Morgunblaðið - 04.12.1999, Qupperneq 85
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
FOLKI FRETTUM
Ljósmynd/Svavar G. Jónsson
Ingibjörg Jónsdóttir hárgreiðslumeistari á Hársnyrtistofunni Pflus í
Mosfellsbæ ásamt módeli sínu, Helgu.
Glimmer og
gylltir tónar
í LOK nóvember var haldið Alda-
mótakvöld Halldórs Jónssonar á
Hótel Loftleiðum. Afþvítilefni var
kynnt hártíska aldamótanna og
aldamótafórðun frá Yves Saint
Laurent og Trucco.
Fagmenn frá hársnyrtistofunum
Hársmiðjunni, Expó, Space Hár-
stúdíó, Mín, Pflus og Hárhönnun
sýndu hártískuna, sem var glæsileg
og hátíðleg.
Yves Saint Laurent er á hveiju ári
meðsérstaka jóla- og áramótaförð-
un. I ár valdi hönnuðurinn hetjuna
Amidal drottningu úr nýjustu
Stjömustríðsmyndinni til að vera
einkennandi fyrir aldamótaútlitið.
Djarfir, glæsilegir litir og glimmer
og gylltir tónar eru einkennandi í
aldamótaförðuninni að þessu sinni.
Aldamótaútlitið kallast „One
love“ eða ein ást og skiptist í {jögur^
þemu; einn sannleikur, ein örlög,
einn draumur og einn vilji.
Förðunarlína Tmcco kallast Losti
og er rifsberjagylltur blær áberandi
í línunni.
Charlie
Byrd látinn
DJASSGÍTARLEIKARINN og
tónskáldið Charlie Byrd lést á
heimili sínu á fimmtudag. Byrd var
búinn að berjast lengi við krabba-
mein, en hann var 74 ára að aldri.
Byrd gaf út meira en 100 plötur
og tónlistarferill hans spannaði
hálfa öld. Þegar hann gaf út plötu
sína „Jazz Sambe“ með djassgúr-
úinum Stan Getz beindust augu
manna að „bossa nova“-sveiflunni,
en Byrd var í hávegum hafður í
Brasilíu fyrir að auka veg tónlistar
þeirra og fyrr á þessu ári var hann
heiðraður af þarlendum yfirvöldum.
Byrd fæddist í Virginia-fylki í
Bandaríkjunum og lærði á gítar af
föður sínum. Hann barðist í seinni
heimsstyrjöldinni og lék þar einnig
iðulega fyrir herdeildirnar. Eftir
stríðið var hann þegar orðið hátt
skrifaður í djassheiminum vestan-
hafs. Árið 1954 fór hann til Ítalíu og
nam af hinum þekkta gítarleikara
Andres Segovia. Hann þótti blanda
einstaklega skemmtilega saman
djassi og áhrifum frá suðrænni slóð-
um og þótti hafa sinn einstaka per-
sónulega stíl.
Byrd kom síðast fram 18. septem-
ber í Annapolis á kránni Maryland
Inn’s King of France Tavern, en þar
hafði hann spilað reglulega frá því
hann flutti til borgarinnar árið 1972.
E-vítamín eflir
varnir líkamans
Gilsuhúsið
Skólavöröustíg, Kringlunnl, Smáratorgi
SONY DCR-TRV110
Dígítal 8, PCM Stereo ðOxzoom,
2,S’ lítaskjár, 0 lux,
8 myndeffectar,
7AE myndstillingar,
LasertlNK, Super
Steadyshot,
DV tengí,
allt að 9 1/2 klst.
rafhlóðuending
(NP-F9S0), JL
farstýríng.
BRAUTARHOLTI 2
SÍMI 5800 800
VHS-C, 45xzoom, 0,3 lux, 9
myndeffectar, 7AF. myndstilllngsr,
gleiðhornlinsa, allt að 8 klst.
rafhlööuending (CGR-V816).
NV-VX24
VHS-C 45xzoom,
0,3 lux, 2,5"litaskjér,
9 myndeffectar,
7AE myntistillingar,
Super image
stabiliser,
gleiðhornlinsa,
allt að 8 klst. rafhlöðuendi
(CGR-V816), fjarstýring.
Panasonic nv-rxi4
SONY
CCD-TR42S
Video 8XR, 330xzoom, 0 lux, 8
myndeffectar, 6AE myndstlllingar,
allt að 13 klst, rafhiððuending
(NP-F950), farstýring,
Panasonic nv-ds33
Mini DV, 100xzoom, 0,5 lux, 2,5“
lltaskjár, 9 myndeffectar, 3AE
myndstllllngar, Super image
stabiliser, alit aö 9 klst.
rafhlððuendlng (CGR-V815),
fjarstýring.