Morgunblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 66
66 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Jola- &
áramófakveðjur
(il vina og æilingja
Þú velur úr fjölda skemmtilegra mynda,
velur kveðju á hinum ýmsu tungumálum,
skrifar eigin texta og sendir.
Hafir þú fengið kort getur þú siegið inn númerið
sem þér barst með tilkynníngunni á tölvupóstinum
og netfang þitt til að skoða kortin.
Ódýr og einföld leið til að gleðja vini og vandamem
hvar í heimi sem er.
Þeir sem senda jóla- og áramótakveðjur lenda í lukkupotti
þar sem dregnir verða út á nýju ári vinningar frá Hans Petersen
odak stafræn myndavél - DC 215 - að verðmæti kr. 49.000
2. verðlaun
Canon Ixus X1 myndavél, vatnsheld, að verðmæti kr. 16.900
3.-13. verðlaun
Kodak Millenium, einnota myndavélar með ávísun á
framköllun og myndir á diskettu
....——,
L Með jólakveðju á Netinu!
/5>mbl.is
-j*LLTA/= G/TTH\S/K£) ISJÝTT~
FÓLK í FRÉTTUM
ERLENDAR
••••••
Kristján Eldjárn
tónlistarmaður
fjallar um nýjustu breiðskífu
Santana sem nefnist
Supernatural
Gamall belgur
á nýjum vínil
GÍTARSÓLÓIÐ er fyrirbæri sem
verið hefur á undanhaldi í dægur-
tónlist síðastliðin misseri. Þetta list-
form átti miklum vinsældum að
fagna á áttunda áratugnum, dalaði
heldur á þeim níunda og hefur í raun
ekki náð sér á strik síðan. Þó ég feg-
inn vildi, hef ég ekki
svigrúm hér til að
rekja rætur þessarar
þróunar í smáatrið-
um (af hverju hætti
mánudagsviðtalið í
Sjónvarpinu? Það
hefði verið vettvang-
urinn).
Þess í stað langar
mig að nefna nokk-
ur atriði sem ég tel
að hafí skipt sköp-
um í þessu sam-
hengi. 1. Andlát
Jimi Hendrix. 2.
Gítarsólóið í Hot-
el California m.
The Eagles. 3.
Mark Knopfler.
4. Ymsir sí-
ðhærðir þungarokksgítarleikar-
ar sprangandi um í sokkabuxum með
bleika gítara. 5. Bomsurýnirinn
(shoegazer = ákveðinn tegund gítar-
leikara sprottin úr þánefndri
nýbylgju í upphafi níunda áratugar-
ins).
Að lokum má nefna uppgang plöt-
usnúða, en þær kúnstir sem þeir
leika eru í mörgum tilfellum ekkert
annað en dulbúin gítarsóló, þ.e.a.s.
menn spila með tönnunum, aftur fyr-
ir bak o.sv.frv. og má í raun segja að
plötusnúðarnir hafi leyst gítarhetj-
una af hólmi. í ljósi þessarar þróun-
ar hlýtur það að teljast til tíðinda
þegar ný plata með gítarhetjunni
Devadip Carlos Santana skýst upp
vinsældalista nú í lok aldarinnar.
Santana var á toppnum í upphafi
áttunda áratugarins og lék m.a.
ásamt hljómsveit sinni á Woodstock-
hátíðinni margumtöluðu. Ólíkt
mörgum samtíðarmönnum sínum
komst hann hins vegar yfir 27 kerta
múrinn á afmælistertunni, (52 ára
20. júlí sl.) og er enn að. Tónlist Sant-
ana og félaga má lýsa sem einhvers
konar blöndu af kúbanskii tónlist,
blús, djass ogjafnvel sýrurokki.
Supernatural er að mörgu leyti
dæmigerð Santana-plata, taumlaus
spilagleði og gítarsóló í hverju lagi.
Hins vegar er óvenju mikill gesta-
gangur á plötunni sem eykur fjöl-
breytni hennar mjög og gerir það
líka að verkum að ég sé mig til-
neyddan að fjalla um hvert lag fyrir
sig í símskeytastíl og stjörnugjöf.
