Morgunblaðið - 04.12.1999, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
Fiskur
í sókn
„Fjölmiðlar sögðu frá því að yfir 90%
þeirra kalkúna sem enduðu á matar-
borðum þjóðarinnar þessa hátíðina
hefðu orðið til við gervifrjóvgun, enda
væru bandarískir kalkúnar orðnirsvo
bringumiklir eftir hormónameðferð að
hefðbundinn getnaðurgæti ekki lengur
áttsérstað. Til þess nauðsynleg líffæri
nœðu hreinlega ekki saman með núver-
andi vaxtarlagi fuglanna. “
FISKUR hefur átt
mjög upp á pallborð-
ið hjá Banda-
ríkjamönnum und-
anfarið. Reyndar
ekki hvaða fískmeti sem er, held-
ur japanskt sushi, matreitt að
hætti heimamanna. - Það er ekki
nóg með að sífellt fleiri veitinga-
staðir sérhæfi sig í sushi, í stór-
mörkuðum svigna hillur undan
bökkum með sushi-bitum, allt frá
einstakl-
VIÐHORF
ingsskömmt-
um upp í
bakka fyrir
mannmargar
veislur. A
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðriksen
þessu ári opnaði kalifornísk keðja
sushi-bari í yfir 500 stórmörkuð-
um víðsvegar um Bandaríkin.
Vegasjoppur bjóða uppá sushi við
hlið hinna mjög svo amerísku
hamborgara og skólabörn taka
hina hefðbundnu hrísgrjónavafn-
inga utan um físk með sér í skól-
ann í stað hnetusmjörssamlok-
unnar eða pitsusneiðarinnar sem
lengi hefur verið vinsælasta skól-
anestið.
Þennan nýja almenna áhuga
Bandaríkjamanna á sushi segja
talsmenn í matvælaiðnaði í rök-
réttu framhaldi af vaxandi áhuga
þjóðarinnar á heilsusamlegri
fæðu. Sushi-æðið hófst í Kalifom-
íu og hefur breiðst hratt út meðal
þjóðarinnar allrar; sushi er hið
nýja eftirsóknarverða skyndifæði.
Það gæti ekki verið betra, sushi
er hollur matur, auðveldur í mat-
reiðslu og það er fljótlegt að neyta
hans. Einu vandkvæðin eru að
hráefnið þarf að vera fyrsta
flokks.
Það skyldi svo sem engan
undra að áhugamenn um heilsu-
samlegan mat hafi leitað hælis í
físknum. Kjúklingar hafa til dæm-
is lengi verið ódýr og vinsæll mat-
ur vestra en þeim fjölgar sífellt
sem fúlsa við kjúklingaafurðum
vegna þess hvernig fiktað er við
ræktunina. Það er ekkert leynd-
armál að þeir eru stríðaldir á hor-
mónum og sumir fullyrða að það
sé ein ástæða þess að Banda-
ríkjamenn eru feitasta þjóð ver-
aldar. Hvað sem þeirri fullyrð-
ingu líður er ljóst að sífellt íleiri
Bandaríkjamenn, aðallega ungt
fólk, vill ekki sjá þessa hormóna-
bættu fæðu, sem eina helstu mat-
artegundina.
Kjúklingar eru langt í frá eina
dýrategundin sem er hormóna-
bætt áður én hún endar á matar-
borði neytenda. í lok nóvember
var haldin hátíðleg vestra þakkar-
gjörðarhátíð eins og siða er.
Bandaríkjamenn setjast þá við
borð sem svignar undan kræsing-
um þar sem kalkúnninn er í aðal-
hlutverki. Fjölmiðlar sögðu frá
því að yfír 90% þeirra kalkúna
sem enduðu á matarborðum þjóð-
arinnar þessa hátíðina, hefðu orð-
ið til við gervifrjóvgun, enda væru
bandarískir kalkúnar orðnir svo
bringumiklir eftir hormónameð-
ferð, að hefðbundinn getnaður
gæti ekki lengur átt sér stað. Til
þess nauðsynleg líffæri næðu
hreinlega ekki saman með núver-
andi vaxtarlagi fuglanna.
