Morgunblaðið - 01.12.1999, Síða 72
Drögum næst
10. ðes.
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
ffgtmftljifeife
Heimavörn
Sími: 580 7000
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1999
VERÐ í LAUSASÖLU150 KR. MEÐ VSK.
Norsk Hydro ekki andvíg’t að Fljótsdalsvirkjun fari í umhverfísmat
Missum ekki áhugann þó
að tímaramminn raskist
NORSKA stórfyrirtækið Norsk
Hydro lýsti því yfir á fundi með full-
trúum World Wide Fund for Nature
að fyrirtækið væri ekki mótfallið því
að fram færi lögformlegt mat á um-
hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar.
Jafnframt kom fram á fundinum að
fyrirtækið myndi ekki missa áhuga á
verkefninu þótt einhver seinkun yrði
á þeim tímamörkum sem samþykkt
hefðu verið af Norsk Hydro og ís-
lenskum stjómvöldum sl. sumar.
Fundinn sátu fyrir hönd Norsk
' ™Hydro Andenas, yfirmaður kynn-
ingar og upplýsingamála, Eivind
Reiten, aðstoðarforstjóri og Jon Har-
ald Nilsen, forstöðumaður álfra-
mleiðsludeildar íyrirtækisins. Var
fundurinn haldinn í Noregi í gær.
Fyrir hönd WWF for Nature voru á
fundinum dr. Peter Prokoseh, for-
maður heimskautaverkefnis WWF,
Tony Long, formaður WWF í Evrópu
og Jorgen Randers, formaður al-
þjóðadeildar WWF.
Lang-
þráðir
endur-
fundir
LANGÞRÁÐUR draumur Skotans
Douglas Hendersons rættist í gær
þegar hann hitti Halldór Gíslason,
fyrrverandi skipstjóra á togaran-
um Gulltoppi. Halldór bjargaði
Henderson og 32 félögum hans úr
sjávarháska fyrir 58 árum. Höfðu
Bretarnir verið í áhöfn breska
flutningaskipsins Beaverdale, sem
þýsknr kafbátur sökkti suðvestur
af fslandi 1. aprfl 1941.
Fagnaðarfundir urðu með
gömiu mönnunum, en Henderson
er 83 ára og Halldór 100 ára, á
Hrafnistu í Hafnarfirði í gær, þar
sem Halldór dvelur, og gaf Hend-
erson Halldóri viskiflösku í þakk-
lætisskyni fyrir lífgjöfina. Það er
breska ríkissjónvarpið BBC sem
lét langþráðan draum Hendersons
rætast, en endurfundir hans og
Halldórs verða hluti af sérstökum
^jólaþœtli sjónvarpsmannsins
"Noels Edmonds sem sýndur verð-
ur að aflokinni hátíðarræðu Elísa-
betar Englandsdrottningar í
breska sjónvarpinu á jóladag.
■ Gat þakkað/6
Samkomulag staðfest um 324 milljarða króna bætur til kvenna með sflikonbrjóst
Tugir íslenskra kvenna
gera kröfur um bætur
Básafell hf. hættir á
Suðureyri og Flateyri
Heimamenn
vinna að því
að taka við
rekstrinum
ÖLLU starfsfólki Básafells hf. á Suð-
ureyri og Flateyri og áhöfn línubáts-
ins Gyllis, rúmlega eitt hundrað
manns, var sagt upp í gærdag. Síð-
degis voru hins vegar uppsagnir
starfsfólks á Suðureyri dregnar til
baka en viðræður standa yfir við eig-
endur félagsins um að heimamenn
taki við rekstrinum á þessum stöð-
um. Guðmundur Kristjánsson, for-
stjóri Básafells, staðfesti þetta í
gærkvöldi. Hann sagði að heima-
menn á Flateyri væru einnig að vinna
af fullum krafti að því að yfirtaka
reksturinn með það að markmiði að
halda starfsemi áfram og vonir stæðu
til að tækist að ljúka því fljótlega.
Guðmundur hefur átt í viðræðum
við heimamenn með heimild stjórnar
Básafells þar sem ákveðið hafði verið
að fyrirtækið hætti starfsemi á þess-
um stöðum um áramót. „Það er mikill
rekstrarvandi hjá þessu félagi og
þetta er einn liður af mörgum í end-
urskipulagningu félagsins," sagði
Guðmundur, en 954 milljóna tap varð
á Básafelli á rekstrarárinu, sem lauk
31. ágúst sl.
„Það er líka spurning hvort svona
lítil og veikburða félög hafa nokkuð
að gera inn á Verðbréfaþing. Það er
líka í skoðun," bætti Guðmundur við
og sagði að nauðsynlegar ákvarðanir
yi'ðu teknar á næstu dögum.
Helge Stiksrud, upplýsingafulltrúi
umhverfismála Norsk Hydro, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
fundurinn hefði verið mjög uppbyggi-
legur. Á honum hefðu fulltrúar Norsk
Hydro leiðrétt þann misskilning að
fyrirtækið væri á móti lögformlegu
mati á umhverfisáhrifum Fljótsdals-
virkjunar.
Bíða niðurstöðu Alþingis
„Helsta umræðuefnið var leiðrétt-
ing á þeim misskilningi sem gætt hef-
ur, að Norsk Hydro væri á móti því að
lögformlegt umhverfismat færi fram.
