Morgunblaðið - 04.12.1999, Blaðsíða 47
46 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
JNtfgtiiiIiIftfeife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
NETIÐ OG
SAMKEPPNIN
FRUMKVÆÐI Íslandssíma og íslandsbanka að því
að bjóða landsmönnum ókeypis tengingu við Netið
hefur að vonum valdið miklu fjaðrafoki á meðal þeirra,
sem hingað til hafa selt þessa þjónustu. Landssíminn og
Landsbanki Islands tilkynntu samdægurs, að þessir að-
ilar hefðu tekið upp samstarf um rekstur netþjónustu
með nýju sniði. Hins vegar bregður svo við, að enn hefur
ekki verið skýrt frá því í hverju þetta samstarf er fólgið.
Formaður félags endursöluaðila Internetþjónustu hefur
tilkynnt að málið verði kært til Samkeppnisstofnunar og
einstakir viðskiptaaðilar á þessu sviði hafa haft við orð
að endurskoða afstöðu sína til viðskipta við Islands-
banka.
Þetta mikla uppnám endurspeglar væntanlega það
sem koma skal á þessu sviði. Samkeppnin verður gífur-
lega hörð, sviptingar á milli fyrirtækja verða miklar og
ef að líkum lætur munu neytendur njóta góðs af. Hingað
til hafa þeir sem nota Netið þurft að borga á milli tólf
þúsund og tuttugu og fjögur þúsund krónur á ári fyrir
það að tengjast Netinu. Skyndilega kemur í ljós, að það
er hægt að láta þessa þjónustu íté fyrir ekki neitt. Ey-
þór Arnalds, framkvæmdastjóri Islandssíma, segir í við-
tali við Morgunblaðið í gær, að það sé tímaskekkja, að
halda að það sé hægt að tvírukka neytendur, þ.e. bæði
fyrir tenginguna og skrefagjöld. Hann bætir við: „Það er
rukkað skrefagjald og það á að duga fyrir kostnaði.
Þetta er því verðlækkun.“
Þetta eru athyglisverð ummæli. Þau benda til þess, að
á þessu sviði sem mörgum öðrum í fjarskiptaþjónustu
hafi almenningur verið látinn borga eitthvað, sem í raun
hafi ekki þurft að innheimta gjald fyrir. Þetta er svo sem
ekkert nýtt. Morgunblaðið hefur í heilan áratug barizt
fyrir lækkun á þeim gjöldum, sem tekin eru fyrir milli-
landasamtöl. Það er fyrst á síðustu misserum, sem veru-
leg lækkun hefur orðið á þeim. Landssíminn og erlend
símafyrirtæki hafa rakað saman fé á millilandasamtölum
enda öllum Ijóst, að þar hefur hrein okurstarfsemi farið
fram. Hið sama á nú við um GSM-símtöl. Þau eru enn
alltof dýr. Að þessu sinní hefur þó Landssíminn gengið á
undan í því að lækka GSM-símtöl, þótt enn sé langt frá
því nóg að gert í þeim efnum. Það er ekki að ástæðu-
lausu, að ekkert fyrirtæki á íslandi sýnir jafn mikinn
hagnað og Landssíminn.
Islandssími og íslandsbanki eiga þessa dagana þátt í
að afhjúpa þann veruleika, sem býr að baki fjarskipta-
þjónustunni. Það er verið að innheimta alltof há gjöld
fyrir þessa þjónustu. Þegar þessir tveir aðilar ganga á
undan og fella niður gjöld fyrir nettengingu ætlar allt
vitlaust að verða. Islandssími og Islandsbanki eiga
þakkir skildar fyrir þetta framtak. Keppinautar þeirra
verða að horfast í augu við að kærur til opinberrar stofn-
unar eða hótun um að hætta bankaviðskiptum dugar
ekki til þess að stöðva þessa framþróun. Neytendur eiga
kröfu á verðhruni í fjarskiptaþjónustunni.
Netvæðingin á Islandi er gífurlega hröð. Nánast í
hverri viku er opnuð ný þjónusta á Netinu. Nú þegar
hafa nokkrar verzlanir tekið til starfa á Netinu. Lög-
fræðingar, endurskoðendur, verkfræðingar o.fl. hafa
opnað þjónustu á Netinu. Bankaþjónustan færist yfir á
Netið með vaxandi hraða. Netið er að verða mesti upp-
lýsingabanki á Islandi. Ibúar einstakra sveitarfélaga
eru að byrja að fá aðgang að skjölum sveitarfélaga sinna
á Netinu.
