Morgunblaðið - 04.12.1999, Page 80

Morgunblaðið - 04.12.1999, Page 80
#() LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríkjamenn fyrstu heimsmeist- arar í netbrids BRIDS Umsjón: Guðmunilur Sv. Hermannsson HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í NETBRIDS FYRSTA heimsmeistaramótinu í _ netbrids er nýlokið með sigri Bandaríkjamanna eftir úrslitaleik við Rússa. Þetta mót fór fram í samvinnu netbridsfyrirtækisins OKBridge og Alþjóðabridssam- bandsins, og hefur staðið frá því í vor. Um var að ræða einskonar bikarkeppnisfyrirkomulag. Sveitir netverja skráðu sig til leiks og fyrst fór fram undankeppni í hverju landi þar til ein sveit stóð eftir. Heiminum var síðan skipt í átta svæði og sveitirnar á hverju svæði kepptu innbyrðis þar til ein stóð eftir. Svæðameistararnir átta kepptu loks til úrslita eins og um væri að ræða venjulegt heims- meistaramót. Eini munurinn var ~fá að hver og einn spilaranna sat heima hjá sér við tölvuna og spil- aði þar. Tvær íslenskar sveitir skráðu sig til leiks, Icy og Ice Cool. Sú fyrrnefnda vann og átti þá að spila við ísraelsmenn en vegna ýmissa ástæðna komst sá leikur ekki á, og var sigurinn dæmdur Irsraels- mönnum. A Netinu spila menn undir nöfn- um sem þeir velja sér. I banda- rísku sveitinni sem keppti til úr- slita spiluðu seligman, dougs, shadow, erodwell, soloway og jrs, en á bakvið þessi dulnefni voru heimsþekktir spilarar: Paul Soloway, Eric Rodwell, Mike Crawford, Marty Seligman, Doug Simson og John Schuler. Undir nöfnunum lasar, andvic, holly og hup leyndust síðan rússnesku landsliðsmennirnir Alex Petroun- in, Andrei Gromov, Vadim Kholomeev og Jourí Khioupp- enen. í úrslitaleiknum byrjuðu Rúss- arnir ágætlega og höfðu nauma forustu eftir 24 spil af 48 spila úr- slitaleik. En í fjórðu átta spila lot- jjunni tóku Bandaríkjamenn af skarið og náðu 20 stiga forustu og bættu við í fimmtu og sjöttu lotu og unnu á endanum með 54 stiga mun. Þetta var eitt af vinningsspilum Bandaríkjamanna: Vestur gefur, NS á hættu. Norður * ÁK32 ¥ ÁKG93 ♦ Á985 + - Austur + 97 V 85 ♦ 7 * ÁDG107653 Suður * DG1054 »2 ♦ KD103 + K98 Það er athyglisvert að við bæði borð töldu vesturspilaramir spilin sín uppfylla kröfur um veika tveggja-opnun. Við annað borðið opnaði Rússinn Gromov á 2V, Schuler í norður og Petrounin í austur pössuðu. Crawford í suður enduropnaði þá á 2A og Schuler í norður stökk í 6* sem varð loka- v^ögn. Hún var síðan auðveld til vinnings og Bandaríkjamenn fengu 1430. Við hitt borðið opnaði Simson í vestur á multi 2 ♦. Khiouppenen í norður doblaði og þá stökk Rod- well í austur í 54». Kholomeev í suður doblaði, væntanlega til út- tektar, en norður ákvað af ein- nverjum ástæðum að passa. Rod- well fór fjóra niður og Rússamir fengu 800 en Bandaríkjamenn græddu 12 impa. Rita varði meistaratitiiinn Um síðustu helgi lauk haustmóti Bridssambands N-Ameríku í Boston en hápunktur þess móts er Reisingerkeppnin, sem um ára- tuga skeið hefur verið ein af fjór- um helstu sveitakeppnum þar í álfu. Þetta er svokölluð Board-a- Match keppni þar sem gildir að fá hærri tölu en andstæðingurinn í hverju spili. Atvinnumannasveit Ritu Shug- art gerði sér lítið fyrir og varði titilinn sem hún vann í fyrra. Sveitina skipa auk Ritu Norðmað- urinn Geir Helgemo og Bretarnir Andy Robson og Tony Forrester. en í öðra sæti vora ítölsku Evrópu- meistararnir Norberto Bocchi, Gi- orgio Duboin, Guido Ferrari og Dano DeFalco. Það var mikið talað um þetta spil í Reisingerkeppninni: Suður gefur, allir á hættu Norður A - ¥ 6 ♦ ÁG109873 ♦ 98432 Austur AÁD8532 ¥ KG92 ♦ - + G65 Suður AG976 ¥ 1087 ♦ D6432 + Á Þegar spilin eru skoðuð kemur í ljós að 6^ era óhnekkandi í NS þótt punktarnir séu aðeins 12 sam- tals. Við fyrstu sýn virðast AV einnig geta unnið 6V eða 6A. Þegar betur er að gáð sést að vinnast 6A svo framarlega sem sagnhafi tekur ekki fyrst á spaða- kóng, en vörnin getur tekið 6V tvo niður með því að spila laufi