og umtal og skila peningum í kass-
ann. Hann var með markhópinn á
hreinu, ómenntað verkafólk, aðal-
lega karlmenn sem kunnu að meta
að fá íþróttafréttir, uppljóstranir
um ríka og fræga fólkið og myndir
af berbrjósta stúlkum. Það var og
dagskipun sem fyrsti ritstjórinn
fékk: ber brjóst á annarri hverri
síðu að minnsta kosti; ekki færri en
24 geirvörtur í hverju blaði.
Sunday Sport náði mikilli hylli
áður en það fór af stað og Sullivan
þóttist himin hafa höndum tekið
þegar sjónvarpsauglýsingar blaðs-
ins voru bannaðar áður en fyrsta
eintakið kom út. Hann sparaði 25
milljónir króna sem leggja átti í
auglýsingaherferð vegna blaðsins
og fékk miklu meira umtal og at-
hygli en ella. Þegar blaðið loks
kom út, með hneykslunarfrétt um
kynsvall í skátaferð undir stjórn
Karls Bretaprins, var blaðið rifið
út og ekki leið á löngu að upplagið
var hálf milljón eintaka á viku.
Helsti styrkur Sunday Sport er
að ritstjórar þess hafa jafnan verið
Olíkindatól-
ið William
Gates III.
MENN LEGGJA út í blaðaútgáfu í
misjöfnum tilgangi; sumir til
að berjast fyrir hugsjón eða
trúarsetningum, en aðrir einfald-
lega til að græða og eru þá ekki
alltaf vandir að meðulum. Eitt
frægasta dæmi um hið síðarnefnda
er eitt vinsælasta blað Bretlands,
Sunday Sport, sem byggir frétta-
flutning sinn á lygisögum, léttu
klámi og flestu því sem siðvandari
blöð Iáta sig ekki varða. Breska
síðdegispressan er fræg að endem-
um fyrir vinnubrögð sín og virð-
ingarleysi fyrir friðhelgi einka-
Iífsins. Frægustu dæmin um það
eru News of The World og Sun, en
ekki langt undan er Sunday Sport,
sem náði langt á því gamla heil-
ræði: ef sverð þitt er stutt, gakk þá
feti framar.
Fyrir nokkru kom út í Bretlandi
saga Sunday Sport og systurblaða
þess, sem klámkóngurinn David
Sullivan ýtti úr vör fyrir ellefu ár-
um því honum þótti sem upp-
áhaldsblöðin sín, News ofThe
World og Sun, væru orðin of vönd-
uð í umfjöllun sinni. Honum fannst
vanta meiri kraft í fréttamennsk-
una, meiri sora, fleiri uppljóstranir
og fleiri berbrjósta stúlkur. Sulliv-
an var þá nýverið búinn að selja
stærstan
aSðUha?abirtfyr^-arík,
Forsíða bókarinnar um sögu
Sunday Sport.
Ólánssamir foreldrar drengs
sem breyttist í raspaðan fisk-
staut sýna ljósmyndara Sunday
Sport drenginn.
næmir á tilfinningar almennings,
þótt þeir gefi jafnan lítið fyrir til-
finningar þeirra sem komast í
sviðsljósið. Þannig vakti mikla
hrifningu þegar blaðið hét hverj-
um þeim hermanni sem felldi Sadd-
am Hussein í Persaflóastríðinu bif-
reið að launum. Þegar þýskur
dómari dæmdi mark af Englend-
ingum í mikilvægum leik í heims-
meistarakeppni birti blaðið heim-
anúmer dómarans og nokkur vel
valin blótsyrði á þýsku sem hreyta
mætti í hann.
Þjóðernishyggjan var sterk í
blaðinu, líkt og mun tíðkast í
breskri þjóðarsál almennt, og þeg-
ar íþróttakappleikir voru annars
vegar voru öll meðul leyfileg, þar á
meðal beiðni blaðsins um að flug-
vélar á vegum British Airways los-
uðu salerni sín yfir Madríd til að
búa í haginn fyrir landsliðið sem
átti að mæta Spánverjum.
