Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 01.12.1999, Qupperneq 66
66 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Jola- & áramófakveðjur (il vina og æilingja Þú velur úr fjölda skemmtilegra mynda, velur kveðju á hinum ýmsu tungumálum, skrifar eigin texta og sendir. Hafir þú fengið kort getur þú siegið inn númerið sem þér barst með tilkynníngunni á tölvupóstinum og netfang þitt til að skoða kortin. Ódýr og einföld leið til að gleðja vini og vandamem hvar í heimi sem er. Þeir sem senda jóla- og áramótakveðjur lenda í lukkupotti þar sem dregnir verða út á nýju ári vinningar frá Hans Petersen odak stafræn myndavél - DC 215 - að verðmæti kr. 49.000 2. verðlaun Canon Ixus X1 myndavél, vatnsheld, að verðmæti kr. 16.900 3.-13. verðlaun Kodak Millenium, einnota myndavélar með ávísun á framköllun og myndir á diskettu ....——, L Með jólakveðju á Netinu! /5>mbl.is -j*LLTA/= G/TTH\S/K£) ISJÝTT~ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR •••••• Kristján Eldjárn tónlistarmaður fjallar um nýjustu breiðskífu Santana sem nefnist Supernatural Gamall belgur á nýjum vínil GÍTARSÓLÓIÐ er fyrirbæri sem verið hefur á undanhaldi í dægur- tónlist síðastliðin misseri. Þetta list- form átti miklum vinsældum að fagna á áttunda áratugnum, dalaði heldur á þeim níunda og hefur í raun ekki náð sér á strik síðan. Þó ég feg- inn vildi, hef ég ekki svigrúm hér til að rekja rætur þessarar þróunar í smáatrið- um (af hverju hætti mánudagsviðtalið í Sjónvarpinu? Það hefði verið vettvang- urinn). Þess í stað langar mig að nefna nokk- ur atriði sem ég tel að hafí skipt sköp- um í þessu sam- hengi. 1. Andlát Jimi Hendrix. 2. Gítarsólóið í Hot- el California m. The Eagles. 3. Mark Knopfler. 4. Ymsir sí- ðhærðir þungarokksgítarleikar- ar sprangandi um í sokkabuxum með bleika gítara. 5. Bomsurýnirinn (shoegazer = ákveðinn tegund gítar- leikara sprottin úr þánefndri nýbylgju í upphafi níunda áratugar- ins). Að lokum má nefna uppgang plöt- usnúða, en þær kúnstir sem þeir leika eru í mörgum tilfellum ekkert annað en dulbúin gítarsóló, þ.e.a.s. menn spila með tönnunum, aftur fyr- ir bak o.sv.frv. og má í raun segja að plötusnúðarnir hafi leyst gítarhetj- una af hólmi. í ljósi þessarar þróun- ar hlýtur það að teljast til tíðinda þegar ný plata með gítarhetjunni Devadip Carlos Santana skýst upp vinsældalista nú í lok aldarinnar. Santana var á toppnum í upphafi áttunda áratugarins og lék m.a. ásamt hljómsveit sinni á Woodstock- hátíðinni margumtöluðu. Ólíkt mörgum samtíðarmönnum sínum komst hann hins vegar yfir 27 kerta múrinn á afmælistertunni, (52 ára 20. júlí sl.) og er enn að. Tónlist Sant- ana og félaga má lýsa sem einhvers konar blöndu af kúbanskii tónlist, blús, djass ogjafnvel sýrurokki. Supernatural er að mörgu leyti dæmigerð Santana-plata, taumlaus spilagleði og gítarsóló í hverju lagi. Hins vegar er óvenju mikill gesta- gangur á plötunni sem eykur fjöl- breytni hennar mjög og gerir það líka að verkum að ég sé mig til- neyddan að fjalla um hvert lag fyrir sig í símskeytastíl og stjörnugjöf. (Da