Þetta er í stuttu máli bylting og hún verður hvorki
stöðvuð með kærum né með því, að keppinautar bregðist
við af gremju, ef einhver verður fyrri til. Þeir sem standa
sig bezt í samkeppninni lifa af. Þeir sem halda að hægt sé
að skýla sér á bak við stjórnvöld eða aðra aðila heltast úr
lestinni. Eftir því, sem netvæðingin verður meiri, verður
hagur neytenda betri.
Menn spyrja, hvernig íslandsbanki geti tekið þátt í að
bjóða ókeypis þjónustu af þessu tagi. Jón Þórisson,
framkvæmdastjóri útibúasviðs íslandsbanka, svarar því
með athyglisverðum hætti í samtali við Morgunblaðið í
gær. Hann segir: „í dag stunda um 20% viðskiptavina
viðskipti sín við okkur um Netið. Með því að fá fólk til að
nota Netið í auknum mæli þurfum við ekki að fjölga fólki
og getum tekizt á hendur ný verkefni til dæmis í fjár-
málaráðgjöf og þjónustu, þar sem við gætum aukið
tekjur okkar.“
Væntanlega geta fleiri komizt að sömu niðurstöðu að
athuguðu máli.
Eftir átök lögreglu og mótmælenda í Seattle féll allt í ljúfa löð
CoSt? jrnanv
Til harðra átaka hefur komið milli lögreglumanna og mótmælenda í Seattle í tengslum við fund Heimsviðskiptastofnunarinnar.
„Svona er
lýðræðið“
í Seattle nyrst á vesturströnd Bandaríkjanna
eru götuóeirðir og mótmæli ekki daglegt
brauð. Annað var uppi á teningnum meðan á
fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar stóð.
Ragnhildur Sverrisdóttir gekk um göturnar
með hópi mótmælenda, beið eftir að upp úr
syði þegar tugir lögreglumanna með alvæpni
hindruðu för og endaði loks við fangelsið í
borginni. Utan veggja, vel að merkja.
Lögreglumenn draga unga konu úr hópi mótmælenda í burtu.
MÓTMÆLIN í Seattle hafa
verið af ýmsum toga. Á
þriðjudag voru þau bein-
línis götuóeirðir, þar sem
lögreglan greip til þess ráðs að nota
táragas, piparúða og kylfur til að
dreifa mannfjöldanum. Svartir sauðir
í hópi mótmælenda gengu enda ber-
serksgang, mölvuðu rúður, grýttu öllu
sem hendi var næst, úðuðu málningu á
veggi og létu á allan hátt afar ófrið-
lega.
Á miðvikudag var ástandið skap-
legra. Vissulega voru mótmælendur á
götum, en þeir fóru flestir með friði.
Þá var áberandi, að meirihlutinn hafði
taumhald á þeim sem verr vildu láta,
auk þess sem friðsamir tóku að sér að
þrífa málningar ataða veggi í miðborg-
inni. Um kvöldið og nóttina sauð hins
vegar aftui' upp úr, eftir að útgöngu-
bann í miðborginni hafði tekið gildi.
Hópur mótmælenda færði sig austar í
borgina, lögreglan sá einhverja í
hópnum með Molotov-kokkteila og
átök hófust. Enn sveif táragas og pip-
arúði yfir.
Á fimmtudagsmorgni var allt með
kyrrum kjörum. Það var undarlegt að
ganga um miðborgina. Afar fáir voru á
ferli, enda stóðu hópar lögreglumanna
á hverju götuhorni og kröfðu fólk
skýringa á ferðum sínum. Fulltrúar á
ráðherrafundinum sluppu í gegn,
einnig þeir sem gátu sýnt fram á að
þeir ættu erindi á vinnustaði sína á
bannsvæðinu og loks blaðamenn.
Blaðamaður Morgunblaðsins var fjór-
um sinnum beðinn um skilríki þegar
hann rölti tvær húsalengjur.
Neglt fyrir glugga
Það var ljóst að mikið hafði gengið
á. Stórir flekar höfðu verið settir fyrir
glugga fjölda verslana, þar á meðal
Levi’s, Adidas, Burberry’s, Nike, Ban-
ana Republic og FÁO Schwartz.
Fjölmargar rúður höfðu verið möl-
brotnar, en sumir flekanna voru var-
úðarráðstöfun við óbrotnar rúður.