Þeir sem þekkja hvernig vin-
sældir pitsunnar þróuðust í
Bandaríkjunum á þessari öld spá
því að sushi verði eins konar pitsa
21. aldarinnar, ef þannig má að
orði komast. Það voru innfluttir
Italir sem kynntu pitsuna fyrir
Bandaríkjamönnum og ekki leið á
löngu þar til heimamenn höfðu
sett mark sitt á þennan ítalska
rétt. Að sama skapi hefur hið jap-
anska sushi tekið ákveðnum
breytingum í meðferð Banda-
ríkjamanna. Bandan'skt sushi
tekur bragð af því sem Banda-
ríkjamenn sækjast eftir við mat-
inn sinn, skammtarnir eru stórir
og bragðið sterkt. Aðalmunurinn
er hins vegar sá að Banda-
ríkjamenn eru ekki eins hrifnir af
hráum físki og Japanir. Stundum
stinga þeir bara grænmetisbita
inn í hrísgrjónavafninginn en oft-
ar hafa þeir soðinn krabbabita,
rækju og steikta eða grillaða físk-
bita.
Mönnum ber reyndar ekki al-
veg saman af hverju þessi munur
er á hinu bandaríska sushi og því
japanska. Ein ástæðan er rakin til
þess að þegar sushi var að festa
rætur í Bandaríkjunum á sjöunda
áratugnum hafi ekki verið til
nægilega mikið af góðu hráefni í
landinu og því hafi sushi-
matreiðslumenn gripið til þess
bragðs að auka fjölbreytnina með
alls kyns afbrigðum sem síðan
hafí fest sig í sessi. Vanir sushi-
aðdáendur fikri sig svo flestir fyrr
en síðar í átt að japönsku hefðinni.
Aðrir segja hins vegar að fram-
boðið af nægilega góðu hráefni sé
ekki enn nógu mikið og því þurfi
fleiri útgáfur af sushi-inu en þá
með hráa fiskinum.
Hvort sem fiskurinn er etinn
hrár eða ekki, er víst að fisksalar
vestra eru ánægðir. Hjá fyrir-
tækjum sem sérhæfa sig í sölu
fisks í dýrari kantinum til veit-
ingahúsa og matarkeðja hafa um-
svifin víða aukist umtalsvert und-
anfarin ár og það virðist ekki lát
á, ef marka má þá umfjöllun sem
fiskmetið fær í fjölmiðlum. í
Bandaríkjunum gera menn ekki
kröfu um að fiskurinn sé enn
spriklandi þegar hann kemur á
borð sushi-matreiðslumanna enda
er frystur fiskur miklu algengari
en ferskur. Nú er bara að sjá
hvort ein lítil fiskveiðiþjóð í norðri
eykur ekki enn hlut sinn á Banda-
ríkjamarkaði. Og kannski fer svo
sama þjóð að meta fiskinn sinn að
verðleikum. Hráan.
MINNINGAR
MARKUS
GUÐMUNDUR
G UÐMUNDSSON
+ Markús Guð-
mundur Guð-
mundsson var fædd-
ur að Á á Skarð-
strönd í Dalasýslu 5.
október 1915. Hann
Iést á Sjúkrahúsi
Akraness aðfaranótt
22. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðmundur Erlends-
son bóndi á Hafra-
felli í Reykhólasveit,
f. 9. nóvember 1881,
d. 24. nóvember 1973
og Guðrún Guðmun-
dsdóttir, f. 28. október 1883, d. 16.
apríl 1978. Guðmundar var ættað-
ur úr Isafjarðardjúpi en Guðrún
átti ættir sinar að rekja í Dali.
