Morgunblaðið - 04.12.1999, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fyrstu sjonvarpsumræður keppinauta um útnefningu Repúblíkanaflokksins
Bush þykir hafa staðið sig vel
New Hampshire. The Washinglon Post, AP.
Reuters
John MacCain og George W. Bush sýndu hvor öðruni vinarþel
í sjónvarpsumræðunum í gær.
GEORGE W. Bush stóð af sér
gagnrýni mótframbjóðenda sinna í
sjónvarpsútsendingu vegna vals á
forsetaframbjóðanda Repúblikana-
flokksins á fimmtudagskvöld. Þá
komu frambjóðendur sem sækjast
eftir útnefningu Repúblikana-
flokksins til forseta Bandaríkjanna
í fyrsta sinn saman í umræðuþætti
sem sjónvarpað var frá fylkinu
New Hampshire um öll Bandarík-
in.
Frambjóðendurnir, sem eru sex
að tölu, svöruðu í umræðunum
spurningum tveggja fréttamanna.
Mjög stíft skipulag var á útsend-
ingunni og var hverjum og einum
frambjóðanda gert að svara spurn-
ingum um kosningamálin, eitt í
einu, og fengu þátttakendur ekki
tækifæri til að skiptast beint á
spurningum og svörum.
Umræðurnar voru þær fyrstu
sem Bush tekur þátt í en hinir
frambjóðendurnir fimm hafa áður
mæst í sjónvarpi. Var við því búist
að útsendingin yrði eins konar
prófraun fyrir Bush og gæti haft
áhrif á hvort hann héldi forystu
sinni í slagnum. Samkvæmt skoð-
anakönnunum hefur Bush nokkurt
forskot á aðra frambjóðendur og að
mati skýrenda vestanhafs má búast
við að sú staða haldist óbreytt mið-
að við frammistöðu hans í gær.
Skattastefna Bush gagnrýnd
Eins og búist hafði verið við
sætti Bush einna harðastri gagn-
rýni af hendi Steve Forbes, for-
stjóra fjölmiðlunarfyrirtækisins
Forbes og ritstjóra samnefnds
tímarits um viðskipti og efnahags-
mál. Forbes hefur áður sóst eftir
útnefningu sem forsetaframbjóð-
andi Repúblikana, árið 1996 en
beið þá ósigur fyrir Bob Dole.
Forbes gagnrýndi einkum skatt-
astefnu Bush. Bush hefur boðað
víðtækar skattalækkanir ef hann
nær kjöri sem forseti Bandaríkj-
anna en var í umræðunum gagn-
rýndur fyrir það af keppinauti sín-
um að í áætlanir hans vantaði
yfirlýsingu um að hann hygðist
ekki leggja skatt á Netþjónustu
ýmiskonar. Forbes gagnrýndi Bush
einnig fyrir að áætlanir hans gerðu
ekki ráð fyrir að fjármagnstekju-
skattur yrði lækkaður.
Forbes gerði ennfremur að um-
talsefni að útgjöld hins opinbera í
Texas, þar sem George W. Bush er
fylkisstjóri, hafa aukist tvöfalt meir
en útgjöld alríkisins á valdatíma
Bill Clintons, núverandi forseta
Bandaríkjanna.
Forbes varð sjálfur að sæta
gagnrýni af hálfu hinna frambjóð-
endanna fyrir tillögur sínar í
skattamálum. Hann hefur meðal
annars boðað að eitt og sama
tekjuskattshlutfall verði látið gilda
í öllu landinu og gagnrýndi fram-
bjóðandinn Gary Bauer hann fyrir
það. Bauer þessi hefur setið í öld-
ungadeild Bandaríkjaþings og var
ráðgjafi Ronalds Reagans í forseta-
tíð hans. Hann sagði að eitt skatt-
þrep þjónaði hagsmunum fyrir-
tækja en kæmi illa við hag
fjölskyldna, sem Bauer ber mjög
fyrir brjósti.
Aðrir frambjóðendur voru einnig
ósammála Forbes er hann sagði að
hann myndi, næði hann kjöri, fella
niður málsókn bandarískra stjórn-
valda á hendur hugbúnaðarrisanum
Microsoft.
Gary Bauer opnaði umræðu um
mikið hitamál í bandarískum
stjórnmálum er hann sagði að hann
myndi í embætti forseta aðeins út-
nefna hæstaréttardómara sem
væru á móti fóstureyðingum. Ann-
ar frambjóðandi, blökkumaðurinn
Alan Keyes, tók í sama streng en
aðrir frambjóðendur tóku ekki til
máls um fóstureyðingar þó vitað sé
að skoðanir þeirra eru skiptar um
málið.
John MacCain, öldungadeildar-
þingmaður og fyrrverandi hermað-
ur í Víetnam, varð að svara spurn-
ingum um skapgerð sína en hann
hefur orð á sér fyrir að vera ör-
geðja. MacCain hefur undanfarið
dregið á Bush í New Hampshire
fylki en eftir því var tekið að í um-
ræðunum sýndu keppinautarnir
hvor öðrum vinarþel.
