Morgunblaðið - 04.12.1999, Side 59

Morgunblaðið - 04.12.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 5% Överjandi vinnubrögð VINNUBROGÐ og aðgerðir ríkisstjórnar- innar í stóriðjumálum taka á sig skuggalegi’i mynd með hverjum degi sem líður. Ál- verksmiðja á Reyðar- firði með 480 þúsund tonna framleiðslugetu hefur verið sett í mat á umhverfísáhrifum. Að mati ráðherranna má hins vegar orkuöflun til verksmiðjunnar, virkj- anir og raflínur, ekki lúta sömu reglu. Fram- kvæmdavaldið tekur sér það bessaleyfi að túlka lög þannig að hér sé EKKI um eina og óskipta fram- kvæmd að ræða. Verksmiðjan þarf þó sannarlega orku, raunar ekkert smáræði, það er álíka mikla og nú er framleidd á öllu íslandi. Hugmynd stjómvalda er að fá með yfirstand- andi umhverfismati grænt ljós fyrir þennan orkugleypi, og eina virkjunin sem ætlunin er að láta meta lögfonn- lega á þessum vetri er 40 megavatta gufuaflsvirkjun í Bjarnarflagi sem myndi aðeins skila um 1/25 af þeirri raforku sem verksmiðjan þyrfti á að halda! Lögformlegt mat á Fljóts- dalsvirkjun má ekki nefna og Kára- hnjúkavirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum á ekki að taka til mats fyrr en búið væri að taka ákvörðun um verksmiðjuna. Þegar þar væri komið sögu hefðu bæði ríkisstjórn og Landsvirkjun skuldbundið sig gagn- vart eigendum verksmiðjunnar að tryggja henni raforku upp í fulla stærð! Hér em ekki aðeins viðhöfð óverjandi og siðlaus vinnubrögð heldur verðskulda þau ennþá verri einkunn. Norsk Hydro stendur ekki á sama Síðustu daga hafa menn eðlilega velt fyrir sér mótsagnakenndum yf- irlýsingum ráðamanna Norsk Hydro. Þegar betur er að gáð eiga þær sínar skýringar. Með viljayfir- lýsingu sinni ásamt íslensku ríkis- stjórninni og Landsvirkjun frá 29. júní 1999 hefur Norsk Hydro (Hydro Aluminium A/S) sett sig í vanda sem fyrir- tækið hefur örugglega ekki séð fyrir. Uttektin sem þar er rætt um á að gera aðilum kleift að kveða upp úr um það fyrir 1. júní á næsta ári, hvort þeim þyki fýsi- legt að ráðast í fram- kvæmdir sem miðist við allt að 480 þúsund tonna álverksmiðju á Reyðarfirði. Norsk Hydro hefur vissulega tryggt sér efnahagsleg undirtök í málinu og getur af þeim sökum verið ánægt með þessa yfirlýsingu. Hitt hlýtur að koma fyr- h-tækinu í opna skjöldu að íslensk stjórnvöld skuli halda á umhverfis- þáttum málsins eins og þau séu ein í heiminum og ætli hvorki að skeyta um skömm né heiður. Öllum má vera ljóst að það er ekki Norsk Hydro sem þrýstir á niður- stöðu úr álversathugunum fyrir 1. júní á næsta ári, heldur er sú pressa heimatilbúin í iðnaðarráðuneytinu. Margar yfirlýsingar talsmanna fyr- irtækisins staðfesta þetta, nú síðast upplýsingafulltrúans í viðræðum við talsmenn World Wide Fund for Nat- ure. Öll eðlileg vinnubrögð eru hins vegar látin víkja fyrir þeirri megin- kröfu framsóknan’áðherranna að Fljótsdalsvirkjun megi ekki undir neinum kringumstæðum fara í lög- formlegt umhverfismat. Þessum vilja sínum hafa ráðherrarnir nú þvingað upp á Norsk Hydro í skjóli yfírlýsingarinnar frá síðasta sumri og meirihlutann á Alþingi telja þeir sig hafa í hendi eins og deig í jóla- baksturinn. Undirskriftasöfnun