Bankar í miðborginni höfðu ekki farið
varhluta af óeirðunum og greinilegt að
þar hafði rúðum ekki verið eirt. Máluð
slagorð var að finna hátt á veggjum,
langt utan seilingar meðalfólks. Versl-
animar voru flestar opnar, en við-
skipti voru afar lítil, því almennum
borgarbúum var meinaður aðgangur.
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins
ætlaði að skyggnast á bak við fleka og
ganga inn í stóra verslunarmiðstöð,
City Centre, var hann enn spurður um
skilríki. I þetta sinn dugði blaða-
mannapassinn ekki, inn í City Centre
fóru einungis þeir sem áttu beinna
hagsmuna að gæta.
Við ráðstefnumiðstöðina, þar sem
ráðherrafundur Heimsviðskiptastofn-
unarinnar var haldinn, var mikill við-
búnaður lögreglu og öryggisvarða. Að
sjálfsögðu var enn spurt um skilríki,
en þar að auki gengu allir, háir sem
lágir, um vopnaleitarhlið og allur far-
angur var grannskoðaður. Innan dyra
virtust verðir með alvæpni á stundum
jafn margh’ ráðstefnugestum. Þeir
voru að minnsta kosti fljótir að hlaupa
til, þegar þeir héldu að einhver uppþot
væru í aðsigi. Það gerðist einu sinni.
Ung kona setti upp sérkennilega
grímu, sem líktist samgrónu jarðar-
beri og fiski. Hún reyndist í félags-
skapnum Friends of the Earth og var
að velqa athygli á baráttu samtakanna
gegn erfðabreyttum matvælum. Hún
kom sjónarmiðum sínum á framfæri
við tíu blaðamenn og jafn marga ör-
yggisverði, áður en hún hélt aftur til
ráðstefnustarfa.
Mótmæltu banni
við mótmælum
Undir hádegi fréttist að hópur fólks
hefði safnast saman við markaðstorg
borgarbúa á 1. stræti, rétt utan við
það svæði sem lokað var almenningi.
Þegar blaðamaður Morgunblaðsins
kom á vettvang skömmu síðar voru
ræðumenn á palli að hvetja áheyrend-
ur til dáða. Þarna voru ungu óróasegg-
irnir ekki áberandi, heldur einlægt
baráttufólk á öllum aldri. Kröfuspjöld-
in ákærðu auðvaldið fyrir að myrða
þriðja heiminn, önnur hvöttu til að
sæskjaldbökur yrðu verndaðar, nokk-
ur sögðu Nike-, Gap- og Old Navy-
verslanirnar nærast á ódýru vinnuafli
fátækra landa. Blaðamanni varð hugs-
að til samtals, sem hann hafði hlerað
hjá tveimur mönnum í miðbænum
skömmu áður, en þeir voru að býsnast
yfir ósamræminu hjá mótmælandan-
um unga, sem braut rúður hjá Nike á
þriðjudag með föstum spörkum;
klæddur Nike-strigaskóm. Sumir
yngstu mótmælendanna tóku þátt í
mestu látunum án þess að hafa hug-
mynd um hverju var verið að mót-
mæla. Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagðist hafa fengið þetta
staðfest þegar hann horfði á sjónvar-
psfréttir, þar sem ungur maður var
spurður hvort hann vissi um hvað
mótmælin snerust. Hann hélt það nú:
Hvalveiðar. Utanríkisráðherra sagði
að vísu, piltinum til málsbóta, að upp-
blásinn hvalur hefði sést á lofti yfir
hópi mótmælenda, auk þess sem „W“
hefði svosem getað staðið fyrir
„whale“.
En þessu fólki var alvara og mesta
alvöruefnið í þeirra huga var greini-
lega að lögregla og borgaryfirvöld
ætluðu að reyna að koma í veg fyrir að
það gæti nýtt sér stjórnarskrárbundið
málfrelsi sitt. Borgaryfirvöld hafa að
vísu ekki bitið úr nálinni með þá
ákvörðun sína að beita lögreglu og
þjóðvarðliði á mótmælendur, en þó
sérstaklega að banna fólki að fara um
götur borgarinnar. Hjón á miðjum
aldri sögðust vera þarna eingöngu
vegna þess að þau vildu ítreka að í
Bandaríkjunum mætti fólk safnast
saman og mótmæla þegar því sýndist
svo. Ungur maður var með stórt blað á
bakinu, þar sem hann tilkynnti öllum
sem lásu að stjómarskráin heimilaði
honum að vera þarna. Þarna voru líka
ungh- foreldrar með börn sín, hópur
hafnarverkamanna og a.m.k. ein
nunna.