Það er ekki rétt og sá misskilningur
var leiðréttur. Mér skilst að það hafi
verið sett fram þannig á íslandi að
Norsk Hydro væri á móti því að slíkt
mat færi fram en það er ekki rétt og
fulltrúum WWF var gerð grein fyrir
því,“ segir Stiksrud.
Stiksrud segir að fyrirtækið bíði nú
eftir niðurstöðum umræðna á Alþingi
um þingsályktunartillögu iðnaðarráð-
herra um að framkvæmdum verði
framhaldið við Fljótsdalsvirkjun og
segir að fyrirtækið muni virða niður-
stöðu þingsins.
„Við skiptum okkur ekki af lýðræð-
islegri umfjöllun annarra landa um
ákveðin mál. En að sjálfsögðu er fyr-
irtækið opið fyrir opinni umræðu um
þetta mál frá öllum aðiium sem áhuga
hafa á því, að meðtöldum WWF, öðr-
um náttúruverndarsamtökum og
stjórnmálamönnum,“ segir Stiksrud.
Þurfúm að taka allt með
í reikninginn
Stiksrad benti á það þegar hann
var spurður um tímaramma verkefn-
isins að ekki hefði verið tekin ákvörð-
un um það af hálfu Norsk Hydro
hvort af byggingu álversins yrði. Fyr-
irtækið væri tilbúið að taka ákvörðun
um það sumarið 2000. Hann sagði
ennfremur að yrði röskun á þeim
tímaramma sem samþykktur hefði
verið milli Norsk Hydro og íslenskra
stjómvalda myndi það ekki draga úr
áhuga fyrirtækisins. „Við myndum
vilja að tímaramminn sem settur hef-
ur verið stæðist. En það myndi ekki
þýða að við misstum áhugann á að
reisa álverið ef Alþingi ákvæði að
fram skyldi fara lögformlegt mat á
umhverfisáhrifum," segir Stiksrud.
Stiksrud segii- að ekki beri að horfa
á endanlega ákvörðun Norsk Hydro
um álverið í Ijósi þess hver niðurstað-
an verður um hvort ráðist verði í lög-
formlegt mat á virkjuninni eða ekki.
„Það eru engin tengsl á milli þess
hvort formlegt mat á umhverfisáhrif-
um fari fram á virkjuninni og ákvörð-
un Norsk Hydro um hvort fyrirtækið
muni ráðast í framkvæmd álversins.
Ástæðan er sú að við þurfum að taka
allt með í reikninginn, bæði hagræn,
félagsleg og að sjálfsögðu umhverfis-
leg áhrif verkefnisins. Það mun ráða
endanlegri niðurstöðu um hvort fyrir-
tækið ræðst í verkefnið,“ segir Stiks-
rud.
Morgunblaðið/Kristinn
Eftir að hafa hitt Halldór fór Henderson í stutta siglingu og minntist hann þá látinna félaga sinna, sem einnig
voru skipsmenn Beaverdale, með því að kasta blómum í hafið.
ATVINNUBILAR
FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
REKSTRARLEIGA • FJÁRMÖGNUNARLEIGA • KAUPLEIGA • BÍLALÁN
Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1225/26
ALRÍKISDÓMARI í Michigan-ríki
í Bandaríkjunum kvað upp þann
úrskurð í gær að staðfesta bæri
samkomulag um 324 milljarða króna
skaðabótagreiðslu sílikonframleiða-.
ndans Dow Corning til hátt á annað
hundrað þúsund kvenna viðsvegar í
heiminum vegna veikinda í kjölfar
sílikonbrjóstaaðgerða þar sem not-
að var sílikon frá Dow Corning.
Meðal þeirra kvenna sem krefjast
bóta úr gjaldþrotasjóði Dow Corn-
ing eru fáeinir tugir íslenskra
kvenna, en um tíu þeirra eru skjól-
stæðingar lögfræðistofu í Frankfurt
og annast bandaríski lögmaðurinn
Melissa R. Ferrari mál þeirra.
Ferrari sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöld að næstu skref-
in í málum kvennanna yrðu m.a. þau
að lögð yrðu fram afrit lækna-
skýrslna, sem sönnun þess að kröfu-
hafarnir hefðu fengið sflikon fram-
leitt af Dow Corning.
Ein lögmannsstofa með
tíu íslensk mál
„Við rekum mál um það bil tíu ís-
lenskra kvenna en samtals eru um-
bjóðendur okkar um 850,“ sagði
Ferrari.
Einn skjólstæðinga Ferrari er
Sigrún Sigurðardóttir, sem er tals-
maður sjálfshjálparhópsins Vonar
og beðið hefur full eftirvæntingar
eftir úrskurði dómara. Hún er 75%
öryrki og hefur gert kröfu í Dow
Corning-sjóðinn vegna veikinda.
„Nú þurfum við að setjast niður
með landlækni sem hefur lofað að
vera okkur innan handar við að
finna lækni, sem er viðurkenndur af
bandarískum dómstólum til að
framkvæma rannsóknir á okkur í
því skyni að kanna hvort um sé að
ræða þá sjúkdóma sem leiða til bóta-
skyldu Dow Corning," sagði Sigrún.
Sérhver bandarísk kona sem gert
hefur kröfu í Dow Corning-sjóðinn
getur vænst frá 12 til 300 þúsund
dollara, eða sem nemur um 900 þús-
und íslenskum krónum til rúmlega
20 milljóna, allt eftir því hversu al-
varleg veikindin reynast.