gegn ófarnaði Margt bendir til að þessi þjösna- skapur verði aðeins skammgóður vermir. Með því að virða ekki eðlileg- ar leikreglur hefur framkvæmda- valdið brotið trúnað við almenning og í raun fyrirgert siðferðilegum rétti sínum í málinu. Framkvæmdir sem þannig er til stofnað í andstöðu Fljótsdalsvirkjurt Ekki kæmi á óvart að Norsk Hydro reyndi fyrr en seinna, segir Hjörleifur Guttorms- son, að forða sér frá þeirri hneisu sem ís- lensk stjórnvöld eru á góðri leið með að kalla yfir fyrirtækið. við stóran hluta þjóðarinnar hljóta fyrr eða síðar að lenda í ógöngum. Forystumenn Norsk Hydro eru lík- lega að átta sig á því þessa dagana hvers konar blindingjar það eru hér uppi á Islandi sem þeir hafa bundið trúss sitt við. Ljóst virðist að fyrir- tækinu stendur ekki á sama um orð- stír sinn í umhverfismálum. Ekki kæmi á óvart að Norsk Hydro reyni fyiT en seinna að forða sér frá þeirri hneisu sem íslensk stjómvöld eru á góðri leið með að kalla yfir fyrirtæk- ið. Aðvörunarorð heyrast víða að, nú síðast í rökföstu Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins þar sem meginnið- urstaða höfundar er sú, að öll rök hnígi „...til þess að Alþingi verði við þeirri kröfu, sem hvarvetna heyrist, um lögformlegt umhverfismat á Fljótsdalsvirkjun.“ - Brátt eru tvö ár liðin síðan undirritaður lagði til við Alþingi að sú málsmeðferð yrði viðhöfð. Enn er lag til að bægja frá þeirri ógæfu sem nú stefnir í að óbr- eyttu. Sem flestir íslendingar ættu þessa dagana að leggjast á sveif með Umhverfisvinum úr öllum flokkum og stéttum þjóðfélagsins og rita nafn sitt undir kröfuna um að náttúran fái að njóta vafans og Fljótsdalsvirkjun fari í lögformlegt mat. Höfundur er fyrrverandi al- þingismaður. Hjörleifur Guttormsson Jólakaffi Hringsins KVENFÉLAGIÐ Hringurinn var stofnað fyiir 95 árum, árið 1904. í upphafi aldar- innar studdu Hrings- konur þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu og færðu m.a. snauðum sængurkonum fatnað og mjólk. Seinna réðst Kvenfélagið Hringur- inn í að reisa og reka Kópavogshælið til end- urhæfingar berkla- sjúkum. Þá starfsemi fjár- mögnuðu Hringskonur með rekstri kúabús. Kópavogshælið gaf Hringurinn síð- an ríkinu. Hringskonur hafa í 95 ára sögu félagsins unnið ómetanleg líkn- arstörf fyrir þjóðfélagið af fórnfýsi og óeigingirni. Barnaspítali Hringsins Saga Barnaspítala Hringsins er samofin sögu Kvenfélagsins Hrings- ins undanfarin 40 ár. Arið 1957 var fyrst opnuð barnadeild innan veggja Landspítalans. Það var ekki síst fyr- ir þrautseigju og dugnað Hring- skvenna að deildinni var komið á legg. Þegar Barnaspítali Hringsins flutti í núverandi húsnæði árið 1965 var það einnig gert með drjúgum stuðningi Hringskvenna. Rúm og innanstokksmunir voru gefin af Kvenfélaginu Hringnum við upphaf Barnaspítalans. Þá er drjúgur hluti þeirra tækja sem notaður er á Barnaspítala Hringsins gjöf frá Kvenfélaginu Hringnum. Stuðningur Hringskvenna við Barnaspítala Hrings- ins er ómetanlegur og stuðlai' að bættum ára- ngri starfsins. Hann er starfsfólkinu einnig mikilvæg hvatning. Nú eru yfirstandandi byggingaframkvæmdir þar sem nýr Barnaspít- ah