Kylfur, gasgrímur og friðsemd
Eftir hvatningarorð lagði mótmæla-
ganga af stað. I fararbroddi var borin
risastór gríma. „Svona er lýðræðið,"
söngluðu mótmælendur. Ekki var
ljóst hvort þeir voru þar að vísa stoltir
til eigin fjölda, eða hvort þetta var
kaldhæðni, með vísan til þess að grím-
an var með kyrfilega bundið fyrir
munn.
Hópurinn gekk inn í miðborgina, en
við 4. stræti biðu tíu lögreglumenn á
hestum, að baki þeim um fimmtíu fé-
lagar þeirra fótgangandi með kylfur í
hönd, þar fyrir aftan brynvarinn bíll
og enn aftar fimmtíu lögreglumenn
með gasgrímur fyrir andliti, tilbúnir
að sækja fram með piparúða og tára-
gas. Þetta var undarleg sjón íslensk-
um augum. Mótmælendur gerðu hróp
að lögreglunni, en eftir nokkra stund
var ljóst að fylkingum myndi ekki
ljósta saman. Það var einfaldlega ekki
sú stemmningin meðal mótmælenda,
þeir voru í raun og sann uppteknir af
því að koma skoðunum sínum á fram-
færi, ekki leita eftir áflogum.
Ekki eirðu mótmælendur lengi á
þessum gatnamótum, heldur héldu að
fangelsi borgarinnar, til að sýna sam-
stöðu með þeim fjölda sem hafði verið
handtekinn í fyrri mótmælum. Fleiri
hundruð manns röðuðu sér allt í
kringum fangelsið, sem líkist reyndar
venjulegu fjölbýlishúsi, fyrir utan
rimlana fyrir gluggunum. „Sleppið
þeim, sleppið þeim“, kyrjaði mann-
fjöldinn. Engum var sleppt, en til að
leggja áherslu á kröfur sínar ákváðu
göngumenn að fara hvergi. Talsmenn
þeirra lögðu mikla áherslu á, að þarna
færi allt friðsamlega fram.
Nær fjórum tímum eftir að fundur-
inn á markaðstorginu hófst kvaddi
blaðamaður Morgunblaðsins mótmæl-
endur við fangelsið og gekk í átt að
ráðstefnuhöllinni. Á næstu gatnamót-
um voi-u tíu lögreglubílar og fjórir
menn í hverjum. Á þar næstu gatna-
mótum var svipaður fjöldi. Sömu sögu
var að segja af næstu fjóru gatnamót-
um.
í ljós kom að mótmælendur stóðu
við orð sín um friðsamleg mótmæli.
Þar sem ekki var orðið við óskum
þeirra um að sleppa föngum fóru þeir
fram á að talsmenn þeirra og lögmenn
fengju greiðari aðgang að hópnum
innan veggja. Á það var fallist. Um
leið og sendinefnd var komin inn, fóru
mótmælendurnir úti að tínast á brott.
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 47
.
Utanríkisráðherra segir fundarmenn í Seattle
gera sér grein fyrir ábyrgð sinni
Mikilvægt að ná
samstöðu um
næstu skref
- - U':‘ «
✓
Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra segir viðfangsefni ráðherra-
fundar Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTQ, vera fjölmörg og
skipta íslendinga miklu máli. I samtali við Ragnhildi Sverrisdóttur í
Seattle sagði ráðherra að af hálfu Islendinga hefði mest áhersla ver-
ið lögð á sjávarútvegsmál enda Island í forystu landa sem lagt hefðu
ram tillögu um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi.
HALLDÓR kvaðst hafa
fundið mikinn stuðning
við tillögu íslands og
fleiri ríkja um afnám rík-
isstyrkja í sjávarútvegi. Hann hafi
m.a. fundað með kanadískum ráð-
herra, formanni þeirrar nefndar sem
fjallar um málið innan WTO. „Það er
mikil andstaða við tillögu okkar hjá
Japönum og Evrópusambandinu.
Við njótum hins vegar stuðnings
ríkja í öllum heimsálfum, fyrst og
fremst Bandaríkjunum, en einnig
ríkja í Suður-Ameríku, Afríku og
Asíu, auk Ástralíu."