Le) Taleo: Devadip og félagar hefja plötuna á dæmigerðri tveggja hljóma Santana-keyrslu sem hneig- ist á köflum dulítið í átt að fönki. Það er gefið hressilega í og „allir syngja“ á einhvers konar prentsmiðju- spönsku, svo kemur píanósóló, gítar- sóló, blásturs- og barsmíða-kafli og loks er viðlagið ítrekað og gítarinn maldar í móinn. ★★★★ Love of My Life: (gestasöngvari Dave Matthews). Hljómar eins og dæmigert Sting-lag, byrjar á létt- fönki og færist yfir í salsa, nývöknuð söngrödd og væminn texti. Það sem gerir gæfumuninn er að Dominic Miller er ekki á gítar heldur Sant- ana, sem fer á kostum allt lagið. ★★★★ Put Your Lights On: (gestasöngv- ari Everlast) Byrjar í anda Everlast á einföldum kassagítarhijómum, og letilegum söng. Gestgjafinn Santana er þó aldrei langt undan og notar hvert tækifæri til að skjóta inn hnyttnum athugasemdum og bæta í bollana. Lagið er brotið skemmtilega upp í miðjunni með forrituðum stróf- um og jötungripum (powerchords) og rennur síðan sitt skeið jafn letilega og það hófst. ★★★★ Africa Bamba: Mátt- laust leiðinda salsa-hjakk sem hefði mátt sleppa. 0 Smooth: (Gestasöngvari Rob Thomas) Seið- andi og ýtin blanda af salsa- og bein- steins-hryn (stra- ight rock), söng- röddin hefur marga fjöruna sopið og gítarinn fyllir sem fyrr upp í allar vand- ræðalegar þagnir. Sannkallað „rettulag“. ★★★★ Do You Like the Way: (gestir Lauryn Hill og Cee-lo) Lauryn Hill birtist og á töluvert vantalað við gestgjafann, þannig að hann kemst ekki að fyrr en í miðju lagi. Svo tekur lága c-ið við þar til Santana rekur þau á dyr með öskrandi gítarsólói. ★★★ María, María: Úff, þá vil ég heldur biðja um „ennþá geymist það mér í minni...“ Það eina merkilega við þetta lag er að brot úr textanum er stolið úr laginu „Eg sé ljósið“ með Bubba og Rúnari. 0 Migra: Skemmtilega einfalt grúv, brotið upp með snilldar gítarleik og skemmtilegu millispili. Það er lík- lega í þessu lagi sem meistarinn nær hvað mestum hraða. ★★★ Corazon Espinado: Leiðinda Mambó; Gary Moore læstur inni á Kaffi list eftir lokun. 0 Wishing It Was: (gestur Eagle Eye Cherry, upptökustjórn Dust Brothers) Hrein snilld. ★★★★★ E1 Farol: Still Got the Blues í salsa-útgáfu og Gary Moore ennþá læstur inni á Kaffi list. ★★ Primavera: Miðlungs hratt salsa með prentsmiðjuspönsku og gæsa- húðargítarleik. ★★★ The Calling: (gestur Eric Clapton) Tveir gamlir kallar að tala saman að morgni dags í heita pottinum. Þeir heyra hálf illa hvor í öðrum út af nuddtæki sem kraumar látlaust und- ir, og því endurtaka þeir sig í sífellu. Það gerir hins vegar sáralítið til, því þeir eru margbúnir að eiga þessar umræður áður. ★★ Aukalag: Tindabikkja (L.A. Shuf- fle) að hætti hússins. ★★★ Sumsé: í heildina á litið fjölbreytt en þó nokkuð misjöfn plata. Gesta- söngvararnir standa sig vel og Deva- dip sjálfur hefur engu gleymt á gítarinn. Hann fær líka plús í kladd- ann fyrir að spila mikið af slagverk- inu sjálfur. Ef nokkrum lögum hefði verið sleppt alfarið þá væri hér um meistaraverk að ræða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.