Morgunblaðið - 04.02.2000, Síða 1
FOSTUDAGUR4.FEBRUAR2000
NYTT TAKN A HVERJUM DEGI/2 ■ PLÖTUSAFNIÐ MÆLTI METRUM/4
■ HORMÓN FEPRANNA/5 ■ BÍÓ FYRIR BÖRN/5 ■ HÁR ÁN
SAPU/6 — " "KT EFTIR DAGSBIRTU/7 ■ FELPENKRAIS-AÐFERPIN/8
Elísabet Birgis-
dóttir starfsstúlka
Týnda hlekksins hugs-
ar til fjalla með stafí,
gleraugu og siijóbrett-
ið á bakinu i þar til
gerðum brettapoka.
með
gleði og gát
SNJÓBRETTIN eru komin til að
vera. Pað er ekki um að villast og
það er heldur ekki gaman að vill-
ast þegar í brekkumar er komið.
Af þeim sökum er íslensku
brettafólki bæði Ijúft og skylt að
íræðast um leyndardóma fjall-
na, réttan útbúnað og aðferðir á
ögurstundu. I vikunni hélt Islenski
alpaklúbburixm í samvinnu við versl-
unina Týnda hlekkinn kvöldnám-
skeið um leiðarval, mat á snjóflóða-
hættu og fleiri hliðar fjallamennsku.
Námskeiðið var opið öllu fjallafólki
en þangað mættu meðal annars snjó-
Íbrettaiðkendur sem áhuga hafa á að
bæta nýjum víddum við iðkun sína.
‘
Ekki nóg að vera i flottri flík
Já, um þessar mundir er vaxandi
áhugi á því sem stundum er kallað að
„hæka“ - að ganga á fjöll utan hefð-
bundinna skíðalyftusvæða með snjó-
brettin á bakinu,“ segir Rúnar Óm-
arsson í Týnda hlekknum.
„íslendingar hafa reyndar gengið á
íjöll og rennt sér í fjölda ára en nú er
ákveðin vakning í þessu meðal snjó-
brettafólks. Snjóbrettaskór eru
nefnilega ágætir að ganga á og ásamt
tengdum útbúnaði gefa þeir mögu-
leika á talsverðum hreyfanleika í
fjallaferðum," segir Rúnar.
Sjálfur segist hann stundum fara
„á röltið" í fjöllunum með vinum sín-
um í leit að púðursnjó, fjarri lyftu-
röðum. „Maður gerir það kannski
ekki oft en það eru samt yfirleitt
skemmtilegustu dagar
ársins,“ segir hann og
kveður litla hópa henta
einna best til slíkra ferða.
I hlutarins eðli liggi um
leið nauðsyn þess að vita
hvemig draga megi úr
þeim hættum sem steðjað
geta að á fjöllum.
„I svona ferðum er
ekki nóg að vera í flottum
galla en láta svo góma sig
í bómullamærfötum og
gleraugnalausan. Maður
þarf að vera rétt klæddur
og útbúinn, kunna að lesa
í brekkumar, meta veður
og aðstæður og undirbúa
tryggar aðferðir til þess
að hafa samband við um-
heiminn ef eitthvað kem-
ur upp á,“ undirstrikar
Rúnar og bætir því við að
á póstlista Týnda hlekks-
ins séu yfir þúsund manns á aldrin-
um 6-57 ára, sem gefi vissa hugmynd
um aldursbreidd snjóbrettaiðkenda.
Spuming um rétta tímann
Snjóflóðanámskeiðið á miðvikudag
var hluti af námskeiðaröð íslenska
alpaklúbbsins, en eftii annarra nám-
skeiða er kynnt á vefsíðunni
www.isalp.is. „Þetta er enginn
hræðsluáróður heldur spuming um
að velja sér rétta tímann til þess að
renna sér niður ákveðnar brekkur,"
segir Karl Ingólfsson leiðbeinandi
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Tilþrif Aðalheiður Birgisdóttir tekur flugið
á snjóbrettamóti i Bláfjöllum.
um skilaboð sín til fjallagarpa. „í
bestu brekkunum er alltaf snjóflóða-
hætta að einhverju marki, annars
væra það ekki góðar brekkur. Það
sem skiptir höfuðmáli fyrir snjó-
brettafólk, skíðakappa og aðra sem
vilja halda til fjalla er ákveðin þekk-
ing á landslagi, snjógerð og veður-
fari,“ segir Karl sem á námskeiðinu
fór meðal annars í saumana á réttu
leiðarvali, notkun snjóflóðaýla og
mati á styrk snjóþekju. Allt til þess
að gera góðar fjallaferðir enn betri
og farsælli.
Chiropractic heilsudýnumar ★ Svqfiiherbergishúsgögn
Heilsukoddar Hlffðardýnur * Rúmteppasett ★ Hágœða
bómidlarlök ★ Sængur ★ Sœngurver * Lampar ★ Speglar
AVÍK-AKU
Lísthúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is