Hringsins mun rísa á Landspítalalóð. Þessi framkvæmd hefur einnig verið studd af miklum myndarkap af Kvenfélaginu Hringn- um. Fram hefur komið hjá ráðherrum og ríkis- stjóm að ekki megi draga úr framkvæmdahraða bygg- ingarinnar enda brýn framkvæmd á ferðinni. Það væri líka aumt góðæri sem ekki stuðlaði að bættum aðbún- aði veikra barna. Hringskaff! Á morgun, fyrsta sunnudag í des- ember, verður haldið árlegt Hring- skaffi á Hótel íslandi og hefst það klukkan 13:30. Hringskonur bera þá fram mikið lostæti og selja jólakort Hringskaffið Stuðningur Hrings- kvenna við Barnaspítala Hringsins, segir Asgeir Haraldsson, er ómetanlegur og stuðlar að bættum árangri starfsins. ásamt því sem happdrætti verður með veglegum vinningum. Hringskonur hafa með fórnfúsu starfi, mikilli framsýni og bjartsýni stuðlað að bættum hag barna á ísl- andi. Það er von mín að sem flestir sjái sér fært að sýna Kvenfélaginu Hringnum stuðning í verki á morgun í Hringskaffinu og njóta um leið frá- bærraveitinga. Höfundur erprófessor og for- stöðulæknir Barnaspítala Hringsins. -' Gœðavara Gjafavara — matar- og kaffistell. Allir verðflokkar. Heiinsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Ásgeir Haraldsson Hver er afstaða dómsmálaráð- ' herra til spilavíta? FYRIR Alþingi liggja nú tvö frumvörp og ein þingsályktunar- tillaga sem snerta spilakassa eða spilavít- isvélar sem svo hafa verið nefndar. Ástæðan fyrir þessari nafngift er sú að spilakassar af því tagi sem Háskóh Islands og Islenskir söfnunarkassaiy sem Rauði kross íslands, Slysavarnafélagið, Landsbjörg og SÁA standa að eru af sama toga og spilavíti á stöð- um á borð við Las Veg- as byggja afkomu sína á. Afleiðingarnar em einnig áþekk- ar, harmleikur fjölskyldna þar sem einstaklingar hafa ánetjast spilafíkn- inni. Þekktur bandarískur geðlæknh’ Sheila B. Blum sem sinnir spilafíkl- um í New York komst svo að orði í sjónvarpsviðtali hér á landi: ,Áfeng- issýki eyðileggur fjölskyldu, konu, mann og börn en spilafíkn eyðileg- gur fyrir mörgum kynslóðum. Ekki er einungis eignum nærfjölskyld- unnar sóað heldur foreldra, afa og ömmu, barna og barnabarna. Svo spilafíkn fer verr með fjölskyldur en áfengissýki." Vitnisburður lækna Vitnisburður lækna er mjög á eina lund. Undirritaður hefur átt mjög fróðleg og upplýsandi samtöl við lækna SÁA á Vogi til að fræðast.um spilafíknina. Guðbjörn Björnsson læknir upplýsti undirritaðan meðal annars um að sú könnun sem gerð var árið 1998 um spilafíkn á meðal sjúklinga SÁÁ á Vogi benti til þess að útbreiðsla þessarar fíknar væri hlutfallslega orðin svipuð og gerist með öðrum þjóðum þar sem gott að- gengi væri að spilavítum. Læknir SÁA upplýsti jafnframt að það væri sláandi hve margir þeirra sem ánetj- uðust þessari fíkn væru greindir og vel gerðir einstaklingar, sómakærir á alla lund. Við spilafíknina fengju þeir hins vegai- ekki ráðið án aðstoð- ar. í upplýsingum sem SÁÁ hefur sent frá sér er spilafíknin skilgreind sem „sjúkleg viðvarandi og síaukin löngun til að spila eða leggja undir og fjárhættuspil eða spilahegðunin setji í hættu eða eyðileggi stöðu ein- staklingsins, félagslega og fjárhags- lega hvort sem er á heimili eða á vinnustað". Finnum nýja tekjustofna Frumvörpin sem liggja fyrir Al- þingi ganga út á það að banna spila- víti hér á landi. I greinargerð með frumvörpunum segh’ jafnframt að mikilvægt sé að finna aðra tekju- stofna „til að fjármagna samfélags- þjónustu og forvarnar- og meðferð- arstarf sem rekið hefur verið fyrir ágóða af þessari hættulegu starf- semi.