Morgunblaðið - 01.12.1999, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
SlMiliiStl
EINA BÍÓIÐ MEÐ
, THX DIGITAL í
ÖLIUM SÖLUM
KRINGLU
FYfílR
990 PUNKTA
FERDUÍBlÓ Krínglunni 4 - 6, simi 588 0800
MBL
ÓHT Rás2
‘ Xiö
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 enskt tal
Sýnd kl. 5 og 7 með ísl tali. mciidigital
Óborganleg mynd eftir leikstjóra
Pretty Woman.
★ ★★
ÓHT Rás2
.. AKOBBtTS ROTARDOBIE
RUNAWAYBRDE
Sýndkl. 9 og 11.10. IDIGfTAL
www.samfllm.is
VWNtfffr S3M!ÍÍ®ll
EICECRei
Tarzan, konungur frumskogarmS|
mættur til leiks I nýju ævimp?
Sýnd kl. 5 og 7. ísl. tal
JOTAROMRtS RICHARDOERE
RUNAWAYBRIDE
FERDU i BÍÚ
Snorrabraut 37, sími 551 1384
Sýnd kl. 9 og 11.
Kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15.
www.samfilm.is
Eftir eigin
sannfæringu
TOIVLIST
Geisladiskur
deep inside, geisla-
plata páls óskars
hjalmtýssonar
A geislaplötunni eiga lög Jóhann
Jóhannsson, Barði Jóhannsson,
Patrick Rushen, Herb Legowitz,
Bjarki Jónsson, Viðar Hákon Gísla-
sono og Chris Spier. Páll Óskar
semur alla texta utan einn sem
Bunny Jones semur. Pop gefur út
en Skífan dreifir.
PÁLL ÓSKAR Hjálmtýsson er
einn fárra íslendinga sem komist
hafa á þann stall að geta talist
stjama. Að hafa þvílík áhrif að veg-
farendur tryllast við það að sjá goðið
á götum úti hlýtur að teljast afrek á
landi hvar daglegt brauð er að sjá
þekkt andlit. Páll hefur gefið út orðið
þónokkrar plötur á eigin vegum og
TTieð öðmm listamönnum við góðar
undirtektir og á orðið nokkurt safn
nær sígildra laga. Það er nokkuð um
liðið frá þvi Páll Óskar gaf út síðustu
breiðskífu, hann hefur langt í frá
verið í fríi, vakti m.a. mikla lukku í
Söngvakeppni evrópskra sjónvai-ps-
stöðva fyrir rúmum þremur árum og
söng með Gunnari Hjálmarssyni á
bamaplötu svo eitthvað sé nefnt. Það
er þó við búið að einhverjir hafi beðið
spenntir eftir nýrri afurð frá Páli
sem nú er komin út. I þetta sinnið
kemui’ Páll fram undir nafninu Paul
Oscar og syngur á ensku. Eflaust er
geislaplatan að einhverju leyti ætluð
vaxandi aðdáendahópi söngvarans
erlendis en hann hefur vakið nokki-a
athygli erlendis eftir frammistöðu
sína í Evróvision.
Páli til aðstoðar er fjöldi tónlistar-
manna, Jóhann Jóhannsson sem Páll
hefur unnið með áður, Barði Jó-
hannsson, forsprakki Bang Gang,
Bjarki Jónsson, Viðar Hákon Gísla-
son og fleiri semja lög á plötunni og
hljóðfæraleikarar á plötunni eru fjöl-
mai’gir. Tónlistarmenn þessir eru í
framlínu raftónlistargerðar hér á
landi og hjálpa þeir Páli við að fram-
leiða rafdiskó sem hann alla tíð hefur
verið hallur undir. Við fyrstu hlustun
heyrist að platan er nokkuð í ætt við
geislaplötuna Stuð sem Páll gaf út
fyrir nokkrum árum í samvinnu við
Jóhann Jóhannsson, fönkskotið
rafdiskó kryddað poppaðri teknó-
tónlist er svo að segja skilgreining á
allri tónlistinni. Lögin rokka reyndar
frá hreinu diskói yfir í rafpopp en
heildarhljómurinn er mjög heil-
steyptur og trúr rafdiskóinu. Annað
áberandi er þema tónlistarinnar,
Páll er samkynhneigður og hefur
aldrei farið dult með það enda hefur
samkynhneigðin verið lítið áberandi
í tónlist hans hingað til. Á Deep In-
side eru hins vegar þó nokkrar vís-
anir í kynhneigð hans, bæði í glys-
legri hönnun umbúða og í textum.
T.d. má nefna eitt betri laga geisla-
disksins sem reyndar er ekki eftir
hann sjálfan, I Was Born This Way.
Textar eru allvel smíðaðir og enska
öll rétt sem ekki er algengt þegar ís-
lenskir tónlistarmenn syngja á er-
lenda tungu.
Lögin eru flest mjög góð, titillag
plötunnar, Deep Inside t.d. er kraft-
mikið upphaf á geisladisknum, mikið
teknódiskó, annað lag plötunnar
Please reject me (like my father did)
er einnig skemmtilegt, nær hreint
diskó, Then Came You, hugljúf raf-
ballaða, kannski skemmtilegasta lag
plötunnar og svo mætti í raun lengi
telja. Umbúðir geislaplötunnar eru
vel gerðar og falla vel að tónlistinni.
Þá eiga tónlistannenn, höfundar og
hljóðfæraleikarar hrós skilið því öll
er tónlistin leyst fagmannlega af
hendi. Allt er þetta afar vel gert
ven-i hliðar plötunnar er hins vegar
að finna í útsetningum og hljóð-
blöndun geisladisksins. í vinnslu
plötunnar falla Páll Óskar og sam-
starfmenn hans í sömu giyfju og Páll
hefur verið í áður. Páll Oskar hefur
afar skemmtilega rödd en löngum
hefur hún verið blönduð mjög of
framarlega, þetta er áberandi í
hljóðblöndun Deep Inside og kemur
illa við kraft og heildarhljóm geisla-
disksins. Auk þessa nýtir Páll ekki
rödd sína til fullnustu, rödd hans get-*-*
ur verið mjög sterk og hefur hann
mun meira raddsvið en sýnt er. Við
þetta bætist svo að hljóðfæraleikur
og útsetningar eru oft í hógværara
lagi og verður afraksturinn sá að
hljómur og kraftur er ekki nálægt
því sem hægt væri að gera. Með
öðruvísi raddbeitingu, þyngri hryn
og annarri hljóðblöndun gæti tónlist
Páls Óskars sem og rödd notið sín
mun betur. Deep Inside á sennilega
ekki eftir að ná viðlíka vinsældum
hér á landi og fyrri plötur Páls,
hvorki tónlistin né undirtónn plöt-
unnar er jafn fjöldavænt og popp það
sem Páll hefur oft gert, t.d. á geisla-
plötu sinni Palli sem kom út fyrir
nokkrum árum auk þess sem tónlist
sungin á ensku nær yfirleitt ekki við-v'
líka hylli og sú íslenska. Þetta getur
þó aldrei talist vansi á tónlistinni því
hver verður aðgera tónlist eftir sinni
sannfæringu sem Páll og gerir.
Gísli Árnason
8.5 0 0 l< r ó n u r á t í m a n n !
s l< r á ó u þ i g S T R A X . . .
BePaid