(Da Le) Taleo: Devadip og félagar
hefja plötuna á dæmigerðri tveggja
hljóma Santana-keyrslu sem hneig-
ist á köflum dulítið í átt að fönki. Það
er gefið hressilega í og „allir syngja“
á einhvers konar prentsmiðju-
spönsku, svo kemur píanósóló, gítar-
sóló, blásturs- og barsmíða-kafli og
loks er viðlagið ítrekað og gítarinn
maldar í móinn.
★★★★
Love of My Life: (gestasöngvari
Dave Matthews). Hljómar eins og
dæmigert Sting-lag, byrjar á létt-
fönki og færist yfir í salsa, nývöknuð
söngrödd og væminn texti. Það sem
gerir gæfumuninn er að Dominic
Miller er ekki á gítar heldur Sant-
ana, sem fer á kostum allt lagið.
★★★★
Put Your Lights On: (gestasöngv-
ari Everlast) Byrjar í anda Everlast
á einföldum kassagítarhijómum, og
letilegum söng. Gestgjafinn Santana
er þó aldrei langt undan og notar
hvert tækifæri til að skjóta inn
hnyttnum athugasemdum og bæta í
bollana. Lagið er brotið skemmtilega
upp í miðjunni með forrituðum stróf-
um og jötungripum (powerchords)
og rennur síðan sitt skeið jafn
letilega og það
hófst.
★★★★
Africa
Bamba: Mátt-
laust leiðinda
salsa-hjakk sem
hefði mátt sleppa.
0
Smooth:
(Gestasöngvari
Rob Thomas) Seið-
andi og ýtin blanda
af salsa- og bein-
steins-hryn (stra-
ight rock), söng-
röddin hefur marga
fjöruna sopið og
gítarinn fyllir sem
fyrr upp í allar vand-
ræðalegar þagnir.
Sannkallað „rettulag“.
★★★★
Do You Like the Way: (gestir
Lauryn Hill og Cee-lo) Lauryn Hill
birtist og á töluvert vantalað við
gestgjafann, þannig að hann kemst
ekki að fyrr en í miðju lagi. Svo tekur
lága c-ið við þar til Santana rekur
þau á dyr með öskrandi gítarsólói.
★★★
María, María: Úff, þá vil ég heldur
biðja um „ennþá geymist það mér í
minni...“ Það eina merkilega við
þetta lag er að brot úr textanum er
stolið úr laginu „Eg sé ljósið“ með
Bubba og Rúnari.
0
Migra: Skemmtilega einfalt grúv,
brotið upp með snilldar gítarleik og
skemmtilegu millispili. Það er lík-
lega í þessu lagi sem meistarinn nær
hvað mestum hraða.
★★★
Corazon Espinado: Leiðinda
Mambó; Gary Moore læstur inni á
Kaffi list eftir lokun.
0
Wishing It Was: (gestur Eagle
Eye Cherry, upptökustjórn Dust
Brothers) Hrein snilld.
★★★★★
E1 Farol: Still Got the Blues í
salsa-útgáfu og Gary Moore ennþá
læstur inni á Kaffi list.
★★
Primavera: Miðlungs hratt salsa
með prentsmiðjuspönsku og gæsa-
húðargítarleik.
★★★
The Calling: (gestur Eric Clapton)
Tveir gamlir kallar að tala saman að
morgni dags í heita pottinum. Þeir
heyra hálf illa hvor í öðrum út af
nuddtæki sem kraumar látlaust und-
ir, og því endurtaka þeir sig í sífellu.
Það gerir hins vegar sáralítið til, því
þeir eru margbúnir að eiga þessar
umræður áður.
★★
Aukalag: Tindabikkja (L.A. Shuf-
fle) að hætti hússins.
★★★
Sumsé: í heildina á litið fjölbreytt
en þó nokkuð misjöfn plata. Gesta-
söngvararnir standa sig vel og Deva-
dip sjálfur hefur engu gleymt á
gítarinn. Hann fær líka plús í kladd-
ann fyrir að spila mikið af slagverk-
inu sjálfur. Ef nokkrum lögum hefði
verið sleppt alfarið þá væri hér um
meistaraverk að ræða.