á ás, gefa norðri spaðastungu og suðri laufastungu. I sýningartöfluleiknum milli tveggja efstu sveitanna féll spilið. Bæði lið spiluðu 6V íAVenhvor- ugu NS parinu tókst að finna réttu vömina. En í öðram leik munaði litlu að sama liðið ynni slemmu við bæði borð. Þar sátu August Boehm og Richard Margolis NS en Bobby Levin og Steve Wein- stein AV: Vestur Norður Austur Suður Levin Boehm Weinst. Mar. pass IV 4 ♦ 5 ♦ 6 * dobl pass pass 6 ♦ pass pass dobl/7 Það voru engin vandkvæði á að vinna þennan samning og Boehm og Margolis skrifuðu 1540 í sinn dálk. Við hitt borðið sátu Drew Chasen og Lee Rauntenberg NS og Mark Horton og Philip Alder AV: Vestur Norður Austur Suður Horton Casen Alder Rautenb. pass 1 ¥ 4 ♦ 5¥ pass 6 * 6 ¥// pass 6^ pass Það er óneitanlega sérkennilegt að suður skyldi passa allan tímann. Casen fann laufaútspilið og suður skilaði spaða til baka sem Casen trompaði og spilaði meira laufi. Það hefði þó engu breytt hvort AV hefðu unnið 6V því spilið vannst við hitt borðið. Vestur A86 ¥ D10764 ♦ G642 + 42 > Vestur + K104 ¥ ÁD543 ♦ K + KD107 í DAG Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur á undanförn- um mánuðum oft átt erindi í byggingavöruverslun. Oftar en ekki hafa þær heimsóknir fallið á helgardaga. Eftir þá reynslu er Víkverji satt að segja farinn að ef- ast um gagnsemi þess að hafa þessar búðir opnar um helgar. Vík- verji rak sig nefnilega á það, að þyrfti hann á einhverri ráðgjöf að halda - sem verður að viðurkenn- ast að var alloft tilfellið - voru við- brögðin hjá starfsfólkinu iðulega ekki meiri en þau að yppta öxlum. Allir reyndari starfsmennirnir virðast nýta sér sinn sjálfsagða rétt til helgarfrís, að minnsta kosti á sunnudögum, og viðskiptavinirnir verða að gera sér þjónustu íhlaupa- afleysingafólks að góðu. Sem - að minnsta kosti að reynslu Víkverja - vill oft reyna allmjög á þolrif við- skiptavinanna. Svipað á reyndar við um sunnu- dagsafgreiðslutíma matvöruversl- ana. Þar er ekki bætt í hillur þar sem vörar vantar, grænmetið er ekki ferskt og oft mikil göt í úrval- inu. Víkverji er ekki að mæla með því að verslanir verði aftur almennt lokaðar á sunnudögum, en reynslan hefur sýnt honum að gallarnir við lengdan afgreiðslutíma era margir, og þekkir hann þó aðeins þá hlið sem snýr að viðskiptavininum - hvernig þetta snýr að starfsfólkinu og verslunarrekendum þekkir Vík- verji ekki, en hann býður í grun að þar séu heldur ekki allir jafnhrifnir af þessu fyrirkomulagi. XXX EM áhugamaður um þýsk stjórnmál hefur Víkverji fylgst af athygli með fréttum sem borist hafa síðustu daga af fjármála- hneyksli í flokki kristilegra demókrata í Þýskalandi. Hinn yfir- lýsti íslandsvinur, Helmut Kohl, sem í aldarfjórðung var formaður flokksins og kanslari í 16 ár, hefur gengist við ábyrgð á því að flokkur- inn skyldi hafa haldið úti kerfi leynilegra bankareikninga, þar sem fé var geymt sem flqkknum barst frá ýmsum stöðum. Áður en hann lýsti þessu opinberlega yfír hafði hann reyndar rokið upp á þinginu, þar sem hann hefur lítið haft sig í frammi frá því hann missti kansl- arastólinn í fyrrahaust, og krafist þess að rannsóknarnefnd þingsins hlýddi tafarlaust á útskýringar sín- ar á málinu svo að hann fengi nafn sitt hreinsað fyrir jól. Þingnefnd- inni er einkum ætlað að rannsaka hvort milljón marka greiðsla sem vopnasali afhenti fjármálastjóra flokks Kohls árið 1991 hafi tengst ákvörðun ríkisstjórnar hans um að heimila útflutning stórrar her- gagnasendingar til Sádi-Arabíu. Kvöldið fyrir upphlaupið í þinginu sátu Kohl og eiginkona hans, Hann- elore, kvöldverðarboð Davíðs Odds- sonar í sendiherrabústað Islands í Berlín. Víkverji nefnir þetta hér vegna þess að þetta þýska hneyksli snýst meðal annars um það, að með leyni- legu „hliðarbókhaldi“ flokks Kohls vora lög um stjórnmálaflokka brot- in. I öllum nágrannalöndum Islands era í gildi lög um stjórnmálaflokka, sem einkum lúta að því að tryggja gegnsæi í fjármögnun