Geggjaðar fréttir og óta-
kmörkuð ósvífni
Gengi Sunday Sport hefur verið
ævintýralegt frá fyrsta degi. Það
náði snemma mikilli útbreiðslu, en
svo var sem lesendur þess yrðu
leiðir á því og heldur hallaði á
ógæfuhliðina. Útgefandinn kunni
þó ráð við því, rak ritstjórann og
réð í hans stað mann sem var enn
ósvífnari. Svona hefur það gengið
koll af kolli; blaðið hefur tekið dýf-
ur á milli þess sem það sveifast upp
á við aftur með geggjaðri fréttum
en nokkru sinni, en einnig hefur
rekstur klámsímarása verið drjúg
tekjulind. Ritstjórnin hefur og ver-
ið skrautleg, aðallega ungir menn
sem gaman hafa af drykkju og
dufli en endast yfirleitt skamma
stund, því vinnuálagið er gríðar-
legt; um tíma var ritstjórnin aðeins
fimm manna sem þykir harla gott á
vikublaði sem seldist í yfir 500.000
eintökum.
Ritstjórar og frammámenn ann-
arra breskra blaða hafa yfirleitt
ekki farið leynt með viðbjóð sinn á
blaðinu, en þó tekið upp hanskann
fyrir það þegar yfirvöld hafa reynt
að banna það. Eftir því sem Sunday
Sport hefur lagt meiri áherslu á
furðufréttir hafa menn síðan tekið
því betur, farið að líta frekar á það
sem gamanrit en sem keppinaut
sem mark sé á takandi. Þótt mest
hafi borið á berbrjósta stúlkum
fyrstu árin og ber reyndar talsvert
á enn eru furðufréttir aðal Sunday
Sport. f breskri útgáfusögu eru
frægar fyrirsagnir á við: Risastytta
af Elvis á Mars, Marilyn Monroe lif-
andi - vinnur sem fóstra,
Sprengjuvél úr seinni heimsstyrj-
öldinni finnst á tunglinu, Skyggn
brauðrist spáir fyrir um bikar-
úrslit.
Barbarians led by Bill Gates, bók
eftir Jennifer Edstrom og
>Marlin Eller. Henry Holt gefur út.
256 síður með registri, innbundin.
Kostaði 16 dali og 10 sent hjá Ama-
zon, um 1.100 kr.
Ein af eftir-
minnilegustu
uppljóstrunum
Sunday Sport
er þessi mynd
sem birt var af
Adolf Hitler.
Kapp er best með forsjá, eins og
sjá má á Jimmy Wrinkle sem fór
í allharkalegt fitusog.
MIKIÐ hefur verið fjallað um
Microsoft undanfarna mánuði og
varla nema von; ekkert fyrirtæki
hefur verið eins umdeilt á seinni tíð
og þá ekki bara fyrir hugbúnað sinn
heldur fyrir ókræsilega viðskipta-
hætti og bellibrögð. í umræðum
- ,er annars vegar dregin upp
mynd af stjórnarformannin-
um
William Gates III. sem
snillingi og mannvini, en á
hinn bóginn segja menn
hann kaldrifjaðan markaðs-
mann sem svífist einskis. í
frásögn þeirri sem hér er gerð
að umtalsefni fer meira fyrir
seinni myndinni en þeirri fyrri
og ekki örgrannt um að lesandi
velti því fyrir sér hvort vel-
gengni Gates sé einskær heppni
eftir allt saman.
Höfundar Barbarians led by
Bill Gates segjast hafa mikla inn-
sýn í starfsemi Microsoft, enda
var Marlin Eller einn af helstu
■'hugbúnaðarsmiðum Micrsoft
framan af og móðir Jennifer Edstr-
om stýrði markaðssetningu og ím-
yndarsmíði Microsoft og starfar enn
fyrir fyrirtækið í eigin fyrirtæki.
Sagan er sögð frá sjónarhorni Ellers
sem er ekki að skafa utan af því að
hann var aðal maðurinn og að manni
skilst yfirleitt sá eini sem vissi hvaða
stefnu fyrirtækið átti að taka. Þegar
ákvarðanir Gates bera árangur er
yfirleitt að þakka heppni eða tilviljun
að mati Ellers, eða þá því hversu ós-
vífinn hann er. Þrátt fyrir þennan
ágalla á bókinni, sem rýrir óneitan-
lega trúverðugleika hennar, gefur
hún merkilega innsýn í sitthvað í
starfsemi fyrirtækisins ekki síst
>hversu ósvífnir þeir Microsoft-menn
voru þegar klekkja þurfti á keppina-
utum. Til að mynda er áhugavert að
lesa um kynningu á PenWindows,
sem Gates taldi ógna Mierosoft, þar
sem starfsmaður skrifaði á skjá og
sýndi á tjaldi samtímis fullkomna
lófatölvu með Windows löngu áður
en Palm kom til. I bók Ellers og
Edstroms kemur aftur á móti fram
að kynningin var tekin upp á band
fyrir sýninguna og starfsmaðurinn í
raun með ótengda tölvu.