Bush svarar gagnrýni Forbes
Bush lét að mestu vera að gagn-
rýna hina frambjóðendurna en er
sagður hafa náð sér einna best á
strik í svari við gagnrýni Forbes á
stefnu hans í lífeyrismálum. Bush
hefur sagt að hann voni að ekki
þurfi að hækka almennan eftir-
launaaldur í landinu umfram það
sem þegar hefur verið ákveðið. Al-
dur þeirra sem komast á eftirlaun í
Bandaríkjunum er um þessar
mundir að hækka úr 65 ára í 67
ára.
Forbes hefur beitt sér fyrir því
að almennur eftirlaunaaldur verði
lækkaður og vill að einstaklingar
axli sjálfír aukna ábyrgð í lífeyris-
málum. Hann sakaði í sjónvarps-
umræðunum Bush um að brjóta
pólitískt samkomulag í landinu með
því að neita að útiloka að eftir-
launaaldurinn verði hækkaður
frekar.
Bush þykir hafa svarað vel fyrir
sig með því að vitna í grein sem
Forbes hafði skrifað í tímarit sitt
árið 1977 þar sem hann lýsir sig
fylgjandi því að eftirlaunalaldur
verði hækkaður í Bandaríkjunum.
AP
Olíueldar í Taílandi
FJÓRIR Iétust og 15 slösuðust þeg-
ar sprenging varð í olíuhreinsunar-
stöð í Taílandi í gær. Miklir eldar
loguðu í hreinsunarstöðinni sem
liggur um 90 kílómetrum suðaustur
af höfuðborginni Bangkok og er /
eigu olíufélagsins Thai Oil. 35
manns voru við vinnu sína í stöðinni
þegar sprengingin varð en ekki
hefur verið upplýst hvað olli henni.
Auðkýfíngur deyr
í íkveikiuárás
Monte Carlo. AP, Reuters.
TVEIR grímuklæddir menn vopnað-
ir hnífum ruddust fyrir dögun í gær-
morgun inn í íbúð auðkýfingsins Ed-
monds Safras í
Monte Carlo og
kveiktu í henni.
Kafnaði hann í
eldinum, að því er
segir í yfirlýsingu
frá stjórnvöldum í
Mónakó.
Safra, sem var
68 ára gyðingur
frá Líbanon og
einn af stofnendum Republic Nation-
al Bank í New York, var að mati For-
bes-tímaritsins talinn með allra rík-
ustu mönnum heims. Bankinn hans
hafði á síðustu árum lent í erfiðleik-
um vegna fjármálakreppunnar í Suð-
ur-Ameríku og rússneska fjármála-
hrunsins í fyrra.
Um kl. 5:30 að staðartíma gerði
fullkomið öryggiskerfi hússins, sem
íbúð Safras var í, nærri spilavítinu í
AP
Slökkviliðsmcnn á þaki glæsi-
hýsis í Monte Carlo, sem hýsti
bæði íbúð aukýfingsins og útibú
Republic National-bankans.
Monte Carlo, lögreglu viðvart um að
eitthvað mjög óeðlilegt væri á seyði.
Mónakósk yfirvöld greindu frá því
að tveir grímuklæddir menn hefðu
ruðzt inn með hnífa á lofti, en að
Safra hefði tekizt að læsa sig inni á
baðherbergi ásamt fóstru bama-
bams eiginkonu hans. Eiginkonan og
stúlkan, barnabamið, lokuðu sig inni
í öðm herbergi. Arásarmennimir,
sem mistókst að ná til Safras, gripu
til þess ráðs að kveikja í íbúðinni, sem
er í risi á sjöttu hæð. Breiddist eldur-
inn skjótt út um viðarklætt risið. Það
tók slökkviliðið þrjá tíma að ráða nið-
urlögum eldsvoðans.
Safra og fóstran köfnuðu inni á
baðherberginu en eiginkonan og
barnið sluppu ómeidd. Lífvörður fjöl-
skyldunnar vai’ lagður inn á sjúkra-
hús eftir að hafa verið stunginn í kvið-
inn í viðureign við árásarmennina.
Lögreglan í Mónakó leitaði árásar-
mannanna dyrum og dyngjum í gær,
og var t.a.m. öll umferð til og frá
furstadæminu stöðvuð vegna leitar-
innar. Kallaður var til liðsauki frá
frönsku lögreglunni. Ekkert var vit-
að að svo stöddu um ástæður morðtil-
ræðisins, en verið er að ganga frá
kaupum HSBC-bankans, sem hefur
höfuðaðsetur í Lundúnum, á Repu-
blic National-banka Safras.
Edmond
Safra
Otrúlegt úrval
15%
afsláttur
gildir til 7. desember
Alhliða
innrömmun
Eftirprentanir
Ásgrímur Jónsson
í ramma tilboð 5.900
RAMMA
MIÐSTÖÐIN
INNRÖMMUN
SÓLTLJNI 10-SÍMI511 1616
(SIGTUNI)