Morgunblaðið - 04.01.2000, Síða 1
• MARKAÐURINN © SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR •
Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 4. janúar 2000
Blað c
Hærri
lágmörk
í Ijósi reynslunnar var talið rétt
að hækka lágmörk framfærslu-
kostnaðar í greiðslumatinu, segir
Haliur Magnússon hjá fbúðalána-
sjóði í þættinum Markaðurmn, en
þar íjallar hann um nýlegar breyt-
ingar á greiðslumatinu og birtir
töflur þar að iútandi. / 2 ►
‘‘áwníiTvi.*,
Varúðar-
ráðstafanir
Það er nauðsynlegt fyrir okkur
að huga vei að húsum okkar og
íbúðum á þessum árstíma, þegar
allra veðra er von. f þættinum
Smiðjan fjallar Bjarni Ólafsson
um ýmsar gagnlegar ráðstafanir
til þess að koma í veg fýrir tjón
af völdum storma. / 22 ►
Góðar
horfur
Töluverð bjartsýni ein-
kennir markaðinn nú í
ársbyrjun. Eftirspurn
er mikil og horfur góðar.
Verðhækkanir á fasteignum
á höfuðborgarsvæðinu verða
samt varla jafn miklar og á
síðasta ári. Hafa verður í
huga, að verð hafði verið svo
lágt í mörg ár þar á undan,
að framan af ári voru verð-
hækkanirnar aðallega verð-
leiðrétting.
Guðrún Árnadóttir, for-
maður Félags fasteignasala,
segist samt búast við áfram-
haldandi þenslu á höfuðborg-
arsvæðinu, ef aðflutningar
fólks utan af landsbyggðinni
halda áfram í svipuðum mæli
og verið hefur. Það eitt kall-
ar á fleiri hundruð nýjar
íbúðir á ári.
Stefán B. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri bygginga-
fyrirtækisins Húsvirkis, seg-
ist ekkert eiga óselt af íbúð-
um nú og að ástandið að und-
anförnu minni helzt á upp-
gangstímabilið, sem hér ríkti
1984-1986.
Á þessu ári er áformað að
úthluta mun fleiri lóðum hjá
Reykjavíkurborg og þá fyrst
ojg fremst í Grafarholti, segir
Agúst Jónsson, skrifstofu-
stjóri hjá borgarverkfræð-
ingi.
’I desember var úthlutað
lóðum fyrir 204 ílníðir í ein-
býlishúsum, raðhúsum og
fjölbýlishúsum og á næstunni
verður úthlutað lóðum undir
400 íbúðir til viðbótar í Graf-
arholti. / 16 ►
Verð á höfuðborgar-
svæðinu hækkar enn
VERÐ á íbúðarhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu fór ört hækkandi á
síðari hluta nýliðins árs eins og
teikningin hér til hliðar ber með
sér, en hún er byggð á upplýsingum
frá Fasteignamati ríkisins.
Til höfuðborgarsvæðis teljast
Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnar-
nes, Garðabær, Hafnarfjörður og
Mosfellsbær og til umfjöllunar eru
steinhús reist 1940 eða síðar.
Þessar hækkanir voru í sam-
ræmi við mikil umsvif á markaðn-
um, sem mótaðist af þenslu í þjóð-
félaginu og mikilli eftirspurn eftir
flestum tegundum húsnæðis. Eft-
irspurnin var stundum svo mikil,
að nýjar íbúðir seldust ekki
ósjaldan samkvæmt teikningum
eins og kallað er. Varla var búið að
steypa, þegar tilboð voru farin að
berast.
Fasteignamat á höfuðborgar-
svæðinu hækkaði mikið eða um
18%, en víða annars staðar nam
hækkunin allt að 15%. Þetta mun
væntanlega leiða til hærri fast-
eignagjalda, en þau eru samansett
af mörgum gjaldaliðum, sem yfir-
leitt taka mið af fasteignamati.
Á síðasta ári var ávöxtunarkrafa
húsbréfa lengst af afar lág og það svo,
að húsbréf seldust á yfirverði, sem
hafði mjög hagstæð áhrif á markað-
inn og hélt verðhækkunum í skefjum.
I haust fór ávöxtunarkrafa hús-
bréfa svo aftur hækkandi og afföllin
um leið, sem hefur öi-ugglega haft
sín áhrif til hækkunar á íbúðarhús-
næði. Upp á síðkastið hefur ávöxt-
unarkrafan svo lækkað á ný, sem
ætti að draga úr hækkandi verði
samkvæmt framansögðu.
Erfitt er að spá neinu með vissu
um verðþróun á fasteignamarkaði á
höfuðborgarsvæðinu á næstunni.
En fasteignasalar gera almennt ráð
fyrir, að mikil umframeftirspum
haldist áfram eftir íbúðarhúsnæði,
sem ætti að halda verðinu uppi.
Fyrirfram var gert ráð fyrir, að
fjárfesting í íbúðarhúsnæði myndi
aukast verulega á síðasta ári. En þó
að mikið sé byggt, hefur byggingar-
iðnaðurinn ekki undan eftirspurn-
inni.
Fermetraverð íbúðarhúsnæðis
á höfuðborgarsvæðinu 1996-1999
Vísitala, staðgreiðsluverð hver fermetri, jan. 1996 = 100
Þriggja mánaða meðaltöl , 4 4 W ; í
n
ÞU FÆRÐ MEIRA
FYRIR HÚSBRÉFIN
HJÁ FJÁRVANGI
$
i°/<
-O
OK^
Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist við að bjóða
besta kaupgengið og staðgreiðir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upp-
lýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín.
FJARVANGUR
LOGGIU VtRÐBRfFAFYRIRTftKI
Laugavegi 170 slmi 5 40 50 60, www.fjarvangur.is