Halldór sagði mjög erfitt að segja
til um hvort tillagan næði fram að
ganga. „Hérna er allt á floti og erfitt
að koma skýrum skilaboðum á fram-
færi. Okkur hefur þó tekist það, en
hvað síðan gerist er erfitt að segja
til um.“
Halldór sagði að Evrópusamband-
ið hefði lagt fram texta, ásamt Jap-
an, Sviss og Ungverjalandi, þar sem
tekið væri á ríkisstyrkjum í sjávar-
útvegi á þann hátt að það væri bein-
línis hættulegt. „Þeir vilja setja sjáv-
arútveginn undir sama hatt og
skógrækt og setja alls konar fyrir-
vara. Þetta gæti
orðið til þess að við-
ræður um frjálsari
viðskipti með fiska-
furðir næðu ekki
fram að ganga og
þar með væri miklu
hagsmunamáli ís-
lendinga stefnt í
voða.“
Halldór sagði að í
raun væri Evrópu-
sambandið og
stuðningsríki þess í
sjávarútvegsmálum
að drepa málinu á
dreif með almennu
orðalagi, til að koma í veg fyrir að
tillaga íslands og annarra ríkja næði
fram að ganga. Hann sagði Evrópu-
sambandið koma fram sem eina
heild í þessu máli. „Við höfum fund-
að með hinum Norðurlandaþjóðun-
um, en breyting á afstöðu þeirra er
augljós. Áður stóðu Norðurlöndin
saman, en nú eru þrjár þjóðanna
hluti af Evrópusambandinu og fylgja
samræmdri stefnu þess.“
Innflutningskvótar
hækkaðir
Annað stærsta málið, sem íslend-
ingar leggja mikla áherslu á, er
landbúnaðarmál. Þar horfa mál hins
vegar öðru vísi við en í sjávarútveg-
inum. „Sumum finnst skjóta skökku
við að íslendingar krefjist afnáms
ríkisstyrkja í sjávarútvegi, þar sem
við erum meðal þeirra þjóða sem
vilja halda áfram að styðja við land-
búnaðinn. Þarna er hins vegar ekki
um sambærileg mál að ræða. I sjáv-
arútvegi erum við að tala um aðgerð-
ir gegn ofnýtingu auðlindar, rán-
yrkju og eyðileggingu á umhverfi.
Þetta á ekki við um landbúnaðinn.
Við teljum eðlilegt að stutt verði við
bakið á bændum víða
um heim, til að viðhalda
byggð og menningu.
Þar verður að taka tillit
til ýmissa annarra þátta
en hins viðskiptalega.“
I landbúnaðarmálum
er allgóð samstaða inn-
an WTO, að sögn Hall-
dórs. „Að vísu er einnig
að finna önnur sjónar-
mið sterkra þjóða, eins
og Bandaríkjanna,
Ástralíu og Nýja-Sjá-
lands, sem eru einmitt
samstarfsþjóðir okkar í
sjávarútvegsmálum."
Halldór sagði að mik-
ill þrýstingur væri innan
WTO að draga úr útflutningsstyrkj-
um í landbúnaði. „Slíkir styrkir eru
ekki vandamál hjá okkur,“ sagði
hann. „Þá er einnig rætt um, eins og
áður, að draga úr styrkjum í land-
búnaði og hækka innflutningskvóta.
Ég reikna með að innflutningskvót-
ar verði hækkaðir eitthvað, en það
er rétt að taka það fram, að samn-
ingarnir sem fram undan eru, taka
mörg ár.“
Halldór sagði að í
landbúnaðarmálun-
um væri einnig lögð
mikil áhersla á að
rýmka reglur til
hagsbóta fyrir fá-
tækustu lönd heims.
„Ég held að það ná-
ist samstaða hérna
um að liðkað verði
sérstaklega fyrir
sölu á afurðum þess-
ara ríkja.“
I landbúnaðarmál-
unum hafa erfða-
breytt matvæli verið
tilefni deilna, sér-
staklega á milli Bandaríkjanna og
Evrópusambandsins. Halldór sagði
að fundurinn myndi fjalla um þau
mál. „Heilbrigðisreglur um landbún-
aðarvörur eru mjög mikilvægar og
við erum sammála öðrum þjóðum
um að halda verði ströngu eftirliti
vegna sjúkdómahættu. Bandaríkin
og Evrópusambandið hafa fyrst og
fremst tekist á um erfðabreyttu
matvælin, en við höfum haft svipuð
sjónarmið og önnur Evrópulönd."