Bræður Markúsar voru: Einar
Trausti, f. 1. september 1913; Jón
Valgeir, f. 27. apríl 1918 en þeir
fórust báðir í fískiróðri 18. októ-
ber 1933; Hafliði Breiðfjörð, f. 4.
janúar 1922, lést tæpra 34 ára;
Guðjón, f. 18. janúar 1926, bifvéla-
virki og ökukennari í Reykjavík,
lést 16. nóvember 1996 og Sig-
valdi Guðmundsson bóndi á
Hafrafelli, f. 19. mars 1929.
Kona Markúsar var Bjarnveig
Þorgerður Sveinsdóttir, f. 30. maí
1907, d. 17. febrúar 1993. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Sveinn Sæ-
mundsson bóndi á Hofstöðum í
Reykhólasveit og Sesselja Odd-
mundsdóttir. Sveinn var Dala-
maður að uppruna
en Sesselja af vest-
firsku bergi brotin.
Synir Markúsar og
Þorgerðar eru: 1)
Jón Trausti, raf-
virkjameistari, f. 21.
apríl 1942. Fyrri
kona hans var Ásta
Hraunfjörð og eiga
þau tvo syni, Gísla
og Trausta. Seinni
kona Jóns er Guðrún
Konný Pálmadóttir,
þau búa í Búðardal
og eiga þrjár dætur:
Rannveig Margrét,
Hrönn og Kolbrún. Fósturdóttir
Jóns Trausta er Linda Björk Sæ-
mundsdóttir. 2) Viðar Auðunn,
bifreiðasljóri, f. 7. mars 1945.
Kona hans er Hrefna Magnúsdótt-
ir, þau búa í Sandgerði og eiga
fjögur böm: Margrét Ósk, Hall-
dóra Ámý, Þorgerður Ásdis og
Markús Auðunn. Barnabarna-
börnin em orðin 13 talsins.
Markús vann almenna verk-
mannavinnu en starfaði lengst hjá
Vegagerð ríkisins eða hátt í 40 ár,
þar af vélamaður í 22 sumur.
Hann lét af störfum rúmlega sjö-
tugur að aldri. Hin síðustu ár
dvaldi hann á dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Barmahlíð á Reykhól-
um.
Markús verður jarðsunginn frá
Reykhólakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
í dag verður Markús G. Guð-
mundsson borinn til hinstu hvflu í
Reykhólakirkjugarði. Mig langar að
minnast hans með fáeinum orðum.
Eg hef þekkt hann í bráðum þrjátíu
ár en kynni okkar hófust þegar ég
varð tengdadóttir hans. Frá fyrstu
tíð tók hann mér vel og svo fór, að
með okkur þróaðist vinátta sem
aldrei bar skugga á. Það var alltaf
gaman að hitta Mai-kús. Hann var
glettinn og gamansamur, hafði frá
ýmsu að segja og gerði það á sinn
einstaka hátt. Hlátur hans var svo
smitandi að það hálfa væri nóg! Hins
vegar duldist engum sem til hans
þekktu að þar fór maður með skap.
Hann gat stundum virst hrjúfur á yf-
irborði en þeir sem þekktu hann,
vissu að fyrir innan sló stórt og heitt
hjarta. Markús átti létt með að setja
saman vísu ef svo bar undir. Hann
fékkst þó ekki mikið við það fyrr en á
seinni árum og ekki fór það hátt. Til
bróður síns á Hafrafelli orti Markús:
Árs og friðar óska ég þér
elsku bróðir, Valdi.
Allt það góða er gerðir mér
kom að góðu haldi.
Og til hjálparhellunnar sinnar,
Ingibjargar í Garpsdal:
Margt er það sem maður lærir
mikið traust ég til þín ber.
Hvemig færi, ef ekki væri
Ingibjörg að hjálpa mér.
Stundum hringdi hann í mig og
sagði drýgindalega að sér hefði nú
dottið dálítið í hug, hvort ég vildi
heyra. Ég hélt nú það! Nú er hann
allur og hringir ekki oftar. Ég sakna
þess ósegjanlega. Hann hafði líka
gaman af söng og góðri tónlist, hafði
sjálfur góða bassarödd og söng í
kirkjunni sinni á Reykhólum áratug-
um saman. Hann hélt sérstaklega
upp á karlakórssöng og átti nokkuð
af geisladiskum með slíku efni.