þeirra. Lengi hefur verið rætt um þörfina á ís- lenskri löggjöf um stjórnmála- flokka. Er ekki kominn tími til að hún verði að veraleika? VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Meira um Jesúmyndina ÉG VIL þakka Bjamdísi Guðjónsdóttir fyrir þarfa umfjöllun í Morgublaðinu 2. desember sl. um Jesú- myndina, sem ekki var pláss fyrir í Ki-inglunni. Fyrir markaðshyggjunni, sem tröllríður þjóðarsál- inni með hina svokölluðu ráðamenn í broddi fylking- ar, þessa sem hvorki skeyta um skömm né heið- ur. Villuráfandi hjörðin á eftir, syngjandi sama markaðs- og lífsgæðakapp- hlaupssönginn og eyða og sóa peningum á báða bóga eins og hin svokallaða rík- isstjórn, sem er búin að gera þetta þjóðfélag svo hart, kalt, ljótt og ómann- eskjulegt, að ég skammast mín fyrir að vera Islend- ingur. Eftir á að hyggja, hver hefði tekið eftir Jesú- myndinni í Kringlunni í hröðum dansi í kringum gullkálfinn? Þar held ég að grýla, leppalúði og synir hæfi best. Foreldrar ættu að skammast til að gefa sér tíma og fara með börn- in sín í fjárhúsið í húsdýra- garðinum eða leikskóla- kennarar ef foreldrar hafa ekki tíma og segja blessuð- um börnunum frá fæðingu frelsarans og það er í minningu fæðingar hans, sem við ættum að halda heilög jól. Börnin vita líka, að ef einhver á afmæli á af- mælisbarnið að fá gjöf, en ekki sá sem er boðinn í af- mælið. Guðlaug Halser títiljósin kveikt NU ER vetur konungur genginn í garð og allra veðra von. Það er ósk blað- bera Morgunblaðsins að fólk hafi útiljósin kveikt og mokað frá aðaldyrum. Það getur verið stórhættulegt að þurfa að paufast með blöðin í svarta myrkri og hálku. Er fólk vinsamleg- ast beðið að huga að þessu. Jólalög og jólastemmning KONA, í miklu jólaskapi, hafði samband við Velvak- anda og vildi koma á fram- færi þakklæti til útvarps- stöðvarinnar Stjörnunnar 102,2. Hún sagði að þeir spiluðu jólalög allan sólar- hringinn. Hún var að baka og var mjög ánægð með þetta framtak hjá þeim og í mikilli jólastemmingu. Hughreysting UNG kona hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri hug- hreystingu til unga manns- ins, sem varð fyrir því óláni að keyra á eldri konu á Suðurlandsbrautinni ný- verið. Henni fannst hann svo einn og umkomulaus. Kalablómið óskast KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að spyrjast fyrir um það hvort einhver ætti kaffi- bolla úr Kalablóminu frá Silfurbúðinni. Bollarnir eru hvítir með gylltu og undirskálarnar eru svart- ar. Henni vantar inn í sett. Upplýsingar í saíma 557- 1590. Tapað/fundið GSM-sími týndist SVARTUR GSM-sími í leðurhulstri týndist, senni- lega í Skautahöllinni í Laugardal, íyrir rúmri viku. Skilvís finnandi vin- samlegast hringi í Fjólu í síma 557-8019. Þrír lyklar fundust ÞRIR lyklar í leðurveski, fundust laugardaginn 27. nóvember fyrir utan Toll- stjórahúsið við Tryggva- götu. Upplýsingar veittar í síma 586-1990. Skartgripir ÞRETTÁN ára stúlka týndi gullhálskeðju með demanti fyrir skömmu. Hún er nemandi við Víði- staðaskóla í Hafnarfirði og gæti hálsmenið hafa dottið af henni þar. Hálsmenið er gjöf frá ömmu hennar heit- inni og er þess sárt sakn- að. Frá sama heimili týnd- ist fyrir 6-8 vikum, askja með demantseyrnalokk- um. Hún hefur sennilega dottið uppúr veski við inn- kaup ef til vill í Fjarðar- kaupum. Ef einhver hefur orðið var við þessa gripi, er hann vinsamlegast beð- inn að hafa samband í síma 555-3388 eða 697-7277: Mjög góð fundarlaun í boði. Dýrahald Kisu vantar heimili VEGNA veikinda vantar kisu okkar gott heimili. Hún er þrílit og angóru- blönduð. Þeir sem hafa áhuga, hafi samband við Gunnlaugu í síma 557- 6801. Tveir hvolpar 1 óskilum TVEIR hvolpar eru í óskil- um á hundahótelinu að Leirum. Annar er svartur Border-Collie og hinn er ljósbrúnn blendingur. Eig- endur eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra strax. Upplýsingar hjá Hreiðari í síma 566-8366. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.