“ I þingsályktunartillögu sem nú hefur verið lögð fram er þetta sjón- armið áréttað og lagt til að skipuð verði „nefnd sem geri tillögur um leiðir til fjáröflunar fyrir Háskóla Is- lands, Rauða krossinn, SÁA og Slysavarnafélagið Landsbjörg sem komið geti í stað tekna af rekstri söfnunarkassa." Eins og fram hefur komið í frétt- um og blaðaskrifum er þetta ekki í fyrsta skipti sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram á Alþingi. Það hefur verið gert áður en hlutskiptið hef- ur orðið það sem iðu- lega hendir óþægileg mál. Það hefur einfald-. lega verið látið sofna-' svefninum langa. Á þessu eru þó til ýmis tilbrigði. Þannig var frumvörpunum síðast þegar þau komu fram vísað til ríkisstjómar í trausti þess að eitthvað yrði aðhafst. Flutn- ingsmenn létu tilleiðast að fallast á þessa máls- meðferð þar sem starfandi var þá nefnd sem hafði happdrættismál þjóðarinnar til gagngerar endur- skoðunar. Þegar síðan vai- gengið eftir því við fyrirrennara núverandi dómsmálaráðherra að málinu yrði fylgt eftir kannaðist hann ekki við að neitt annað hefði vakað fyrir Alþingá en skjóta þessum málum inn í alls- Fíkn / ✓ Læknir SAA upplýsti jafnframt að það væri sláandi, segir Ög- mundur Jónasson, hve margir þeirra sem án- ^ etjuðust þessari fíkn væru greindir og vel gerðir einstaklingar, sómakærir á alla lund. heijarendurskoðun. Þessu hefðu ekki fylgt neinar skuldbindingar. Það kann reyndar rétt að vera en hitt er þó jafnvíst að við sem stóðum að frumvörpunum höfðum staðið í þeirri trú að meiri alvara væri að baki. Við bíðum svars ráðherra Nú liggur fyrir skýrsla umræddr- ar endurskoðunarnefndar. Þar kem— ur ekkert fram sem bendir til þess að vilji sé til þess að taka á málinu og losa okkur við þessar vélar fyrir fullt og allt. Einu gagnrýnisnóturnar hvað kassana snertir eru á þá lund að ráðuneytið hafi ekki sett reglu- gerð um þessar vélar eins og þó er lögboðið. Þetta er vissulega ámælis- vert og sýnir alvöruleysið í þessum málum. Hitt er svo mikilvægt að menn geri sér grein fyrir að krafa okkar lýtur ekki að reglugerðum og eftirliti heldur hinu að dómsmálar- áðherra gangi fram fyrir skjöldu og lýsi því yfir að vilji sé til þess að ísl- and verði án spilavíta. Nú er þess beðið að dómsmála- ráðherra segi sinn hug í þessu efnk Ef afstaða Sólveigar Pétursdóttur, dómsmálaráðherra er jákvæð þá er ég sannfærður um að fyrir því sé þverpólitískur vilji að finna þeim stofnunum og þeirri mikilvægu starfsemi sem hagnast á spilavítum aðra og betri tekjustofna. Höfundur er alþingismaður og for- maðurBSRB. Ögmundur Jónasson ÞÚ GETUR /ate SPARAÐ «p ÞÚSUNDIR Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi Skólavöröustíg 35, sími 552 3621. "

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.