Á fimmtudag var ákveðið að halda
fundarhöldum áfram fram eftir
kvöldi, þar sem farið var að síga á
síðari hluta ráðherrafundarins og
mörg verkefni enn óleyst. Halldór
sagði þetta ekki koma á óvart, þarna
væru fulltrúar 135 þjóða, auk
áheyrnarfulltrúa og fulltrúa ýmissa
hagsmunasamtaka. „Áður fyrr sner-
ust þessir fundir fyrst og fremst um
viðskipti með vörur. Nú er fjallað
um þjónustu, fjárfestingu, umhverf-
ismál, reglur á vinnumarkaði, þar á
meðal störf barna og svo mætti lengi
telja. Þetta eru flóknustu viðræður
sem ég hef nokkurn tímann átt aðild
að og auðvelt að afskrifa að sam-
komulag náist. Drög að endanlegum
texta í ýmsum efnis-
flokkum hafa verið lögð
fram, en þar er allt intv
an sviga. Ég hef aldrei
séð fleiri fyrirvara og
sviga í skjölum og það
þarf kraftaverk til að ná
samstæðum texta. Hins
vegar er mikið í húfi
fyrir heimsbyggðina og
allir gera sér grein fyrir
hve mikill ábyrgðar-
hluti það er ef þeir
koma sér ekki saman
um næstu skref.“
Almenn umræða
mikilvæg
Þrátt fyrir að óeirðir
og mótmæli hafi ekki tafið upphaf
ráðherrafundarins nema um nokkr-
ar klukkustundir segir Halldór
áhrifin í raun hafa verið meiri en
svo. „Þessi uppþot töfðu fundarstörf
um einn sólarhring hið minnsta.
Þátttakendur voru mjög óánægðir
með hvernig staðið var að málum af
hálfu yfirvalda og að öryggis þeirra
skyldi ekki betur gætt.“
Halldór telur friðsamlegu mót-
mælin að mörgu leyti hafa verið af
hinu góða. „Þau endurspegluðu sjón-
armið, sem mikilvægt var að koma
að. Hins vegar virtist sem mótmæl-
endur gerðu sér ekki grein fyrir að
mörg þessara sjónarmiða voru þegar
til umræðu innan WTO, eins og um-
hverfismál, málefni fátækustu þjóða
heims, barnaþrælkun og fleira. Hér
hafa verið háværar kröfur um að
WTO fjalli um umhverfismál og ég
bendi á að tillaga okkar um afnám
ríkisstyrkja í sjávarútvegi er aug-
ljóslega mál, sem hefur ekki aðeins
viðskiptalega skírskotun, heldur
einnig umhverfislega."
Gagnrýnendur WTO segja, að
stofnunin sé allt of lokuð, almenn-
ingur eigi litla möguleika á að kynna
sér það sem fer fram innan hennar.
Halldór segir að þetta hljóti að vera
mikið undir aðildarþjóðunum komið.
,Áður en íslensku þátttakendurnir
héldu til Seattle var haldinn fundur
með ýmsum hagsmunaaðilum og
málefnið hefur verið til umræðu í
ríkisstjórn og utanríkismálanefnd.
Við hefðum áreiðanlega getað kynnt
WTO og áherslur okkar í starfi inn-
an stofnunarinnar betur. Opinber
umræða á íslandi endurspeglar ekki
það mikilvægi, sem málið hefur.
Þessi fundur boðar hins vegar þátta-
skil að mínu mati, að þvi leyti að
stofnunin og störf hennar verður
miklu þekktari en áður. Það má vel
vera að það verði neikvætt til að
byrja með fyrir WTO, en í þessn
felst jafnframt tækifæri til að koma
fleiri sjónanniðum að innan stofnun-
arinnar. Að lokum eru það hins veg-
ar ríkisstjórnir og lýðræðislega
kjörnir fulltrúar sem taka endanleg-
ar ákvarðanir. En fólkið þarf að búa
við þær og þess vegna er mikilvægt
að fá almenna þátttöku í umræðum
um mál sem lúta að WTO.“
„Þeir vilja setja sjávar-
útveginn undir sama
hatt og skógrækt og
setja alls konar fyrir-
vara. Þetta gæti orðið
til þess að viðræður
um frjálsari viðskipti
með fiskafurðir næðu
ekki f ram að ganga og
þar með væri miklu
hagsmunamáli íslend-
inga stefnt í voða.“
Halldór Ásgrímsson