Markús fylgdist vel með þjóðfélags-
málum og sínu nánasta umhverfi,
hafði sínar ákveðnu skoðanir á
mönnum og málefnum og ófeiminn
við að láta þær í Ijósi. Oft byrjusssðu
samræður okkar á þann veg að hann
sagði: „Jæja, og hvernig heldurðu
svo að þetta fari hjá flokkunum okk-
ar? Ertu nokkuð á leiðinni í flokkinn
minn?“ Og oftar en ekki leiddi þetta
til skoðanaskipta sem við bæði höfð-
um gagn og gaman af. Markús var
með afbrigðum handlaginn, hvort
sem það var jarðýta eða dúkka sem
þurfti að lagfæra. Því var það svo að
margir leituðu til hans með ýmsar
viðgerðir. Árið 1967 kom hann sér
upp aðstöðu við húsið sitt í Ási til
slíkra hluta og til að geta verið sjálf-
um sér nógur með eigin viðgerðir.
Mér finnst eins og „Bragginn í Ási“
hafi átt sinn sess í hugum sumra,
ekki síst bamabama hans sem
stundum voru þar að bjástra með afa
sínum. Nú er „Bragginn" horfinn af
sjónarsviðinu og Markús til feðra
sinna. Svona er lífsins gangur Ekki
verða rituð minningarorð um Mark-
ús Guðmundsson án þess að minnast
þeirrar konu sem var lífsförunautur
hans í rúma hálfa öld, Þorgerðar
Sveinsdóttur sem látin er fyrir sex
áram. Enga konu hef ég þekkt sem
Gerðu, eins og hún var alltaf kölluð
og því finn ég vart nógu lýsandi orð
fyrir það sem hún var okkur öllum.
Eg leyfi mér því að taka undir orð sr.
Þórarins Þór sem hann ritaði í minn-
ingargrein um hana á sínum tíma en
sá góði vinur þeirra Markúsar og
Gerðu er nú látinn: „Það var hún
sjálf - engum öðram lík - manneskj-
an Þorgerður Sveinsdóttir og sérst-
aða hennar, rósemi hennar, hógvært
fas og brosið í andlitinu, sem ljómaði
af manngæsku og góðvild, sem dró
okkur til hennar - og'sitthvað fleira
sem ég get ekki skilgreint .... Hún
fagnaði manni ekki með stóram orð-
um eða áberandi gleðilátum - enda
þurfti þess ekki með - maður fann af
einskærri návist hennar að maður
var velkominn. Hún bjó yfir ein-
hverjum leyndardómi í eðli sínu, sem
var mannbætandi. Þess vegna þótti
svo mörgum vænt um hana... Ég bið
algóðan Guð að launa henni alla um-
hyggju og ástúð. Sérstaklega vil ég
geta umhyggju hennar fyrir öllum
bamabörnunum sínum. Hún var
þeim afar kær, enda var fátt sem hún
gerði ekki til að gleðja þau. Flest
þeirra hafa dvalið á heimili ömmu og
afa síns á Reykhólum í skemmri eða
lengri tíma og átt þar ógleymanlegar
stundir." Markús og Gerða bjuggu
fyrst á Hafrafelli í Reykhólasveit hjá
foreldram Markúsar en árið 1948
byggðu þau sér lítið hús í landi
Hofstaða í sömu sveit og var þar
gjarnan kallað „á Holtinu". Haustið
1954 fluttu þau alfarið að Reykhólum
en höfðu þá þegar dvalið þar í tvo
vetur. Þau leigðu fyrst í prestsbú-
staðnum hjá sr.Þórarni Þór og Ingi-
björgu konu hans þar til vorið 1962,
að þau keyptu húsið Ás og áttu heim-
ili þar síðan. Markús og Gerða vora
einstaklega gestrisin og nutu þess að
taka að móti ættingjum sínum og
vinum og gera þeim gott. Enda var
oft þéttsetinn bekkurinn við eldhús-
borðið í Ási en samt var alltaf pláss
fyrir fleiri! Um hugann fara ótal
minningar þessu tengdar - ilmandi
kaffi og pönnukökur, sögur og
hlátrasköll eða hljóðlátt kvöldrabb -
Þau voru ekki rík af veraldlegum
auði en samt varð það manni eins-
konar ríkidæmi að heimasækja þau.