Bók þeirra Edstroms og Ellers er
gölluð um margt og sums staðar of
mikið á sig lagt til að vera smellinn,
sjá til að mynda nafnið sem vísar í
eina frægustu viðskiptabók seinni
tíma vestan hafs. Hún er þó bráð-
skemmtileg lesning og gefur aðra
mynd af Gates en glansmyndina sem
veifað er í fjölmiðlum.
Árni Matthíasson
Risastytta af
Elvis á Mars
Forvitnilegar bækur
Pælingar
um popp-
söguna
Good Vibrations - A History of
Record Production. Höfundur:
Mark Cunningham, Sanctuary
Publishing Ltd., London, 1999,438
bls. Fæst í bókabúð Máls og menn-
ingar, Laugavegi 18, verð 2700 kr.
SAGA upptökutækni og upptöku-
stjórnunar er hér rakin í nokkum
veginn réttri röð. Hún hefst á fyrstu
tilraunum ameríska gítarleikarans
Les Pauls með „tape-delay“ og
„overdub" og teygist þaðan tU okkar
stafrænu daga. Bókin blandar ágæt-
lega saman þjóðsögum úr bransan-
um og tæknilegu spjalli. Ekki vefst
fyrir höfundi að útskýra það sem
gæti reynst flókið eða torskilið og til
glöggvunar er lítið tækniorðasafn
aftast í bókinni. Efni bókarinnar er
vel rannsakað og höfundi hefur tek-
ist að ná tali af ólíklegasta fólki.
Einn fróðlegasti kaílinn í bókinni
byggist á viðtali við Carol Kay sem
var heitasti „session“-bassaleikarinn
í Los Angeles á seinni hluta sjöunda
áratugarins. Hún lék á vel flestum
upptökum Phil Spectors og sömu-
leiðis á hinni ódauðlegu „Pet
Sounds“-breiðskífu Brian Wilsons
og félaga hans í Beach Boys. Carol
Kay vill einnig meina að hún og kol-
legar sínir í L.A. hafi spilað grunna
að fjölmörgum Motown-upptökum
sem hafi verið ranglega eignaðir
svörtum tónlistarmönnum í Detroit,
þai' á meðal lög eins og „Baby Love“
og „You Keep Me Hangin’ On“ með
The Supremes.
Bítlarnir og George Martin fá
sinn eigin kafla, en í þetta skiptið fær
Martin mesta athygli. Þrátt fyrir
samstillt átak síðskeggjaðra dag-
skrárgerðarmanna um víða veröld
hefur enn ekki tekist að tæma Ser-
gent Peppers-sagnabrunninn. Hér
er margt nýtt dregið fram, m.a. rætt
við einleikarann sem lék á piceolo-
trompet í sækadelíska smellinum um
„Penny Lane.“ Bókin slappast held-
ur þegar kemur að áttunda áratugn-
um og pínlega miklu púðri er eitt í
hljómsveitir á borð við Genesis, Yes
og Queen. Höfundurinn hefur greini-
lega minni áhuga á seinni tíma tón-
list og umfjöllunin um níunda og
tíunda áratuginn er nær eingöngu
um Bretland.
Bókin nær ákveðnum lágpunkti
með umfjöllun um endurgerð Sir El-
ton Johns á lagi sínu „Candle in the
Wind“, tileinkað Díönu prinsessu og
britt-popp kaflinn leggur lítið til mál-
anna. Hver á eftir að muna eftir
„Kula Shaker“ eftir tíu ár? Inn á
milli koma þó fróðlegir sprettir með
góðum viðtölum, t.d. kaflinn um pró-
dúsentinn Trevor Jones (Frankie
Goes to Hollywood, Art of Noise) og
poppstóriðju Stocks, Aitkens og
Watermans. Allir sem hafa mátuleg-
an áhuga á popp-músik finna eitt-
hvað við sitt hæfi í þessari bók en til
þess að leiðast ekki ein einasta blaðs-
íða verður maður að eiga mjög stórt
Pink Floyd safn og a.m.k. eitt plakat
af Phil Collins uppi á vegg.
Úlfur Eldjárn