Þessu verður ekki lýst með neinum
orðum. Nú er þau saman - hjá Guði.
I huga okkar lifa dýrmætar minning-
ar um þessar góðu manneskjur.
Fyrst eftir lát Gerðu bjó Markús
áfram í Ási en dvaldi síðustu árin á
hjúkranarheimilinu Barmahlíð á
Reykhólum. Þar naut hann góðrar
umönnunar sem aðstandendur hans
vilja þakka fyrir. Elsku Markús og
Gerða. Hafið þökk fyrir samfylgdina
og fyrir allt og allt. Ég er þakklát
fyrir að hafa átt tengdaforeldra sem
ykkur. Verið Guði falin. Blessuð sé
minning Markúsar G. Guðmunds-
sonar og Þorgerðar Sveinsdóttur
Guðrún Konný Pálmadóttir.
Elsku afi minn. Mig langar í
nokkram orðum að kveðja þig. Það
er erfitt að gera það með bókstöfum
á blað, því að helst hefði ég viljað
gera það áður en þú fórst.
Ég sakna þín, við geram það öll,
en það er eins og með alla sem að
maður elskar, maður vill aðeins að
þeim líði vel. Og ég er þess fullviss að
þú ert ánægður þar sem þú ert núna,
þú ert kominn aftur til ömmu, og
þannig veit ég að þú ert hamingju-
samur.
Ég bið að heilsa, elsku afi, og láttu
þér líða vel. Núna geturðu alltaf
fylgst með veðrinu hjá okkur, og
þarft þá vonandi ekki að hafa
áhyggjur lengur.
Sásemeftirlifir
deyr þeim sem deyr
en Wnn dáni lifir
íhjartaogminni
mannaerhanssakna.
Þeir eru Wmnamir
honumyfir.
(Hannes Pét.)
Hrönn.
Táreróelskuðást
semstreymirfram.
Hún hættir aldrei. Aldrei.
Tárereilífást
Þegar við Wttumst aftur
elskumviðallaþáást
semóelskuðvar.
TáreróWegingleði
semstreymirfram.
Hún hættir aldrei. Aldrei.
Tár er eilíf gleði.
Þegar við hittumst aftur
hlæjum við alla þá gleði
semóhleginvar.
Tárerógrátinsorg
semstreymirfram.
Hún hættir aldrei. Aldrei.
Þegar við hittumst
grátum við öllum þeim
tárum og sorgum saman
sem ógrátin var.
Eins og ég geri nú til þín.
Kolbrún Jónsdóttir
Elskulegur afi minn er dáinn, far-
inn í hinsta sinn. Minningarnar frá
Reykhólum eru bæði margar og ljúf-
ar. Öll skiptin í afaholu, brasið í
bragganum, spjallið og vangavelt-
urnar sem áttu sér stað við eldhús-
borðið í Ási birtast mér ljóslifandi.
Sagt er á góðum stað að fólk komi
alla tíð til með að ganga inn og út úr
lífi okkar, en aðeins sannir vinir skilji
spor sín eftir í hjörtum okkar. Hjart-
að mitt er markað sporam afa. Mar-
kús afi átti til að segja: „Ronnveig
mín, viltu nú ekki koma aðeins og
greiða mér?“ Litla stelpan hljóp á sig
og tók því heldur illa að vera kölluð
Ronnveig. Þá hló hann mikið og
hváði: „Nú, hvað heitir þú þá, frænka
mín?“ „Þú veist það alveg, ég heiti
Raaannveig og er ekki frænka þín! -
Þú ert afi minn með úfið hár!“ Svo
var hlegið hjartanlega og ég fékk að